Lán í óláni?

Sjaldan er full samstaða á Alþingi. Þó kemur slíkt fyrir eins og þegar 640. mál 135. löggjafarþingsins var samþykkt með 50 samhljóða atkvæðum í lok maí. 

Um er að ræða eftirsótta heimild ríkisins til að taka erlent lán fyrir 500.000.000.000 kr. Enginn greiddi atkvæði á móti og allir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu sem voru á staðnum stóðu saman að þessari heimild. - Einhverntíman sögðu ungir SUSarar "skuld í dag eru skattar á morgun".  

Nú hefur verið spurning hvenær lánið verður tekið.

En kannski er réttara að spyrja; hvort lánið verði tekið? 

Kannski er það lán í óláni? 

 

http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=39288 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eyþór ertekkimeðsambönd?  Ég meina getur þú ekki hlerað hvað er í gangi fyrir okkur "the people"?

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2008 kl. 16:10

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður frændi.

Hvað á að nota þetta lán í? Getur verið að hluti af þessu sé vegna fyrirgreiðslu sem bankarnir fengu? Ég vil að það fari fram rannsókn um hvort bankarnir hafi sent fullt af fjármunum úr landi og síðan sett upp leikrit um fjármagnsleysis. Fyrirtæki eins og bankarnir eiga að geta rekið sig sjálf. Öll þessi gjöld sem viðskiptavinir bankans þurfa að greiða, hljóta að safnast saman og eru digrir sjóðir í dag, einhversstaðar í heiminum.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.7.2008 kl. 16:25

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

4. júní 2008

Erlend staða þjóðarbúsins

1. ársfjórðungur 2008

Hrein staða við útlönd var neikvæð um 2.211 ma.kr. í lok fyrsta ársf¬jórðungs og versnaði um 628 ma.kr. á ársfjórðungnum. Þessi þróun stafar einkum af veikingu gengis krónunnar, þ.e. hækkun á verði er¬lendra gjaldmiðla um 29,6% samkvæmt gengisskráningarvísitölu sem endurspeglast í samsvarandi hækkun stöðutalna um erlendar eignir og skuldir. Einstakar myntir, t.a.m. evra hækkuðu þó talsvert meira eða um tæplega 33%. Erlendar eignir námu 7.758 ma.kr. í lok ársfjórð¬ungsins en skuldir 9.970 ma.kr.

Næsta birting: 4. september
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir

-----------------------------------------------------------------

Þarna kemur ma. fram Erlend staða þjóðarbúsins að erlend staða ríkissjóðs hafi verið neikvæð um 323 milljarða í lok 1. ársfj. 2008, þrátt fyrir stöðugan áróður raðlygara um hið gagnstæða, að ríkissjóður sé nánast skuldlaus. Ef við bætum við innlendum skuldum ríkissjóðs þá nema heildarskuldir hans örugglega árstekjum hans, það er allt að 400 milljörðum króna. Hvernig hann á að geta meira en tvöfaldað þá skuldabyrði er mér satt að segja hulið. Skuldatryggingarálag ríkissjóðs er núna um 300 punktar og færi vafalaust í 7-800 ásamt hrynjandi lánshæfi ef svo ólíklega vildi til að einhver lánveitandi fyndist. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 7.7.2008 kl. 20:15

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Eyþór minn eins skýr(vonandi) maður og þú ert, þá hlýtur þú að átta þig á því að við búum bæði við liðónýta efnahagsstefnu sem og LANDSSTJÓRN.

Eiríkur Harðarson, 7.7.2008 kl. 20:42

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki skuld í dag skattar á morgun enn í gildi? Og enn blóðugra er ef skuld í dag vegna okurvaxtastefnunnar, sem aðeins bankarnir græða á og allir aðrir tapa á, lendi á afkomendum okkar sem skattar.

Já, krónan er orðin okkur dýr, bæði í okurvöxtum og erlendum skuldum þjóðarbúsins. 

Theódór Norðkvist, 7.7.2008 kl. 23:08

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Eyþór.

Get ekki sagt að ég sé ánægð með atriði.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.7.2008 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband