4.10.2008 | 19:03
Stóri pakkinn og ESB aðild
Nú reynir á samstöðu þeirra sem eru að vinna að stóra pakkanum sem á að afstýra stóráföllum. Þegar á reynir þjappa menn sér saman og vinna sig út úr vandanum. Nú er ekki rétti tíminn til að kenna hver öðrum um heldur standa saman.
Það er morgunljóst að mikil áhætta hefur verið tekin í útlánum og "útrás" en nú þarf að vinna að lausnum sem tryggja hag almennings sem best.
Hér vegur þyngst skammtímafjármögnun sem sennilega er hærri en 1.000 milljarðar króna og svo þarf ríkisstjórnin að taka af allan vafa að sparifjáreigendur séu með allar innistæður öruggar í íslenskum bönkum.
Langtímastefna í myntmálum verður líka að liggja fyrir. ESB aðild finnst mér ekki eftirsóknarverður kostur, en ef enginn annar kostur er í stöðunni ber okkur að skoða aðild. ESB umræðan má amk. ekki spilla fyrir lausafjárútspilinu sem þarf að koma núna. Líklegast er þó að ESB aðild skili engu, enda uppfyllir Ísland ekki Maastricht skilyrðin. Vandinn verður ekki leystur með umsókn.
Flokkspólítík og persónulegur ágreiningur eiga ekki heima á þessari ögurstundu. Nú þarf samstöðu semaldrei fyrr enda eru þetta miklar hamfarir. Það er nægur tími síðar til að fara yfir það sem betur hefði mátt fara en um þessa helgi verða allir sem að málinu koma að vera Íslendingar fyrst og fremst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.10.2008 kl. 11:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Samstaðan þýðir þá væntalega að allir taki þátt. Heyrist að stjórnarandstaðan sé úti í kuldanum.
Survival of the fittest, 4.10.2008 kl. 19:33
Mitt álit er að nú séu hamfarir. Við eigum ekki að láta flokkspólítík ganga fyrir almannahagsmunum.
Eyþór Laxdal Arnalds, 4.10.2008 kl. 20:19
Eyþór, hversvegna er ESB svona slæmur kostur!
Við erum báðir sjálfstæðismenn og ég sé bara ekkert athugavert við að fara aðildarviðræður og skv. síðustu skoðanakönnun Gallup voru 60% sjálfstæðismanna sömu skoðunar og ég. Núna eru þetta örugglega 70-80% sjálfstæðismanna.
Þarf flokkurinn að fara niður 15-25% fylgi til að forystumenn flokksins átti sig á því hvað þjóðin og kjósendur flokksins eru að hugsa og hvað þeir vilja?
Ég vona að Samfylkingin fari ekki mikið yfir 45% í næstu könnun og við ekki mikið niður fyrir 30%.
Þegar fylgið okkar er farið á slíkt flakk er erfiðara að fá það til baka.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.10.2008 kl. 20:30
Sæll Guðbjörn. ESB er ekki óskalandið en krónan er ekki að ganga upp að óbreyttu. Það er mikilvægt að pakkinn verði stór og trúverðugur. Ef ESB aðild er nauðsynleg til að halda langtímatrúverðugleika þarf að skoða það með opnum huga.
Eyþór Laxdal Arnalds, 4.10.2008 kl. 20:59
Guðbjörn:
Eins og þú sjálfur veist vel þýddi Evrópusambandsaðild endalok sjálfstæðisins. Bandaríki Evrópu eru einfaldlega ekki mjög aðlaðandi.
Hjörtur J. Guðmundsson, 4.10.2008 kl. 21:02
Persónulega vil ég frekar að bankarnir fari úr landi en að Ísland gangi í Evrópusambandið, af tvennu illu. En hitt er svo annað mál að Seðlabanki Evrópusambandsins hefur ekki heimild samkvæmt lögum sambandsins til að veita bönkum lán til þrautar. Íslenzku bankarnir yrðu áfram fyrst og fremst að treysta á íslenzk stjórnvöld og íslenzka Seðlabankann. Hvað myndi þá Evrópusambandsaðild leysa í þeim efnum?
Ég hef skoðað Evrópusambandsaðild með opnum huga í 7 ár og á þeim tíma kynnt mér mikið efni bæði með og á móti aðild, en þó aðeins styrkst í þeirri skoðun minni að Evrópusambandið yrði Íslandi seint til framdráttar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 4.10.2008 kl. 21:06
Mikið er ég sammála þér Eyþór. Það fer ósegjanlega í taugarnar á mér að sjá Samfylkingarfólk í einleik núna t.d. með bulli um það sem sagt er á ríkisstjórnarfundum, skilyrða neyðaraðstoð því að sækja um Evrópðusambandsaðild og myntbandalag, reka Davíð og þar fram eftir götunum. Félagslegur þroski þessa fólks er ekki upp á marga fiska.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2008 kl. 21:08
Hjörtur J. Guðmundsson, 4.10.2008 kl. 21:15
Sammála nu eða aldrei stöndum við saman ekki sundarðir,það er ekkertað þvi að hefja umræður við EBS.en við eigum síðasta orðið með það/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 4.10.2008 kl. 21:24
Tek undir með Eyþóri. Hjörtur, það er enginn að tala um að ECB setji peninga inn í banka sem eru komnir í þrot (með neikvætt eigið fé), það sem vantar hér er lausafé í erlendri mynt (=alvöru gjaldmiðli), og það getur Seðlabanki Íslands ekki skaffað, enda allt of lítill bakhjarl fyrir bankana. ECB hefur hins vegar lánað evrópskum bönkum mikið af lausafé og það er það sem íslenskir bankar hefðu þurft núna.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 4.10.2008 kl. 21:46
Landsbankinn opnar ekki á mánudaginn skv. heimildum sem ég vona svo innilega að séu rangar!!
innherjinn, 4.10.2008 kl. 22:21
Á óvissutímum morar allt af sögum. Þær eru stór hluti af hættunni. Ég trúi því að ríkisstjórnin ávarpi þjóðina og fjármálaheiminn áður en markaðir opna með heildarpakka.
Eyþór Laxdal Arnalds, 4.10.2008 kl. 23:11
Leyfi mér að benda á:
"Loftur Altice Þorsteinsson ritar gott svar á æsifréttavef BBC"
"Open Letter to European Leaders on Europe’s Banking Crisis - Bænaskjal helstu hagfræðinga í ESB til yfirvalda í ESB"
Eruð þið búin að gleyma að bankar eru sjálfstæð fyrirtæki í eigu hluthafa. Fyrirtæi fara á hausinn, það er eðli þeirra. Íslenska ríkið ber ekki ábyrgð á fyrirtækjum eða skuldum þeirra.
------------------
PS: Öll fyrirtæki eiga sér upphaf og endi. Fjarlægðin á milli upphafs og endi fyrirtækis veltur á hæfileikum stjórnenda þess til að breyta og aðlaga fyrirtækið að breyttum og nýjum aðstæðum
PS2: Árið 1968 gerði Stanley Kubrik kvikmyndina: 2001 A Space Odyssey, - eftir sögu Arthur C. Clarke. Næstum allar spár myndarinnar um tækni og tækniframfarir hafa staðist. Í myndinni var það PanAm flugfélagið sem sá um áætlunargeimflug. Engum datt þá í hug að PanAm yrði farið á hausinn árið 2001.
shit happens
Gunnar Rögnvaldsson, 4.10.2008 kl. 23:18
Takk fyrir þennan link Gunnar.
Eyþór Laxdal Arnalds, 4.10.2008 kl. 23:32
Eyþór, það er alveg rétt hjá þér að um hamfarir er að ræða. Það er rétta orðið. Hins vegar er því miður heldur seint að ræða burðarvirki bygginga þegar jarðskjálftinn er skollinn á. Sumir hafa reynt að vara við og hafa gert árum saman en án sýnilegs árangurs enda hórumaskína ruslpósts (sem nánast enginn heilvita maður kallar því hátíðlega nafni fjölmiðla) og keyptra pólitíkusa - ráðandi afl í veruleikahönnun almennings.
Baldur Fjölnisson, 4.10.2008 kl. 23:38
... algjörlega ráðandi í að beina læmingjunum fram af brúninni. Það er erfitt að ráða við slíkt afl.
Baldur Fjölnisson, 4.10.2008 kl. 23:40
Sæll Eyþór
Þú segir "Flokkspólítík og persónulegur ágreiningur eiga ekki heima á þessari ögurstundu" Kannski væri það fallegast og ljúfast.
En ég held að niðurstöður verði ekki fengnar nema með pólitískum lausnum og eðlilegt að þar greinist flokkslegar línur í allar áttir.
Gagnrýnin á menn og málefni á "ögurstundu" er fyllilega eðlileg og sjálfsögð.
kv.
Eyjólfur
Eyjólfur Sturlaugsson, 4.10.2008 kl. 23:43
Baldur: Það hjálpar kannski ekki mikið að íslenskir fjölmiðlar eru í eigu sömu aðila og eiga bankana...
Eyþór Laxdal Arnalds, 4.10.2008 kl. 23:45
Eyjólfur: Það er rétt að málin verða - úr þessu - eingöngu leyst með pólítískum lausnum. Það er líka rétt að það á að gagnrýna það sem er gert, það sem er ekki gert og það sem er gert of seint. Mitt mat er samt það að nú sé afar lítill tími til slíkra bollalegginga. Það sem vantar er öflugt, heilsteypt og trúverðugt aðgerðaplan sem þarf að liggja fyrir á morgun.
Eyþór Laxdal Arnalds, 4.10.2008 kl. 23:59
Eyþór, þetta snýst að sjálfsögðu um veruleikahönnun. Ruslpósturinn hérna er algjörlega í eigu fjármálaaflanna hérna og ruslpósturinn selur líka þetta pólitíska drasl sem við sitjum uppi með. Hvernig myndi þér líka að vera beinlínis þvingaður til að nota fótanuddtæki daglega í fjögur ár??
Baldur Fjölnisson, 5.10.2008 kl. 00:02
Sæll Eyþór (frændi ) - ég er þér innilega sammála og var einmitt að blogga um sama málefni í dag - og "stalst" til að setja link frá þér inná bloggið mitt - vona að þér sé sama? Bkv. Ása.
Ása (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 00:07
Þetta er erfið aðstaða. Ef vændisgögnin á þessum ruslveitum fara útaf línunni þá missa þau vinnuna og rúlla beint á hausinn ...
Baldur Fjölnisson, 5.10.2008 kl. 00:08
Ég veit ekki með ykkur en um daginn sá ég þekkta skækju sem hægt er að keyra vörubíl um afturendann á, alveg glamrandi vitlausa að hæpa björgólfana og dabba. Danger.
Baldur Fjölnisson, 5.10.2008 kl. 00:35
Mikilvæg grunnatriði sem menn VERÐA að vita
Áhætta: þegar talað er um áhættu í fjármálaheiminum þá þarf að hafa í huga að í þeim heimi taka stórir aðilar ekki áhættu nema að það sé hægt að reikna hana út (calculated risk)
Óvissa: þetta er alger andstæða áhættunnar. Óvissa er ástand þar sem enginn tekur áhættu því það er ekki hægt að reikna hana út. Öll áhættutaka hættir. Það ríkir því óvissa. Enginn tekur áhættu fyrr en það er hægt að reikna hana út aftur. Því þarf að útrýma óvissinni fyrst áður en menn fara að taka áhættu aftur.
Bankar í kreppu: Enginn banki mun lána öðrum banka peninga nema að hann sé viss um að lánþeginn verði á lífi þegar það þarf að greiða lánið til baka. Bankar vilja ekki þurfa að eiga við þrotabú. Í óvissuástandi mun því enginn lána neinum neitt nema viðkomandi geti fært sönnur fyrir að hann verði á lífi þegar það þarf að greiða lánið til baka. Þetta er fjármagnsþurrðin sem ríkir núna. Allir halda að allir verði dauðir eftir óákveðinn tíma. Þeir bíða því og sitja á peningunum. Bíða eftir að það drepist nógu margir til að óvissan geti minnkað og breytst í áhættu aftur. Þetta er ástandið núna og það er búið að ríka í eitt ár. Það getur hæglega ríkt í eitt ár í viðbót.
Menn hafa séð að dollar hefur hækkað mikið undanfarna daga og evran fallið. Þetta er meðal annars vegna þess að eins og staðan er núna þá er dollar sú stóra mynt sem er mest hreyfanleg (liquid) - eða - minnst frosin. Þetta gefur ákveðnar vísbendingar um ástand markaða. Evran er að kólna og verða minna liquid. Mun hún frjósa eins og krónan? ECB hefur einungis svo og svo mikið fjármagn til ráðstöfunar
Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 00:56
Of mörgum svíður ástandið svo, að horft verði framhjá mistökum seinustu missera - almenningur vonar sem er að stjórnarherrarnir og Seðlabanki færi björg í bú og losi hægðateppu gjaldeyrisviðskiptanna og hendi sér svo í að takast á við m.a. undirliggjandi vitleysur í stjórnun peningamála - á ég þar sérstaklega við hina misheppnuðu hávaxtastefnu en fleira kemur í hugann. Þjóðin mun ekki fyrirgefa yfirvöldum annað en að ráða að nokkru fram úr aðsteðjandi vanda og til þess hafa þau fengið of langan tíma og of mikinn frið.
Aðstæður í heimi nú minna óþægilega á aðdraganda kreppunnar miklu. Bent hefur verið á, með réttu, að aðsteðjandi vandi komi "að ofan", þ.e. úr hinu peningalega gangverki sem eigi að smyrja hjól allrar annarrar starfsemi. Nú, þegar bankar um heim allan halda fast í eigur sínar, sérstaklega lausafé, er hætt við að áhrifa gæti innan tíðar á alla aðra atvinnustarfsemi, sem dragist saman og lífskjör skerðist. Ekki er víst að bjargráð stjórnvalda dugi ein og sér - reyndar fremur ólíklegt, nema að fleira komi til.
Í ljósi þess hve íslenska hagkerfið er háð viðskiptum við útlönd er fyrirséð að það verði fyrir búsifjum. Á endanum munu lífskjör versna, e.t.v. til muna. Ef hin alþjóðlega fjármálakreppa leysist er nokkur von fyrir okkur. Ef tekst að útvega lausafé erlendis frá bíður stjórnvalda og okkar allra ærinn starfi að hreinsa til eftir óstjórn peningamála, ofþenslu s.k. útrásar og ofneyslu fólksins í landinu.
Til þess að nokkur von sé um árangur verður að horfa framan í blákaldan veruleikann - sem er óþægilegt fyrir okkur öll og mun krefjast fórna á mörgum sviðum, m.a. að menn viðurkenni mistök. Þar hefur þjóðin nánast öll lagst á árarnar í gengdarlausu kapphlaupi um efnisgæðin og lítið látið sig varða mistökin í stjórnun efnahags- og peningamála.
Ólafur Als, 5.10.2008 kl. 03:27
Hvaða jólasveini dettur í hug að reka banka á endalausum lánum? Hvaðan kemur sú hugmynd og hvers vegna þurfa bankarnir ekki að eiga neitt lausafé til að borga sínar skuldir. Síðan má spyrja afhverju leyfum við ekki þessum bönkum að fara á hausinn? Ríkið gæti hæglega stofnað nýjan banka fyrir þessa 84 milljarða. Nýjan ríkisbanka og síðan væri hægt að handstýra genginu í takt við það sem útflutningsgreinarnar þurfa. Gamla góða kerfið sem engin fílaði en var að virka miklu betur en þetta allsherjar gjaldþrot. Hannes Smárason þarf að fara lengra en til Englands ef hann ætlar að vera óhultur fyrir reiðum húsmæðrum.
http://www.gregpalast.com/the-globalizer-who-came-in-from-the-cold/
Þessi linkur er fyrir þá sem vilja vita hvernig plottið virkar svona næstum því.
Björn Heiðdal, 5.10.2008 kl. 05:45
Sæll Eyþór. Gott blogg hjá þér. Er ekki sannfærður um að innganga í ESB sé rétta leiðin. Samfylkingin sýndi djörfung þegar þeir settu fram að við ættum að sækja um. Við þurfum að opna dyrnar og skoða hvað í boði er. Velja síðan.
Sigurður Þorsteinsson, 5.10.2008 kl. 06:06
Þið verðið að athuga að bæði Glitnir og Kaupþing eru vel reknir og traustir bankar. En þeir eru samt hluti af peningakerfi heimsins og þar ríkir núna neyðarástand sem enginn gerði ráð fyrir gæti komið upp i svona miklum mæli.
.
Þetta lýðskrum um ESB er svona svipað eins og að segja við Northern Rock og Breta að þeir hefðu getað forðast þrot og þjóðnýtingu ef þeir hefðu verið með í ESB. Já en þeir voru með í ESB!
.
Íslenska krónan er einnig hluti af peningaerfi heimsins. Ef allir ætla að selja sömu myntina þá fellur gengi hennar og á endanum hættir velta með þennan gjaldeyri og gengið frýs fast.
.
Spunring Björns Heiðdal er svo heimskuleg að ég mun ekki svara henni. Ég ráðlegg honum að ganga til liðs við Samfylkinguna, Silfur Eglis eða spyrja þar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.10.2008 kl. 06:57
Hlauptu Gunna, hlauptu, beint í ESB. Í fangið á þínum heitt elskaða. Þar færðu þá hlýju sem vantar í líf þitt. Kommatittur.
Björn Heiðdal, 5.10.2008 kl. 08:53
Sáttatillaga: Þjóðaratkvæði um aðildarviðræður ESB!
www.hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/661667/
Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 11:45
Hallur:
Leyfi mér að birta hér brot úr nýjasta pistlinum á Vefþjóðviljanum sem á vel við:
"Um helgina ætla menn á Íslandi að leggja á ráð um efnahagsaðgerðir. Ekki er gott að segja hvort þar verður margt gert af skynsemi, en óþarfi að andmæla þeim ákvörðunum fyrirfram. En það er yfirgengilegt ef sömu menn og fyrir helgi áttu varla næg orð um nauðsyn samstöðunnar, ætla að fylgja þeim eftir með kröfum um Evrópusambandsaðild. Um hana getur ekki nokkur sátt orðið – og engin aðkallandi vandamál leysir hún, nema léttir á þeim sem hafa haft hana á heilanum við allar aðstæður undanfarna áratugi."
Sjálfstæðið er ekki til sölu!
Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 13:12
Þess utan hefur tók forsætisráðherra það fram í hádeginu að ef sett yrði fram krafa um Evrópusambandsaðild í tengslum við þær viðræður sem í gengi eru væru hún ekki aðgengileg.
Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 13:15
Hallur
Við þurfum ekkert að ræða einhverja sáttartilögur hér. En hvað höfum við að gera inn í ESB þegar að EU Commission tekur allar ákvarðanir og jafnframt hafnar tillögum EU þingsins? Hvað höfum við gera inn í ESB. Þegar við getum ekki kosið og/eða sagt upp mönnum sem eru í EU Commission?
Og hvernig verður þetta svo þegar búið verður að sameina öll þessi sambönd þeas: Evrópusambandið (ESB / EU), Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og Norður-Ameríkusambandið (NAFTA & SPP of North America) undir eina alsherjar alheimsstjórn "One World Governmet" eða svona New World Order Tyranny eins og menn eru að tala um? The Real New World Order
Hvernig er það ætla þessir ESB- sinnar ekki að kynna NWO. og opna upplýsingamiðstöðvar / fræðasetur hér fyrir okkur?
Menn eru farnir að sjá hvað er á bak við tjöldin hjá Central Banks elítunni Committee of 300, Rockefeller og Rothschild liðinu. Eða hverjir það eru sem koma til með að stjórna NWO.
The New World Order is Here!
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.