Ríkisvæðing bankanna

Roskilde bank, Fannie & Freddie, Northern Rock og fleiri smærri bankar eiga eitt sameiginlegt; þeir eru ríkisvæddir. Þá var björgunaraðgerð vegna Bear Stearns ákveðin ríkisábyrgð.

Einkavæðing síðustu áratuga í Evrópu bliknar í samanburði við hraða ríkisvæðingu síðustu vikna.
Menn verða að horfast í augu við það sem úrskeiðis hefur farið.  Ísland er hér engin undantekning.

Nú þegar fjármálakrísan er orðin eins árs vakna spurningar um framhaldið. Á hvaða leið erum við? Tekst markaðnum að ráða fram úr sínum málum án kerfisbreytinga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Það heitir að þjóðnýta ekki ríkisvæða.

Einar Þór Strand, 14.9.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Þjóðnýting er fallegt orð, en ríkisvæðing lýsir aðgerðinni betur.

Eyþór Laxdal Arnalds, 14.9.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Gulli litli

Ég vil bara að venjulegt fólk blæði ekki fyrir sukk þeirra sem meira meiga sín...Því sá venjulegi nýtur ekki þegar vel gengur eða hvað?

Gulli litli, 14.9.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Það er lykilatriði að hluthafar beri ábyrgð á félögum sínum og ríkið á skattpeningunum. Ef banki er tekinn yfir af ríkinu verður að afskrifa hlutaféð. Vonandi kemur þó ekki til þessa á Íslandi.

Eyþór Laxdal Arnalds, 14.9.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband