Jósef Ásmundsson og álögur í Árborg

Í Fréttablaðinu í dag segir Jósef Ásmundsson farir sínar ekki sléttar. Álagning fasteignagjalda í Árborg hefur verið há um árabil og nú í ár keyrir enn um þverbak. Þrátt fyrir 8% lækkun fasteignaskatts sem loks náðist fram í síðasta mánuði hefur álagningin hækkað ár frá ári og er í dag mun hærri en í Reykjavík eða heilum 83% í tilfelli Jósefs og fjölskyldu hans.

"Fréttablaðið 20. febrúar 2008

„Ég er alveg arfavitlaus út af þessum fasteignagjöldum," segir Jósef Ásmundsson.

Jósef og kona hans búa í nýju húsi í Kjarrhólma á Selfossi. Húsið er 210 fermetrar og fasteignamat þess var 29,9 milljónir króna um síðustu áramót. Lóðin er metin á fjórar milljónir. Fasteignagjöld, lóðarleiga, fráveitugjald og sorphirðugjald nema samtals tæplega 270 þúsund krónum á þessu ári. Þetta telur Jósef vera alltof hátt.

Fyrir eign af þessari stærð með jafn háu fasteigna- og lóðarmati þyrfti hins vegar að greiða samtals tæpar 147 þúsund krónur í Reykjavík.

Upphæðin er þannig 83 prósentum hærri í Árborg af eign sem er talin jafn verðmæt hjá Fasteignamati ríkisins. Þá segist Jósef hafa fengið uppgefið dæmi frá Ráðhúsinu í Reykjavík um 240 fermetra hús sem hefði 50 milljóna króna fasteignamat en bæri þó aðeins um 210 þúsund krónur í gjöld.

„Það er óeðlilegt að í sveitarfélagi þar sem verið hefur mikil uppbygging og gatnagerðargjöldin hafa streymt inn séu fasteignagjöld svona miklu hærri en í Reykjavík," segir Jósef.

Eins og víða annars staðar hækkaði fasteignamat í Árborg um 12 prósent um síðustu áramót. Tillaga frá fulltrúum sjálfstæðismanna um að lækka álagningarhlutfall fasteignagjaldanna var felld í bæjarstjórninni fyrir jól. Sagði meirihluti Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna það ekki skynsamlegt að lækka tekjur sveitarfélagsins á tímum mikils vaxtar og uppgangs."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lýður Pálsson

Með fullri virðingu fyrir Jósefi Ásmundssyni: Hvað merkir eiginlega að vera arfavitlaus?  Mér finnst skemmtilega tekið til orða.

Lýður Pálsson, 20.2.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Hvaðan ert þú "Vitringurinn" ???

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 21.2.2008 kl. 08:15

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Málefnaleg umræða.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.2.2008 kl. 09:01

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Það er rétt Eyþór að þetta er allt of hátt. En mér sýnast álögur fasteignagjalda þó ekki hafa neitt með flokka að gera. Hér í Hveragerði er t.d. þinn flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, við völd og þar borga menn yfir 300 þúsund fyrir sambærilega eign.

Heimir Eyvindarson, 21.2.2008 kl. 14:23

5 identicon

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband