Vor í Árborg II: Faldarnir lyftust og síðpilsin sviftust

Vor í Árborg fer frábærlega vel af stað og er öllum aðstandendum til mikils sóma. Mikið hefur verið lagt í dagskránna og er eitthvað fyrir alla. Í dag fórum við Dagmar Una með litla-Jón Starkað á sýningu í Húsinu á Eyrarbakka sem nefnist "Faldarnir lyftust og síðpilsin sviftust" og er þar að finna "fágætt safn millipilsa". Hönnuðir sýningarinnar þær Ásthildur Magnúsdóttir og Hildur Hákonardóttir hafa unnið bráðskemmtilega og fræðandi sýningu um óvenjulegt viðfangsefni. Lýður Pálsson safnsstjóri hafði formála að sýningunni og upplýsti gesti um að krónprinspar hafi fengið að skoða hana fyrr í vikunni.

Mæli með þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Eyþór.

Til hamingju með Vor í Árborg, það er afar ánægjulegt að sjá menningarupplyftingu hvers konar sem æ tíðari viðburði.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.5.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband