Davíð og Golíat

Davíð Oddsson er mikill leiðtogi og sem slíkur er hann umdeildur. Hann varaði við mörgu sem nú er komið á daginn. Undanfarið hefur staðið yfir orusta um Ísland. Bankaeigendur hafa eignast fyrirtækin, skuldir heimilanna, fjölmiðlana og skuldsett þjóðina. Davíð talar tæpitungulaust mannamál og hefur skýra sýn á stöðuna.

Það er með miklum ólíkindum hvað íslenskum bankaeigendum hefur tekist að fá stór lán. Tjónið sem skuldsetningin mikla hefur valdið þjóðinni er mikið. Margt saklaust fólk verður undir þegar skuldir bankanna brjóta yfirbygginguna í mola.

Nú er komið að skuldadögum.

Það er mikill sársauki um þessar mundir enda eru þetta miklar hamfarir. Það er þó miklu, miklu betra að þetta gangi hratt yfir heldur en að ríkið hefði reynt að tjasla upp á þetta með lífeyri almennings og skuldsetningu barna okkar. Línan var dregin í sandinn á skýran hátt eins og Davíð sýndi fram á.

Þrátt fyrir ofurefli tókst stjórnmálamönnum okkar að standast þá freistingu að "redda" Golíat.


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefanía

Sammála....ætli fari nú ekki að kvikna á týrum landsmanna, það var ekki allt sem sýndist með þessa blessuðu útrás.

En af því að það var Davíð sem varaði við...þá var það persónuleg hefnd !

Mikill er máttur Davíðs !

Stefanía, 8.10.2008 kl. 01:31

2 Smámynd: Dunni

En var það ekki sá sami Davíð sem svaf á verðinum sem bankastóri banka bankanna, Seðlabankanum. Er það ekki einmitt Seðlabankinn sem á að sjá um að bankarnir fari fram úr sjálfum sér.

Var það ekki líka sami maður sem fór fyrir framvindu frjálshyggjunnar í íslenska samfélaginu sem forsætisráðherra lýðveldisins. Það gleymdist bara að setja þau verkfæri inn í lögin sem gera stjórnvöldum kleift að grípa í taumana þegar séð væri að illa færi.

Davíð er mikill leiðtogi og hefur skýra á stöðuna. Eða hitt þó ......... 

Dunni, 8.10.2008 kl. 12:48

3 Smámynd: Heilsa 107

Sæll Eyþór

Við sem þjóð eigum nú að sækjast eftir efnahagssamvinnu og myntbandlagi við Norðmenn!

Sögulega sóttu norskir sjálfstæðisbaráttumenn hingað til Íslands á landnámstíma og nú er komin sá tími að þeir íslensku “norðmenn” sem hér hafa verið í sjálfstæðisbáráttu í nálægt 1200 ár hefji kröftuga samvinnu við gamla Noreg í efnahags-sjálfstæðisbáráttu nýrra tíma og við dyr nýs heims.

Í dag liggja hagsmunir þessara tveggja þjóða saman með margskonar hætti. Fiskiðnaður, orkumál, utanríkismál (eru bæði utan ESB, Danmörk og Svíþjóð eru innan ESB) og í raun á flestum sviðum samfélagsmála.

Í dag liggur líka fyrir að hagsmunir Norðmanna vegna Glitnis eru miklir og ættu ríkisstjórnir Íslands og Noregs saman að reka þann banka áfram. Glitnir er með miklar skuldbindingar í Noregi og yfirlýsingar Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra, um að Íslenska ríkið geti ekki borgað skuldir bankanna erlendis, ættu að valda ugg í Noregi

Við höfum margt að færa Norðmönnum í framtíðar samvinnu í gjörbreyttri heimsmynd, þar sem fyrirliggur að núverandi peningamarkaðshagfræði (=gjaldmiðlagræðgisbrálæði) (peningamarkaður er aðskilið eining frá framleiðslu og atvinnumarkaði), er hruninn. Ljóst virðist líka vera að glundroði innan ESB í björgunaraðgerðum dagsins í dag sýni að þar er ekki mikil samstaða og styrkur í efnahagstjórn. Þangað höfum við ekkert að gera.

Þetta vita Norðmenn! Þeir þekkja og meta vel raunvirði Íslands, virði lands og þjóðar. Við þurfum enga minnimáttarkenda að sýna í slíkri samvinnu.

Kær kveðja,

Kristján Emil Jónasson

Heilsa 107, 8.10.2008 kl. 12:54

4 Smámynd: Heilsa 107

Í bók Jóns J. Aðils, "Gullöld íslendinga" gefin út árið 1948 segir:

" En hún [byggingarsaga Íslands] er einnig fögur, því það er um leið saga um frelsisást og karlmannlegt sjálfstæði. "Frelsi" er í orði kveðnu tignað og tilbeðið um allan heim nú á dögum [1948] ; en því miður hættir mönnum oft til að afneita því og snúa við því bakinu þegar á herðir og ofsóknum er að mæta. Forfeður vorir tignuðu ekki frelsið með háróma lofsöngvum á strætum og gatnamótum en þeir vissu vel, hvað það var, og tignuðu og tilbáðu það í hjarta sínu, það sýndu þeir með því að leggja fyrir það allt, sem hjartanu er talið helgast og dýrmætast: óðöl, frændur og fósturjörð, eftir að þeir voru búnir að fórna blóði sínu á vigvellinum. Ísland varð þannig síðasti griðastaður þjóðfrelsis á Norðurlöndum. Þar tókst forferðum vorum að varðveita frelsi sitt óskert enn um langan aldur. og þar hefir niðjum þeirra tekizt að varðveita þjóðerni sitt og tungu óbreytta að heita má fram á þennan dag"

Kveðja,

Kristján Emil Jónasson

Heilsa 107, 8.10.2008 kl. 13:27

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Í stað þess að trúa öllu sem Davíð segir gæti verið skynsamlegt að hugsa aðeins til baka. Jafnvel þó Pétur Blöndal leggi blátt bann við því.

Davíð Oddsson 2004:

Banks are now more capable of backing Icelandic business and have been expanding overseas on a growing scale. This is a very positive development which shows beyond all doubt the enormous force unleashed when the state entrusts individuals with freedom of action.

Sami Davíð ári síðar:

“Á undanförnum árum hafa verið stigin markviss skref til að leysa íslenskt atvinnulíf úr fjötrum hafta og ríkisafskipta. Skattar hafa verið lækkaðir og framlög til rannsókna og þróunar aukin, sem hefur leitt til hærra menntunarstigs þjóðarinnar. Í alþjóðlegum samanburði er reglulega frá því greint að Ísland sé í fremstu röð ríkja varðandi ákjósanlegt viðskiptaumhverfi. Það er fagnaðarefni.

Öflugir lífeyrissjóðir og einkavæðing bankanna ásamt auknu viðskiptafrelsi hafa skapað svigrúm til útrásar íslensks atvinnulífs. Reistar hafa verið traustar stoðir undir sjávarútveginn. Með kvótakerfinu er fiskur veiddur og seldur samkvæmt framboði og eftirspurn á mörkuðum. Það leiðir til aukins aflaverðmætis. Áhrif samdráttar í afla eru því minni en áður, þar sem stöðugleiki hefur tekið við af ringulreið.

Allir þessir þættir og reyndar mun fleiri hafa átt ríkan þátt í að skapa grundvöll íslenskrar útrásar. Framleiðni hefur aukist og fjölbreyttari störf orðið til í landinu svo sem á hugbúnaðarsviðinu, í lyfjageiranum, á fjármálamarkaðnum, í líftækni og svo mætti áfram telja. Á sama tíma er atvinnuleysi með því minnsta sem þekkist. Sókn íslenskra fyrirtækja erlendis byggir því á traustum grunni og aðstæður þeirra hérlendis eru með þeim bestu í heiminum.”

http://www.althingi.is/raeda/131/rad20050429T103643.html

Heimir Eyvindarson, 9.10.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband