Skiptimynt

Í morgun var Síminn skráður á markað í annað sinn á þeim 100 árum sem hann hefur starfað. Eignarhaldsfélag Símans; Skipti hf. er skráningarfélagið og voru bréf í því félagi boðin fagfjárfestum fyrir stuttu. Nú berast þær fréttir að stjórn Exista muni leggja fram yfirtökutilboð í hluti Skipta. Ef þetta er rétt stoppar Síminn stutt við á markaði í þetta "skiptið".

Vodafone verður þá aftur eina skráða fjarskiptifyrirtækið á markaði!

Greitt verður með bréfum í Exista og er því um aukningu hlutafjár í Exista að ræða ef af þessu verður.

Það eru þá stærstu hluthafar Skipta hf. sem skipta bréfum í Skiptum í skiptum fyrir bréf í Existu.


mbl.is Exista vill yfirtaka Skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson

Sæll,

Það sem er að gerast að með því að gefa út auka hluti í Exista (Þar af leiðandi ekki að greiða kr) og gera Skipti að dótturfélagi, komast Exista menn í sjóðstreymi Símans sem er aðalmálið hjá þeim núna þar sem þeir eru í verulegum vandræðum.

 Kv,

Villi

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, 19.3.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Róm brennur - lífið heldur áfram. Hún verður byggði upp að nýju. Will Exista exist.

Jón Sigurgeirsson , 19.3.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Johnny Bravo

Lýður Guðmundsson Bakkavara bróðir er stjórnaformaður beggja félaga!!!

Johnny Bravo, 23.3.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband