McCain vinnur á... með Palin

Sumir hafa líkt Söru Palin við Thatcher og reyndar sagði Michael Reagan sonur Ronalds Reagan að hann hefði séð föður sinn endurfæddan; sem konu. Sara Palin er búin að slá rækilega í gegn á örstuttum tíma. Ræða hennar í fyrradag sló út frábæra ræðu Obama. Og er þá mikið sagt. 

Palin hefur verið hædd af mörgum undanfarið. Það hefur ekki stöðvað hana né vinsældir hennar og mælist hún nú vinsælli en bæði McCain og Obama ef marka má Rasmussen Reports (www.rasmussenreports.com)

McCain hefur góða möguleika á sigri þrátt fyrir háan aldur og þrátt fyrir óvinsælt stríð í Írak. Efhahagurinn er í samdrætti og atvinnuleysi er að aukast hratt. Það ætti því að vera auðvelt fyrir Demókrata (sem eru mun fjölmennari) að vinna kosningarnar. Reyndar átti það líka að vera auðvelt árið 2000 og ekki síður 2004. 

Obama er mjög sterkur frambjóðandi og það er því með nokkrum ólíkindum að hann sé ekki með öruggt forskot núna 2 mánuðum fyrir kosningar.  

 


mbl.is Metáhorf á ræðu McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Afleikir Obama að velja ekki Fru Hillary ræður urslitum/hann vildi vinna þetta bara á eigin forsentum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.9.2008 kl. 01:26

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég held að Obama eigi eftir að ná þessu. Hér í Seattle er t.a.m. ekki nokkur kjaftur sem að styður  McCain/Palin (er það bara tilviljun að þetta minnir á Michael Plain?) og þó að repúblikana stuðningurinn sé sterkastur í suðrinu þá er almenna pælingin sú að demókratar hafi þetta.

Ég vona það allavegana persónulega. Þegar ráðstefnan verður búin þá á allt eftir að fara í sama farið og var fyrir ráðstefnuna.

Heimir Tómasson, 6.9.2008 kl. 03:54

3 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Palin á ekkert skylt við Thatcher.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 6.9.2008 kl. 04:56

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Heimir:
Og hvaða heimildir hefur þú fyrir því að ekki nokkur kjaftur styðji McCain/Palin í Seattle? Það er allt í lagi auðvitað að hafa skoðun á málinu, en það er spurning að slaka aðeins á í fullyrðingargleðinni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 12:25

5 Smámynd: Adda bloggar

Glitter Graphics

góða helgi kv adda

Adda bloggar, 6.9.2008 kl. 17:09

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er eitthvað svo galin samsetning að brjálast yfir eyðingu fóstra sem eru mismunandi stórir vitundarlausir frumuklasar og samhliða því að hika ekki við að heimta dauðarefsingar og vera tilbúin(n) að senda fólk í dauðann til að herja á fjarlæg lönd sem þeim koma ekki við sbr. Írak.

Fólk sem kýs yfir sig McCain og Palin ætti eiginlega ekki að hafa kosningarétt.

Haukur Nikulásson, 6.9.2008 kl. 20:30

7 identicon

Það eru margir efins að Hillary hefði verið einhverskonar himnasending.  Hún er tákn hins liðna.  Hún og Clinton nafnið tengist of mörgum leiðindamálum.  Og margir Bandaríkjamenn eru hreinlega dauðþreyttir á Clinton fjölskyldunni.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 20:55

8 identicon

Ég er sammála þér Eyþór og myndi ekki hika við að kjósa McCain ef ég hefði kosningarétt í USA. Varaforseta efni hans er líka frábær og verðug, styrkir framboðið verulega.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 21:52

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Haukur:

"Fólk sem kýs yfir sig McCain og Palin ætti eiginlega ekki að hafa kosningarétt."

Athyglisvert hvað sumir eru frjálslyndir þegar skoðanir sem þeirm líkar ekki eru annars vegar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.9.2008 kl. 12:42

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hjörtur, það er ekkert því miður ekkert frjálslynt merkjanlegt við McCain og Palin. En þér er líka heimilt að sjá notkun mína á orðinu "eiginlega" sem ætti að gefa þér hugmynd um hálfkæring þessarar setningar.

Haukur Nikulásson, 8.9.2008 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband