Hernaðaraðgerðir Breta gegn Íslandi

Það er ljóst að Bretar hafa sóst eftir átökum við Ísland.

Á sama tíma og Darling spjallaði við Árna Mathiesen og breska útvarpið var breska bankakerfið að brenna. Sama dag og Brown var stanslaust á Sky að tala illa um Íslendinga var London City að hrynja.

Á útskrift samtalsins má ráða að Darling hafi markvisst verið að finna punkta til að brjóta á. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hernaðarþjóðin Bretar hafa lagst af þunga gegn litla Íslandi. Gamla heimsveldið sem forðum réði yfir 25% verðmæta jarðarinnar með flota sínum vinnur nú sigra á Falklandseyjum, eltir Bandaríkjamenn í miðausturlöndum og berst gegn litla Íslandi. 

Að sjálfsögðu bera stjórnvöld og ekki síður forsvarsmenn og eigendur bankanna ábyrgð á þeim og þeirra gjörðum. En það sem Bretar gerðu er illfyrirgefanlegt og ekkert annað en hernaðaraðgerð gegn íslenskri þjóð sem verður fyrir barðinu á falli bankanna. 

Það eru ekki Íslendingar sem skulda Brown og Darling. Það eru Bretar sem skulda Íslendingum skaðabætur og afsökunarbeiðni. 

 


mbl.is Fullyrðingar Darlings dregnar í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Núna fara hjólin að snúast okkur í hag, annað þorskastríð fer að vinnast, ætla Bretar aldrei að læra það að þeir geta ekki unnið okkur í stríði

Sævar Einarsson, 24.10.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Við þurfum að fara í mál við Breta. Getum tekið þá í almennilega bóndabeygju. Okkur eru allir vegir færir gagnvart Tjöllunum.

Gaman að sjá Sævarinn hér fyrir ofan.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Rólegur góði, ef Bretar hefðu einhvern áhuga á að fara í alvöru stríð við okkur mættum við okkar lítils, þeir myndu sigra það á einum degi. Að vísu eru aðstæður og pólitísk vensl í heiminum þannig að það gerist ekki. Það sem Bretar gerðu okkur má kalla ýmsum nöfnum, ofbeldi í vissum skilningi, óformlegt viðskiptabann og síðast en ekki síst fjárkúgun. En þetta er ekki alvöru stríð, þorskastríðin voru það ekki heldur. Í alvöru stríði er fólk myrt í hrönnum.

Ég held samt að við ættum að slíta stjórnmálasambandi við þá þangað til þeir fallast á að ræða við okkur á skynsamlegum og réttlátum nótum. Það er ekki hægt að kúga íslenskan almenning til þess að greiða víxil sem ekki var skrifað upp á.

Þorgeir Ragnarsson, 24.10.2008 kl. 12:10

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Formleg stríðsyfirlýsing hefur ekki verið gefin út en engu að síður er viðskiptabann og aðrar einhliða ofbeldisaðgerðir ekkert annað en hernaðaraðgerð. Í nútíma samfélagi er fjárhagsleg frysting eigna ekki minna skaðandi en sprengjuregn.

Eyþór Laxdal Arnalds, 24.10.2008 kl. 12:16

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þorgeir: Bara svo því sé til haga haldið: Ísland er í NATO. En það sem er þó mikilvægara, Ísland er með varnarsamning við USA, sem þýddi að ef bretar ráðast á Ísland, eru Bandaríkjamenn skuldbundnir til að verja okkur.

Gestur Guðjónsson, 24.10.2008 kl. 12:39

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Er ekki eðlilegt að fara fram á miskabætur við Breta? Orðstír er dýr og gæti jafnað sig út á nokkra milljarða punda. En ég held að Geir og Björgvin vita "að stríð okkar er nútíma stríð en ekki þannig að standa í tvísýnum vopnabrýnum því það liggur allt í undanhaldinu því eins og þú veist þá er jörðin eins og hnöttur í laginu og loks kemst maður aftanað fjandmanni sínum", sagði Steinn Steinarr og það má vera að sú herfræði sé í hávegum höfð á aldarafmæli skáldsins.

kær kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 24.10.2008 kl. 12:47

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kyrrsetjum þoturnar þeirra þegar þær koma í Desember, höldum þeim sem tryggingu fyrir greiðslu stríðsskaðabóta!

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2008 kl. 13:19

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta er a.m.k. einhvers konar kalt stríð, svo mikið er víst.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 14:07

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það þarf að nudda brezkum stjórnvöldum upp úr þessu næstu árin þar til afsökunarbeiðni og fullar skaðabætur eru í höfn og jafnvel lengur ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 14:09

10 identicon

Ég veðja á að þessi stefna gagnvart íslendingum muni verða leiðrétt þegar Verkamannaflokurinn fer frá. Einnig spái ég því að þetta mál muni fella bresku stjórnina.

sjáum til-:)

sandkassi (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband