Pistill dagsins...og lexía

Aðstoðaði séra Úlfar Guðmundsson í Selfosskirkju í morgun. Pistill dagsins, lexía og guðspjall fjalla um fátæktina og koma inn á lán og aðstoð við þá sem það þurfa. Séra Úlfar nefndi það að í Mósebók er beinlínis gefin tilmæli um að menn láni þurfandi.

Ekki er víst að bankastarfsmenn hafi það sem fyrsta viðmið að menn séu þurfandi og peningalausir.
Fremur að þeir séu borgunarmenn.

En hér er lexían:

Lexía: 5Mós 15.7-8, 10-11
Ef einhver bræðra þinna er fátækur í einni af borgum þínum í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér skaltu ekki loka hendi þinni fyrir fátækum bróður þínum með harðýðgi heldur skalt þú ljúka upp hendi þinni fyrir honum. Þú skalt lána honum það sem hann skortir.

Þú skalt gefa honum fúslega en ekki með ólund því að fyrir það mun Drottinn, Guð þinn, blessa öll þín verk og hvað sem þú tekur þér fyrir hendur. Því að aldrei mun fátækra vant verða í landinu og þess vegna geri ég þér þetta að skyldu: Ljúktu upp hendi þinni fyrir meðbræðrum þínum, fátækum og þurfandi í landi þínu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já sælla er að gefa enn þykkja!!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.5.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Já, sælla er að borða sósu en þykkja.

En ef verið er að lesa Gamla testamentið í þessu samhengi, má benda á að þar er víða skýrlega bannað að taka vexti af "bræðrum" sínum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.5.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband