Flytjum bílana út

Mikil verðmæti liggja nú undir skemmdum á Íslandi. Hér er meðal annars átt við bílaflota þann sem enginn nýtir og verður vart seldur í bráð.

Sú hugmynd hefur verið uppi um hríð að flytja út bíla sem útflutningsvöru. Vandinn er sá að búið er að greiða opinber gjöld af þeim. Því þarf ríkið að koma að þessu máli til að þetta gangi upp og endurgreiða þessi gjöld. 

Leyfi mér að endurbirta grein af vb.is:

"Áætlað verðmæti notaðra fólksbíla sem eru til sölu í landinu er á bilinu 20 til 25 milljarðar króna.

Svo virðist sem markaður sé að opnast fyrir þessa bíla í Evrópu og hafa fulltrúar fyrirtækja, m.a. frá Þýskalandi og Danmörku, sem dreifa bílum um alla Evrópu, verið hér undanfarna daga að kynna sér markaðinn með útflutning í huga.

Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að ekki sé þó grundvöllur fyrir slíkum útflutningi nema til þess komi að ríkið endurgreiði að hluta vörugjöld sem greidd voru af bílunum þegar þeir voru fluttir inn til landsins.

Hann segir að fjármálaráðuneytið verði að komast að niðurstöðu í þessu máli á allra næstu dögum því óvíst sé hve lengi þessi gluggi haldist opinn, sem tengist að sjálfsögðu óvenjulegri stöðu krónunnar.

Málið er til skoðunar núna í fjármálaráðuneytinu. Um er að ræða beiðni um hlutfallslega endurgreiðslu af gjöldum miðað við aldur og afskriftir hvers bíls."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já það þarf að "keyra" þetta mál í gegn.

Jón Gunnar Bjarkan, 17.10.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Það væri mikil lausn að losna við alla þessa bíla. Þeir eru engum til gagns hér.

Guð veri með þér og þínum

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.10.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru kaupendur að þessum bílum erlendis Eyþór? Eða á að leggja í þann kostnað að koma bílunum út og láta þá ryðga á hafnarbakka þar,  til þess eins að einhverjir pólitíkusar, með skítinn upp á bak, geti þvegið á sér hendurnar og brosað heimskulega framaní kjósendur fyrir að sópa vandanum undir teppið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Þessi leið verður að byggjast á því að það séu kaupendur enda ekkert vit í að flytja þá út nema til kaups. Hér eiga pólitíkusar að greiða bílasölum leið.

Eyþór Laxdal Arnalds, 17.10.2008 kl. 13:32

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já ég styð þetta viðskiptamódel fullkomlega að flytja aðeins út ef kaupandi er til staðar.

Hvernig endaði með hvalkjötið í Japan annars? Hún hefur frekað hljóðnað pípan í honum Lofti eða Loftsson, hvað hann nú heitir.

Jón Gunnar Bjarkan, 17.10.2008 kl. 13:42

6 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Það getur komið að því að við Íslendingar borðum aftur hvalkjöt. Það er herramannsmatur.

Eyþór Laxdal Arnalds, 17.10.2008 kl. 13:46

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já algjörlega sammála því. Hrefnusneiðar sem eru skornar í mjög þunnar sneiðar og steiktar á pönnu. Mjög líkt nautasteik og algjört gómsæti.

Jón Gunnar Bjarkan, 17.10.2008 kl. 13:51

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Talandi um hvalkjöt, Bretar eru svo miklar veimiltítur að það má ekki veiða hvali án þess að þeir fari að gráta. Kannski ættum við að fara að veiða nú á fullu hvalkjöt, jafnvel þó við getum ekki selt það eða borðað það allt sjálf. Nota það bara í fóður eða hvað sem er, bara veiða nógu mikið til að fara í taugarnar á Bretakvikyndinum.

Jón Gunnar Bjarkan, 17.10.2008 kl. 13:54

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er meira en sjálfsagt að opna þessa leið, það á að opna hana eins og nú stendur á og létta þar með þeim miklu birgðum sem hvíla nú á mörgum vegna erlendra bílalána.

Það á ekki að vera vandamál að selja þá erlendis, samdrátturinn þar er í engri líkingu við það sem hér er að fara að skella á. Þessir bílar munu allir seljast þar ef verðið er í lagi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.10.2008 kl. 14:04

10 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta myndi líka halda áfram háu verði á notuðum bílum innanlands okkur til lítilla hagsbóta. Það virðist alltaf eiga að aftengja markaðslögmálin þegar þeu areu neytendum hagstæð.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.10.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband