Nýr Moggi

Nýja sunnudagsblað Morgunblaðsins er mjög læsilegt í alla staði. Fréttir, viðtöl, greinar og svo stóra skoðanakönnunin eru sett fram með myndrænum og skýrum hætti. Nýi hausinn á forsíðunni er ferskur og litir notaðir til fulls á 95 ára afmælinu. Mér sýnist vel hafa tekist til.

Þegar ég bjó í London voru það einmitt sunnudagsblöðin sem voru aðalatriðið enda mjög efnismikil. Nú er hér komið metnaðarfullt sunnudagsblað undir ritstjórn Ólafs Þ. Stephensen. Sérstaða Morgunblaðsins sem áskriftarblaðs kemur vel fram í nýju sunnudagsblaði. 24 stundir eru liðnar og rekstrargrunnur Fréttablaðsins er sjálfsagt ótryggur. Þá upplýsti Björgólfur Guðmundsson í frægu viðtali við Morgunblaðið að Árvakur berðist í bökkum.

Sóknarbolti sá sem hér er leikinn er til fyrirmyndar í þeirri depurð sem nú einkennir umræðuna. Á erfiðum tímum er mikilvægt að menn sýni frumkvæmði og dirfsku. Aukinn áhugi á nýjum veruleika er einmitt grunnur undir aukinn lestur. Þetta er Mogginn að nýta sér. Takk fyrir mig.


mbl.is Ljósasýning á himni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, er ekki búin að lesa sunnudags-moggann en fletti honum áðan og finnst margt spennandi í honum. Stútfullur af allskonar greinum sem ætti að höfða til allra.

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég er ekki bjartsýnn fyrir hönd Moggans. Nú þarf að spara og hvar byrjar fólk? Þar fyrir utan er sjáanlegur samdráttur á auglýsingamarkaði. Ekki gott útlit.

Víðir Benediktsson, 2.11.2008 kl. 00:25

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sunnudagsmogginn er flottur og af mörgum góðum greinum stendur grein  Einars Más uppúr. En Mogginn á það nú sameiginlegt með Fréttablaðinu og Samfylkingunni að hafa lítinn áhuga fyrir sjávarútvegi en því meiri áhuga fyrir ESB. Margir menntamenn í borgríkinu átta sig ekki á þeim möguleikum sem felast í sjávarútvegi til að koma okkur úr skuldafeninu. Þvert á móti sjá þeir framtíð sína í hyllingum sem skriffinna í Brussel.

Sigurður Þórðarson, 2.11.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Efnistökin í blaðinu voru góð. Það er langt síðan ég hef lesið svona innihaldsríkt dagblað á Íslandi, en tek það reyndar fram að ég er ekki áskrifandi að pappírsútgáfu moggans. Vonandi mun það halda áfram á svipuðum standard, til hamingju með afmælið mbl.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.11.2008 kl. 01:28

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, flottur er Mogginn orðinn, Eyþór. En ekkert minnistu á aðalfréttina í dag, sem ég blogga um hér: HRUN SJÁLFSTÆÐISFLOKKS: niður í 22,3%.

Jón Valur Jensson, 2.11.2008 kl. 05:14

6 identicon

Já, þú ert ánægður með Moggann. Enda tregðast hann við og reynir að sparsla upp í götin, en yfirbyggingin lekur of  mikið og kafbáturinn sekkur brátt. Við vitum hvað er í gangi. Það vita allir hvað gerist því það vita allir hvað gerðist. Ætlar þú að gera eitthvað eða ferð þú sömu leið? Endar þú í sögubókum sem skúrkur eða sem raunverulega FRJÁLS einstaklingur með eigin skoðanir? Hjálpaðu Íslandi, fórnaðu blindu trúnni. Stattu upp!

Stöndum saman! Göngum lengra! Spörkum á móti!

Varstu pönkari eða ertu pönkari? 

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 05:25

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ekki rétt hjá Jóni Val þetta er á heilum 2 siðum allt um skoðunarkannanir///Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.11.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband