Útgjöld ríkisins: 12 milljarðar í utanríkisráðuneytið á 12 mánuðum

Nú á tímum aðhalds er rétt að skoða forgangsröðun ríkis og sveitarfélaga. Verulegur vöxtur er í rekstri ríkisins og er áætlaður kostnaður utanríkisráðuneytis tæpir 12 milljarðar, eða milljarður á mánuði á yfirstandandi ári. 

Þó margt sé vel unnið í utanríkisráðuneytinu eru þetta um 160 þúsund á hverja fjölskyldu. Án þess að lítið sé gert úr mikilvægi varnarmála er sá þáttur aðeins lítill hluti af heildinni. 

Fjárfestingar ríkisins eru mikilvægar á samdráttartímum, enda eru þær yfirleitt arðbærar meira og minna. Rekstrarkostnað þarf hins vegar að takmarka og gæta þess að hann vaxi ekki að óþörfu.

Hætta er á að kostnaður utanríkisráðuneytist verði enn meiri ef okkur tekst að komast í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna.

Sundurliðun fyrir árið má skoða hér

http://hamar.stjr.is/Fjarlagavefur-Hluti-II/GreinargerdirogRaedur/Fjarlagafrumvarp/2008/Seinni_hluti/Kafli_3-03.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er áhugavert hvað þú ert mikill áhugamaður um að Ísland dragi úr þróunaraðstöð sinni, en megnið af útgjaldaaukningunni undanfarin ár hefur verið vegna aukinnar þátttöku Íslands í þeim málaflokki, en það er rúmur þriðjungur af þessari upphæð sem þú nefnir.

Eða ert þú að tala um að fækka sendiráðunum? Hvað á þá að gera við alla sendiherrana sem Davíð Oddsson skipaði?

Gestur Guðjónsson, 14.5.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Eyþór. Þetta er svimandi há upphæð og gjörsamlega út í hött. Ætti að vera mjög auðvelt
að skera þessa fjárhæð m.a niður um helming.
Bramboltið kringum öryggisráðið er búið að kosta okkur of-fjár og mun kosta okkur meirháttar fjárhæðir komunst við inn í þetta ráð,
sem vonandi verður ALLS ekki.

Sukkið  er þarna allsráðaðndi, alls kyns gæluverkefni út og suður sem engin eftirfylgni er haft með. Mesta bruðlið átti sér stað fyrir
mörgum árum þegar þáverandi utanríkisráð-
herra keypti húsnæði undir sendiráð í Japan
fyrir 700-800 milljóir. Væri ábyggilega hægt
að selja það í dag fyrir á annan milljarð og
kaupa eitthvað minna svo dæmi sé tekið.

Það er eins og allt of margir srjórnmálamenn
átta sig ekki á að við erum ekki  nema rúm
300.000 og þurfum að haga þessum málum
í samræmi við það. Mætti svo fækka þessum
sendiráðum verulega.


12 milljarðar í utanríkisráðuneytið í ár er
hneyksli. Er ekki flóknara en það!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.5.2008 kl. 13:06

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæll Eyþór.mikið erum við sammála þarna,hefði ekki orðað þetta svona vel/þetta er BRUÐL um það erum við sammála/Þakka fyrir goða grein!!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.5.2008 kl. 15:50

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Kærar þakkir Eyþór fyrir þessar annars nauðsynlegu upplýsingar sem þú birtir hér.

Í mínum huga er hér um óásættanlega háa upphæð að ræða þegar litið er til þess hve lítill hluti fer til sveitarfélaga í landinu til þjónustu við grunnmenntun sem og heilbrigðis og félagsleg verkefni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.5.2008 kl. 01:51

5 Smámynd: haraldurhar

  Að ósekju má og verður að draga útgjöld utanríkiráðuneyisins niður um 10 milljarða.

haraldurhar, 17.5.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband