Milli steins og sleggju

Ástandið á fjármálamarkaðnum hefur lítið batnað þó hlutabréfaverð hafi eitthvað gengið til baka. Verðbólga á Íslandi fer vaxandi og allir eru sammála um að við því verði að sporna. Seðlabankinn lætur ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn: Nú eru vextir á Íslandi þeir hæstu í heimi og verður fróðlegt að sjá hvernig markaðurinn metur þá stöðu. Dagurinn í dag var frekar dapur í þeim efnum. Sumir líta á hækkunina eina sem hættumerki. Spá Seðlabankans um 30% raunlækkun húsnæðisverðs vakti líka athygli.

Fjármálakreppan og verðbólgan eru sem steinn og sleggja. Seðlabankar, fjármálastofnanir og heimilin eru þar á milli.

Nú verður fróðlegt að fylgjast með aðgerðum í efnahags- og bankamálum á næstunni, enda ljóst að ýmsir bankamenn vænta frekari aðgerða.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Ég óttast það helst að með vaxtaákvörðuninni sem ákveðin var í dag og því að ekki skyldu jafnframt hafa verið tilkynnt um aðgerðir sem styrkja eiga gjaldeyrisforðann að þá höfum við tekið skerf sem gerir peningamálastjórnunina enn ótrúverðugri en hún hefur verið fram til þessa. Í yfirlýsingu bankans er kveðið á um hugsanlegar aðgerðir en ekki að tilkynnt hafi verið um aðgerð eins og markaðurinn var að vonast eftir. Ég bendi t.d. á hegnar.com, ´þar sem norski olíusjóðurinn telur sig verða fyrir umtalsverðu tapi vegna viðskipta sinna hér á landi. Ekki ólíklegt að þeir og fleiri aðilar losi um stöður sínar hérna á næstu dögum.

Ég er þeirrar skoðunar að krónan taki dýfu þegar í næstu viku og reyni sig aftur við lággildið sem hún náði fyrir páska. Ég held að það verði margir sem hugsi sér til hreyfings og skortselji krónuna vegna þessara veiku yfirlýsingar.

Það er fróðlegt að bera saman aðgerðarleysi okkar manna og þær aðgerðir sem menn er að beita í BNA til að styrkja við hagkerfið og dempa áhrifin. Hérna virðast sem aðgerðirnar til að dempa verðbólguáhrifin eigi að snúast um að halda uppi gengi á vöxtum sem ekkert fyrirtæki getur staðið undir til langframa. Í BNA snúast aðgerðirnar um að reyna að smyrja hagkerfið og koma hjólum atvinnulífsins af stað og aðstoða fólk sem lent hefur í greiðsluvandræðum, t.d. með niðurfellingum vanskila, vaxtafrystingu og lánalengingum.  

Hagbarður, 10.4.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Nú fá menn að sjá afleiðingar taumlausrar frjálshyggju.Það þýðir ekkert að bera við heimskreppu, handónýt flotkróna  og lausafjárstaða bankanna afar veikburða.Hvað varð af  hundruðum miljóna gróða bankanna á undanförnum árum ? Eru þeir í skúffufyrirtækjum í skattaparadísarheimi ósnertanlegir?

Ríkissjóður ætti náttúrlega áður en hann fer að ausa peningum í Seðlabankann að láta banakana gera grein fyrir sínum fjárreiðum.Sé ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir rekstri þeirra á að meðhöndla þá eins og hver önnur gjaldþrota fyrirtæki.

Kristján Pétursson, 10.4.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband