Góð tíðindi

Aðgerðir Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar eru nú að líta dagsins ljós. Margt bendir til þess að framundan sé samstillt átak Seðlabankans, Alþingis og aðila vinnumarkaðarins til að kljást við tvö erfið vandamál í einu:

(a) Verðbólguna
(b) Fjármálakrísuna á Íslandi

Lausnin felst ekki í að sækja um faðm ESB. Slíkt myndi aðeins flækja málið enn frekar. Lausnina er aðeins að finna hjá okkur sjálfum. Íslendingar verða að axla ábyrgð á þeim mikla vexti sem þeim hefur tekist ná fram. Mikilvæg skref voru tilkynnt í dag og fleiri munu fylgja á eftir.

Á endanum er nauðsynlegt að saman fari lausnir sem sýna fram á getu íslensks fjármálalífs til að verjast árásum (útkastarinn eins og hann var nefndur af Davíð Oddssyni) og svo hitt að Ísland sýni fram á getu til að standa undir skuldbindingum sínum.

Þar er aukning gjaldeyristekna lykilatriði og í raun það eina sem styrkir krónuna til lengri tíma litið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta er engin lausn. Þetta er eingöngu eftirásamningur um yfirlýsingur sem Geir H Haarde gaf um daginn og seðlabankastjórar norðurlandanna sögðu að væru ekki réttar. Sem sagt framlenging samnings sem runnið hafði sitt skeið.

Gestur Guðjónsson, 16.5.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Hvað vilt þú að gert sé Gestur?

Eyþór Laxdal Arnalds, 16.5.2008 kl. 23:38

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Tek undir þetta Eyþór,þetta et gott svo langt sem það nær/en tek  einnig undir það sem Hallur segir um Íbúðarlánasjóð!!!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.5.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: haraldurhar

   Það er merkilegt nokk að lesa hvernig þú fjallar um neyðarhjáp Norrænu Seðlabankana, til handa littla bankanum með mörgu bankastjórunum, er hafa sýnt sig að hafa ekki snefill vit á stjórnun peningamála.

   Það er ekki spurning í mínum augum að við erum á beinnri leið inn í Efnahagsbandalagið, og ekki síst vegna óstjórnar Seðalabankans. 

   Það ætti öllum að vera ljóst að við stefnum hraðbyri inn í kreppu, ef fer svo fram sem horfir, og tindátarnir við Svörtuloft fá að halda áfram vaxtaokri sýnu, með tilheyrandi fjölda atvinnuleysi gjaldþrotum og gjaldeyrisskort.

haraldurhar, 17.5.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband