Minningar af hvalveiðum

Ég man vel þegar ég fékk af fara með frænda mínum Þórði Eyþórssyni og mömmu á Hval 8. Þetta voru ógleymanlegar ferðir. Tignarlegir hvalirnir voru víða. Búrhvalir syntu "synchronized swimming" (löngu áður en það varð ólympíugrein) og steyipreyður var víða.

Langreyður og sandreyður var helst veiddur á þessum tíma en búrhvalur var líka vinsæll.
Ég man á þessum tíma (ég var ca 10 ára) að mér fannst merkilegt hvað mikið var til af steypireyð, en hann hefur lengi verið alfriðaður.

Vissulega er umdeilanlegt að veiða hval þó hann sé ekki í útrýmingahættu, en veiðarnar voru stundaðar af yfirvegun og af virðingu við þessar mögnuðu skepnur.

Sama er ekki hægt að segja um húsdýraræktun til manneldis víða um lönd. . . .


mbl.is Steypireyðar á Skjálfanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Eyþór. Frá hvaða stað fóruð þið á hvalbátnum?

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.6.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Hvalfirði

Eyþór Laxdal Arnalds, 4.6.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Vilberg Tryggvason

Sæll Eyþór

Því miður verðum við að sætta okkur við það í daga að það eru ekki allir sem skilja á hverju við lifum. Það er álit sumra að okkur nægji að selja hvoru öðru þjónustu og lifa á loftinu.

Vilberg Tryggvason, 5.6.2008 kl. 09:56

4 identicon

það má alveg hafa það í huga varðandi minnkandi aflaheimildir, að hvalurinn étur óhemju af fisk (uppundir sama magn og litlu togararnir veiða) og honum fjölgar hratt - einnig hefur heyrst að hann skemmi veiðarfæri í stórum stíl - rúsínan í pylsuendanum er svo að sjávarkjöt er miklu næringaríkara og betra fyrir okkur heldur en kjöt af landdýrum (það hefur meira af omega 3)

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:25

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar mínir. Þess vegna þurfum við að vekja Íslendinga upp af Þyrnirósarsvefni og taka þau í hressilega bóndabeygju svo þau skilji á hverju við lifum. Þvílíkir rugludallar að dýrka hvalinn sem er að mínu mati dýr í rekstri. Meira að segja dýrari í rekstri en konungshjónin okkar Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde.

Strákar, baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.6.2008 kl. 11:51

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir aftur. Hér er hressileg grein og bent á slóðir þar sem er verið að ræða um hvalveiðar.

Slóð: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/559020/#comments

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.6.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband