Veiðimannaþjóðfélagið

Íslendingar eru sagðir vera veiðimenn - frekar en safnarar. Við erum fljótir að koma auga á tækifærin og svo er róið á miðin.

Ræktendur þurfa að temja sér þolinmæði og forðast miklar sveiflur.

Krónunni er kennt um sveiflur í okkar samfélagi - og vissulega er hún smá og veik - en engu að síður er það morgunljóst að margt fleira sveiflast hjá okkur.

Kannski væri best ef við hefðum aðeins meiri ræktanda í okkur og minni veiðimennsku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Eyþór minn ég ítreka hér athugasemd mína við fyrra blogg.

Eiríkur Harðarson, 11.7.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Vona að við getum aukið veiðar og eins ræktun og búskap. Við verðum að auka útflutningstekjur okkar. Gætum hjálpað fátækum þjóðum t.d. í Afríku með matargjafir s.s. hval. Svo væri ráð að safna í forðabúrin núna ef það er að skella á kreppa. 

Góða helgi og Guðs blessun.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.7.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég næ þessari yfirfærðu merkingu hjá þér og er algjörlega sammála.

Mig langaði svo til að setja inn línurit sem ég fann um hagvöx á Íslandi, Írlandi, Spáni og í Lúxemborg, en í línuritinu má sjá að besti ræktandinn er Lúxemborg. Ég vona að það takist að setja þetta línurit inn, en annars getur þú kannski eytt því af blogginu?

Lúxemborg er það land, sem ég vil að við Íslendingar skoðum aðeins betur.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.7.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Takk fyrir þetta línurit Guðbjörn. Þarna sést vel hvað Íslenska hagsveiflan er að sveiflast mikið.

Eyþór Laxdal Arnalds, 13.7.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband