13.9.2008 | 12:34
Stærsta verkefnið
Geir leggur áherslu á að ná verðbólgunni niður og um það hljóta menn að vera sammála. Verðbólga er í raun aukinn kostnaður sem minnkar hagnað fyrirtækja og hækkar skuldir allra. Fjölskyldur finna illilega fyrir þessum stórfelldu hækkunum sem nú verður að linna.
Verðbólgan er eins og krabbamein sem vex og það er ekki sársaukalaust að vinna bug á henni. Undanfarna áratugi hefur hinn vestræni heimur verið að mestu laus við verðbólgu, en nú er hún vaxandi um heim allan. Vandinn á Íslandi er sá að gengislækkun krónunnar ber upp á sama tíma og heimsverðbólgan eykst. Háir stýrivextir duga ekki einir til að hefta verðbólguna, enda er hagkerfið galopið. Það er því ekki vandalaust að ná tökum á verðbólgunni eins og hún er samansett.
Nú reynir á aðila vinnumarkaðarins og ríkið að vinna bug á verðbólgunni. Óþörf og sjálfkrafa útgjöld verður að hefta og þar þurfa sveitarfélög og ríki að ganga á undan með góðu fordæmi. Ég er viss um að Geir er vel meðvitaður um þessi mál enda hámenntaður hagfræðingur. Besta ráðið til að bæta stöðu þjóðarbússins til lengri tíma er svo að auka útflutningstekjur og bæta framleiðni.
Ekki rétt að tala um kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 860799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Frábær einföldun Eyþór, en það væri réttara að segja að verðtrygging leiki heimili og fyrirtæki grátt. Verðtrygging er krabbamein sem að með engum rökréttum eða vel hugsuðum rökum er hægt að réttlæta.
Ef að eitthvert væri hugrekki og vilji í þessum flokki sem að þú ert í, þá væri ráðist í það að fjarlægja verðtryggingu.
Áddni, 13.9.2008 kl. 12:47
Sæll Eyþór
Verður íhaldið ekki að fara að viðurkenna að fjármálastefnan sem þið hafið verið að gera tilraunir með á síðustu árum gengur ekki upp, hún hefur hlotið afhroð, hún er strand. Er stoltið virkilega svona mikið að þið getið ekki viðurkennt mistök. Ef eitthvað er að, að ykkar mati, þá er það annaðhvort Framsókn eða bandaríska hagkerfinu að kenna. Og allt sem að er eru ólæknandi mein sem ekkert er hægt að gera í nema bíða og bíða. Bíða þangað til allt lagast, sem það mun að sjálfsögðu gera á endanum. Þá munuð þið sjálfsagt berja ykkur á brjóst og fagna sigri yfir aðgerðasinnunum sem vilja flýta batanum með aðgerðum. Það verður stór stund þegar þið hrópið yfir löngu gjaldþrota lýðinn. "Það borgaði sig að bíða"
Ég held að þið gætuð bjargað ógrynni af fyrirtækjum og einstaklingum frágjaldþroti með því að viðurkenna að handaflið er stundum nauðsinlegt að brúka þegar frjálsræðið er að tröllríða heimilunum í landinu.
Hafið þið gert ykkur í hugarlund, hrósandi ykkur af auknum kaupmætti undanfarin misseri, hvað tekjuskeringin er orðin mikil hjá fólki. Matarkarfan er komin úr 12 í 18 þúsund, verðbætur og vextir hafa hækkað um 15 til 20 þúsund hjá meðalfjölskyldu, bensínverð hefur rokið upp og lækkar ekki aftur vegna samráðs aðstandandi fyrirtækja og svona mætti lengi telja.
En íhaldið hugsar ekki um neitt annað en að halda í prinsippin og trúverðugleikann. allt annað í landsstjórninni er orðið aukaatriði.
Magnús Vignir Árnason, 13.9.2008 kl. 16:14
Sæll Magnús - það er ekki spurning að gengisfall krónunnar og verðbólga eru mikil áhyggjuefni. Ekkert síður fyrir þá sem eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn frekar en fyrir aðra. Það er líka alveg rétt hjá þér að menn verða að viðurkenna mistök sín. Um það er ég alveg sammála.
En varðandi handaflið: Ef þú átt við fastgengisstefnu þá er það ljóst að það slíkum aðgerðum þarf að fylgja eftir með mjög ströngum aðhaldsaðgerðum til handstýringin verði ekki að handsprengju.
Eyþór Laxdal Arnalds, 13.9.2008 kl. 16:34
Geir leggur áherslu á að ná verðbólgunni niður segir þú .Hverjar eru þessar áherslur? Er hann með einhverjar aðrar áherslur en að sitja með hendur í skauti? Næstum hvert skipti og hann lætur svo lítið að tjá sig talar hann ekkert um aðgeðir í efnahagsmálum heldur að nú sé botninum náð og eftir að þessi hámenntaði hagfræðingur er búinn að segja okkur þennan sannleika sem reyndar kemur svo í ljós að er ekki sannleikur fellur krónan eins og það sé eitthvert lögmál
Eggert Karlsson, 13.9.2008 kl. 20:42
Verðbólgan er þarna og það er verið að vinna að því að ná henni niður. Hvernig hún kom skiptir ekki máli því hún er hér og hefur einnig komið til allra annarra landa sem hafa verið að aðhafast eitthvað að ráði, og til þjóða sem eru ekki að fækka í mannfjölda. Ef Íslendingar fjölga sér um 2% á ári þá má allavega gera ráð fyrir að verðbólga verði að minsta kosti 2%. Það er enn mikið púður i tunnunni á Íslandi, og meira en víðast annarsstaðar í hinum vestræna heimi, verið þrátt fyrr allt ánægð með það.
Lettland, er núna með 16,5% verðbólgu, Búlgaría með 14,4%, Litháen með 12,4% (ESB lönd). Kína, Indland, Brasilía eru einnig með mikla verðbólgu og Brasilía er með mjög háa stýrivexti.. Lúxemburg og Belgía eru með um 6% verðbólgu. Elliheimilið ESB er með 4% verðbólgu í heild.
Að taka handaflið í notkun mun þýða flótta allra fjármuna úr þjóðfélaginu. Þið þyrftuð því einnig að loka á umheiminn. Þá gætuð þið labbað um á lakkskónum um tóma kauphöll og kassar allra væru eins galtómir og á hausnum eins og þeir voru á handaflsárunum. Þetta yðri sannkölluð handsprengja eins og Eyþór nefnir.
Það er ekkert atvinnuleysi á Íslandi, það er ennþá meiri hagvöxtur á Íslandi en á flestum örðum stöðum, kaupmáttur er góður þrátt fyrir rýrnun vegna gengisfalls. Allar afurðir frá Íslandi eru eftirspurðar á mörkuðum, og útflutningur blómstrar. Eina sem er að er verðbólga og afleiðingar alþjóðlegrar fjármálakreppu. Þið vilduð kanski óska ykkur verðhruns á fiskmörkuðum sem kallaði alltaf á handunnar gengisfellingar á handaflsárunum og endurkomu fjallfossa Bæjarlækja fjármagns skattgreiðenda.
Núna er virk mynt landsins að afrugla of hátt gengi krónunnar, það tekur smá tíma, en árangurinn verður vonandi góður. Þetta kemur.
Já Seðlabankinn er með verðbólgumarkmið. Þetta er markmið og ekki náttúrulögmál. Þýski seðlabankinn náði í 50% tilfella markmiðum sínum á 20 árum frá 1980-1999. Seðlabanki evrópusambandsins er núna með verðbólgu 100% yfir markmiðum bankans og mun verða yfir þeim næstu 2 árin. Íslenska krónan var sett frjáls árið 2001. Stöðugleiki gengismála er langhlaup og ekki spretthlaup. Þetta kemur.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2008 kl. 22:52
Auðvitað er engin kreppa heldur einungis löngu tímabær leiðrétting á offari bankanna hérlendis og þá sérstaklega í lánum til fasteigna. Það er með ólíkindum að þrjúhundraðþúsund manna þjóð sem nær öll býr í kringum eina borg geti ekki lagt saman hvað hún er að veita í nýbyggingar og hver áætluð þörfin sé. Ég held að starfsmenn í bönkum landsins ættu að rifja upp forritið Exel og skipunina Sum (above) Maður gerir minna tilkall til ábyrgðar sveitastjórnarmanna sem þátt tóku í vitleysunni við að selja lóðir heldur en til "hagfræði"- lærðra starfsmanna bankanna. Það að hafa byggt íbúðir til rúmlega tveggja ára segir allt um gæði þeirrar vinnu sem bankarnir voru að inna af hendi að undarförnu.
K Zeta, 13.9.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.