10.11.2008 | 23:11
Einhliða upptaka annars gjaldmiðils
Hugmyndir um að taka upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar hafa fengið aukinn hljómgrunn síðustu daga. Tafir á láni IMF hefur virkað illa á fólk enda er þrálátur orðrómur um að Bretar hafi fengið stuðning ESB við að tefja lánið. Illt er ef satt reynist.
Þá hafa menn bent á að upptaka evru geti farið fram einhliða með uppkaupum á íslenskum krónum. Þetta hefur verið gert hjá mörgum smáríkjum. Í kvöld voru hagfræðingarnir Geir Zoega og Ólafur Ísleifsson og voru þeir báðir á því að evran væri til mikillla bóta en voru með efasemdir um evru án ESB ekki síst þar sem ESB gæti mislíkað þetta. Ekki er gott ef ESB reynist helsti Þrándur í Götu evrunnar á Íslandi.
Þá er spurningin um aðra gjaldmiðla. VG hafa viljað norska krónu en fyrir utan frændsemi Norðmanna má segja að þar sé auðlindaþjóð í nágrenni okkar og því rök fyrir því að taka upp þennan gjaldmiðil. Gallinn er hins vegar sá að norska krónan er lítil og við þá orðin ansi nátengd og háð norska hagkerfinu.
Þá er það svissneski frankinn og bandaríkjadalurinn. Báðar myntirnar eru virtar en ég þekki ekki hvernig myndi ganga að taka upp CHF. Hitt er annað mál að USD hefur verið notuð víða sem mynt án þess að ríki séu skyldug til að ganga í USA.
Þessi umræða er góð og vonandi verður hún gagnleg. Áhættan við krónuflotið er mikil. En ekki er síður uggvænlegt að finna hve lánveitingar til okkar Íslendinga ganga hægt. Við erum komin með lánsloforð frá Norðmönnum, Færeyingum og Pólverjum fyrir 1 milljarði USD. Ef ég man rétt voru skuldir Exista um 8 milljarðar USD um síðustu áramót. Það er því þörf á góðum hugmyndum.
Góð ráð eru dýr. Eða að minnsta kosti dýrmæt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 11.11.2008 kl. 23:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 860799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Sæll Eyþór. Mig langaði bara að benda á stórgóða grein hjá honum Hjalta vini mínum um hvernig málum er háttað, hvað olli þessu og hvernig þetta lýtur út fyrir okkur sem búum erlendis. Geysilega vel skrifuð grein, án alls flúrs og ásakana. Njóttu vel.
http://marginalutility.spaces.live.com/blog/
Heimir Tómasson, 10.11.2008 kl. 23:32
Þetta er eina leiðin út fyrir okkur Eyþór. Ég er búinn að skoða þetta frá öllum hliðum og fæ ekki séð annað. Við verðum að losna við kverkatak IMF og þessarar klíku Evrópusambandsþjóða, sem ekki eru að hugsa um sparireikninga, heldur komast yfir eignir bankanna hér fyrir slikk og þar með ráða öllu. Eignasöfnin innihalda hreinlega fjöreggið og sjálfstæðið. Það er ekkert flóknara en það.
Ætlunin með lánunum er ekki að borga þessar skuldbindingar heldur til að byggja upp gjaldeyrissjóð til að fleyta mannorðslausri og vonlausri krónu. Það mun ekki heppnast og mun verða hér fjármagnsflótti upp á 500 milljarða á fyrsta degi. Það þýðir endanlegt gjaldþrot og þá verða engir valkostir. Ekki einu sinni myntskiptingarleiðin. Þá getum við þessvegna sett fána Exxon eða álíka skrímsla við hún á alþingishúsinu og lögreglan mun skaffa stigann.
Að við munum ergja einhverjar bandalagsþjóðir eru fáránlegar úrtölur. Auðvitað munum við gera það af því að þeir verða af hnossinu. Daniel Gros er maður sem veit hvað hann er að segja og hann er ekki að segja þetta út í loftið. Hann stýrði aðgerðum í Svartfjallalandi og telur þetta sambærilegt og gerlegt.
Það sem menn geta svo þráttað um, er hvaða mynt er til umræðu. Svissnenski frankinn er að mér skilst ekki inni i myndinni en Norska krónan er það og að segja hagkerfi norðmanna of lítið fyrir okkar 300 þús. manna samfélag er hlálegt. Þeir sem vilja spila í stóra salnum geta það áfram og þá án þess að veðsetja landið fjandans til. Þeir velja bara það umhverfi sem hentar stærð og markmiðum. ´
Evran er fýsilegur kostur og gefur okkur reynslutíma að höndla á þeim markaði. Þegar svo kemur að því að ræða inngöngu í bandalagið, þá verður að vega það og meta á sömu forsendum og við höfum hingað til gert. Hvað þurfum við að láta af hendi í staðinn? Ef það er óásættanlegt og samningar nást ekki og samstaða, þá er það einfaldlega út úr myndinni. Það er langur langur vegur í að við uppfyllum skilyrði Maastricht, svo menn geta alveg andað rólega.
Dollarinn er algerlega út úr myndinni og bendi ég t.d. á Jim Rogers og Peter Schiff. (við þekkjum Rogers af ferðum hans á gula ofurbenzinum sínum hér fyrir nokkrum árum) Hann er á leið fjandans til og líklega munu verða myntskipti í US fyrir lok kjörtímabils Obama. Það stendur fyrir stofnun Efnahagsbandalags Norður Ameríku og upptaka Amero gjaldmiðilsins og bendi ég á Ron Paul því til fulltyngis. Semsagt, dollarinn er púðurtunna sem forðast ber. Allir þessir menn hafa spáð um þetta hrun af mikilli nákvæmni um áraskeið.
Myntleiðin er eina leiðin og ber að fara í að kanna hana strax. Alþingismenn eiga að leggja allt til hliðar og knýja á um þetta eða það verður að fjarlægja þá manualt. Framtíð lands og sjálfstæðis er í húfi. Ég botna ekki í að menn skuli enn vera að mögla þetta. Nú er tími aðgerða. Það er komið nóg af þessu egósentríska moldviðri.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 23:44
Eignir bankanna eru um 283% af landsframleiðslu. Þú ættir því að sjá hvað það þýðir að erlendir hagsmunaaðilar komist hér inn með klærnar og hrifsi þetta til sín fyrir smámynt. Ef það er ekki mönnum ljóst, þá bendi ég þeim á að tala við hlutlausa hagspekinga. Þess vegna verðum við að koma okkur út úr ferli alþjóða gjldeyrissjóðsins. Annars heyrum við sögunni til. Þetta er ekki upphrópun bölsýnismanns heldur eru þetta staðfestar tölur á blaði. Ég er bjartsýnismaður og trúi því að þegar menn nenna að skoða staðreyndir málsins eða ná að anda í bréfpoka til að ná nægilegri ró til að meðtaka þær, þá muni þeir akta hratt og örugglega.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 23:56
"Þetta hefur verið gert hjá mörgum smáríkjum" segir þú. Kannski rétt, en ekki með evruna. Ég fór að rýna í þetta og setti afraksturinn í smá samantekt og gerði að mínu fyrsta bloggi. Spurning með andstöðu ESB.
En það er ekki hægt að dæma neinn möguleika úr leik þó hann hafi aldrei verið nýttur áður, þá væri Everest enn óklifinn. Á neyðartímum verða menn að skoða alla kosti með opnum hug.
Svo er hressandi að fá komment frá Jóni Steinari, sér í lagi þegar hann kemst á IMF-flug. Ég er nokkuð viss um að hann hafi mikið til síns máls í þeim efnum. Því miður.
Haraldur Hansson, 11.11.2008 kl. 00:56
Jæja, það er ein leið fær, ég byrjaði að blogga um þetta í gær. Panama er svo sem hagkerfi sem er erfitt að taka sneiðmynd af og heimfæra upp á Íslendinga.
En þeir tóku upp dollar einhliða, tóku af allt eftirlit með bönkum og hættu alfarið að skatta þá. Á einu ári fylltist landið af bönkum. Þar er enginn Seðlabanki og treysta þeir alfarið á gríðarlegt fjármagnsstreymi í gegn um landið. Hagtölurnar eru lygilegar.
Vandamálið með Noriega og allt það má rekja til nálægðar við Kólumbíu en Panama er oft kallað "Litla Kólumbía".
Hér er ein grein um efnahagsmál í Panama Panama has no Central Bank athyglisvert.
sandkassi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 01:11
Það er vert að nefna í þessu samhengi Gunnar að Seðlabanki Íslands var ekki stofnaður fyrr en árið 1961 og gengdi aðallega því hlutverki að fella gengið í stórum skrefum til að byrja með. Hann var raunar ekkert annað en skúffa í fjármálaráðuneytinu fram á áttunda áratuginn en hefur vaxið í skrímsli með alræðisvald. Kannski má hugsa sér einhvern meðalveg þarna.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 02:48
Eins og stefnir þá þarf ekki skrifstofubákn til að reka fjármál ríkisins. Einn náungi í hlutastarfi með fjármunina bréfpoka gæti séð um þetta.
Heimir Tómasson, 11.11.2008 kl. 03:01
já strákar þetta horfir svo sannarlega ekki vel. Jón, jú meðalvegur væri málið og Panama aðferðin engan vegin fær þótt hún sé mjög athyglisverð. Þeir eru sem sagt með sannkallað anarkist bankakerfi sem borgar ekki skatta. Síðan taka þeir við alls kyns draslaralýð til búsetu þar samanber stríðsglæpamenn og ells kyns lýður fyrir rétta upphæð.
Þegar ég var þarna þá börðust kólumbískar og Panamískar glæpaklíkur með vélbyssum á götum úti á kvöldin fyrir utan hótelið hjá mér. Í bönkum stóðu hermenn með vélbyssur og útveggirnir virtust vera úr meters þykku stáli.
Maður var ekkert alltof rólegur í tíðinni inn í banka að skipta ferðatékkum-:). Eftir nokkra daga var mér alveg hætt að lítast á þetta og lét flýta brottför minni um eina viku. Þá var þrefalt vegabréfatékk út úr landinu en varla að það væri lytið á passann á leiðinni inn í landið. Aldrei kynnst öðru eins.
Þarna búa 3 milljónir held ég og félagsleg þjónusta líklega í lágmarki. Annað er að það ber að taka hagtölur frá þessum löndum með algjörum fyrirvara því hagkerfið er þarna (eins og í Mexíkó) þrefalt.
Þar er hið venjulega hagkerfi sem við þekkjum meða alls kyns rekstri olíuiðnaðar og þjónustu og félagslegu kerfi, skólarekstri heilsugæslu ect. Síðan er svarta hagkerfið sem er gríðarlega stór hluti landsins og þar borgar fólk ekki skatta eða opinber gjöld en nýtur allavega að nafninu til opiberar þjónustu. Hægt er að kýla svörtu fjármagni inn í hagkerfið eftir ýmsum leiðum þannig að hagtölur eru fremur ómarktækar yfirhöfuð.
Síðan eru þær hagtölur sem birtar eru Hvíta Húsinu og þær eru frekar ómarktækar hvað varðar efnahag þjóðarinnar. Það eru samt þeir specar sem við fáum hingað.
Panama er eitthvað álíka dæmi geri ég ráð fyrir og er eins konar peningaþvottastöð bara.
Þetta er heillandi samt-:). Eitt er samt að ég held ekki vitlaus pæling sem væri að rýmka verulega umhverfið hér fyrir bankastarfssemi hér á fá inn fullt af erlendum bönkum, hafa algjöra leynd yfir þeim og hafa einhverjar tekjur af starfseminni fyrir ríkið, en hóflegar og fá frekar fleiri banka.
"In 1971 the government passed a banking law that allowed for a very liberal and open banking system, without any government agency of consolidated banking supervision, and confirmed that no taxes could be exacted from interest or transactions generated in the financial system. The number of banks jumped from 23 in 1970 to 125 in 1983, most of them being international banks. The banking law promoted international lending, and because Panama has a territorial tax system, profits from loans or transactions made offshore are tax free."
sandkassi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 03:48
Ekki hef ég mælt panama bót eða rýrt nauðsyn ríkisrekinnar kjölfestu í fjármálum. Tel það absolútt. Það er athyglisvert að sjá að meira að segja Björn Bjarnason ver þessa hugmynd um einhliða upptöku í pisli sínum. Sjá hér. Er þá eitthvað til fyrirstöðu? Er flokkurinn að hugleiða þessa leið í alvöru?
Saga þín er samt fræðandi og athyglisverð. Hér verður auðvitað að setja fyrir að erlendir bankar komi inn á meðan allt er í sárum og jafnvel gera það að prinsippi eins og verið hefur.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 05:01
Sæll Eyþór,
ég verð að viðurkenna að ég er skíthrædd við IMF og það að fleita krónunni. Ef þetta mistekst erum við búin að vera. Hins vegar þurfum við gjaldmiðil og það STRAX. Meðferðin sem ESB löndin hafa beitt okkur þar með talið Svíþjóð er alveg með ólíkindum og ekki til þess fallið að manni langi í samkurl með þessum löndum í bráð. Norska krónan er ágæt fyrir okkur og hagkerfið þar er ekkert of lítið. Alla vega ekki nú og Noregi gengur ágætlega með það hagkerfi. Af hverju ætti okkur þá ekki að gera það við eru 300.000 manna eyja úti í ballarhafi
Vilborg G. Hansen, 11.11.2008 kl. 08:17
ég er búinn að hafa það á tilfinninguni í svolítinn tíma að ESB sé að skapa hluta af þessum þrýstingi sem er óneitanlega verið að beita okkur.
Bretar eru bara að keyra okkur í þrot. Það held ég að hafi verið meiningin hjá þeim frá byrjun og ná hér eignum og völdum í framhaldi.
Hollendingar aftur á móti beita sér innan ESB.
Hagsmunir kröfuhafa eru töluverðir og vilja þeir nú eignast bankana. Hér verða erlendir menn þá komnir með puttana í auðlyndirnar, kvótamál og fleira.
Ég hef alltaf sagt að við ættum ekki að semja við IMF eða einn eða neinn. Sendum útrásarsprelligosana með DHL ásamt eignasöfnum þeirra "erlendum" sem greiðslu á þeirra skuldum.
sandkassi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:03
Skifti yfir í Evru væri góður kostur ef ríkið gæti staðið undir því. Er einhver hér sem telur að ríkið gæti borgað ríkisskuldabréf í Evrum? Þetta er góð hugmynd en um það bil 10 mánuðum of seint úti. Skuldafenið er svo gríðarlegt að það mun væntanlega reynast nauðsinlegt að þjóðnýta allar hellstu eignir auðmanna á Íslandi ef á að vera hægt að greiða þetta aftur án þess að samfélagið hrynji og Íslendingar leggist í landflótta.
Héðinn Björnsson, 11.11.2008 kl. 09:35
Þú sérð ekki alveg samhengið Héðinn. Allavega finnst mér það. Ef við tökum IMF, þá munum við bæta 6 milljörðum dollara við súpuna og ekkert hafa upp úr því en gjaldþrot. Ef við förum hina leiðina, þá getum við skuldbreytt þessum ábyrgðum og keypt tíma til að laga þetta. Okkur standa til boða erlend lán, sem færu í að jafna þessar skuldbindingar í stað þess að henda þeim á eftir krónunni. Það er lykilmálið hér. Þá ná þessir krimmar heldur ekki bönkunum eins og þeir eru að reyna í skjóli þvinganna og spillingar í IMF. Ég er að segja þér að einhliða upptaka er möguleg og Daniel Gros fullyrðir það og varar við IMF. Hann veit hvað hann er að segja og þekkir íslenska stöðu út og inn.
Það er jafnvel möguleiki á að flytja viðkvæmustu eignir yfir í KÞ úr LB upp í millibankaskuldbindingar og jafnvel vafasamari loftfimleika og setja svo LB á hausinn. Bless IceSave. Annars tel ég slíkt ekki gott. Það hefur líka ekki alveg skýrst hvar þessir IceSave peningar lentu.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 09:54
já ég er sammála, ég held að andstæðingar dollars verði að fara að hugleiða málið aðeins betur. Mjög mikið af viðskiptum Íslendinga fara fram í dollar og er það því alls ekki galin hugmynd. Meira að segja bara mjög góð hugmynd.
sandkassi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:10
Þessi umræða er mjög mikilvæg og góð. Fordómalaus umræða laus við kreddur er lífsnauðsynleg fyrir okkur á þessari stundu. Það versta er ef foringjar flokkanna fara í keppni um "sinn gjaldmiðil"
Eyþór Laxdal Arnalds, 11.11.2008 kl. 12:10
hvernig væri að láta reyna á Íslensku krónuna? svona í fyrsta skipta þegar við erum ekki að falsa gengi hennar með erlendum lánum og hún mun ráðast af verðmætiútflutnings en ekki áhættufjárfestingum?
bara svona að benda á það að við höfum aldrei reynt það. öll ráð sem reynd eru í dag miðast við að reyna að halda áhættufjárfestum í landinu. afhverju? afhverju að byggja hagkerfið á áhættufjárfestingum?
Fannar frá Rifi, 11.11.2008 kl. 12:28
Það var veriða að ráða Kristján Kristjánsson frá Latabæ í stjórnarráðið. Mig grunar að þeir hyggi á að taka upp Lató hagkefið.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 13:16
Gunnar: Smelltu á linkana á fyrsta kommentinu mínu og kíktu svo á stöðu dollarsins og þær rústir sem Greenspan og Bernanke eru búnir að gera úr honum. Það er hreinlega ogf mikil áhætta að hugsa um hann núna. Það er of lítill tími til stefnu og ekkert útséð um þróun þessara mála í us. Líklegast er að þar fari ver en hitt.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 13:18
ég ætla að komast í það á eftir, þá er ekki öll vitleysan eins
sandkassi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:39
Eyþór, mér heyrist eins og að það sé að snúast almannarómur. Fólk virðist loksins vera að byrja að skilja að við fáum enga Evru neitt fyrr en eftir einhver ár eftir hefðbundnum leiðum.
Menn eru búnir að hafa rangt við í þessu og koma illa fram með einhverju yfirklóri við almenning í máli sem er gríðarlega þýðingarmikið.
Samfylkingarfólk verður að láta af þessari afstöðu sinni, því þetta er bara ekki lengur fyndið. Það er ábyrgðarhluti hjá þessu fólki að sýna kjósendum sýnum heilindi.
Í því fels m.a. að vanda til upplýsingagjafar og þeirrar ráðgjafar sem flokkurinn veitir kjósendum sínum dagsdaglega.
Nú eftir nokkur kvöld af hagfræði í Kastljósi undanfarna daga er almannarómur að taka u beygju þar sem að loksins er verið að segja almenningi sannleikann af óháðum aðilum.
Það var orðið löngu tímabært.
sandkassi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:44
þetta er í pípunum held ég, fólk er að sjá ljósið í þessu.
sandkassi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:13
Nú þarf að taka meiri hagsmuni fram yfir meiri.
Spurningin er hvaða gjaldmiðil? ESB virðist vera einbeitt í að setja okkur stólinn fyrir dyrnar.
Eyþór Laxdal Arnalds, 11.11.2008 kl. 21:31
þótt Panama sé gríðarlega afstætt þá væri mjög áhugavert að fara í viðræður við Bandaríkjamenn um dollar. Ég held að það hafi ekki verið reynt til hlítar.
sandkassi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 21:37
Ef það á að far í einhliða upptöku gjaldmiðils þarf ekki að semja við einn eða nein því það er jú einhliða. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að í þá komi ekkert til greina annað en US dollar einfaldlega vegna þess að það er sennilega eini gjaldmiðill sem hægt er að taka upp einhliða án þess að baka sér óvild eiganda gjaldmiðilsins. þar fyrur utan er dollar 3 sinnum stæri í alþjóð viskiptum en evran sem hlítur að vera kostur. hérna er sma bútur um dollar á wiki.
http://en.wikipedia.org/wiki/Image:Percentage_of_global_currency.PNG
Guðmundur Jónsson, 11.11.2008 kl. 23:03
Þessar hugmyndir umeinhliða upptöku annars gjaldmiðils eru einfaldlega settar fram af mikilli vanvisku.
Gerir fólk sér ekki grein fyrir hversu lágt gjalderissjóðir landsmanna standa? Fyrir hvaða peninga ætlið þið að taka upp nýjan gjaldeyri?
Baldvin Jónsson, 11.11.2008 kl. 23:26
Hvað um jöklabréfin sem falla brátt í gjalddaga?
Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 23:53
Baldvin, Hagkerfið er ekki farið niður og það er mikil góð starfssemi í landinu. Á hvaða gengi nýr gjaldmiðill er tekin inn veltur ekki alfarið á núverandi stöðu krónunar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Eins er mikill kostur að sleppa við að gera tilraun til þess að rífa upp gengi krónunnar sem væri mjög áhættusöm aðgerð.
sandkassi (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:20
Við höfum vilyrði þjóða um lán, sem þá mundu ekki vera hent eftir krónunni heldur til að mæta gjaldeyrisþörf Skuldbreyta áföllnum skuldbindingum, losa bankana og mæta einhverju af þessu jöklabréfarusli. Nýr gjaldmiðill myndi vekja traut til frekari lána og samninga um þau í framtíðinni. Þetta hangir allt saman. Og enn og aftur varðandi dollarinn. Það er óðs manns æði í dag. Wikipedia er ekki heimild um raunverulega stöðu máls. Í guðs bænum kynnið ykkur málið, sem erðuð að agitera fyrir þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 02:17
13.11.2008
Samfylkingin hefur nú fengið þá niðurstöðu sem hún óskaði eftir í formi leynilegs "óbindandi lögfræðiálits" sem virðist mega útleggjast sem Gerðardómur ESB. Ef að álitið var ekki bindandi, af hverju birtist þá á sama tímapunkti lögfræðiálitið ásamt einróma niðurstöðu allra 27 aðildarríkjanna?
Á meðan löndin 27 komu sér saman um þessa viðbjóðslegu aðför að Íslensku þjóðinni settu þeir okkur undir þagnarskyldu meðal okkar eigin þegna.
Nú geta menn endanlega farið að átta sig á hverslags fyrirbæri Evrópusambandið er. Danmörk, Svíþjóð og Finnland fylgja eins og sauðir í þessum pakka algerlega viljalaus beitilönd með öllu.
Ef einhverntíma hefur verið morgunljóst að Ísland sé ekki Evrópuland þá er það á þessum degi.
Okkar helsta verkefni í dag er að taka upp aðildarviðræður við NFTA
sandkassi (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:52
Hér að neðan má finna nokkrar áhugaverðar en jafnframt óþægilegar staðreyndir um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem ríkisstjórn Íslands og Seðlabankinn leitar nú á náðir hjá.
Það er almennur misskilningur að IMF (Aljóða gjaldeyrissjóðurinn) sé góðgerðastofnun. Hinar svokölluðu "hjálparaðgerðir" IMF hafa á síðustu árum verið harðlega gagnrýndar um allan heim.
Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, starfaði sem framkvæmdastjóri IMF á árunum 1997-2000 en var svo rekinn úr starfi fyrir að tjá sig opinberlega um hinn "raunverulega árangur" IMF. Hann benti á þá staðreynd að flest ríki sem þiggja aðstoð IMF enda í mun verri stöðu en áður. Efnahagskerfin hrynja algjörlega, ríkisstjórnir splundrast og ríkisvaldið minnkar og oftar en ekki endar allt í hörðum átökum og glundroða. Fyrir það að benda á þessa alkunnu staðreynd var hann rekinn.
Það er staðreynd að ríki sem eru í efnahagslegum vandræðum þola sjaldan þau skilyrði sem IMF setur fyrir lánveitingum sínum. Hækkun skatta og harður niðurskurður í mennta- og heilbrigðiskerfum fer illa með fólk í viðkomandi löndum. Kröfur um opnun markaða eyðilegga alla innlenda framleiðslu og landbúnað. Strangar kröfur um einkavæðingu veita svo náðarhöggið því helstu nauðsynjar og þjónusta hækka upp úr öllu valdi.
Suður Ameríka er gott dæmi um þá hörmungarslóð sem IMF hefur skilið eftir sig. Mörg lönd þar hafa misst öll auðæfi sín í hendur erlendra einkaðila, aðallega bandarískra og breskra stórfyrirtækja sem kúga þegna landana með gríðarlegum hækkunum á t.d. gasi, olíu og jafnvel drykkjarvatni. Þar á meðal eru lönd eins og Argentína, Bólivía, Brazilía, Chile, Paraguay og El Salvador. Sömu sögu er að segja í Indónesíu og nokkrum Afríkuríkjum.
Eftir slíkar aðfarir er skiljanlegt að almenningur rísi upp með hörðum mótmælum og uppþotum gegn ríkisstjórnum landana, sem frá upphafi voru í vonlausri stöðu. Efnahagurinn hrynur aftur og landið þarf að afsala sér enn frekari réttindum og auðæfum til IMF.
Argentína er eitt ljótasta dæmið um þessa meðferð IMF. Þar varð á endanum efnahagslegt stórslys eftir aðkomu IMF og gjörsamlega allar auðlindir landsins voru seldar erlendum stórfyrirtækjum eins og British Petrolium og Enron. Jafnvel vatnsveitukerfin voru einkavædd og stór hluti höfuðborgarinnar Buenos Aires er án drykkjarvatns. Ekki nóg með að vatn sé nú dýrt, heldur er bara ekki hægt að skrúfa frá krananum.
Árið 2001 voru svo opinberuð mjög óþægileg skjöl fyrir IMF. Ónefndur aðilli lak viðkvæmum skjölum í hinn margverðlaunaða blaðamann og rithöfund Greg Palast, sem birti þau opinberlega í sjónvarpsviðtali og síðan á heimsíðu sinni www.gregpalast.com.
Þar kom fram að ofan á þær opinberu kröfur sem IMF hafði sett Argentínu og fleiri ríkjum settu þeir fram óopinberar og leynilegar kröfur sem alþjóða samfélagið fékk ekki að vita um. Að meðaltali voru þetta yfir hundrað leynikröfur á hvert ríki. Leiðtogum ríkjanna var stillt þannig upp við vegg að þeir urðu að láta undan og samþykkja allar kröfurnar. Þar á meðal voru kröfur um það hvaða erlendu risafyrirtæki fengju auðlindir þjóðanna svívirðilega langt undir raunvirði. Skjölin voru undirrituð af Jim Wolfensen, þáverandi framkvæmdarstjóra IMF. Í fyrstu neitaði bankinn tilvist skjalana en dró það til baka eftir að Greg Palast birti þær á síðunni sinni. Bankinn varð þá að viðurkenna tilvist skjalana en ákvað að tjá sig ekki frekar um málið opinberlega.
IMF er að því er virðist spillt stofnun að einhverju eða jafnvel öllu leyti.
Sú hugsun er í raun ekki svo langsótt þegar litið er til þeirrar staðreyndar að IMF er að 51% hlut í eigu United States Treasury.
Allir ofangreindir hlutir eru því miður staðreyndir.
Efasemdamönnum er velkomið að gera örlitla upplýsingaöflun á netinu, ekki þarf að leita lengra en www.wikipedia.com
En hefur Ísland eitthvað að óttast vegna væntanlegs láns frá IMF?
Ríkisstjórn Íslands hefur fullyrt það að kröfur IMF séu "ásættanlegar" og að íslenskt efnahagslíf sé sniðið að þörfum og kröfum IMF og þurfi ekkert að óttast. Það er von allra Íslendinga að svo sé en við skulum nú samt velta nokkrum hlutum fyrir okkur áður en við tökum þau orð góð og gild.
Ef litið er blákalt á stöðuna þá er Ísland komið í svo slæma stöðu að ekki virðist nein önnur útgönguleið en að leita á náðir IMF. En svo mikið er víst að þegar aðeins ein möguleg leið er sjáanleg úr mikilli krísu þá að sjálfsögðu virðist sú leið "ásættanleg" hver svo sem hún er.
Nú þegar IMF er kominn með hönd sína á íslensku reiðtygin, byrjar íslenski seðlabankinn að hækka stýrivexi upp í 18% sem mun án nokkurs efa veita mörgum fjölskyldum og fyrirtækjum náðarhöggið á þessum erfiðu tímum. Fjármálaspekingum um allan heim þykir þessi leikur Seðlabankans vægast sagt furðulegur þegar aðeins eru 10 dagar frá því stýrivextir voru lækkaðir niður í 12%. Seðlabankastjórnin virðist ekki vita í hvorn fótinn hún á að stíga.
Einnig er erfitt að líta fram hjá því að hækkun stýrivaxta hér á landi er algjörlega í andstæðu við þá verulegu lækkun stýrivaxta sem önnur lönd hafa ákveðið að nota gegn heimskreppunni.
En hvað er hægt að gera?
Er hægt að gera eitthvað meira en að vona það besta?
Auðvitað verðum við Íslendingar að trúa því og treysta að ráðamenn þjóðarinnar og Seðlabankinn séu að gera sitt besta á þessu erfiðu tímum. En við megum ekki gleyma því að þessir sömu aðillar sem nú fara ofan í saumana á íslenska efnahagshruninu og eru að setja saman björgunaraðgerðir fyrir þjóðina, eru þeir sömu og bera hvað stærsta ábyrgð á allri vitleysunni.
Nú verðum að standa upp og krefjast þess að þeir sem eigi hlut að máli axli ábyrgð. Krefjumst þess að gamla hugsunarhættinum verði skipt út fyrir nýjar hugsjónir, og fyrst og fremst verðum við að krefjast þess að allar upplýsingar um aðdraganda og eftirmála íslensku kreppunar verði dregnar fram í sviðsljósið.
Við eigum ekki að sætta okkur við það að þeir aðilar sem eru ábyrgir fyrir hruninu sitji nú við samningaborðið við spillta stofnun fyrir luktum dyrum og neiti að tjá sig um ákvæði samninga.
Afhverju taka samningaviðræður við IMF svo langan tíma og afhverju ríkir svo mikil leynd yfir þeim? Gæti það mögulega verið vegna þess að ráðþrota ríkisstjórn okkar eigi mjög erfitt með að kyngja þeim leynisamningum og valdbeitingu sem IMF beitir nú með miklum þunga?
Við verðum að gera ráðamönnum þjóðarinnar ljóst að okkur er ekki sama um þá álitshnekki sem þjóðin hefur orðið fyrir og að aldrei muni það viðgangast að auðæfi og stolt þjóðarinnar verði hrifsuð burt.
Íslendingar stöndum ekki aðgerðalausir né lítum niður á þá sem mótmæla. Tölum ekki gegn þeim sem hylla raunverulegt lýðræði.
Okkur Íslendingum ber skilda að standa saman og láta í okkur heyra.
Mætum næstu laugardaga niður á Austurvöll kl 15:00 og látum rödd fólksins óma til yfirvalda.
…höfundur er óflokksbundinn og stoltur Íslendingur.
Arnar Fells Gunnarsson
Ása (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:40
Sæll frændi minn.
Líst ekkert á neitt sem viðkemur ESB. Ýmsar aðrar hugmyndir svo sem 1. Norska krónan, 2. Svissneski frankinn eða 3. Bandaríkjadalurinn er að mínu mati betri hugmyndir.
Nú við höfum heldur betur séð að þjóðir í Evrópu hafa ekki sýnt okkur vináttu nú á ögurstund heldur hafa sumar af þessum þjóðum komið illa fram við okkur og kallað okkur ljótum nöfnum og sett okkur á lista með glæpamönnum.
Bretar eru búnir að gleyma því þegar Íslendingar sigldu með fisk til þeirra í Seinni heimstyrjöldinni og þá misstum við marga í hafið. við vorum ekki í stríði en hlutfall þeirra sem við misstum var stórt miðað við hjá þeim sem voru í stríði.
Mér finnst að við eigum að fara í mál við Breta og eins eigum við ekki að borga skuldir sem fáeinir menn eiga.
Flott hjá Ásu Grétu að birta bréf Arnars Fells Gunnarssonar.
Ég trúi því að Guð muni snúa við högum okkar. Þetta lagast og það kemur betri tíð með blóm í haga.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:13
Við hefðum kannski efni á þessu ef við færum yfir í Evru á fáránlega lágu gengi (1 á móti 500, 1 á móti 1000), en annars er hætt við að ríkisskuldabréf og aðrar skuldir myndu reynast þjóðarbúinu ofviða. Það eina sem kemur í veg fyrir gjaldþrot ríkisins er geta þess til að prennta peninga án innistæðna svo án prentunarmöguleika er varla mikill séns á að halda okkur á floti. Kannski er betra að horfast í augu við ríkisgjaldþrotið en gjaldeyrishaftastefna hugnast mér persónulega betur. Enda er ég líka frekar huglaus í peningamálum og lýst illa á að taka svo afdrifaríkar ákvarðanir með jafn lítið af upplýsingum og við búum yfir um stöðu mála.
Héðinn Björnsson, 14.11.2008 kl. 16:34
Enn og aftur fer umræðan á villigötur. Það er algerlega kristaltært að;
1. Við erum ekki að ganga í ESB og taka upp evru á næstunni (a.m.k. 2-3 ár varðandi ESB og önnur 7-10 ár varðandi evru).
2. Við erum ekki að taka einhliða upp evru á næstu vikum, mánuðum eða árum því það myndi einfaldlega þýða áhlaup á bankakerfið þar sem allir myndu skipta úr krónum yfir í evrur. Evrur sem við gætum ekki útvegað.
3. Við erum ekki að fara að taka einhliða upp USD á næstum vikum, mánuðum eða árum þvi það myndi einfaldlega þýða áhlaup á bankakerfið þar sem allir myndu skipta úr krónum yfir í dollara. Dollara sem við gætum ekki útvegað.
Það sem við aftur á móti erum að fara gera er þetta.
Krónan verður sett á flot. Hún mun falla hratt. Vonandi mun Seðlabankinn EKKI reyna að verja hana falli eins og fyrrum Chicago prófessorinn Robert Z. Aliber segir. Það væri glapræði og lánið frá IMF og öðrum þjóðum myndi gufa upp á nokkrum dögum.
Nei, skynsamlegast væri sennilega eins og Mr. Aliber segir að taka ekkert lán og bíta á jaxlinn. En það verður líklega ekki. Við erum orðin vön svo góðu. Fórum á hausinn vegna óhóflegrar lántöku. Ætlum að redda okkur með nýju láni.
Skásta leiðin er því að taka peningana að láni en læsa þá inni. Nóg að vita af þeim en nota ekki. Það gæti fælt braskara frá þegar krónan fer á flot.
Þegar krónan fer á flot og hún verður EKKI varin með þessum peningum þá veikist hún timabundið mjög hratt (vonandi ekki en líklega). Það þýðir að erlendir fjárfestar geta ekki farið út strax. Það er gott. Ef við aftur á móti tækjum einhliða upp evru eða dollar þá gætu þeir farið út strax.
Þetta mun stoppa innflutning (Það verður vont í ákveðinn tíma) og auka verðmæti útflutnings (það verður gott). Það ferli er reyndar þegar hafið. Það styrkir krónuna til lengri tíma.
Ég get nefnt ágætt dæmi um að krónan er farin að hjarna við. Þegar bankakerfið hrundi í byrjun vikunnar þá fór DKK gagnvart krónu í 30-35 krónur úti í Danmörku. Og nokkrum dögum seinna mátti heyra staðfest dæmi t.d. að ef borgað var með dönskum krítarkortum hér á landi var DKK á 40-47 krónur.
Síðasta föstudag fékk ég tölvupóst frá Danske Bank sjálfum þar sem staðfest var að dönsk króna fengist fyrir 22,8 íslenskar. Þetta er 50% styrking frá því verst var.
En þegar þessu ferlið er lokið þá er hægt að fara að viðra hugmyndir um upptöku evru þó ég sé ekki endilega sannfærður um þá leið. En allt í lagi að skoða málið. En þá er mikilvægt að hafa í huga að það VERÐUR að ganga í ESB áður en evra er tekin upp. Því verður ekki breytt. Annað er óskhyggja og fellur undir svokallaða hókus pókus lausn.
Og þá bið ég bara um eitt. Ekki verði notuð hin hefðbundna íslenska aðferð við ákvörðunartöku eins og ég lýsi á blogginu mínu í þessari færslu.
http://egill.blog.is/blog/egill/entry/712295/
Kveðja
Egill
Egill Jóhannsson, 16.11.2008 kl. 01:53
Langar að benda á þetta.
Dollarinn er óeðlilega sterkur um þessar mundir. Hráefni og aðrar fjárfestingar sem mann hafa þurft að selja nýlega í stórum stíl eru oftast verðlagðar í dollurum og það hefur skapað gervi eftirspurn. Menn leggja svo þessum dollurum tímabundið í ríkisskuldabréfum. Ég tel að dollarinn falli verulega þegar ástandið verður eðlilegra. Ef Norski seðlabankinn gæfi Íslandi aðgang þá væri það miklu betri kostur.
Diesel, 24.11.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.