7.9.2008 | 19:57
Silfrið á ný
Fyrir áhugamenn um stjórnmál er kærkomið að fá Silfur Egils eftir sumarfrí. Þátturinn er helsti vettvangur fyrir umræðu um samfélagsmál á landinu og Egill í sérflokki.
Það var vel til fundið hjá Agli að fá Jónas Haralz í lykilhlutverki enda einn reyndasti fjármálaspekingur þjóðarinnar.
Afstaða Jónasar er skýr; við eigum að sækja um aðild að ESB og bíða með stóriðju.
Efnahagsmálin eru mál málanna og sýnist sitt hverjum.
Eitt eru þó allir sammála um; verðbólgan verður að minnka og það með fleiri ráðum en hækkun stýrivaxta.
Ríkisfjármálin skipta hér miklu máli, ekki síst rekstrarþátturinn.
Ríkisstjórnin hefur ærin starfa í vetur en mér sýnist stjórnarandstaðan vera ansi klofin, ekki síst í virkjannamálum. Reyndar virðist VG vera tvístígandi og jafnvel tvísaga hvað varðar rennslisvirkjanir eins og Guðni Ágústson benti á og uppskar eftirminnileg ámæli Steingríms J. Sigfússonar.
Það er að minnsta kosti engin ástæða til að vænta lognmollu í vetur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Sæll Eyþór
Já það víst óhætt að fullyrða að Jónas Haralz leggi til að Ísland gangi inn í hina stóru og fjölmennu biðstofu Evrópusambandsins og hætti við að varðveita það efnahagslega frelsi sem þjóðin skaffaði sér eftir harða og langa baráttu í ánauð undir nýlendustjórn ofurveldis annarra. En það er einmitt þetta sem aðild að Evrópusambandinu mun leiða Ísland inn í. Inn í hina stóru biðstofu ESB. Öll 15 evru löndin eru þarna inni að bíða ennþá. Þau eru að bíða eftir að kraftaverkin muni hefjast. Bíða eftir að þau fari að fá þann hagvöxt og ávinning i efnahagsmálum sem aðildin Evrópusambandinu og myntsvæðinu lofaði þeim.
En nei, í staðinn hefur evrusvæði verið á botni hagvaxtar allra þeirra 30 landa sem eru með í OECD. En biðin verður löng og þegar þau loksins munu verða þreytt á biðinni þá munu þau uppgötva að þeirra eigin vöðvar frelsisins eru orðnir svo visnir að þeir eru orðnar lamaðir og alls ófærar um að vinna löndunum til eigin framdráttar. Vandamálið við frelsið er nefnilega það að það verður að iðka það og það er ekki hægt í faðmi ósjálfstæðis evru og ESB.
Þetta erum við byrjuð að sjá hérna í evrópusambandinu fyrir löngu, og þetta kom til dæmis átakanlega vel í ljós við gjaldþrot Roskilde Bank í síðustu viku, þar sem menn ásökuðu seðlabanka Danmerkur fyrir að hafa notað evru-bindinguna sem afsökun fyrir að hafa ekki aðhafst neitt Danmörku til framdráttar, því ekki var hægt að láta þennan hlutfallslega litla banka rúlla á hausinn eins og hann hefði átt að fá að gera, því það hefði jú ógnað myntbandinu. Það munu koma fullt að svona dæmum á næstunni hér í ESB því við erum á barmi hengiflugs efnahagsmála ESB því 30-40% verðfall á mörgum húsnæðismörkuðum ESB mun varpa ESB inn í sína stærstu kreppu frá upphafi. Þetta er einungis byrjunin. ECB mun svo horfa tómum augum á hamfarirnar.
Það ber því að líta burt frá tillögum Jónasar Haralz því hann hefur nefnilega svo rétt fyrir sér. Öll fyrrverandi myntbandalög og myntsamvinna reyndust þjóðinni illa og voru ófær. Sama gilti einnig fyrir aðrar þjóðir. Ísland fór fyrst að efnast svo um munaði þegar Ísland fékk í hendurnar óskorin umráð yfir eigin peninga- og myntmálum þjóðarinnar ásamt óskornu fullveldi og full yfirráð yfir auðlindum þjóðarinnar. Já, þetta er staðreynd sem menn ættu ekki að gleyma í hita leiksins - og á þessum viðsjárverðu tímum.
Eigi að síður leggur Jónas Haralz ekki dul á að hann álítur að þjóðin eigi að feta þessa grýttu götu aftur og sem einnig mun þýða að fullveldi þjóðarinnar muni verða skert aftur. EINU SINNI ENN! Þetta er því ansi merkileg ályktun Jónasar og þá sérstaklega skoðuð í ljósi sögu Íslands sem fyrrverandi nýlenda annarra ríkja og ofurmáttarvalda. Heimurinn verður aldrei fullkominn og stöðugur, það er eins gott að horfast í augu við það strax.
Því ber að horfa burt frá þessum hugleiðingum - og kýla áfram á uppbygginu landsins í stað þess að leggjast fyrri inni á biðstofu Evrópusambandsins. Gefa þarf bensínið í - og harma járnið áfram! Eins og IMF (alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) segir: framtíðarhorfur Íslands eru öfundsverðar. Og þeir áttu hér ekki við tilveru Íslands inni í biðsal Evrópusambandsins.
Sjá ummæli IMF neðst í þessum pistli, ásamt vefslóð: Gullna hliðið lokast - gengishrun evru yfirvofandi?
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2008 kl. 21:20
Siðan ég ritaði þennan pistil um "Gullna Hliðið" þá hefur evra fallið 11% - á aðeins sex vikum og eftir að falla um 25-30% í viðbót. Peningarnir vilja nefnilega ekki búa í ESB lengur.
Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2008 kl. 21:26
,,Ísland fór fyrst að efnast svo um munaði þegar Ísland fékk í hendurnar óskorin umráð yfir eigin peninga- og myntmálum þjóðarinnar ásamt óskornu fullveldi og full yfirráð yfir auðlindum þjóðarinnar. Já, þetta er staðreynd sem menn ættu ekki að gleyma í hita leiksins - og á þessum viðsjárverðu tímum. "
Gunnar, þú hefur sennilega ekki heyrt nýjustu tölur Seðlabankans, um skuldastöðu þjóðarbúsins. Vegna þess að menn hér hafa ekki kunnað fótum sínum forráð (síðan bankarnir voru einkavæddir) verðum við væntanlega að hrekjast þarna inn hvort sem okkur líkar betur eða verr. Með hinum Nýja Sáttmála eins og Ragnar Önundarson nefndi það svo snilldarlega í einni af sínum stórmerkilegu greinum í MBL. (Tek það fram að undirritaður er ekki ESB sinni)
Þórir Kjartansson, 7.9.2008 kl. 21:42
Eitt af því sem er mikilvægt að fá á hreint er hver raunveruleg staða þjóðarbússins er gagnvart útlöndum og hvert stefnir.
Það virðist vera sem tölur um viðskiptajöfnuð séu mjög á reiki og menn séu ekki með yfirsýn á erlendar eigur Íslendinga. Vöruskiptin eru nokkuð á hreinu amk. frá ári til árs.
Þetta er ekki síst bagalegt gagnvart erlendum aðilum; greiningadeildum, fjárfestum og lánveitendum.
Íslenska hagkerfið hefur mörg sérkenni og notast (að miklu leyti) við minnstu mynt í heimi. Það er því ekki gott ef menn eru með ónákvæmar eða villandi tölur.
Eyþór Laxdal Arnalds, 7.9.2008 kl. 22:15
Það er sífellt að koma betur og betur í ljós hvað fýlukast Davíðs Oddssonar út í Þjóðhagsstofnun kostaði okkur mikið...
Gestur Guðjónsson, 7.9.2008 kl. 22:32
Sæll Þórir.
Mun einfaldari lausn á current account vandamáli þjóðhagsbókhaldsins væri að 1-2 fyrirtæki á Íslandi flyttu aðalstöðvar sínar til ESB, BNA eða eitthvað annað, þ.e.a.s að einn til tveir fjölþjóðavæddir bankar, frekar en að 320.000 manns, 80.000 fyrirtæki og heilt lýðveldi væri ÞVINGAÐ til að gera það vegna tveggja fyrirtækja. Sjá grein mína: Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata. Athugið að skuldir íslenska ríkisins eru litlar (skuldir skattgreiðenda) eða einna minnstar í OECD.
Hér er ég alls alls ekki að segja að bankarnir ættu að flytja, því ég hef mikla trú á þeim. En þeir hefðu átt að hugsa fyrir þessu vandamáli þegar stefnumótun og alþjóðarvaxtarstefna bankana var smíðuð. En hættan er að eignasafn bankana rotni í því hörmungarárferði sem ríkir núna á alþjóðafjármálamörkuðum - það versta síðan 1929. Hafi bankarnir gott eignasafn og litla áhættu á kjarnasviðum sínum þá væri hægt að þrauka þorrann og koma mun sterkari út úr kreppunni, með mikið og stórt traust og virðingu í fararteski sínu og sem væri mikils viðri fyrir bankana eftirá. En svo eru það eigendur bankana, hluthafarnir, hvernig mun þeim reiða af á næstu 8-12 mánuðum?
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2008 kl. 22:46
Gestur. þetta mál hefur ekkert með fleiri skriffinna eða fleiri stofnanar að gera. Þetta vandamál datt engum í hug fyrir einungis 18 mánuðum. En svo skall á alþjóðleg olíu og hráefnaverðbólga og svæsnasta fjármálakreppa heimsins síðan 1929. Vandamál bankana á ekki rætur sínar að rekja til Íslands eða efnahagsstjórnunar á Íslandi. Vandamálið er erlendis og bitnar á Íslandi vegna þess hve vaxtarstefna bankana var viðkvæm fyrir kreppum. En þetta sá enginn fyrir. Sú ríkisstjórn og seðlabanki sem hefði reynt að hefta bankastarfssemi í því árferði sem ríkti fyrir tveim árum hefði verið hálfshoggin, og það einnig af ykkur sjálfum. Ekki má gleyma að Kaupþing hætti einmitt við að kaupa stórann banka í Hollandi.
Þegar rútan situr föst undir brúnni þá þýðir ekkert að hrópa: við hefðum átt að velja aðra leið. Annars væri jú allir ríkir og það eru þeir einmitt ekki. Það er svo auðvelt að spá af mikilli nákvæmni um liðna atburði.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2008 kl. 23:08
Gunnar! Það er ekki rétt hjá þér að enginn hafi séð þetta fyrir, fyrir 18 mánuðum síðan. Þetta er ekki rétt. Alþjóðabankinn og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn voru í nokkur ár búnir að aðvara bankana og ríkisstjórnina um að erlend skuldasöfnun væri komin upp fyrir þolmörk gjaldeyrissköpunar hjá þjóðinni. Síðastliðinn áratug, eða frá árinu 1997, hef ég, ásamt fleirum, einnig ítrekað bent á alvarlegan skort á að atvinnuvegir gjaldeyrissköpunar væru ekki byggðir upp til að bera hina miklu aukningu þjónustuþáttar þjóðfélagsins.
Vandamálið hér er að þeir sem RÁÐA, hlusta einungis á jábræður en telja málefnalega gagnrýni vera persónulega árás á þá.
Með kveðju frá fyrrverandi hagdeildarmanni í banka.
Guðbjörn Jónsson, 8.9.2008 kl. 11:11
Það var nú ekki Ísland sem ég hafði einungis í huga heldur Ísland í samhengi við umheiminn. Þetta er nokkuð sama Guðbjörn því staða Íslands væri næstum sú sama í augum umheimsins því margir markaðir eru ófullkomnir og myndu einungis refsa bönkunum fyrir nákvæmlega sömu hluti, einungis með breyttum áherslum. Sama er að segja um ríkissjóð. Í síðust viku stórhækkaði skuldatryggingarálag á evrópska banka eingöngu vegna aðgerða ECB í útlánareglum. Þegar það ríkir alþjóðleg kreppa þá sleppur enginn, og það sáu fáir að þessi kreppa myndi koma og verða svona alvarleg. Annars væru jú allir ríkir og í góðu skapi og alþjóðlegar afskriftir eignasafna væru ekki að nálgast trilljón dollara.
Auðvitað þurfa bankar sem önnur fyrirtæki helst að vaxa í takt við getu og öryggi, ekki vafi á því.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2008 kl. 12:38
Ég er sammála þér Gunnar um stöðuna í ESB og mat þitt á því ævintýri. Ég var í Þýskalandi 1996 og hitti þar fyrir hagfræðing úr innri fjármálastjórnun þess apparats. Það var ekki falleg mynd sem hann dró upp fyrir mig og ekki hefur sú mynd batnað undanfarin ár, með stöðugt vaxandi útgjöldum vegna inntöku fátækra ríkja, ríkari löndin hafna aukningu á greiðslum og nú, þegar lausafé er á þrotum verður ekki hægt að stoppa í gatið með frekari lántökum. Ég held að menn ættu að draga andann rólega og standa til hliðar þegar Dóminó skriðan fer af stað.
Það sem ég var að meina að hér heima hefur ráðamönnum peninga og þjóðfélags, í meira en áratug, verið bent á hvert stefndi og þeim bent á smæð hagkerfis okkar. Bent var á, vegna fyrirhyggjulausrar erlendrar lántöku, að allt þetta fjármagn færi til að auka þjónustustig og áhættufjárfestingu en ekkert til uppbyggingar á tekjuskapandi atvinnustarfsemi, sem gæti endurgreitt þessi lán. Gengið var svo langt að það var íjað að áhættusækni og fíkn fjárhættuspilarans, sem ekki skynjaði hvar stíga skildi til hliðar.
Á heimsvísu hafa hagfræðingar skipst í tvo hópa. Annars vegar þeir sem hafa verið fullvissir um að hægt væri að búa til hagvöxt með aukinni útgáfu verðbréfa. Hins vegar hinir sem aðhyllast gömlu kenninguna um sköpun verðmæta sem grundvöll að efnahagslegum vexti. Hinir fyrrnefndu hafa verið hávaðasamari og hlotið hljómgrunn á meðan viðskiptaumhverfið hefur stöðugt verið fært lengra frá raunveruleikanum. Þar voru tölvurnar mikilvægar, því með tilkomu þeirra þurfti ekki að hafa peninga til að skrá aukningu verðmæta. Hægt var að skrá slíkt eingöngu með talnagildum sem studd voru pappírsskjali. Nú síðast hafa menn einnig verið að gefast upp á pappírsflóðinu og skjallaus viðskipti að ryðja sér til rúms; en þau bæta litlu svigrúmi við þar sem kaupgeta fólks nær ekki að aukast nógu hratt til að skapa svigrúm fyrir frekari aukinni veltu.
Fyrsti Dóminókubburinn er því um það bil að falla og raunveruleikinn að taka við. Ég hef sagt að við, hér á Íslandi förum svona 40 ár aftur í tímann, og verðum svo u. þ. b. 20 ár að rétta okkur við aftur.
Guðbjörn Jónsson, 8.9.2008 kl. 15:07
Tek undir það með Guðbirni að auðvitað sáu flestir meðalgreindir menn, í hvað stefndi fyrir átján mánuðum og mun meira en það. Nefni þar t.d. aftur greinar og viðtöl við Ragnar Önundarson, ásamt ýmsum fleiri sem ég nenni ekki að telja upp. En menn vildu bara horfa á glansmyndina, sem við blasti. Það þjónaði hagsmunum svo margra og var svo miklu vinsælla en ,,svartsýnistal og nöldur" okkar raunsæismannanna.
Þórir Kjartansson, 8.9.2008 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.