Árborg missti af eigin sýningu

Mánuði eftir síðustu kosningar lagði Þorsteinn G. Þorsteinsson formaður Landbúnaðarnefndar Árborgar fram tillögu um landbúnaðarsýningu árið 2008.

“ Landbúnaðarnefnd Árborgar leggur til við Sveitarfélagið Árborg að halda landbúnaðarsýningu á árinu 2008. Þá verða 50 ár síðan sýningin 1958 var haldi og 30 ár síðan sýningin 1978 var haldin. Aðeins einu sinni hefur verið haldin landbúnaðarsýning síðan, í Reykjavík 1987. Lagt er til að sveitarfélagið vinni að undirbúningi sýningarinnar með aðilum landbúnaðarins á Suðurlandi, þ.e. Búnaðarsambandi Suðurlands, Landbúnaðarstofnun, Landbúnaðarháskóla, Landbúnaðarráðuneyti og fleiri aðilum tengdum landbúnaði. Nauðsynlegt er að hefjast strax handa og skipa starfshóp með aðilum landbúnaðarins á Suðurlandi og fulltrúum sveitarfélagsins til að sjá hvort þetta verði gerlegt.”

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Hálfu ári síðar sprengdi Framsóknarflokkurinn samstarfið við D-listann og stofnaði til þriggja flokka samstarfs með VG og Samfylkingu.

Ekki varð framhald á hugmyndum á að halda landbúnaðarsýningu á Selfossi, en menn tóku boltann áfram og fóru í undirbúning að landbúnaðarsýningu..... á Hellu.


mbl.is Landbúnaðarsýningin vel sótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Eyþór af hverju sprakk meirihlutinn, ekki viltu meina að Framsókn hafi verið gerandinn einhliða EÐA HVAÐ?

Eiríkur Harðarson, 25.8.2008 kl. 00:21

2 identicon

humm, athyglisvert....þetta hljómar eins og svona Load Balancing hjá Framsókn.

sandkassi (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður frændi.

Það hefði verið gaman fyrir ykkur að halda landbúnaðarsýninguna.

Vona að allt gangi vel hjá ykkur á Selfossi. Vona að fólk sé búið að jafna sig eftir jarðskjálftana og að ykkur gangi vel með allar endurbætur.

Gangi þér vel í náminu. Gefðu nú litla frænda koss frá mér.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.8.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband