Í vikulokin...

Sat með Birni Rúnari Guðmundssyni hagfræðingi Landsbankans og Örnu Schram frá Viðskiptablaðinu í kaffi hjá Hallgrími Thorsteinssyni á Rás2. Var farið yfir mál vikunnar ekki síst efnahagsmálin og ástand þjóðbrautanna út úr borginni.

Það er flestum morgunljóst að Suðurlandsveg þarf að tvöfölda alla leið sem allra fyrst. Banaslysin eru allt of mörg. Reyndar hafa  hlutfallslega fleiri látist á Suðurlandsvegi einum en þeir bandarísku hermenn sem létust í Víetnam og Írak til samans. Einn á Íslandi er þúsund í Bandaríkjunum.

---

Björn Rúnar hefur góða yfirsýn yfir stöðu efnahagsmála  og var fróðlegt að heyra hans sjónarmið.

Arna vildi vita hug bankanna til nýjustu aðgerða Seðlabanka.

Ljóst er að margir bíða enn eftir frekari aðgerðum ríkisins, enda er óvissan um verðbólguna og aðgang að gjaldeyri meiri en síðustu áratugina.

Okkar vandamál eru samt lítilvæg miðað við þær þjóðir sem þurfa að glíma við stórhækkað matvælaverð og hafa úr litlu að spila.

Afríka - Kína. Þetta veldur spennu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband