Heiðdís Gunnarsdóttir í Fréttablaðinu

Heiðdís lét nýverið af störfum eftir áratugastarf við leikskólana á Selfossi. Mér fannst fróðlegt að lesa viðtal við hana í morgun en þar segir Heiðdís:
"Fyrsti leikskólinn á Selfossi á ársgrundvelli var stofnaður 1968 og fyrir tilstuðlan kvenfélagsins sem rak hann með aðstoð hreppsins. Í fundargerðum félagsins frá þessum tíma kemur fram að konurnar töldu að setja þyrfti á stofn leikskóla fyrir börnin. Mér fannst það eftirtektarvert. Þær höfðu ekki foreldrana í fyrirrúmi heldur börnin, þannig að þetta var framsækið hjá þeim."

Og á öðrum stað segir Heiðdís:

"Mér finnst mest um vert hvað viðhorf ráðamanna til leikskóla hafa breyst. Ég man þegar leikskólarnir áttu að fara í Félagsmálaráðuneytið. Það mundi engum detta í hug núna. Það var mikil barátta meðal leikskólakennara að halda honum innan menntamálanna þar sem hann á heima. Það tókst."

Frumherjar eins og Heiðdís Gunnarsdóttir eiga heiður skilinn fyrir störf sín.
Leikskólinn er skóli fyrir börn. - Að sjálfsögðu - segjum við í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Hjartanlega sammála þér.  Þarna er kraftmikil kjarnakona á ferð sem svo sannarlega hefur markað spor sitt á leikskólamál og stefnur í Árborg svo og á landsvísu.

Sædís Ósk Harðardóttir, 18.2.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Ég er svo samála þessu. LeikSKÓLINN er fyrir börnin.  Það vill gleymast allt of oft.

Þórhildur Daðadóttir, 18.2.2008 kl. 13:16

3 Smámynd: Lýður Pálsson

Heiðdís Gunnarsdóttir frá Suðurgötu á Eyrarbakka hefur stýrt þessum mikilvæga þætti okkar samfélags með mikilli prýði. Henni sé þökk.

Lýður Pálsson, 18.2.2008 kl. 16:33

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk

Kristín Dýrfjörð, 18.2.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband