30.10.2008 | 21:28
Ólga í landinu - Sjálfstæðisflokkur í þröngri stöðu
Langt er síðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í svo kröppum dansi og þeim nú dunar. Lausafjárkreppan olli bankahruni og svo er verið að kljást við gjaldeyriskreppu í kjölfarið. Los á fylgi flokka bendir til að hætta sé á leiðtogakreppu.
Þótt tiltölulega fáir séu ákveðnir er ekkert víst að þar sé að finna kjósendur Sjálfstæðisflokksins frekar en annara. Reyndar má að líkum leiða að stærsti hópur kjósenda sé ekki spenntur fyrir neinum flokki. Má því segja að allir stjórnmálaflokkar hafi stórfallið í áliti. Minnst fellur sá sem lengst hefur verið utangarðs.
Lengi vel höfum við verið stolt af því að hér sé stöðugt stjórnarfar. Kjölfestan hefur verið Sjálfstæðisflokkurinn. Nú er öldin önnur. Á sveitarstjórnarstiginu höfum við séð nýleg dæmi um upplausn en frægast er REI málið í Reykjavík sem var líkara suður ítölsku stjórnarfari en íslensku. Hér í Árborg flosnaði upp úr samstarfi og úr varð bræðingur þriggja framboða og fleiri dæmi má finna.
Komin er upp sú staða að þrír flokkar mælast við 30% mörkin og það kæmi mér ekki á óvart að eitthvert framhald verði á því. Þótt fólk treysti Sjálfstæðisflokknum vel er staðan sem upp er komin þess eðlis að flokkurinn er umsvifalaust dreginn til ábyrgðar. Flokkurinn mun ekki geta skorast undan þeirri ábyrgð.
Nú reynir á.
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2008 kl. 07:21 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 860753
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Af mbl.is
Erlent
- Fimm látnir í Magdeburg
- Árásarmaðurinn sagður vera geðlæknir
- Áfram versnar staða Trudeau
- Barn lést í árásinni
- Scholz: Hugur minn er hjá fórnarlömbunum
- Hinn grunaði sagður vera frá Sádi-Arabíu
- Ók á hóp fólks á jólamarkaði: Einn látinn
- Þekktur tónlistarmaður myrtur
- Sænsk bölmenni lögðu á ráðin um dráp
- Sjö ára stúlka lést eftir hnífstungu
Athugasemdir
Einmitt, ekki skorast undan. Hvernig ætlar Sjálfsstæðisflokkurinn að axla ábyrgð?
Víðir Benediktsson, 30.10.2008 kl. 21:49
Verður þá Álfheiður Ingadóttir næsti umhverfismálaráðherra, eða kannski Kolbrún Halldórsdóttir? Verður Ögmundur Jónasson kannski iðnaðarráðherra? Verður þetta ekki bara yndislegt?
Eitt er víst: Það verður nú aldeilis bjart yfir framkvæmdum í landinu.
........... eða hvað?
Björn Birgisson, 30.10.2008 kl. 21:51
Þá væri okkur nú aldeilis borgið Björn....eða hitt þó heldur !
Stefanía, 30.10.2008 kl. 21:56
Hef ekki trú á því að sveitarstjórnarstigið fari lengur eftir flokkspólítískum línum. Flokkarnir eru í tómu tjóni og ekki trúverðugir. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylkingin. Ruglið og bullið svo mikið að þeir sem leiða núna verða að víkja.
Tori, 30.10.2008 kl. 22:19
Staðan á eftir að vesna
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 30.10.2008 kl. 23:54
Ekki hjálpar þetta: Geir sagði að skilyrði IMF væru trúnaðarmál, en þar væri engin fjárkúgun og engin íþyngjandi skilyrði. Ingibjörg Sólrún tók undir það. Svo kemur IMF og segir að enginn tráunaður sé á skilyrðunum. Kemur þá ekki Davíðs Oddsson og Seðlabankinn og segir (sér til varnar) að hækkun stýrivaxta í 18% sé 19. liður í samkomulaginu við IMF. En Davíð upplýsti ekki um 18 liði á undan og ekki um hugsanlega 20. og fleiri liði á eftir. Einhverjir draga þá ályktun að hækkunin í 18% hafi þá verið krafa ríkisstjórnarinnar en ekki IMF! Hvað um það; skilyrðin eru sögð EKKI trúnaðarmál en samt eru skilyrðin ekki birt - og kannski enginn að biðja um þau (t.d. fjölmiðlar)?
Ekki hjálpar þetta!
Friðrik Þór Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 00:09
Reiðibylgja gengur yfir þjóðfélagið og V-grænir öskra eftir sökudólgum. Í skoðanakönnunum við svona aðstæður segir fólk hvað sem er í bræði og segist jafnvel kjósa VG í örvæntingu sinni. Svo alvarlegt er ástandið.
Svo rjátlar af fólki og það nær áttum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 02:09
Ég vil votta þér samúð mína Eyþór með þessar niðurstöður, en benda þér á að menn eins og þú geta breitt þessu ef þið fáið tækifæri til þess.
Johann Trast Palmason, 31.10.2008 kl. 04:12
Áhugaverð umræða, spurning um hvort að það sé ekki núna tími fyrir Sjálfstæðisflokkinn að setjast niður og endurskoða sín mál alvarlega. Fínt að byrja á því að taka aðeins til í flokknum og aðlaga stefnuskránna að nútímanum. Er það ekki ágætis byrjun?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 31.10.2008 kl. 06:52
Það er spurning hvort ekki komi inn nýtt framboð sem breyti stöðunni. Leynipukrið sem hefur verið í kringum þetta IMF dæmi gerir það að verkum að fólkið í landinu getur ekki farið að takast á við uppbyggingu landsins. Það er dæmi um að stjórnvöld eru hætt að vera til aðstoðar og orðin til trafala í baráttunni fyrir því að halda landinu í byggð. Því verður að skifta um í topinum.
Héðinn Björnsson, 31.10.2008 kl. 08:18
Já Eyþór, maður uppsker það sem maður sáir, ef fræið er ekki vökvað þá endar það með skelfingu. Enég má til með að pikka hérna inn nokkur sparnaðarráð til Ríkisins:
Fækka sendiráðum um 12, við erum með 17 sendiráð og miðað við höfðatölu okkar og hinna norðurlandana þá eru 4 - 5 sendiráð algert hámark, restin er flottræfilsháttur,yfirstéttasnobb og afdrep fyrir útbrunna pólitíkusa. Fækka ráðherrum og alþingismönnum um 50% miðað við höfðatölu þá er engu líkara en við værum margmilljóna þjóð. Sameina embætti, við það sparast hellingur af ferðum og fundum á milli embætta.
Skera niður hið minnsta 85% af öllum þessum nefndum, sem skila árangri á við flöskuskeyti, ef það þá finnst. Lærið að keyra, með því má spara bílstjórakostnað ráðherra, muna að nota diktafón ! þá er ekki hægt að segja "ekki minnist ég þess" og síðan en ekki síst, skera niður um 75% af blýantsnögurum í ráðuneytum.
Hvernig lýst ykkur annars á ummæli nýja bankastjóra Glitnis ? "Bankinn gerði mistök, ekki ég"
Sævar Einarsson, 31.10.2008 kl. 08:55
Eyþór Stöðuleiki og stefnufesta Sjálfstæðisflokksis er jafn trúverðug í dag og hún hefur verið undanfarna áratugi. Eg sé á þessu boggi þínu að þú hefur ekki lesið stórmerka grein stórnarm. í Seðalabankanum og ykkar andlega leiðtoga Hannesar Hólmsteins, þar sem hann kemst að því að núverandi hörmungarástand er ekki þér né þínum flokksfélögum að kenna, og komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé allt Hr. Ólafi Ragnari að kenna. Þá sérstklega að hann kom í veg fyrir að fjölmiðlafrumvarpið var fellt.
Tími regnhlífasamtaka eins og Sjálfstæðisflokksins er liðinn, nú hlítur hann að skilgreina sig sem hægriflokk, og þá má reikna með að hann hafi framtíðarfylgi nálægt 10% til 15% eins og gerist og gengur í öðrum nálægum löndum. Allar stoðir undir fjöldafylgi flokksis erum brostnar, og þá ekki síst í ljósi þess að fyrirsjanlegan samdrátt hjá Ríkinu, og því færri bitlinga að úthluta.
haraldurhar, 31.10.2008 kl. 09:42
Bendi á blog mitt í dag sem fjallar um Hannes Hólmstein og lygi tölfræðinnar. Sjálfstæðisflokkurinn líður auðvitað fyrir að hafa HGG og DO í framvarðarsveitinni, vandamálið er bara að aðrir í þeirri sveit hafa ekki styrk til þess að gera neitt í málinu.
Guðjón Baldursson, 31.10.2008 kl. 10:05
Ef íslendingar eru með heila þá hverfur sjálfstæðisflokkur af sviðinu algerlega... sem og Samfylking og framsókn.
Síðustu árin hef ég vart séð meiri vitleysinga en íslenska stjórnmálamenn, mesta furða að þeir gangi ekki um með hor & slef.
DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:49
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið hægri flokkur nema í skápnum. Hann ver milljarða fjáraustur ríkisins í gjaldþrota landbúnaðarstefnu, lætur ríkið fjármagna og koma af stað álverum í austurevrópskum stíl og veitir einkavinum ríkisábyrgð eftir hentugleika.
Nýjasta afrekið er að sjálfsögðu að gera næstu þrjár kynslóðir skattgreiðenda ábyrgar fyrir spilaskuldum fáeinna fjárglæframanna úti í heimi.
Theódór Norðkvist, 31.10.2008 kl. 13:56
maður þakkar nú bara fyrir að einhver skuli nenna að vera í ríkisstjórn núna. Það getur ekki verið neinn með viti sem sækist eftir þeirri setu þessa dagana (ekki neinn með viti), nema lannski joðið
sandkassi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:14
Lillo, þetta IMF trúnaðarmál eða ekki skiptir engu máli maður, samningurinn verður kynntur áður en kemur til undirskriftar.
sandkassi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:16
,,Fólk treystir Sjálfstæðisflokknum vel" . Hvernig er hægt að vera svona blindur?
Þórdís Bára Hannesdóttir, 31.10.2008 kl. 15:33
Ertu með betri hugmynd?
sandkassi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 16:05
Auðvitað skiptir máli þegar ráðherra Samfylkingarinnar stendur frammi fyrir alþjóð og segir á fréttamannafundi að ekki sé hægt að greina frá innihaldi samkomulags ríkisstjórnarinnar við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna trúnaðar við sjóðinn.
Það skiptir hins vegar enn meira máli þegar í ljós kemur að ráðherrann hefur sagt þjóðinni ósatt og í ljós kemur þegar RUV athugar málið að ekki stendur neitt í vegi fyrir því, af hálfu sjóðsins, að innihald samkomulagsins verði kunngert landsmönnum.
Þetta er ekki flókið .. er það?
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 16:36
Eyþór, ef þessi þjóð er með öllu mjalla, þá notar hún nú tækifærið og gerir kröfu um hugarfarsbreytingu í pólitíkinni almennt.
Mín skoðun er sú að nú verði almenningur í þessu landi að losa sig út úr sínum pólitísku átthagafjötrum og kjósa þau öfl sem hlúa að lífsafkomu heimilanna. Við eigum nefnilega að láta kosningar snúast um hagsmuni almennings en ekki valdabrölt stjórnmálaflokka.
Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að hugsa Sjálfstæðisflokknum þegjandi þörfina. Í dag vil ég sjá þennan stjórnmálaflokk þurrkast út af yfirborði hins pólitíska landslags. Ég veit að mér verður ekki að ósk minni en fólk fær líka það sem það kýs yfir sig. Verst er hinsvegar að aðrir þjást fyrir þá forheimsku sem þar ræður ríkjum.
DanTh, 31.10.2008 kl. 16:39
Það eina sem þarf að gera er að setja reglur um fjármálastarfsemi. Sjá HÉR
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 16:54
Auðvitað eru samningamál háð trúnaði. Allavega semst ekkert öðruvísi
góðan daginn
sandkassi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 17:17
Eitthvað er ekki alvega að skiljast hér.
RUV leitaði upplýsinga hjá IMF. Svar fulltrúa IMF var á þá leið að ekki hvíldi trúnaður á samkomulagi þessu hvað IMF varðaði. Það væri alfarið á valdi ríkisstjórnar Íslands að upplýsa þegna landsins ef hún það vildi.
Við vitum sem sagt að þessi samningamál eru ekki bundin neinum túnaði gagnvart IMF og því alfarið ákvörðuna Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að upplýsa ekki þegna landsins hvað þetta varðar.
Sannarlega eru sum samningamál háð trúnaði .... bara ekki þessi það hefur RUV fengið staðfest.
Segi bara eins og einhver karakterinn í Spaugstofunni ... 'er'gi í lagi?
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 17:36
Þjóðarbúið er algjörlega fallít fyrir löngu og auknar lántökur bjarga ekki gjaldþrota búi, sem kunnugt er. Og síðan er ekki talað við fólk um þessa alvarlegu stöðu. Það er glamrað út og suður og norður og niður. Valdhroki erlendra leppa er algjör. Samningar þessarra erlendu eigna við húsbændur sína geta skiljanlega ekki séð dagsins ljós. Sjálfstæði landsins hefur opinberlega runnið niður ræsið. Nú verðum við innlimuð í Evrópusambandið með hámarksafslætti þegar samningsaðstöðu okkar hefur verið skipulega gjöreytt.
Baldur Fjölnisson, 31.10.2008 kl. 19:03
"og því alfarið ákvörðuna Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að upplýsa ekki þegna landsins hvað þetta varðar."
Þetta skiptir engu máli strákar, sannkallað smámál
sandkassi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:46
Eins og hver maður ætti að geta séð nú orðið þá er opinbera stefnan að hámarka tjón almennings með því að halda honum sofandi á meðan eignir hans eru skipulega gerðar upptækar. Og það er bara byrjunin. Húsnæðismarkaðurinn mun hrynja um tugi prósenta og eignir þúsunda munu því gufa upp. Hvaða lygahönnuðir munu breiða yfir þá stöðu og atvinnuleysi þúsunda?
Baldur Fjölnisson, 31.10.2008 kl. 20:45
Ég get ómögulega tekið undir þolinmæði Gunnars Waage. Stjórn IMF fundar um og væntanlega afgreiðir málið 5. nóvember. Þangað til eru 6 dagar - og IMF segir engan trúnað nauðsynlegan hvað sig varðar. Það skiptir vitaskuld miklu máli hvað stendur í öllum hinum töluliðunum fyrir okkar framtíð og engin augljós ástæða til að halda þjóðinni utan luktra dyra. Í því sambandi er einn dagur einum degi of mikið af upplýsingaskorti.
Manni getur svo sem látið sér detta í hug að eitthvað sé í þessum "pakka" sem betra er af einhverjum ástæðum að þegja yfir sem lengst. En þá eiga menn að segja; það er í þágu almannahagsmuna að ekki verður greint frá einstökum liðum samningsins fyrr en eftir stjórnarfund IMF 5. nóvember. Það þarf þá að vera ansi brýnt, því upplýsingaskyldan er í grunninn í þágu almannahagsmuna.
Friðrik Þór Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 21:47
,,Fólk treystir Sjálfstæðisflokknum vel" . Hvernig er hægt að vera svona blindur?
Og Vitlaus
Andskotans
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 21:55
Lillo minn, ég skal alveg koma með þér í að fá þetta birt, hef ekkert betra við tíman að gera. Er alveg til í að vera með smá læti (ef það er með þér). En Jón Baldvin fær ekki að vera með-:).
sandkassi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 22:59
ég vil fá að heira þesssar tölur sem bretarnir eru að bjóða okkur. Svo legg ég til að færa út landhelgina í 600 mílur. En ég er orðinn leiður á þessu helvítis ofstæki hérna. Við erum öll í djúpum skít í sömu þrónni og skólplögnin er í ólagi, óþarfi að bæta gráu ofan á svart.
Lillo við erum ekki alltaf sammála, en þú hefur alveg rétt fyrir þér í þessu. En ég mæli með Krókódílavíni núna.
Látið 3 kg. af krókódílskjöti liggja í 10 lítrum af Tequilla í ca. 4 klst.
Gott er að bæta við smá lauk og sætu chile.
Þá er þetta svona eins og að setja flugvélabensín á 8 cylindara vél. Hún vinnur rosalega smá stund, svo er það búið.
sandkassi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 23:57
já og þetta byrjaði allt þegar að Samfylkingarmenn sviku Þórólf, það var upphafið að spillingu hér á landi. Svo fela menn sig bakvið einhverjar háar hugsjónir. Ég hefði borið meiri virðingu fyrir Samfylkingarfólki ef þau hefðu haft kjark til að fylgja honum alla leið niður á hafsbotn.
Allir að reyna að pota sér upp í gegnum þetta félagsmálabattarí.
Ég sá beina útsendingu frá alþingi í morgun. Þar var verið að ræða hlutföll kynjana í sveitarstjórnum. Nero spilaði á fiðlu meðan að borgin brann. Hvað gera félagshyggjustjórnmálamenn þegar að Landið brennur, pissa bensíni. Rugludallar allt saman.
sandkassi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 01:12
Góður, nafni!
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2008 kl. 02:15
sæll nafni, það kom að því að við lentum sömu megin
sandkassi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 02:26
Fiðlur voru ekki fundnar upp þegar Nero lifði.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 1.11.2008 kl. 05:23
"Ég hefði borið meiri virðingu fyrir Samfylkingarfólki ef þau hefðu haft kjark til að fylgja honum alla leið niður á hafsbotn."
Asskoti er þetta vel orðað hjá þér.
Rugludallar og himpigimpi. Mér hryllir að hugsa til þess að kannski verði engar kosningar og sama aulapakkið fái leyfi til að klúðra lánsfénu líka.
kjosa.is
nicejerk, 1.11.2008 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.