CCP - EVE online

Það er virkilega ánægjulegt að sjá hvað EVE Online er orðin stór leikur - jú og stórt samfélag. Nú í kreppunni er útlit fyrir 50m USD tekjur á næsta ári. Sprotinn er orðin stór eik.

Margir þeir sem stóðu að stofnun CCP komu frá OZ. Sumar hugmyndir CCP í EVE Online skyldar sumum pælingum OZ eins og "spacechat" avatarar og fleira. OZ fór til Kanada en skyldi eftir sig nokkra sprota. Nú er einn þeirra sprunginn út sem aldrei fyrr. Bankabólan gerði rekstur CCP erfiðari vegna hárrar krónu og launaskriðs. Nú er samkeppnisstaða CCP betri en fyrr og sennilega meiri líkur en áður á að fyrirtækið verði áfram á Íslandi.

Veitir ekki af ljósum punktum í myrkrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband