8.11.2008 | 08:47
Aðhald í rekstri - lægri laun okkar bæjarfulltrúa
Sveitarfélögin hafa ekki náð að safna sjóðum í góðærinu. Í sumum tilfellum er það vegna þess að þar er fólksfækkun eða erfiðar aðstæður. En í mörgum tilfellum hefur verið farið í aukin útgjöld samhliða góðæristekjum. Skuldsetning sveitarfélaga hefur verið mikil og nær undantekningalaust hafa fjárfestingar verið fjármagnaðar með lántökum.
D-listinn í Árborg (sem hefur 4 fulltrúa af 9) hefur lagt fram sparnaðartillögur sem snúa sérstaklega að rekstri og óþörfum fjárfestingum. Má hér nefna tillögur um að lækka laun okkar bæjarfulltrúanna um 25%, lækkun nefndarlauna um 20% og að bæjarstjóri verði eingöngu á bæjarstjóralaunum en ekki með bæjarfulltrúalaun að auki. Vonandi næst samstaða um þessar tillögur.
Það er erfitt að biðja íbúana að axla þyngri álögur á sama tíma á krepputímum. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að lækka rekstrarkostnað og byrja á stjórnsýslunni sjálfri.
Þyngri álögur á íbúa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 860689
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Það væri fróðlegt að vita hvaða upphæð er verið að leggja til að lækka um 25 %. Veit að í sumum sveitarfélögum eru launin það lá að ef eru lækkuð fæst enginn til að sinna þessu
Bjarnveig Ingvadóttir, 8.11.2008 kl. 09:14
Kostnaður vegna bæjarráðs, bæjarstjórnar og bæjarstjóra var um 57 milljónir í Árborg á síðasta ári. Bæjarfulltrúar eru 9.
Eyþór Laxdal Arnalds, 8.11.2008 kl. 09:55
Mér finnst það sýna gott fordæmi að lækka laun bæjarfulltrúa, það eru margir í þjóðfélaginu að taka á sig launalækkanir, svo þeir hreinlega missa ekki vinnuna. Það eiga allir að taka á sig ábyrgð, ekki bara hinn almenni Jón og Gunna.
Garpur76, 8.11.2008 kl. 10:46
það voruallir á þessu jet-flugi - bara sjálfsagt mál að lækki þessi ansk laun og margan kostnaðarliðinn - ég spyr hver fann út að bæjarstjóri þyrfti að vera með eina milljón í laun á mánuði og bæjarfulltrúar á ofurlaunum fyrir fundarsetu ofl - afi minn var í Hreppsnefnd vestur á Nesi í gamla daga þá fóru þeir út með skóflurnar til að fylla í holurnar - hvar er hugsjóninn ?
Jón Snæbjörnsson, 8.11.2008 kl. 11:43
Ég tek undir það að það er gott fordæmi hjá Árborg að lækka laun við bæjarfulltrúa. Allir verða að sitja við sama borð. Áfram Árborg!!!
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 12:06
Sæll Eyþór það er ekki auðvelt fyrir venjulegan launa mann að starfa í sveitastjórn því að allir fundir eru á vinnutíma og þá þurfa þeir að taka sér launalaust frí til þessa starfa. Til að lýðræði sé nú virt myndi ég leggja til að allir bæjastjórnarmenn og bæjarráðsmenn fengju greitt það tekju tap sem verður við þessi störf það er ekki eðlilegt að séu menn og konur kosnar í þessar stjórnir sé um leið farið í vasa þeirra. Mér fyrst alveg nóg að þeir gefi annan tíma sem fer í þessi mál sem falla utan vinnu. þá á einnig að greiða þann kostnað sem fellur til vegna funda utan sveitafélagsins þá meina ég ferðakostnað nú veit ég ekki hvernig þetta er en ég er ánægður með að fólk færst til þess að sinna þessum störfum og tel eðlilegt að ég þurfi að greiða fyrir það. Verði ekki greitt fyrir þessa vinnu þannig að fólk borgi með sér þá fáum við engan til að sinna þessari vinnu. Það er slæmt lýðræði og býður hættunni heim .
Þeir einir sem halda launum á meðan þeir sitja fundi geta þá tekið að sér að sitja í bæjarstjórn. Nefndar laun getur lotið öðru reglum vegna þess að nefndir geta starfað utan vinnu tíma í flestum tilfellum.
Það er mín tillaga að greit sé launatap fyrir þessa vinnu það gæti leitt til þess að menn fengju mismikið eftir launum þerra. Kannski ekki gott en svona er lýðræðið kostar sitt.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 8.11.2008 kl. 12:45
Eyþór...fyrir það fyrsta er það algjörlega útí hött að bæjarstjóri sé líka á bæjarfulltrúalaunum. Er ekki nóg fyrir hann að vera á bæjarstjóralaunum? Svo geta bæjarfulltrúar lækkað launin um 15-20%, og sleppt því að taka laun fyrir nefndarsetu. Miðað við kreppuástand, er þá ekki hægt að fækka bæjarfulltrúum um 2? Verða þeir að vera 9..á Selfossi? Ef ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð, ættu hún að vera launalaus næstu 24 mánuðina. Geta farið út að borða í mæðrastyrksnefnd. Eyþór, þú ert í kolvitlausum flokk. D-listinn er að éta þjóðina upp til agna með græðgi og spillingu. Heyrst hefur að Davíð Odds. hóti því að stofna nýjan stjórnmálaflokk ef hann verði látinn fara úr bleðlabankanum. Er eitthvað til í því? Það vill auðvitað enginn núlifandi íslendingur sjá manninn á lífi.
sterlends, 8.11.2008 kl. 12:45
Jón Ólafur....af hverju er þetta svona flókið hjá þér? Ef það hefur farið fram hjá þér þá skal ég benda þér á eitt....það er ekkert lýðræði á Íslandi. Það eru einmitt svona fólk með hugsanir eins og þú, sem eru að knésetja landið. Þú vilt semsagt að þegar fer að sjást til sólar í efnahagsmálum þjóðarinnar, þá megi allir sem hafi verið í embættisstörfum senda feitann bakreikning á sveitarfélögin og þar með á alla íslendinga, vegna launataps!! Ísland þarf ekki á fólki eins og þér að halda
sterlends, 8.11.2008 kl. 12:54
Þú er kanski á því að bæjastjórn sé kostuð af Baugi eða öðrum stórfyrirtækjum.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 8.11.2008 kl. 13:20
Áhugaverðar tilllögur hjá þér Eyþór, sem endurspegla það sem mætir okkur á næstu misserum. Jón Vilhjálmssson nefndarmaður framsóknar skilur ekki hvaðan peningarnir koma fremur en aðrir framsókanrmenn er hafa verið manna duglegastir að pota flokksmönnum sínum í ráð, nefndir, og stjórnunarstöður hjá því opinbera á undangegnum árum. Nú þarf að hreinsa út úr framsóknarfjósinnu.
Það er einungis eitt er þvælist svolítið fyrir mér, það er ráðning ykkar á bæjarstjóra í stjórnartíð ykkar, en það er eins og mig mynni að laun hans hafi verulega hærri en núverandi bæjarstjóra.
haraldurhar, 8.11.2008 kl. 14:09
Sæll HaraldurHar. Stefanía Katrín var ráðinn bæjarstjóri af D og B lista en fékk bara að gegna því starfi í 6 mánuði. Hennar laun voru síst hærri en núverandi bæjarstjóra þar sem hún var ekki líka bæjarfulltrúi. Bifreiðakostnaður var hins vegar hærri enda var Stefanía ekki búsett á Selfossi.
Eyþór Laxdal Arnalds, 8.11.2008 kl. 20:22
Ég hef alls ekkert á móti sparnaði hjá hinu opinbera, en ef þetta á að skapa eitthvað fordæmi til þess að lækka laun opinberra starfsmanna, þá segi ég nei takk!
Við opinberir starfsmenn tókum ekki þátt í þenslunni og launaskriðinu, sem meirihluti þjóðarinnar var þáttakandi í undanfarin ár og því er alls enga fitu að skera!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.11.2008 kl. 20:51
Athyglivert að kostnaður vegna bæjarráðs, bæjarstjórnar og bæjarstjóra var um 57 milljónir í Árborg á síðasta ári. Var ekki ágæt fyrrum bæjarstýra Árborgarhrepps ráðinn fyrir um 1.200.000 á mánuði. Hún var á biðlaunum í 12 mánuði ekki satt. Það eru þá 14.4 milljónir árið eftir að hafa unnið í 6 mánuði fyrir ykkur. Þetta eru 25%. Skrýtið?
Njörður Helgason, 8.11.2008 kl. 22:48
Er það fullt starf að vera bæjarfulltrúi? Ef ekki, ættu þeir ekki að vera á fullum launum.
Theódór Norðkvist, 8.11.2008 kl. 23:37
Sæll Eyþór.
Já betra er að hafa það sem sannara reynist. Eg biðst afsökunar á ummælum mínum í garð ykkar fulltrúa sjálfstæðisflokksins, er ég fór með rangfærslu á ráðningarkjörum bæjarstjóra.
Mér til afsökunar er það að ég ruglaðist á bæjarfélögum er lækkuðu laun bæjarstjóra við skipi, sem var víst raunin í Grindavík, en ekki Árborg.
Endurtek þó það að þú og aðrir bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins, eigið hrós skilið fyrir að koma með vitrænar tilllögur í launamálum nú á þessum síðustu og verstu tímum.
haraldurhar, 9.11.2008 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.