+6 C

Þessi mynd segir meira en mörg orð. Ég á góðar minningar af Snæfellsjökli til dæmis þegar við tefldum nokkrir saman fjöltefli við Garrí Kasparov í snjónum um síðustu aldamót. Útsýnið á miðnætti í Júní er einstakt af toppi Snæfellsjökuls.

En talandi um hlýnun þá var ég að ljúka við nokkuð magnaða bók; "6 degrees" eftir Mark Lynas (gefin út á vegum National Geographic). Í bókinni eru 6 kaflar sem vísa hver í einnar gráðu hækkun á meðalhita jarðar. Ein gráða hefur einhver áhrif, en allt umfram 2 er talið vera ástand sem við ráðum ekki lengur við. Ástæðan fyrir nafninu "6 degrees" er sú að í líkönum hefur því verið spáð að hitastig kunni að hækka um 2-6 gráður á næstu 100 árum.

Ekki laust við að kuldahrollur læðist um mann við lesninguna....


mbl.is Snæfellsjökull hopar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Eyþór.

Ég sá það að minn jökull Eyjafjallajökullinn hefur sett ofan hattinn nú í sumar og ekki snjókorn að sjá á Guðnasteini sem manni finnst einhvern veginn heldur hráslagalegt og óvenjulegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.8.2008 kl. 01:44

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er leiðinlegt að Jökullinn sé að hverfa, en við landnám var það Snæfell en ekki Snæfellsjökull.

Nafnabreytinginn í gegnum aldirnar sýna okkur að það hefur kólnað mikið síðan Bárður Snæfellsás nam hér land.

Fannar frá Rifi, 11.8.2008 kl. 02:08

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Þetta er ógnvænlegt. Mannkynið fer illa með jörðina og andrúmsloftið en við vitum s.s. ekki hvert stefnir því við höfum svo litlar heimildir en Fannar frá Rifi bendir á hvernig staðan var við landnám. Þá var þetta land skógi vaxið líka en því miður vegna þess að það kólnaði þá var skógurinn höggvinn og notaður í eldivið og nú uppskerum við gróðureyðingu á tuttugustu og fyrstu öldinni.

Frændsystkinin þín á Vopnafirði hafa samt ekki notið hlýinda í sumar. Hægt að kalla þetta "þokusumarið mikla" hér nyrst á Íslandi.

Sólin sem betur fer skín í dag og vonandi fáum við smá yl áður en haustar.

Bið að heilsa litla frænda.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.8.2008 kl. 11:45

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Flott mynd Eyþór. Það verður missir ef þessi hopar svo mikið er víst, enda töfrajökull mikill.

Kolbrún Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband