Stefnumót í Hvíta húsinu: - Viðskiptaráðherra, DV, spil og Framsókn

Í gær fékk ég það hlutverk að aðstoða Elínu Reynisdóttur yfirdómara Stefnumóta, en DV hélt eitt slíkt í sjálfu Hvíta húsinu á Selfossi með liðsinni Hrútavina. Lið Guðna Ágússsonar og Björgvins G. Sigurðssonar kepptu í spennandi spurningakeppni sem endaði með sigri ráðuneyti Björgvins, en hann hafði Unni Brá Konráðsdóttur sveitarstjóra og Guðmund Karl Sigurdórsson ritstjóra Sunnlenska til halds og trausts. - Og svo salinn.

Sigurlaunin - 100.000 krónur - ánafnaði hópur Björgvins til fíkniefnahundarins. Ólafur Helgi sýslumaður var einmitt í liði Guðna og vann því stórt þó liðið hafi beðið lægri hlut.

Guðni steig svo á stokk og vitnaði í Stein Steinarr og sagði sig og Framsókn vinna vel en tapa í könnunum og keppnum þrátt fyrir það (Framsóknarmenn eru samt nokkuð lunknir í póker):

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði).

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
Steinn Steinarr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Skemmtileg vísa.

Eiríkur Harðarson, 24.2.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband