Undirstöðuatriði

Síðustu ár hafa einkennst af mikilli þenslu og miklu flugi á fólki og fyrirtækjum. Og svo má ekki gleyma opinberum aðilum sem hafa ekki látið sitt eftir liggja í "góðum og spennandi" verkefnum.

Helsti drifkrafturinn á Íslandi hefur verið fólginn í fjárfestingum sem fjármagnaðar hafa verið með lánum. Þetta eru nú flestir sammála um. Virkjanirnar eru hlutfallslega smáar í sniðum miðað við stóru skuldsettu yfirtökurnar sem "útrásin" stóð að. Þessar yfirtökur hafa skapað störf, tekjur og hagnað um hríð, en nú er öldin önnur og hægt hefur á.

Hátt gengi krónu hefur gefir öllum sem vildu tækifæri til að fá ódýrt erlent lánsfé og  mikinn kaupmátt heima fyrir. Nú er þetta breytt.  

Á sama tíma varð sífellt erfiðara fyrir útflutningsgreinarnar sem í reynd afla þjóðabúinu gjaldeyris vegna tekna, en ekki lána. Nú hefur þetta snúist við.

Undirstöður atvinnulífsins hafa því breyst þannig að nú eru framleiðslu og útflutningsgreinarnar aftur orðnar lykilatriði fyrir þjóðarbúið. Án þeirra værum við í enn erfiðari stöðu.

Fiskur, orka, ál, kísill og tækni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband