Sólarblettir að hverfa?

Eftir hlýtt sumar á Íslandi eru margir á því að nú sé hlýindaskeið framundan. Kanadískur fræðimaður hefur haldið því fram að á næstunni verði hnattkólnun (á plánetum sólkerfisins) vegna þess að sólblettum muni fækka. 

http://www.dailytech.com/Solar+Activity+Diminishes+Researchers+Predict+Another+Ice+Age/article10630.htm 

Nú eru stjarnfræðingar að skoða sólbletti og ágústmánuður var sérstakur að því leyti að þar var enga sólbletti að sjá! 

Hér er línurit sem sýnir sólbletti síðust 400 ár.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Heill sólblettalaus mánuður hefur ekki átt sér stað síðan 1913. Sjá hér.

Reyndar deila  menn um það hvort örsmái bletturinn sem sást 21.-22 ágúst hafi verið marktækur. Sjá hér.

Ágúst H Bjarnason, 1.9.2008 kl. 16:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Global warming stendur út af fyrir sig. Ég sá fyrir nokkrum árum spá vísindamanna um loftslag í veröldinni næstu árþúsund og þar var gert ráð fyrir hægri kólnun. Útaf fyrir sig er því ekki slæmt að vinna gegn henni en hins vegar getur alltof hröð hlýnun valdið miklum vandræðum á stórum svæðum jarðar, sem einmitt eru byggð flestu fólki.

Ómar Ragnarsson, 2.9.2008 kl. 00:50

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Veðurfar hefur verið að kólna á jörðinni, í sveiflum þó, síðustu 6-7 þúsund árin og fyrr eða síðar hefst nýtt jökulskeið, þannig að ísöldin, sem við lifum á leggist aftur yfir af fullum þunga. Þess vegna ættu menn að fagna þeirri smávægilegu endurhlýnun, sem nú ríkir. Sú uppsveifla, sem nú ríkir, ein af mörgum, er ekkert sérstaklega merkileg og t.d. mun minni en sú uppsveifla sem varð snemma á 18. öld eftir að kaldasta tímabili "litlu ísaldarinnar" lauk. Það var einmitt á 17. öld sem fyrst var farið að fylgjast með sólblettum af Halley, þeim sem halastjarnan er kennd við. Eins og kemur fram í línuritinu voru nánast engir sólblettir um langt skeið á 17. öld. Yfirleitt er ekki nokkur skapaður hlutur sem segir að núverandi uppsveifla verði varanlegri en fjölmargar aðrar á fyrri öldum og árþúsundum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.9.2008 kl. 01:46

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þessi mynd gefur okkur hugmynd um breytileikann í hitafari. Það einfaldlega hlýnar og kólnar á víxl. Það þarf ekki koltvísýring til. Hlýnunin undanfarna öld er ekkert frábrugðin því sem gerst hefur oft áður. 

Takið eftir að svona hlý tímabil virðast koma með nokkuð reglulegu millibili. 

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/warm_periods_600551.jpg

Ágúst H Bjarnason, 2.9.2008 kl. 11:13

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já "miklir menn erum við Hrólfur minn segir máltækið" þetta er bara fyrir lengra komna/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.9.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband