Áfram Selfoss!

Selfoss lagði Njarðvík 4-1 í kvöld og er nú með 40 stig í öðru sæti. Þetta er frábær árangur hjá strákunum en þetta er fyrsta árið í 1. deild og stefnir að óbreyttu í það að liðið verði komið í úrvalsdeild áður en langt um líður. Alveg frábært.

Nú er það svo að margt þarf að bæta í aðstöðu í íþróttamálum á Selfossi enda kallar fjölgun íbúa á slíkt. Ef sú verður raunin að Selfoss fer upp um deild þarf aðstaðan að vera í takt við það sem KSÍ gerir kröfur til. Ekki er langt síðan bæjarstjórnarmeirihlutinn vildi byggja upp í svokallaðri Eyðimörk við flugvöllinn en nú hefur verið horfið frá því. Ekkert fjölnota íþróttahús er hér og svo þarf að skoða áhorfastúku svo dæmi séu tekin.

Af þessum sökum lagði ég fram fyrirspurn í bæjarráði um knattspyrnuaðstöðu:

Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn um knattspyrnuaðstöðu:

Hvernig hefur sveitarfélagið undirbúið aðstöðumál vegna knattspyrnu við Engjaveg?
Frábær árangur UMF Selfoss í 1. deild knattspyrnu karla vekur vonir um að félagið leiki í úrvalsdeild innan skamms. Eins og kunnugt er gerir KSÍ ákveðnar kröfur til aðstöðu og er því eðlilegt að fram komi á hvern hátt sveitarfélagið hefur undirbúið aðstöðumál við Engjaveg í samræmi við kröfur KSÍ.

Lagt var fram eftirfarandi svar í morgun:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 13.03.08 tillögu um að endurnýja knattspyrnuvöllinn á íþróttasvæðinu við Engjaveg á Selfossi. Jafnframt kemur fram í tillögunni að fara skyldi „fram nánari útfærsla svæðisins í góðu samráði fulltrúa sveitarfélagsins og fulltrúa íþróttahreyfingarinnar...." og skipaður „...samráðshópur sem vinni með hönnuðum. Hópinn skipi íþrótta- og tómstundafulltrúi Árborgar, framkvæmdastjóri Framkvæmda- og veitusviðs, formaður ÍTÁ og einn fulltrúi tilnefndur af stjórn UMFS", eins og fram kemur í fundargerð. Á fundi samráðshópsins komu til álitsgjafar margir fulltrúar knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og lauk vinnu hópsins með því að óskum knattspyrnudeildarinnar um tímasetningar og röð framkvæmda var fylgt og skrifað undir viljayfirlýsingu um það hvernig staðið yrði að málum.

Vonandi verður sómasamlega staðið að málunum enda má með sanni segja að strákarnir okkar séu að vinna stórvirki með árangri sínum.

Áfram Selfoss!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Frábært yrði ef okkar björtustu draumar yrðu að veruleika. Meistaradeild að ári, manni svimar hérumbil við tilhugsunina.

Eiríkur Harðarson, 22.8.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband