Í ökla eða í eyra

Fyrir skemmstu óttuðust menn fátt. Umræðan var helst um hvort að Magni ynni Rockstar eða hvort Lúkas væri týndur. Núna keppast menn um að vera nógu svartsýnir. Ef eitthvað er væri betra að vera svartsýnn í góðæri og bjartsýnn í harðæri. Raunsæi er þó allra best og ég held að samlíkingin við móðuharðindin sé ansi langsótt.

Ef forsvarsmenn stórra samtaka tala með þessum hætti held ég að það verði ekki til að telja kjarkinn í þjóðina. Ekki veit ég hver atvinnuleysisprósentan var í móðuharðindunum enda voru menn á allt öðrum stað í atvinnusögunni. Ef ASÍ telur að við séum að fara í gegn um sambærilega tíð er rétt að við stöldrum við.

Það er undarleg pólítik sem nú er stunduð af hálfu aðila vinnumarkaðarins og Samfylkingar að telja fólki trú um að aðild að ESB bjargi málum. Slíkt er ljótur leikur þar sem enginn fótur er fyrir því að ESB sé einhvers konar töfralausn. - Með fullri virðingu fyrir ESB - Það kann vel að vera að evran hefði komið sér betur en krónan en nú þarf að horfa á stöðuna eins og hún er.

Í þeirri stöðu sem við erum nú í, þá er ESB aðild möguleg en evran því miður fjarlæg. Værum við einhvers bættari ef við færum nú í ESB en gætum ekki tekið upp evruna? Maastricht skilyrðin fyrir upptöku evrunar útiloka aðild okkar að myntsamstarfinu í mörg ár. Þetta vita þeir sem kalla eftir ESB aðild en kjósa einhverra hluta vegna að nefna ekki.

Það sem öllu skiptir núna er að bregðast við vandanum sem er mikill í atvinnumálum. Hver dagur skiptir máli, hver vika og hver mánuður. Það sem er brýnast er að koma á gjaldeyrisviðskiptum við útlönd, skapa störf og skera niður óþarfa. Ekkert af þessu batnar við ESB umræðuna. Nú er ég ekki á móti umræðunni sem slíkri og margt er gott um ESB að segja en mér er óskiljanlegt hvernig formaður Samfylkingarinnar einblíni á þetta framtíðarmarkmið á meðan við erum að horfa á tugþúsundir verða illa undir í fjármálakreppunni. Væri ekki nær að einbeita sér í að skapa ný störf í stað þeirra sem tapast í stað þess að þrátta um utanríkispólítík?

 - - - - - - - - -

Og talandi um formann Samfylkingarinnar. Undanfarið hefur því verið haldið fram að hækkun stýrivaxta í 18% hafi ekki verið eitt af skilyrðum IMF. Sú staðhæfing reyndist vera röng. Nú hefur komið á daginn að ríkisstjórnin er aðili að samningsdrögum við IMF þar sem 18% stýrivextir eru skilyrði. Það er grundvallaratriði í pólítík (eins og öðrum mannlegum samskiptum) að sagt sé satt og rétt frá.

Í viðtali við formann Samfylkingarinnar í Morgunblaðinu í dag er síðan höfuðáherslan á að losna við Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Eins og kunnugt er fer Davíð með formennsku bankastjórnar ásamt tveimur hagfræðingum.


Formaður Samfylkingarinnar segir orðrétt: "Við erum þeirrar skoðunar að fyrrverandi pólítíkusar eigi ekki að vera í forystu fyrir seðlabanka" - Gott og vel þetta er í sjálfu sér góð og gild skoðun, en er ekki Samfylkingin sjálf búin að kjósa Jón Sigurðsson varaformann bankaráðsins sem er fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins? Sama mann og hefur verið helsti efnahagsráðgjafi Samfylkingarinnar og er reyndar einnig formaður Fjármálaeftirlitssins. Ágætur og vandaður maður en síðast þegar ég vissi er ráðherra = fyrrverandi pólítíkus. - Og var ekki Ingibjörg Sólrún sjálf í bankaráðinu þar til árið 2005?

Hvernig er hægt að segja eitt og gera annað?
Er það virkilega heppileg leið til vinsælda?


mbl.is Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég held að Geir sé að vinna keppnina í ósannindum, sennilega að því að Ingibjörg er lasin og getur ekki logið meira vegna veikinda.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 1.11.2008 kl. 17:47

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður. Innilega samála þér og held að menn ættu að lesa sér til um móðuharðindin áður en þeir líkja þessu tvennu saman. Um ESB ástúð ASÍ þarf ekki að fullyrða ég veit ekki til þess eins og ég hef sagt áður að sótt hafi verið umboð til verkafólks um þá stefnu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.11.2008 kl. 18:08

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Núverandi ráðamenn og konur virðast vera úti á þekju. Þessi ESB þráhyggja er svipuð og ef ég vældi um að fá nýja tölvu því mér gengur svo illa að skrifa skáldsöguna sem ég vil endilega að geri mig frægan einhvern daginn. Það er eins og allar áherslur séu rangar, fólk er enn ráðið í störf samkvæmt flokksskírteinum. Allavega sýnist mér það vera málið þegar pabbar rannasaka synina og fyrrverandi yfirmaður Icesave á að fara að endurskoða sjálfan sig. Og svo eru menn að bulla um að við séum í svipaðri stöðu og fólk sem var að drepast úr hor og flúoreitrun fyrir rúmum 200 árum.

Villi Asgeirsson, 1.11.2008 kl. 21:59

4 identicon

Ég fæ ekki betur séð en að hér sé komin upp alvarleg staða í ríkisstjórn. Samfylkingafólk virðist að stórum hluta ekki vera starfi sínu vaxið. Ég tek einnig undir með Jóni Aðalsteini og þótti mér stefnuyfirlýsing ASÍ furðuleg. Ég segi það sama, hvaða umboð hefur ASÍ í þessu máli?

Yfilrlýsingar Helga Hjörvars, Ingibjargar Sólrúnar og Steinunnar Valdísar um Seðlabankann þar sem að þau fría sig allri ábyrgð á embættinu eru frá mínum bæjardyrum séð óásættanlegar með öllu. Þetta er ekki sú pólitík sem við þurfum á að halda í dag.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 03:20

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég er samála því að seðlabankastjóri á ekki að vera pólitískur enda hefði það hugsanleg forðað þessari stjórnarsamtarfs krísu. Ef það var slíkt hjartans mál samfylkingarþingmanna átti að taka á því upphafi stjórnarsamstarfsins og of seint að iðrast nú.  Núna þarf bara að nota þau tæki sem við höfum til að vinna úr efnahagsvandanum en ekki rífa niður stjórnarsamstarfið í einhverju pólitískru uppgjöri ISG við fyrverandi formann sjalftæðisflokksins. það er eins og hún geti bara ekki opnað munnin án þessa að fara að tala beint eða óbeint um Davíð.

Guðmundur Jónsson, 2.11.2008 kl. 10:23

6 identicon

Ég er að horfa á Silfur Egils og eru nú farnar að koma fram ýmsar hugmyndir, svo sem um að breyta skuldum í eigið fé með aðkomu Húsnæðismálastofnunar. Húsnæðismálastofnun myndi þá taka yfir eignarhald og skuldir.

Einnig er rætt hér um mögulega frystingu á verðtryggingu lána, reikna upp verðtrygginguna á 3 - 6 mánaða fresti.

Athyglisvert er að engar þessara hugmynda eru að koma frá viskuspírum Samfylkingarinnar.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband