Ekki algalið hjá Helga...

Sú hugmynd að selja virkjanir hljómar ekki vel á sama tíma og frjáls markaður er að missa trúverðugleika sinn í einhverri mestu ríkisvæðingu sögunnar. Víst er að margir hrökkva við þessa hugmynd í fyrstu. 

Hugmyndin sem Helgi reifar byggir á því að mannvirkin séu seld tímabundið eða til jafns við gildistíma raforkukaupasamnings. Vatnsréttindin verði áfram í eigu Landsvirkjunar. Þetta er í raun framvirkur samningur sem gæti losað um sjaldséðan og eftirsóttan gjaldeyri með hagstæðari hætti en á almennum skuldabréfamarkaði. Raforkusamningar eru í erlendri mynt sem sárvantar í íslenskt hagkerfi í dag.

Kannski þarf ríkið að feta þessa leið á næstu misserum?


mbl.is Sóknarfæri að selja virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þetta er algert bull hjá Helga blessuðum og verulega vanhugsað.

Hvernig heldur hann að hægt sé að fá betri kjör en þau mínus kjör sem t.d. Kárahnjúkavikjun býr við í dag með því að bæta við millilið?  Það eru fastir samningar við orkukaupendur á föstum kjörum. Ef einhver milliliður tekur yfir vill hann væntanlega fá eitthvað fyrir sinn snúð sem þýðir þá að þjóðin fær enn minna. Það er ekki hægt að skipta sömu krónunum oftar en virði þeirra segir til um.

Hugmyndin gæti hins vegar átt ágætlega við til framtíðar í þeim tilfellum þar sem er ekki þegar um fasta samninga við stórneytendur að ræða.

Baldvin Jónsson, 24.9.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

jú, algalið. Á meðan bandaríkjaforseti flytur neyðarræðu yfir bandarísku þjóðinni af því að kerfið sem þar hefur verið fylgt er að hrynja innanfrá þá vill Helgi Hjörvar hegða sér eins og það kerfi sé það einasta og besta.

ég skrifaði þetta Að losa peninga - Raufarhafnarstemming hjá Helga Hjörvar

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 25.9.2008 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband