Sigurbjörn Einarsson

Fyrir mér var Sigurbjörn Einarsson alltaf Biskup þjóðarinnar. Frá því ég var strákur og fram á fullorðinsár mín var Sigurbjörn Biskup Íslands. Ræður hans og predikanir voru innihaldsríkar og manneskjulegar. Alla tíð fram á þennan dag var hann afkastamikill og áhrifamikill. Það er sjónarsviptir fyrir íslenska þjóð að missa hann, en ævistarfið lifir; mikið, margþætt og merkilegt.

Ég votta aðstandendum samúð mína. Blessuð sé minning Sigurbjörns Einarssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Idem ditto. Með beztu kveðju.

Bumba, 28.8.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hægt og bítandi missir þjóðin nú tengsl sín við kynslóðina sem sá þjóðina rísa úr sárri fátækt. Það mun hafa mikil áhrif á þjóðarsálina!

Héðinn Björnsson, 28.8.2008 kl. 14:41

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Mikil missi af Séra Sigurbirni Einarssyni sem var ekta Guðsmaður sem vildi fara eftir boðum Drottins og viðhafði engar málamiðlanir. Ég vildi óska þess að þjóðin ætti marga svona ekta Guðsþjóna eins og Séra Sigurbjörn.

Drottinn gaf og Drottinn tók. Nú er Séra Sigurbjörn búinn að fá nýjan og glæsilegan íverustað í hinni himnesku Jerúsalem.

Drottinn blessi minningu hans.

Vertu Guði falinn frændi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.8.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband