Kostnaður við utanríkisráðuneytið

Á erfiðum tímum er mikilvægt að ríkið og sveitarfélög fari hóflega með skattfé. Mér sýnist utanríkisráðuneytið fara með um milljarð á mánuði á þessu ári eða 12 milljarða á árinu.

Ekki er líklegt að seta í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna verði til að lækka útgjöldin.

Læknar eru nú að fara fram á hækkun launa. Aðrar stéttir fylgja eftir. Verðbólgan er víða.

Er ekki sóknarfæri að skera þarna niður?


mbl.is Tala fyrir framboði Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Eyþór.

Það er ekki gott til afspurnar að þeir sem veita þessu Ráðuneyti skul vera algjörlega út úr kortinu þegar kemur að skynsamleg meðferð almannafés.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 03:07

2 Smámynd: Hagbarður

Sammála þér. Sóknarfærin hjá okkur liggja m.a. í auknu aðhaldi í ríkisrekstrinum. Óþolandi "sjálfskömmtun" og vöxtur ríkisgeirans á undanförnum árum.

Hagbarður, 23.9.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Öryggisráðið ætti að hverfa út úr þessum útgjaldaliðum, enda tilgangslaus og dýr atkvæði fyrir lítil völd , ef menn ætla sýna ráðdeild, er þá ekki best að byrja á sjálfum sér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: haraldurhar

Sæll Eyþór.

   Sammála þér í þessu eins og fleiru er þú hefur ritað á sl. dögum.  Auk tel ég að hægt væri að spara í vitleysunni með leigu á flugvélunum, er eiga halda Rússunum í skefjum.  Mynnir að það seu minnsta kosti 1400 milljónir á ári.

haraldurhar, 23.9.2008 kl. 17:53

5 Smámynd: Liberal

Í stuttu máli, Eyþór... nei.  Ég veit ekki í hvaða heimi þú lifir, en kratar og sósjalistar munu aldrei aldrei aldrei draga úr eyðslu hins opinbera. 

Ingibjörg Sólrún sagði um daginn að það yrði mjög nauðsynlegt að fjölga í fastanefndinni í NY.  Bráðnauðsynlegt. 

Mesta ósvinna nútíma stjórnmála er þetta hlaup í að komast í Öryggisráðið, þar sem þjóðir aðrar en fastafulltrúarnir hafa nákvæmlega engin völd, enda bara stóru löndin sem hafa fasta setu er hafa neitunarvald.

En báknadýrkun Samfylkingarinnar er botnlaus, hvort sem hún er í SÞ eða ESB.  Hvort tveggja eru tilgangslausar stofnanir og gagnslausar með öllu.

Liberal, 23.9.2008 kl. 18:46

6 identicon

Eyþór 

Á undanförum leynilegum Bilderberg -fundum hefur ekki verið talað um annað en hækka gjöld til Sameinuðu þjóðanna og þá umtalsvert segir reyndar Jim Tucker í bók hans Bilderberg Diary.

Við eigum annars ekkert heima í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eða hvað þá þessu ESB eða fyrrum Sovét fyrirkomulagi með Committee Tyranny og þingi.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 19:30

7 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Jú það má líka skera niður í einkanotum sumra ráðherra sem telur mikið í síðasta enda, eins og til dæmis í menntamálaráðaneytinu.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.9.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband