Veruleg lækkun - nú er að halda verðbólgunni niðri

Þetta eru gleðifréttir (þótt þær falli í skuggann fyrir handboltasigrinum).
Eldsneytisverð er eitt af því sem verðbólgubálið nærist mest á.
Þetta er því kærkomin lækkun fyrir þá sem nota bíl (nær allir), þá sem kaupa vörur sem fluttar eru (allir) og þá sem eru að fá á sig verðbólguna í formi verðbóta (mjög margir).

Nú ríður á að menn haldi vöku sinni ásamt því að stjórnvöld á öllum stigum séu samtaka í að auka verðmæti útflutningstekna okkar.

Það ber að hrósa því sem vel er gert.


mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi

Sammála þér og einnig Guðlaugu Helgu bloggvinkonu okkar

Mögnuð setning:  "Nú ríður á að menn haldi vöku sinni ásamt því að stjórnvöld á öllum stigum séu samtaka í að auka verðmæti útflutningstekna okkar."

Góða helgi og Guðs blessun

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.8.2008 kl. 09:28

2 identicon

enn veldur atlantsolia vonbrigðum, held ég fari að skila dælulyklunum þeirra, þeir standa ekki fyrir aðhald eða samkeppni lengur

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já fallandi olíverð eru svo sannarlega gleðifréttir Eyþór. En nú er það hinsvegar hækkandi gengi dollara sem grefur dálítið undan hreinleika þessarar lækunnar á olíu - þ.e. fyrir þá Evrópubúa sem nota evrur eða sem eru tengdir evru, og mun sennilega halda áfram að gera á næstu 12 mánuðum. Þessvegna er ekki víst að þessi lækkun slái það mikið á verðbólgu á evrusvæði og í tengdum löndum.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 23.8.2008 kl. 19:43

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég tók bensín í Hveragerði í gær og það var undir 160 krónunum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.8.2008 kl. 10:28

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hér í Danmörku liggur líterinn af 95 oktan í kringum 11 DKK eða 178 ISK á gengi dagsins (16,164)

:)

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband