Náttúruauðlindir - gengi félaga í kauphöll frá áramótum

Á stuttum tíma hefur matur, orka, málmar og önnur hrávara skákað bönkum og yfirtökufélögum sem uppspretta auðs. Skortur á hráefnum er ein helsta ástæðan, enda fer saman minna framboð og stóraukin eftirspurn, ekki síst frá Asíu.

Ísland á miklar náttúruauðlindir, ekki síst orku, fisk og svo náttúruna sjálfa. Þetta er mikilvægur styrkur þegar nú hriktir í fjármálakerfum heimsins. Þennan grunn hafa ekki allar þjóðir. Skynsamleg nýting náttúruauðlinda í strjálbýlulandi er okkar spil á hendi.

Sumir ganga svo langt að segja það skyldu okkar að nýta endurnýjanlega orku okkar sem allra mest og segja sem svo að hún valdi ekki gróðurhúsalofttegundum og fari annars "til spillis" - eða renni til sjávar.

Best er þó að við nýtum orkulindirnar þannig að þær skerðist sem minnst, náttúran fái að njóta sín og fjölbreyttur iðnaður verði til.

Á endanum viljum við virkja hugvitið, enda er mannauðurinn títtnefndur mesta auðlind hverrar þjóðar. Grunnurinn sem við höfum; orkan, fiskurinn og náttúran er einstakur grundvöllur sem við getum byggt okkar sérstöðu á. - Auk bankanna og fjármálafyrirtækjanna.

Það er merkilegt að skoða þau fyrirtæki sem skráð eru á markað á Íslandi. Fjármálafyrirtækin eru mjög dóminerandi og eru framleiðslufyrirtækin fá. Century Aluminum er bandarískt félag sem er einnig skráð á markað hérlendis. Það framleiðir ál í BNA og á Íslandi og hyggur á nýtt álver í Helguvík.

Það er merkilegt að skoða breytingar á gengi hlutabréfa síðustu vikur þar hefur allt lækkað utan eitt frá áramótum.

Þetta segir ákveðna sögu:

 

Hækkanir á árinu

Heiti félagsGengiBreyting
Century Aluminum Company4.8001.450(43,28%)

Lækkanir á árinu

Heiti félagsGengiBreyting
SPRON hf.5,014,05(44,70%)
FL Group hf.8,306,20(42,76%)
Icelandic Group hf.3,002,15(41,75%)
Exista hf.11,638,12(41,11%)
365 hf1,380,73(34,60%)
Bakkavör Group hf.39,019,0(32,76%)
P/F Atlantic Petroleum1.450585(28,75%)
Atorka Group hf.7,292,59(26,21%)
Straumur-Burðarás11,173,93(26,03%)
Glitnir banki hf.16,855,10(23,23%)
Landsbanki Íslands28,27,2(20,34%)
Hf. Eimskipafélag Íslands28,06,7(19,31%)
Kaupthing Bank714166(18,86%)
Teymi hf.4,951,02(17,09%)
Atlantic Airways P/F197,0034,50(14,90%)
Marel Food Systems hf.88,213,8(13,53%)
Føroya Banki P/F150,022,0(12,79%)
Össur hf.88,510,0(10,15%)
Icelandair Group hf.24,802,80(10,14%)
Alfesca hf.6,760,15(2,17%)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm, það er verið að versla með takmarkaðar auðlindir í ótakmörkuðu framboði á pappírsrusli sem kallast peningar (skuldir). Skiljanlega hlaut að koma að því á endanum að  verðgildi  hins síðarnefnda hryndi ásamt óhjákvæmilegum hækkunum hins fyrrnefnda. Þetta snýst aðallega um veruleikahönnun og hún hefur verið að bresta með minnkandi áhrifum auglýsingaruslpósts (sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar) stjórnmálamanna og keyptra "álitsgjafa" ;sem sagt maskínunnar sem hefur til þessa séð um veruleikahönnun almennings.

Baldur Fjölnisson, 16.3.2008 kl. 16:10

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Með öðrum orðum; raunveruleg verðbólga er verðfall pappírsrusls sem kallast peningar (skuldir) gagnvart því sem hægt er að kaupa fyrir pappírinn - vegna offramleiðslu hins fyrrnefnda. Opinber hönnun verðbólgu getur ekki til lengdar falið þessa augljósu staðreynd hvað þá allur heimsins auglýsingaruslpóstur.

Baldur Fjölnisson, 16.3.2008 kl. 16:29

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ef ég á að reyna að draga kenningar af þessum augljósu staðreyndum þá er það augljósasta að selja ekki hugsjónarlaust í seljendamarkað. Bíða frekar með að selja í það sem augljóslega mun hækka. Láta ekki erlendar eignir ráða ferðinni. Það er náttúrlega of seint að ræða þetta núna. En það er hægt að læra af sögunni.

Berlusconi - Impregilo - Davíð.

Bechtel - Alcoa - Bush - Davíð.

Hagsmunadrifið mafíuhyski. 

Baldur Fjölnisson, 16.3.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband