Dularfulla gagnahvarfið

Sífellt berast fréttir af töpuðum gögnum í Bretlandi. Heilbrigðisupplýsingar á diskum hafa týnst á milli stofnanna og svo eru það öryggisskjöl sem núna fundust í lest.

Þegar svo upplýsingar um 25 milljón barnabætur týndust í fyrra baðst Gordon Brown afsökunar. 

http://news.bbc.co.uk/1/hi/uk_politics/7104945.stm 


Nú er það svo að breskir fjölmiðlar er oft vægðarlausir og kannski týnist ekkert minna hjá öðrum ríkjum. Hver veit?
 
Eitt er víst að þetta eru erfiðir tímar hjá Gordon Brown og ekki er dularfulla gagnahvarfið að hjálpa honum.  

mbl.is Fleiri bresk leyniskjöl finnast í lest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Já, Breta hafa lent í mörgum svona atvikum nýlega og sama gildir um flest önnur lönd í heiminum.  Ef við skoðum atvik hér á landi, þá var fartölvu með heilbrigðisupplýsingum stolið frá Tanngarði nýlega. Upplýsingarnar voru ókóðaðar og því ekki varðar á fullnægjandi hátt.  Og ekki er langt síðan að nokkrir starfsmenn LSH voru víttir fyrir hnýsni.  Gagnaöryggisbrestum fjölgar sífellt um allan heim vegna þess að menn viðhafa ekki þær ráðstafanir sem krafist er af þeim skv. lögum, reglum, stöðlum og kröfum eftirlitsaðila.  Gagnaöryggi er það sem ég fæst við og mun grein birtast á vefnum mínum (www.betriakordun.is) á morgun, en þar er einnig að finna ýmislegt annað efni um upplýsingaöryggi.

Marinó G. Njálsson, 15.6.2008 kl. 12:28

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Gagnaparanoja!!!  Í raun er ekki þörf fyrir svona mikið gagnaöryggi vegna hins venjulega borgara, sérstaklega ef tekið væri á misnotkun gagna í hagnaðar og mismununarskyni.  Það er einfaldlega þannig að ef ekki má nota gögnin sér til framdráttar og það verður þeiira sem grunaðir er um að nota gögnin að sanna að þeir hafi ekki notað þau, þá eru þau ekki þess virði að sækjast eftir þeim.

Einar Þór Strand, 15.6.2008 kl. 15:12

3 identicon

já það er nú ekki auðvellt að vera Gordon Brown held ég, en þetta er nú bara svo mikið af gögnum og vonandi verður kerfið aldrei fullkomið. Kannski er verið að reyna að koma höggi á einhvern, nú eða bara saklaus hrekkur. En þetta atriði verður nú fljótt þreytt ef að gögnin eru ekki þeim mun meira krassandi

sandkassi (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 02:12

4 identicon

Sæll.

Ég er eiginlega farinn að óttast það að þeir  TAPI SJÁLFUM SÉR !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband