$85b björgun AIG

Fyrst voru það bankarnir, svo íbúðalánasjóðirnir og svo núna risatrygginafélagið AIG.

Bandaríska ríkið (sem er ansi skuldugt) ætlar að bjarga AIG frá gjaldþroti með 85 milljarða dala láni.
Til að setja þetta í samhengi má deila í upphæðina með 1000 til að sjá hvað það væri á Íslandi:
85 milljónir dala eða um átta milljarðar, eða eins og ein Héðinsfjarðargöng.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Hefur hinn frjálsi markaður ekki fallið á prófinu?

Er ekki tímabært að þeir sem raunverulega nutu góðs af góðærinu og auknum tekjum sem til urðu, borgi nú eitthvað til baka uppí tapið?

Annars er þetta svolítið eins og venjulega - almenningur situr í súpunni - ríkið borgar þessi fyrirtæki út með peningum skattborgara til að forða frekara tjóni.

Jónas Egilsson, 17.9.2008 kl. 11:40

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Helvíti sleppa þeir vel. Hér heima er búið að veita heimild til töku 500 milljarða króna gjaldeyrislána til að bjarga bönkunum. Vextir af þessu nema um 15 milljörðum króna á ári, hið minnsta.

Umreiknað með 1000 þá lætur nærri að lántakan sé 5.500 milljarðar bandaríkjadala og kostnaður íslenskra skattgreiðenda af því sé sambærilegur við 165 milljarðar dollara á ársgrundvelli í BNA.

Þá er ekki talin með rýrnun á höfuðstól lífeyrissjóða Íslendinga, sem virðist algerlega óumflýjanlegur eins og sakir standa.

kk,

Sigurður Ingi Jónsson, 17.9.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér sýnist sem Bandaríkin séu að slá öll met í ríkisafskiptum!

Marinó G. Njálsson, 17.9.2008 kl. 13:59

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Deilum svo til gaman í töluna með 1000 og fáum 7,65 milljarða króna lán miðað við höfðatölu á Íslandi. 500 milljarðar eru svona u.þ.b. 65,5 sinnum hærri upphæð miðað við höfðatölu.

Hvernig ætli viðbrögðin yrðu í USA ef að ríkisstjórnin þar myndi samþykkja að veita sem nemur u.þ.b. 5.567,5 milljarði dala að láni til "hressingar" við fjármálageirann?  Það yrði einfaldlega aldrei samþykkt.

Kannski sýnir þetta litla dæmi okkur líka svart á hvítu hversu stórir/þandir bankarnir okkar eru orðnir miðað við okkar litla hagkerfi.

Baldvin Jónsson, 17.9.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband