Svartur September - the madness of crowds

Dow Jones hrapaði meira en 500 punkta og hefur ekki fallið eins mikið síðan í september 2001 eftir 9/11.

Verðfall á mörkuðum vestanhafs er þó lítil miðað við 1987 eða þá 1929 þegar verðfallið var yfir 20% á einum degi og nálægt 90% þegar uppi var staðið.

Heildarlækkun frá hæstu hæðum er um 25% en á Íslandi hefur lækkunin verið mun meiri eða meira en 50% á tólf mánuðum. Verður slíkt að kallast hrun.  

Reyndar hafa flest þessi "kröss" verið um haust eða ýmist í september eða október. Annars er hegðun fjármálamarkaða kapítuli út af fyrir sig enda löngu ljóst að fjárfestar eru ýmist yfir sig bjarsýnir eða þunglyndir og svartsýnir.


mbl.is Reyna að róa bandaríska sparifjáreigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki til í því að Bandaríska ríkið hafi keypt hlutabréf til að forða markaðnum frá of miklu hruni?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:28

2 identicon

Sæll Eyþór.

Á meðan Geir Haarde hefur ekki áhyggjur, ætla ég að sofa rólegur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband