Að undanförnu hafa sumir stjórnmálamenn bent á þá leið að farið verði í þjóðaratkvæðisgreiðslu um ESB. Samfylkingin er flokka einbeittust í þessu og er því rétt að rifja upp hvernig formaður Samfylkingarinnar beitti íbúakosningu í viðkvæmasta máli Reykjavíkur:
a) Á fundi borgarráðs hinn 12. desember 2000 var Þróunarsviði Reykjavíkurborgar undir stjórn stýrihóps falið að annast útfærslu, undirbúning og skipulagningu atkvæðagreiðslu vegna framtíðar Vatnsmýrar og Reykjavíkurflugvallar. Á fundi sínum hinn 13. febrúar s.l. samþykkti borgarráð tillögu stýrihópsins um að kjósa skyldi um hvort flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016 eða hvort flugvöllur eigi að fara úr Vatnsmýri eftir þann tíma.
b) Á kjörskrá voru 81.258 og var kjörsókn því 37,2%. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu vilja 50,6% að flugvöllurinn fari en 49,4% að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri.
c) Flugvöllurinn er enn á Aðalskipulagi Reykjavíkur og hefur nú - 7 árum síðar - ekkert verið ákveðið um að hann fari.
Eða með öðrum orðum: Kosið var um málið og meirihluti vildi flugvöllinn burt. Formaður Samfylkingarinnar sem þá var borgarstjóri kaus að byggja ekki á niðurstöðunni.
--------------
Ein leið til að koma ríkjum í ESB er að láta kjósa nógu oft um inngöngu þar til "rétt" niðurstaða fæst.
--------------
- Svo er það Samfylkingin í Hafnarfirði, en þar ræður hún með hreinum meirihluta.
- Þar á bæ var Alcan seld lóð og hugmynd um stækkun.
- Þá fyrst var málinu skotið til íbúanna - sem felldu það.
_________
Nú er öllum ljóst að mikill meirihluti á þingi er á móti inngöngu í ESB. Aðeins einn flokkur er því meðfylgjandi: Samfylkingin.
--------------
Hvernig ætla menn að koma Íslandi inn í ríkjasamband ESB án meirihluta á Alþingi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Fyrst og síðast er að fræða fólkið um kvað er verið að kjósa/maður er næsta viss um að helmingur þess veit ekkert um hvað málið snýst/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 18.5.2008 kl. 23:46
Kæru Íslendingar
Það er ekki hægt að kjósa um inngöngu í ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu því þjóðin mun aldrei geta vitað hvað hún er að kjósa um. Það ekki hægt að setja þetta upp sem af hverju ekki "að taka stökkið" úr EES og inní ESB? En af hverju seigi ég þetta? Jú:
- að ganga í ESB er allt örðuvísi en að taka stökk. Það er best hægt að líkja því við að panta 10 ára tíma hjá tannlækni sem svo dregur úr manni flestar tennurnar á þessum 10 ára tíma. Hægt, en bítandi, eru tennurnar dregnar út þér og þar sem þú heitir ekki Þýskaland eða Frakkland þá færðu enga deyfingu. En tannlaus verður þú smá saman. Og það er ekki hægt að setja gömlu tennurnar í aftur, ef þú seinna meir sérð eftir þeim.
Eg er búinn að prófa þetta. Ég bý í ESB og hef gert það í 23 ár og rekið fyrirtæki í ESB í næstum jafn langann tíma.
ESB er alltaf að verða fátækara og fátækara miðað við Bandaríkin og einnig miðað við Ísland. Árið 1985 bjuggu þegnar BNA við þær þjóðartekjur á mann sem ESB þegnar hafa núna. En það sorglega er að þetta bil fer vaxandi og ekki minnkandi. En þetta getur ekki verið örðuvísi. Frelsið er undirstaða alls og því mjög dýrmætt. Passið það því vel kæru Íslendingar. Það er undirstaða ríkidæmis og velmegunar. Ekki taka pilluna. Það er ekki hægt að kasta henni upp aftur, ef ykkur líkar ekki áhrifin
En þá munu menn segja aftur - "af hverju ekki að láta fara fram úttekt á málinu svo það komi fram hverjir séu gallar og kostir, af hverju ekki" ? En þá segi ég aftur:
Þið getið ekki vitað hverjir kostir og gallar eru fyrr en þið eruð búin að sitja í tannlækningastólnum í 10 ár. Það er málið!
Þið muni aldrei geta tekið afstöðu til þessa máls sem byggir á neinu örðu en hreinum tilfinningum og af lítilli svo nefndri "kaldri skynsemi". En afhverju ekki?, munuð þið spyrja. En þeirri spurningu svara ég svona - jú:
- kostirnir fyrir fjórðu ríkustu þjóð í Evrópu geta ekki verið annað en næstum núll, zero. Þetta vita allir sem hugsa bara smávegis.
