Hann á afmæli í dag - hvað með 200 ára afmælið?

Jón Sigurðsson fæddist árið 1811 á þessum degi og vantar þá aðeins þrjú ár í tvöhundruð ára afmæli hans.
Lýðveldið var eins og allir vita stofnað á fæðingardegi Jóns og í dag höldum við upp á hvoru tveggja.
Jón Sigurðsson var boðberi frelsis og sjálfstæðis. Viðskiptafrelsis sem stjórnmálafrelsis Íslendinga.

Hvernig ætli líði undirbúningi að veglegu 200 ára afmæli Jóns 2011?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvernig skildi honum lítast á umræðu dagsins um evrópu og annað ef hann væri uppi enn

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.6.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Vonandi vitkast Íslendingar og halda áfram að vera sjálfstæð þjóð. Mér finnst engin virðing borin fyrir því verki sem Jón Sigurðsson og margir aðrir unnu gegn kúgun Dana. Liggur við að Ingibjörg Sólrún veifi sjálfstæðinu okkar á silfurfati og sé að leita af einhverjum sem vill kaupa okkur.

Áfram Ísland.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband