Til hamingju með Ólympíusilfrið!

Silfur er sigur. Þetta er sennilegast mesti árangur Íslendinga í íþróttum fyrr og síðar.

Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu sigurliði Íslands í Peking. Líkamlega og tæknilega eru þeir frábærir, en það sem mér fannst eftirtektarverðast var hvernig þeir voru innstilltir andlega. Það var þeirra sterkasta vopn. Einbeitingin var algjör eins og sást vel í sögulegum sigurleik gegn Spáni.

Í dag eru allir stoltir af því að vera Íslendingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Til hamingju með strákana okkar. Þeir gerðu sitt besta og þetta er frábær árangur.

Guð blessi strákana okkar.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.8.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Alveg sammála.

Ríkisstjórnin og við öll ættum að taka okkur þessa stráka til fyrirmyndar á þessum tímum sem einkennast aðeins af mótvindi!

Jákvæð hugsun gerir kraftaverk, ég hef mikla reynslu af því.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.8.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband