13.6.2008 | 20:44
ESB alríkið í vanda
Þetta er í annað sinn sem ekki tekst að gera sameiginlega stjórnarskrá.
Í fyrra sinnið var það kallað "constitution" sem er réttnefni. Þeirri stjórnarskrá var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum.
Nú átti að gera "Lisbonsamning" og renna þessu framhjá þjóðþingjum án atkvæðagreiðslu.
Því miður - fyrir ESB - láðist að breyta stjórnarskrá Íra og því þurfti að leggja þessar breytingar undir þjóðina.
Nú er úr vöndu að ráða fyrir ráðamenn í Brussel.
En af hverju hafna Írar þessu?
Kannski er það vegna þess að þeim hefur ekki vegnað vel undanfarið. Í stað írska pundsins er komin Evran og henni getar þeir ekki hnikað til á sama tíma og harðnar á dalnum hjá þeim.
Svo eru það hermálin og varnarmálin.
Þegar á reynir vilja þeir halda í það sjálfstæði sem þeir hafa.
53,4% Íra höfnuðu ESB-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.6.2008 kl. 16:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 860757
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
týðísk sjálstektarflokksræða.. í ESB gætu sjallarnir ekki hagað sér eins og þeir hafa gert undanfarna áratugi.. það væri ekki gott fyrir "flokkinn" ;)
Óskar Þorkelsson, 13.6.2008 kl. 20:51
Sæll Óskar: nú veit ég ekki hvað "týðisk sjálstektarflokksræða" er. Í ESB gætu Íslendingar ekki "hagað sér" eins og þeir hafa gert frá lýðveldisstofnun.
Sæll Óskar: Írska pundið var engin töfralausn - frekar en Evran eða krónan. Gjaldmiðillinn er líkt og hlutabréf ígildi hagkerfisins. Kosturinn við eigin gjaldmiðil er sveigjanleikinn, en gallinn er skortur á stöðugleika.
Mikill uppgangur hefur verið á Írlandi undanfarin ár og hefur ESB aðild verið þakkað það. Þó ber að hafa það hugfast að Írland hefur farið þá leið hafa skatta mjög lága og því hafa fyrirtæki (og hagvöxtur) leitað þangað. Nú er svo komið að niðursveifla er komin í þjónustu og þó sérstaklega fasteignamarkaðinn (ekki ósvipað og á Spáni.
Atkvæðagreiðslan snerist ekkert um Evruna heldur stjórnarskrárígildi það sem kennt er við Lisbon.
Því hafna Írar.
Eyþór Laxdal Arnalds, 13.6.2008 kl. 22:31
Ein ástæða vandræðagangs Íra í efnahagsmálum nú er hátt gengi evrunnar sem er að flæma burt erlenda fjárfesta frá Írlandi og gera útflutningsgreinum landsins erfitt fyrir (sem og víðar innan evrusvæðisins). Og önnur er óhagstætt vaxtastig frá Seðlabanka Evrópusambandsins sem hefur ekki tekið mið af írskum hagsmunum á undanförnum árum frekar en það myndi taka mið af íslenzkum værum við innan sambandsins og með evruna.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 22:58
Rétt er það Hjörtur.
Eyþór Laxdal Arnalds, 13.6.2008 kl. 23:32
Þetta eru alltof góð og augljós rök fyrir fólk í sjálftektarflokknum Kjarri.. ansi hræddur um að þú sért að henda perlum fyrir svína hér.
Óskar Þorkelsson, 14.6.2008 kl. 14:06
Kostirnir við ESB er margir. Um það er ég fyllilega sammála ESB sinnum. Þetta á ekki síst við um þær þjóðir sem búa við svipuð skilyrði. Kostir EES er miklir fyrir Ísland og Noreg, ekki síst tollfrelsi við ESB, en báðar þessar þjóðir eru með miklar náttúruauðlindir og búa að því að hafa raunverulega sjóði; Noregur olíusjóðinn og svo Ísland lífeyrissjóði. ESB þjóðirnar eru að eldast hratt og er fyrirséð að þar eiga menn ekki borð fyrir báru gagnvart ört hækkandi meðalaldri.
Undanþágupólítíkin er ágætur vonarpeningur Kjarri, en kjarni málsins er sá að við höfum minni hagsmuni en meiri til að ganga í ESB.
Svo er stóra spurningin: Hvernig ESB?
ESB í dag er annað en það sem það verður síðar. Þetta vita Írar og þegar þeir (einir ESB þjóða) voru spurðir höfnuðu þeir alríkisvæðingu ESB.
Að lokum varðandi tollfrelsi og tollmúra: ESB er með tollfrelsi innan ESB en tollmúra gagnvart öðrum ríkjum.
Ísland hefur frelsi til að gera fríverslunarsamninga við fleiri þjóðir ef það er utan ESB en innan.
Eyþór Laxdal Arnalds, 14.6.2008 kl. 16:27
Kjarri minn góður: Ertu að kalla Íra svín?
Eyþór Laxdal Arnalds, 14.6.2008 kl. 16:44
Sé reyndar víðar á blogginu að ESB sinnar eru í mjög slæmu skapi. Kalla þá sem aðrar skoðanir hafa (og þá Íra) "fjósbitamenn", "þjóðrembur" og svo hér að ofan "svín".
Ekki finnst mér þetta málefnalegt.
Eyþór Laxdal Arnalds, 14.6.2008 kl. 16:49
þú ert eitthvað að miskilja þetta Eyþór með svínin... en það kemur ekkert á óvart.
Óskar Þorkelsson, 14.6.2008 kl. 16:53
Sæll Kjarri: svín voru ekki hátt skrifuð í Biblíunni og þykir mér miður að menn vilji ekki ræða málefnanlega.
varðandi meðalaldur er best að vísa á EC upplýsingar, en þar kemur fram að 2050 verður 48 milljón færri á vinnumarkaði og fjöldi fólks yfir 65 ára 100% hærra sem hlutfall á móti fólki á vinnualdri:
http://ec.europa.eu/employment_social/equal/news/200707-got_en.cfm
þessar tölur eru byggðar á því að taka tillit til þeirra þjóða sem þú nefndir hér að ofan.
varðandi fríverslun tel ég að ESB sé ekki tilbúið að gera fríverslun við USA og Kína. ESB er verndarbandalag sem skammtar vefnaðarvörur og annað með tollkvótum. Við Íslendingar byggjum miklu meira á alþjóðaverslun er flestar aðrar þjóðir. Það er því okkar hagur að hafa sem mesta fríverslun. Samningur við NAFTA og Kína er innan seilingar á Íslandi en útilokaður við ESB vegn verndartollastefnu ESB.
Kína vill taka upp fríverslun við 312 þúsund manna eylandið og er unnið að því er ég best veit samanber neðangreint:
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/Stiklur_vidsk/nr/3596
Eyþór Laxdal Arnalds, 15.6.2008 kl. 11:54
Þakka þér fyrir þetta Kjarri.
ESB hefur sannað gildi sitt fyrir frið og innri markaði. Um það er ég algerlega sammála. Það sem ég velti fyrir mér er hvort að okkur sé best borgið með EES samninginn eða innan ESB. Mér finnst ESB ekki bæta jafn miklu við og við myndum glata við inngöngu. Auk þess finnst mér áhættusamt fyrir okkur (sem urðum sjálfstæð fyrir aðeins 60 árum rúmum) að ganga inn í ríkjasamband sem er enn í mjög mikilli mótun. Ýmislegt bendir til þess að aðlögun ríkjanna að ESB muni taka nokkur tíma, enda eru þau ólík. Niðurstaðan á Írandi bendir einmitt til þess.
En ég fagna málefnalegri umræðu.
Eyþór Laxdal Arnalds, 15.6.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.