En það leiðinlega við þetta ESB mál er að það er því miður ekki hægt að láta þjóðina kjósa um inngönguna, því málið er svo ofur-flókið að þjóðin hefur ekki jarðenskan möguleika á að taka afstöðu byggða á upplýsingum eða staðreyndum og þá oft á staðreyndum sem ekki eru annað en viljayfirlýsingar. Þess vegna mun hin svokallaða umræða alltaf á endandum snúast uppí áróður, og tilfinningamál. En það er einmitt kjarninn í þessu öllu.
Þetta er nefnilega fyrst og fremst tilfinningamál því við mennirnir erum fyrst og fremst tilfinningaverur. Annars hefðum við jú ekki fundið upp talmálið, skrifmálið, peninga, rafmagn eða sjúkrahús til að hjúkra sjúkum. Það er miklu ódýrara að láta suma sjúka bara drepast, það er jú "rationelt".
Og munið kæru Íslendingar að ekkert af þessu hafa stjórnmála- eða embættismenn fundið upp. Stjórnmálamenn geta ekki búið til velmegun. Þeir geta hinsvegar búið til velferð, sem er allt annað en velmegun.
Velmegun fyrir þjóðfélög geta framtakssamir og athafnafjrálsar tilfinningaverur aðeins búið til og skapað með vinnusemi, fjárfestingum, áhættu og dirfsku.
Stjórnmálamenn og embættismenn geta svo tekið af þessari velmegun og dreift til hinna sem minna meiga sín og skapað það sem oft er kallað velferð. En forsendan er sú að það sé eitthvað til að taka af. Í ESB er þetta "eitthvað" alltaf að verða minna og minna. Athafnamenn og brilliant heilar flytja alltaf þangað sem aðstæður eru bestar til nýtingar á hæfilekum sínum. Þeir fara mikið til Bandaríkjanna því Bandaríkjamenn standa ESB núna aðeins 33 árum á undan í rannsóknum og þróun og fer þetta bil vaxandi því þjóðartekjur á mann í ESB eru jú alltaf að dragast meira og meira aftur úr BNA, þannig að bráðum mun ESB sökkva enn dýpra í áfurábak gír því þeir munu ekki hafa efni á að keppa lengur.
Þetta er málið. Tilfinningar. Bussiness er fyrst og fremst tilfinningar. Peningar eru órjúfanlega bundnir tilfinningum og galdurinn við peninga er AÐ HAFA þÁ! Núna!
Einungis stjórnmálamenn geta haldið því fram að þetta sé ekki fyrst og fremst tilfinningamál. Ætla þeir kanski að gera þjóðinni frí í hálfa öld til þess að lesa reglugerðir ESB. Stjórnmálamenn fá laun fyrir að taka afstöðu fyrir kjósendur. Þeir eiga ekki að henda ábyrgðinni á svona flóknu máli yfir á herðar kjósenda. Umræðan endar hvort sem alltaf sem rifrildi um tilfinningar.
En the big picture í þessu máli er þessi:
- til þess að ESB yfir höfuð geti gengið upp og farið að "borga sig" þá þarf að breyta því í Bandaríki Evrópu (USE) því ESB getur aldrei virkað vel með 27 ríkisstjórnum, 27 löggjöfum og öllu tilheyrandi - á 50 tungumálum og engum innri hreyfanleika (mobility). En það er jú ekki sú vörumerking sem stendur núna utaná ESB pakkanum. Það er þetta sem menn ættu að kjósa um. Allt hitt er einungis millibilsástand og forleikur. Annaðhvort verður stóra sýninin um United States of Europe að veruleika, því það er eina leiðin til þess að ESB getir virkað sem skal, - eða - ESB brotnar upp, vegna innri togstreytu. Og þið getið ekki ímyndað ykkur hversu stór sú togstreita nú þegar er orðin.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2008 kl. 06:43
Sömuleiðis þakka eg góða og fræðandi grein hjá Gunnari/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 19.5.2008 kl. 17:41
Sælir
Já, gamla ESB umræðan. Ég er hættur að ræða það mál, þar sem maður er svo óvinsæll í flokknum þegar maður tekur þetta upp. Það besta er að ég vildi aðeins ræða kosti og galla aðildar að ESB - ekki að ég væri sannfærður um að við ættum að fara inn!
Ég er hræddur að Benedikt hafi á réttu að standa og þegar Sjálfstæðisflokkurinn rankar við sér er Samfylkingin sennilega komin með yfir 40% atkvæða og við með 25% og hugsanlega með lítinn sætan ESB hægri flokk upp á 15-17%.
Þá verður þetta of seint og nýr formaður verður kjörinn, kæmi mér ekki á óvart ef það yrði kona.
Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson
Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.5.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.