Jákvæð frétt

Samningur um gagnaver á Suðurnesjum er ein jákvæðasta fréttin í íslensku viðskiptalífi það sem af er þessu ári. Hér er verið að skapa ný spennandi störf á nýju alþjóðlegu sviði. Hér er endurnýjanleg raforka nýtt til að skjóta nýjum stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Hér er verið að auka íslenska framleiðslu. Gagnaverið á ekki að menga.

Fyrsta verkefnið sem ákveðið var að ráðast í á sviði orkufreks og umhverfisvæns iðnaðar er aflþynnuverksmiðja Becromal á Akureyri. Það verkefni er komið langt, enda er áætlað að starfssemin hefjist á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Gagnaverið kemur nú til viðbótar þó það taki einhver ár að koma því í fulla starfssemi.

Þessi verkefni tvö eru með algera sérstöðu þegar litið er til stóriðju almennt, en líkur er á því að þriðja hreina orkufreka verkefnið líti dagsins ljós í Þorlákshöfn. Hér er um að ræða kísilhreinsun fyrir sólarsellur, eða polysilicon. Ef af verður mun það verkefni vera stærst og jafnframt mjög þróað í tækni.

Ef þetta gengur allt eftir má segja að að á hljóðlegan hátt hafi Ísland eignast fjölbreyttan iðnað í erfiðu árferði.

Okkur veitir ekki af jákvæðum fréttum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband