Ávísun á aukna verðbólgu

Hver sem ástæðan er fyrir þessu gengisfalli er ljóst að lækkandi gengi hefur mikil áhrif á verðbólguna. Við flytjum einfaldlega svo margt inn.

Til að styrkja krónuna til langframa - og íslenskt þjóðarbú - þarf að auka útflutningstekjur. Án þeirra dugar skammt að taka lán til að borga lán.


mbl.is Gengi krónunnar aldrei lægra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sem betur fer erum við Íslendingar nýbúnir að byggja þetta risaálver fyrir austan og það er byrjað að framleiða og flytja út ál. Sama máli gegnir um álversstækkunina í Hvalfirði. Því miður var ekki farið út í að stækka Straumsvík. Samkvæmt útreikningum Kaupþings mun útflutningur Íslendinga á áli að öllu óbreyttu - sem er reyndar varla hægt að segja við núverandi óvissuástand - aukast úr rúmum 80 milljörðum króna árið 2007 í um 170 milljarða á þessu ári og verður kominn í um 180 milljarða króna á árinu 2009. Fiskverð og álverð er í hæstu hæðum og nú er bara að vona að þorskkvótinn verði aukinn á þarnæsta ári.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.6.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Eyþór. Er alltaf að styrkjast í trúnni með að við eigum að kanna myntsamstarf við
Norðmenn, og vísa til bloggs míns í dag í því sambandi. Því hlutirnir geta ekki gengið
svona öllu lengur.!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.6.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband