Margir eru Lehmans bræður

Sjaldan er ein báran stök - því miður í þessu tilviki. Skuldsetning Lehman varð þeim að falli og þau fyrirtæki sem hafa ekki efni á vöxtunum munu mörg hver verða minningin ein.

Skuldsettar yfirtökur hafa verið ein arðbærasta atvinnugreinin síðust ár. Á Íslandi var skuldsetningin kölluð "útrás". Nú virðist vera komið víða að skuldadögum og má minna á að forsvarsmenn Lehmans sögðu að "það versta væri að baki" fyrir nokkrum mánuðum síðan. 

Nú ríður á að menn takist af fullri alvöru við þessari holskeflu í fjármálageiranum. 

 


mbl.is Lausafjárkreppan versnar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú sýnist mér að leið mín liggi í Þjóðarbókhlöðuna að skoða áramótaræður, 17. júní ræður og stefnuræðu forsætisráðherra síðustu 2-3 árin. Eins og mig minni að þá hafi ekki sést ský á lofti og leiðin þráðbein. Verst þó hversu erlendir fjármálagreinendur reyndu að rægja okkur og gera gys að öllum gusuganginum. En það er gaman að því að allt fór vel og líka að við skulum hafa efni á 15.5% stýrivöxtum þegar aðrar þjóðir eru að rembast með 4-5%.

Áfram XD !

Árni Gunnarsson, 15.9.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband