Af þjóðnýtingu banka

Nú berast þau tíðind frá Bretlandi að brátt verði Northern Rock bankinn þjóðnýttur fyrir litlar 3-4 þúsund MILLJARÐA króna. Draumurinn um ríkisbanka kann því að vera nær en okkur grunaði.

Það er ekki langt síðan að ríkisbankar á Íslandi voru nær einráðir. Einkavæðing bankanna hefur verið ævintýraleg.

Sumir stjórnmálamenn á Íslandi hafa harmað einkavæðingu bankanna og hafa saknað stjórnmálabankanna.

Eru þeir enn að vona? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Skagfjörð Gíslason

 Guð forði okkur frá því að bankar verði aftur ríkibankar

Hreinn Skagfjörð Gíslason, 19.2.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nei við höfum seðlabanka sem er Riki i Rikinu er það ekki nóg/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.2.2008 kl. 16:26

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Bíðið nú aðeins við! Er ekki verið að ræða það að bankarnir með sínum miklu umsvifum séu að þvinga okkur í Evrópusambandið?

Ég er svo fegin því að ekki þurfti ég að sitja undir útspekúleraðri markaðssetningu bankalána þegar ég var ung, en nú er svo komið að margt ungt fólk sem hefur látið glepjast af gylliboðum bankana til að skuldsetja sig fyrir óþarfa er gjaldþrota

Guðrún Sæmundsdóttir, 19.2.2008 kl. 23:21

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það lítur nú helst út fyrir að þessum margrómuðu ,,snillingum" sé að takast að kollsigla bankana, á þessum örstutta tíma sem liðinn er frá einkavæðingunni.  Munurinn hér og erlendis er hinsvegar sá, að íslenska ríkið hefur enga burði til að bjarga þessum fyrirtækjum ef illa fer. Og þá myndi mjög margir lenda í mjög vondum málum. 

Þórir Kjartansson, 20.2.2008 kl. 08:37

5 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þetta er nú ekki svona einfalt. Breska ríkið er að bjarga þessum banka eftir að stjórnendur hans hafa siglt honum í strand. Þegar skattgreiðendur hafa verið mjólkaðir nóg verður hann afhentur ( gefinn) á ný.

Sigurður Sveinsson, 20.2.2008 kl. 10:59

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

Heyrðu Sigurður, það væri nú alveg draumur fyrir suma hér ef þeir gætu einkavætt sömu bankana tvisvar.

Þórir Kjartansson, 20.2.2008 kl. 14:52

7 Smámynd: Haukur Kristinsson

man þegar ég kom til RVK nýskilin og allslaus og fór á fund alberts guðmundssonar sem var fjármálaráðherra og óskaði eftir fyrirgreiðslu, það var ekkert mál og hann hringdi í landsbankan og sagði stjóranum að lána það sem ég þurfti, hann var ekki glaður með að þurfa að lána almugamanni , en bankarnir voru bara fyrirgreiðslustofnanir fyrir pólitíkusa

Haukur Kristinsson, 20.2.2008 kl. 22:01

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Mamma sagði mér að á sínum tíma, þegar foreldrar mínir voru að kaupa húsnæði fyrir vaxandi fjölskyldu, þá hafi hún mætt með bæði mig og litla bróður minn (báðir barnungir) á fundinn með bankastjóranum til að fá samúð og þar með lán. Sem betur fer eru slíkir tímar liðnir, og bankalán veitt á markaðsforsendum (sem Seðlabanki Íslands sér einn um að flækjast fyrir og spilla, en ekki bæði hann og stjórnmálamenn).

Geir Ágústsson, 22.2.2008 kl. 18:58

9 Smámynd: Þórir Kjartansson

Aldrei bað ég stjórnmálamenn að bjarga lánum fyrir mig, þegar ég var að koma mér upp húsi og heimili. Það var allt gert á markaðsforsendum, eins og nú.  En Haukur og Geir, voru þessi lán ekki öll greidd upp, burtséð frá því hvernig til þeirra var stofnað?  Og væntanlega voru þau á mun betri kjörum en þekkjast í dag.

Þórir Kjartansson, 23.2.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband