Geir og ESB

Á fundi í Valhöll kvað Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins fast að orði þegar kom að ESB. 

Geir sagði að hann "væri ekki í vafa um að þegar vegnir væru kostir og gallar við aðild Íslands að Evrópusambandinu væru kostirnir léttvægari."

Vel orðað og skýrt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég held að forsætisráðhr.sé á villigötum þegar hann ræðir um ESB.Hann talar um að auðveldara sé fyrir Íslendinga að koma sér út úr efnahagsvandræðum utan ESB.Þetta er náttúrlega bara bull,hvað um handónýta mynt okkar,hæstu vexti og verðbólgu í Evrópu,hæsta matarverðið og skuldsettustu heimilin.Við getum ekki róið einskipa með engan komás.Sannleikurinn er sá eins og Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr. hefur sagt,að gangi Ísland í ESB muni Sjálfstæðisfl.klofna.Þá færu væntanlega ESB sinnar Sjálfstæðisfl.í Samfylinguna og Sjálastæðisfl.yrði lítill íhaldsflokkur. 

Kristján Pétursson, 17.5.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: haraldurhar

    Geir veit ekki hvern fótinn hann á að stíga í þessu máli sem öðrum, og virðist vera á milli steins og sleggju.   Hefur verið nánast pínlegt að horfa uppá aðgerðaleysi hans undanfarnar vikur, virðist vera með alveg ótrúlega veikt bakland.

haraldurhar, 18.5.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Geir er varkár maður að eðlisfari, sem er góður eiginleiki hjá þjóðarleiðtoga. Hann rasar ekki um ráð fram. Hann hefur eflaust velt þessu máli vandlega fyrir sér og aflað sér álits ótal álitsgjafa út hinum ýmsu sérgreinum. Niðurstaðan er skýr;  við eigum ekker erindi í ESB. Vandamálið er hinsvegar, að almenningur er ekki nægjanlega upplýstur um kosti og galla ESB aðildar. Hér er um að ræða þverpólitískt mál, sem flokkadrættir mega ekki stýra. 

Ég kalla hér eftir aukinni upplýsingamiðlun til almennings um þetta mikilvæga málefni.

Júlíus Valsson, 18.5.2008 kl. 01:04

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já þetta var og er  vel orðað hjá Geir/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.5.2008 kl. 01:34

5 identicon

Sæll.

Ég er 100% sammála, vel orðð hjá Geir, í þetta sinn. Sínum sannmæli.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 04:46

6 identicon

Ég ætla að leyfa mér að varpa annarri skoðun fram:  þetta var skýrt hjá honum en ekki endilega vel orðað.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 08:32

7 Smámynd: Sævar Helgason

Vel orða og skýrt- það er nú það.

Ef gallarnir eru svona miklir - afhverju erum við þá í vaxandi mæli að taka upp reglugerðarverk ESB ?  

Er ekki í farvatninu að opna fyrir innflutning á ferskum kjötvörum vegna reglna frá ESB ?

Er ekki í farvatninu að breyta Íbúðalánasjóði vegna reglan ESB ?

Erum við ekki komin um 70 % með regluverk ESB í fullt gildi hjá okkur ? 

Geir dásamar EES samninginn og telur hann nægja fyrir okkur.

Ef við værum að fullu innan ESB og í myntbandalaginu- þá værum við ekki núna á hnjánum fyrir utan Seðlabanka nágrannaþjóða með beiðni um neyðartrygginu fyrir bankana- eða er það ?   Aginn og stöðuleikinn hér hjá okkur væri allur annar og heimilin ekki á komast á vornarvöl með haustinu-vegna óráðsíu í efnahagsstjórnun síðustu ára. Örkrónan okkar er okkur rándýr - atvinnulífið og almenningur bera byrðarnar

Já þetta er vel og skýrt orðað hjá Geir formanni. 

Sævar Helgason, 18.5.2008 kl. 08:54

8 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Það er mikill munur á samningi sem varðar í grunninn til tollfrelsi og svo því að ganga í ríkjabandalag.
EES samningurinn er ekki gallalaus, en kostirnir eru mun meiri fyrir okkar útflutning og fleira.
Við getum - sem frjáls þjóð - tekið upp fleiri fríverslunarsamninga t.d. við Kínverja og Bandaríkjamenn.
ESB er ríkjabandalag sem er að þróast í að verða Bandaríki Evrópu með eigin her og utanríkisráðherra.

Út úr EES samningum er hægt að komast með uppsögn.
Út úr ESB er engin leið.

Mér finnst Geir maður að meiri að hafa tekið á þessu máli.

Eyþór Laxdal Arnalds, 18.5.2008 kl. 10:06

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Mjög vel orðað hjá Geir.

Óðinn Þórisson, 18.5.2008 kl. 17:04

10 identicon

Geir hefur ekkert tekið á þessu máli, að hann segi eina setningu sem þessa táknar ekkert... ég get allt eins sagt öfugt við hann og hvað þá... verð ég þá skýr og hef tekið vel á málinu

DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband