14.11.2008 | 23:21
ESB
Umræðan um samskipti Íslands við ESB er af hinu góða. Skipan nýrrar nefndar á vegum Sjálfstæðisflokksins mun gagnast vel í því hagsmunamati sem landsfundur mun horfa til þegar samskiptin við ESB verða endurmetin. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að horfa fram á við með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
Það er sérkennileg staða sem komin er upp í samskiptum okkar við ESB vegna EES samningsins, Icesave reikninganna og IMF lána. Óþægilegar grunsemdir um að neyðarlánum til Íslands yrði blandað saman við uppgjör (uppgjöf?) vegna Icesave hafa ræst með þeim hætti að ESB í heild hefur tekið að sér varðstöðu gegn litla Íslandi.
Flestir eru á þeirri skoðun að krónan sé illverjanleg enda minnsta mynt í heimi en hagkerfið okkar mjög skuldsett í erlendri mynt. Það er því von að menn hafi velt upp þeim möguleika að taka upp aðra mynt jafnvel einhliða. Það hefur verið gefið til kynna að ESB muni ekki lítast vel á að við tækjum upp evruna án þess að fara formlega í ESB og EMU. Þar sem engin leið er til þess að við uppfylltum Maastricht skilyrðin næstu árin væri niðurstaðan því sennilegast innganga í ESB án evru. Þess vegna hafa sumir bent á USD eða jafnvel NOK sem aðra valkosti. Sennilegast verður enginn þessara kosta valinn og við höldum áfram með krónuna og setjum hana á flot að nýju. Það verður ekki auðvelt en evra á grundvelli EES samningsins hugnast ESB ekki.
Það eru sem sagt margar hliðar á ESB í dag - burtséð frá langtíma kostum þess og göllum. Nú verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni sem á eftir að verða fjörug á næstu vikum og mánuðum.
Landsfundur á nýju ári hlýtur að verða sögulegur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.11.2008 kl. 00:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Mín skoðun er, að við eigum að taka upp Dollar !
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/712030/
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.11.2008 kl. 00:43
Mín skoðun er, að við eigum að taka upp Dollar !
sandkassi (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 01:26
:) smá.
Þetta þarf að ganga eitthvað, við þurfum að fá inn nýjann gjaldmiðil hér í janúar, ekki vera að ræða um ESB út janúar. Krónan er ónýt. ESB gengur ekki upp á nokkurn hátt, sú leið er einfaldlega ekki fær. NOK gengur ekki upp.
US dollar!
sandkassi (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 01:33
Held ég verði að vera sammála. Best að taglhnýta okkur við USA, það voru samskonar lúðar við völd á báðum stöðum. Aðeins mismunandi áherslur kanski, en ekki ósvipaðir, þegar öllu er á botninn hvolft.
Heimir Tómasson, 15.11.2008 kl. 05:22
Um 60% af útflutningi frá Íslandi og um 58% af innflutningi kemur og fer til til markaða innan Evrópusambandsins.
Einnig má benda á að um 66% af útflutningi Íslendinga fer til ríkja EES og um 70% innflutnings er frá EES ríkjum.
Hvað ætlið þið að gera þegar dollarinn er á ferð á flugi og utanríkisviðskipti Íslendinga eru á þessum nótum?
Dollari - er ekki lagi heima hjá ykkur?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.11.2008 kl. 06:34
Nú er ég á því að halda í krónuna og tel það vel mögulegt þó hún þurfi einhvern tíma til að ná sér á strik sem hlýtur að teljast eðlilegt. En það má segja dollaranum til ágætis að upptaka hans mun ólíklega þýða innlimun í Bandaríkin og yfirtaka aulinda okkar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.11.2008 kl. 08:47
Kannski menn leitist við að svara þessum spurningum og fjölda annarra, sem hanga í loftinu. Annars er dæmalaust hernig búið er að taka umræðu um úrræði í núverandi hremmingum í gíslingu af þessum andskotans evrópuskrumurum.
Við getum tekið upp evru einhliða, ef menn telja sig þurfa þess, en þeir komast ekki hjá því að fá blessun seðlabanka evrópu fyrir því. Seðlabanki íslands mun hverfa við þá aðgerð, því ekki prentar hann evrur eða lánar þann gjaldeyri til bankanna.
Upptaka dollars er eins og hverjir aðrir geðveikisórar í stöðunni. Hann er mynt, en hann gengur í gegnum gríðarlegar sveiflur nú, sem ekki er útséð með. Sveiflur, sem okkar veika land þolir ekki fyrir nokkurn mun.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 08:47
ef við eigum að fara í þessa umræðu um esb og evru þá eigum við einnig að taka umræðuna um það hvort við eigum að ganga úr EES.
Fannar frá Rifi, 15.11.2008 kl. 10:25
Bæ'i Kína og Kórea hafa verið með risa tolla á fisk en Ísland og EFTA hafa náð mikklu betri samningum en ESB, sem hefur engan áhuga á fiski en leggur áherslu á að verja innlendan fataiðnað fyrir ódýrum kínverskum vörum.
Þssir markaðir fara ört stækkandi vegna gríðarlegs hagvaxtar og fólksfjölgunar en langtímaspár fyrir ESB gera ráð fyrir hvorugu.
Sigurður Þórðarson, 15.11.2008 kl. 10:47
Eins og málin standa nú virðist sem yfirvöld ætla að koma krónunni á flot. Sú aðgerð gæti endanlega steypt íslensku þjóðinni niður í gjalþrotspyttinn. Brusselaðdáendur vilja ólmir komast í ástarsamband við meginlandsbúa og vont er til þess að vita að þeim gæti orðið að ósk sinni. Þeir eru m.a. tilbúnir til þess að fórna efnahagslegu sjálfstæði Íslands til þess að draumurinn um inngöngu í ESB rætist.
Átta menn sig ekki annars á hættunni á því að koma krónunni á flot? Er ekki ljóst að traustið á íslenska efnahagskerfinu, stjórn peningamála og efnahags eru að miklu rúin trausti hér heima og erlendis, sem gerir þá aðgerð stórhættulega? Er ekki stór hætta á, að það lausafé, sem er hér í umferð og telur tugi, reyndar hundruði milljarða króna, gæti leitað yfir í erlenda mynt? Er ekki deginum ljósara að fjölmargir myndu breyta flotkrónum yfir í erlenda mynt um leið og tækifæri gæfist - er nokkur maður sem efast um slíkt? Spurningin er í hve miklum mæli? Ef upphæðin er nægilega stór hrynur íslenskt efnahagslíf endanlega, ríkissjóður yrði settur í gjörgæslu og þjóðin látin sæta ofurkostum alþjóðlegra eftirlitsstofnana.
Þeir sem gætu, myndu flýja land - hinir sætu eftir í ískaldri súpunni.
Hin upplýsta niðurstaða er einföld; það þarf að taka upp erlenda mynt hið snarasta. Þeir gjaldmiðlar sem koma til greina eru þeir sem tilheyra vesturlöndum og ber þá einna hæst dollarinn. Sumir benda á að hann sé sveiflukenndur og er það rétt. Það á nefnilega við um vel flesta gjaldmiðla heimsins, einnig evruna. M.a. er bent á að hún sé of sterk um þessar mundir og það hamli efnahagslegum uppgangi í Evrópu. Mestu máli skiptir að sveiflurnar séu að nokkru í takt við íslenskan raunveruleika en ef svo er ekki vandast málið. Þá verður að grípa til annarra aðgerða, sem m.a. Seðlabankanum standa til boða og varðar vexti og stýringu á fjármagnsstreymi. Fleiri úrræði eru einnig í boði til þess að stilla saman strengi við gjaldmiðil, sem byggir á efnahagssveiflum öðrum en okkar. En með þessu minnkar tilkostnaðurinn við það að verja krónuna falli - en sú aðgerð ein og sér má ætla að éti upp stóran hluta þess efnahagsframgangs sem bíður okkar vonandi innan tíðar, að ekki sé talað um að sífellt búa við hættuna á að atlaga yrði gerð að krónunni, hvort heldur innanlands eða utan frá.
Upptaka dollar felur ekki í sér að verða taglhnýtingur Bandaríkjanna, þó svo að við þyrftum að leita í meiri mæli til efnahagssveiflna þar á bæ og satt best að segja hafa bandarísk stjórnvöld í gegnum tíðina tekið því fagnandi ef aðrir vildu taka upp þeirra mynt. Í Brussel þvertaka menn fyrir að Ísland taki upp evruna einhliða, sem eitt og sér yrði stórhættulegt. En vitanlega er upptaka dollar ekki allra meina bót en hún kæmi okkur af stað og með tíma myndi slík aðgerð færa okkur stöðugleika og trúvörðuleika, sem er jú nauðsynlegt til þess að hefja uppbyggingu á ný hér á landi.
Ólafur Als, 15.11.2008 kl. 11:30
Sigurður:
Höfuðmálið er að sjálfsögðu við hverja maður er að eiga viðskipti.
Hvað eru viðskiptin mikil við Kóreu og Kína í raun og veru?
Finnst þér líklegt að við séum samkeppnisfær að flytja fisk yfir hálfan hnöttinn til þessara landa, þegar markaðir, sem þekkja okkar fisktegundir úr eigin hafi vilja borga uppsprengt verð fyrir hann.
Þið hinir:
Flestir ykkar hér að ofan lifið hreinlega ekki í raunveruleikanum. Ykkar afstaða í málinu tengist ekki köldu hagsmunamati, heldur einhverskonar "anti" ESB trúarbrögðum!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.11.2008 kl. 11:34
Guðbjörn bendir á að viðskipti okkar eru mikil við Evrópu. Þetta eru rök fyrir upptöku Dollars !
Viðskipta-sambönd okkar við Evrópu eru traust þótt hagnaður af þeim kunni að sveiflast, í eigin gjaldeyri. Þau viðskipta-lönd eru í hættu af gengissveiflum, þar sem við eigum lítil viðskipti. Líta verður á viðskipta-tengsl og markaðsstöðu til langs tíma.
Það er margt annað en gengissveiflur sem hefur áhrif á hagnað okkar af utanríkis-viðskiptum. Hagsveiflur af ýmsu tagi hafa áhrif á, hvort við getum fengið hátt verð fyrir afurðir okkar, á mismunandi mörkuðum.
Þá má benda á, að eftir að við höfum tekið upp Dollar, munu nær allir okkar viðskiptasamningar verða gerðir í Dollurum. Þetta mun hjálpa okkur við að halda uppi stöðugum útflutnings-verðum. Nú þegar eru veigamiklar afurðir verðlagðar í Dollurum eins og ál og bensín.
Það að vara fari til Evrópu merkir ekki að við þurfum að taka gengis-áhættu af viðskiptunum. Með alheims galdmiðil eins og Dollar, munu kaupendur okkar í Evrópu verða að taka gengisáhættuna !
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.11.2008 kl. 11:40
Indian Rupee Það er málið.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 12:00
Ég verð að játa að ég hef verulegar áhyggjur af xD, þeim viðsnúningi sem á sér stað innan flokksins gagnvart þrýsting samstarfsflokks á ESB aðild. Í mínum huga er ESB ristastórt skrímsli. Ég styð upptöku dollars ef við viljum henda krónunni. Vonandi náum við að halda fókusnum og finna lausnir á komandi mánuðum.
Helena Leifsdóttir, 15.11.2008 kl. 13:05
Ég má til með að ítreka, hvaða gerbreytta aðstaða blasir við eftir upptöku Dollars.
Núna er hluti viðskipta okkar við Evrópu í Evrum, en eftir að við höfum tekið upp alheims-gjaldmiðil sem heitir Dollar, munu nær öll okkar viðskipti við Evrópu verða í Dollurum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.11.2008 kl. 13:44
Dollar er miklu betri kostur ef við skiptum út gjaldmiðlinum.
Ég er á móti því að ganga í ESB og tel að framkoma þeirra í okkar garð undanfarnar vikur hafi sýnt að við eigum ekki sjéns þarna, verðum étin upp með húð og hala. Smáþorp í Evrópukássunni, hugsanlega gætu einhverjir íslenskir gæðingar komist á koppinn þarna sem skrifstofutíkur svona Árnar Magnússynir nútíðarinnar.
Nú eru allir sjórnmálaflokkar orðnir evrópusinnar (hversvegna skyldi það nú vera?), pólitík,ljóti bisnessinn, mannskemmandi. Ég dáist af þeim fáu mönnum sem berjast móti straumnum og reyna þó af veikum mætti sé að tjá skoðanir sínar í þessari pólitísku sölumennsku. En nú ekki nóg komið, við höngum fram af hamrabrúninni og nú er stefnt að því að hrinda okkur ofan í hyldýpið. Hvað sem hægt er að segja um heimsku og græðgi íslendinga þá látum það ekki verða lokaorð íslensks skjálfstæðis að láta Evrópusambandið taka af okkur öll ráð og senda okkur tilskipanir og skammta okkur skít úr hnefa eins og íslendingar þurftu að þola gegnum aldirnar af hinu danska ríki.
Við eigum ekki að taka lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Best væri ef hægt væri að halda í krónuna ef það er ekki hægt þá DOLLAR, ekki EVRA.
Hversvegna er ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um evruna, evrópusambandið, aþjóðabankalánið? Hefur enginn áhuga á því að vita nákvæmlega hvað þjóðin raunverulega vill nú þegar allir þykjast vera að hugsa um hag almennings í landinu. Það þarf að útskýra hvað felst í inngöngu í Evrópusambandið, hvað það táknar fyrir t.d. þá sem skulda bönkunum, hvað ef útlendingar eignast bankana. Hvað þjóðin þurfi að leggja á sig ef hún tekur ekki lánið frá Alþjóðabankanum, auðvitað þarf að þrengja sultarólina, en á þessi mikli innflutningur að halda áfram, ýta undir eyðslu og vitleysu, stanslaust peningaaustur í allar áttir eða viljum við taka á okkur miklar hömlur um tíma og halda frelsi okkar og sjálfsákvörðunarrétti?Hvað með aflaheimildirnar, aðrar náttúruauðlindir?
Sem minnir mig á fyrst ég þurfti að fara að tjá mig; það vantar umræðu, og framkvæmdaáætlun varðandi uppbyggingu atvinnuveganna. Nú er lag, auka kvótann, taka aflaheimildirnar af útgerðamönnum,já, ég sagði það. Margir þeirra (flestir) skulda kvótann, bankarnir (ríkið) á skuldirnar, því ekki að afskrifa þær og hirða kvótann. Leigja hann síðan þeim sem vilja og geta og peningar koma í kassann, miklir peningar meira að segja, sem öll þjóðin nýtur góðs af en ekki ofaldir kvótaeigendur sem hafa tekið að sér einokun íslenskrar útgerðar og mergsjúga nú kvótalausa sjómenn og koma í veg fyrir nýliðun í greininni allt undir formerkjum hagræðingar, já það er nú meiri hagræðingin. En þá fara útgerðarmenn í fýlu og hóta að flytja af landi burt eins og bankamennirnir og útrásarliðið áður, má þetta fólk ekki bara fara segi ég.
Svo er það ekki fróm ósk heldur krafa íslensku þjóðarinnar að ráðamenn, embættismenn, bankastjórar taki á sig launalækkun og það strax, það á enginn að hafa yfir 1 millj. í laun meðan þetta ástand ríkir, það er bara ósanngjarnt og eykur á óánægju og reiði. Hæstu laun embættismanns 1 milljón og engin fríðindi, önnur laun stiglækkandi (10%) að 500 þús. þá fer þetta að vera viðunandi og í samræmi við aðra þjóðfélagsþegna. Síðan þarf að skera niður ríkisútgjöld og alþjóðleg verkefni eftir mætti. EKKI SPURNING MEÐ EFTIRLAUNAFRUMVARPIÐ, skil reyndar ekki hægaganginn í því máli, ég hefði nú haldið að það væri eitt einasta mál sem allir íslenskir alþingismenn gætu sameinast um að verði að laga, koma svo drífið í þessu.
Ásdís Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 14:27
Kalt mat segir Guðbjörn. Hvernig kemur sjálfstæðið inn í þá mynd? Hvaða verð ætli hann setji á það?
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.11.2008 kl. 15:23
Eyþór segir í pistlinum að fróðlegt verði að fylgjast með umræðunni um esb á næstu vikum eða mán.
Já, það verður það. En mér sýnist töluverð hætta á að hún verði á þeim nótum sem Nóbelsskáldið sagði eitt sinn að væri dæmigerð fyrir umræðuhefð Íslendinga, þe. eitthvað á þá leið að, Íslendingar deili af miklu kappi um aukaatriði máls en ef einhver kæmi að kjarna málsins - þá setti alla hljóða.
Ég hygg að eftirfarandi tónn verði dáldið sterkur:
"Búast má svo við að sömu stjórnmálamenn, Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún krjúpi hlið við hlið að fótum kúgarans í Brussel og grátbiðji um inngöngu í Evrópusambandið.
Tæplega aldargömlu fullveldi Íslands verði þar með lokið.
Geir og Ingibjörg munu svo ætla sér að sitja áfram eins og Gissur jarl eftir Gamla sáttmála 1262 eða Henrik Bjelke eftir Kópavogssamningin 1662 eða Trampe greifi eftir þjóðfundinn 1851.
Sjálfstæðishetjur 19. og 20. aldarinnar sem lögðu líf sitt, hugsjónir og þrek að veði í þágu sjálfstæðis baráttu þjóðarinnar munu snúa sér við í gröfinni yfir þeim gunguskap ríkisstjórnar Íslands sem nú ætlar marflöt að beygja sig undir þrælapísk kúgaranna í ESB."
http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/711401/
Hahaha. Og þetta er Alþingismaður. Halló !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.11.2008 kl. 15:55
Það á að hefja viðræður strax við Seðlabanka Bandaríkjanna um það að við tökum strax upp USD. Það virðist enginn hafa trú á endurreisn krónunnar og gjaldmiðill er jú lítið meira en trúin á hann saman ber svissneska frankann.
Tori, 15.11.2008 kl. 16:24
Það dettur engum heilvita manni í hug þessa dagana að sækja um aðild að ESB og einhliða upptaka Evru gengur ekki.
USD er málið!
sandkassi (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 17:49
Nei kemur ekki Jón Fríman og talar um sjálfstæði ríkja sem lúta sameiginlegur löggjafarþingi, hafa sameiginlega framkvæmdarstjórn, sameiginlega dómsstóla, lög, þjóðfána, þjóðsöng og vilja helst sameiginlega stjórnarskrá forseta og sameiginlega utanríkisstefnu.
ESB uppfyllir að nær öllu leiti Sambandsríki. Bendi Jóni Frímanni að kynna sér Þýska sambandsríkið. Þar eru kosnir forsetar og þing í sambandsríkjunum.
Með sömu rökum og Jón Frímann vill meina að ríki ESB séu enn sjálfstæð, þá væri hægt að segja að Bæjaraland væri sértakt sjálfstætt ríki.
Fannar frá Rifi, 15.11.2008 kl. 20:38
Jón Frímann, finnst þér virkilega lokkandi að sækja um aðild að ESB eftir framkomu Evrópu við okkur?
Gefur augaleið að þeir munu valta yfir okkur og þjóð okkar fara endanlega á hausinn eftir að erlendir aðirlar hafa keypt upp banka og önnur fyrirtæki á íslandi.
Áttaðu þig á því að okkar smáa þjóð skiptir engan máli úti í þessum stóra heim, dauði okkar þætti ekki einu sinni fórnarkostnaður, hann myndi ekki skipta máli PUNKTUR.
ESB er dauðadómur íslands og íslendinga. Aðildar ríki ESB hafa þegar sýnt okkur og sannað að hagur íslensku þjóðarinnar skiptir engu máli.
Ég vil að við tökum upp Dollar, ríkið verður svo að taka á sig eitthvað tap þar sem það væri dauðadómur flestra heimili á landinu ef við skiptum um mynt með krónuna svona veika.
A.L.F, 15.11.2008 kl. 20:49
Jón Frímann. Norður Kórea segir líka vera lýðræðisríki.
"ESB gerði Íslendingum stóran greiða með því að koma í veg fyrir að Íslenskir stjórnmálamenn kæmust upp með að svíkja EES samningin"
Svona eins og Bretar sem hafa fengið að brjóta samninginn með því að mismuna okkur og fyrirtækjum okkar.
Jón Frímann. Þú sleikir upp allt það sem kemur frá ESB alveg gagnrýnislaust. Hvað í fjandanum ertu að gera á Íslandi?
Fannar frá Rifi, 15.11.2008 kl. 21:37
Jón Frímann
Rangt "Hagsmunum Íslands er best borgið í ESB, þar fáum við lánveitanda til þrautvarnar".
Rangt "og stöðugan gjaldmiðil" Þú færð enga Evru.
"þetta er ekkert nema eitt form af þjóðrembu" það er akkert athugavert við að vaka yfir sjálfstæði þjóðarinnar.
USD takk fyrir
sandkassi (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 21:58
Málflutningur Jóns Frímanns gegn Dollaranum er ekki veigamikill og ég fæ ekki betur séð en hann skorti innsýn í efnahagsmál. Eftirfarandi er dæmi um málflutning hans:
Ef Jón Frímann er hér að tala um "lánveitanda til þrautavara", sem á ensku nefnist "Lender of Last Resort", þá hefur hann líklega ekki skilið stöðuna alveg rétt.
Viðurkennt er að bankar þurfa "lánveitanda til þrautavara" og það hlutfallslega öflugri sem hagkerfið er lítið. Hættan er einmitt sú sem við höfum upplifað, að vegna þenslu-ástands streymi erlendur gjaldeyrir inn í hagkerfið og skapi bólu. Þegar þenslunni er lokið streymir þetta "lausa" fjármagn úr landi, gengið fellur og kreppa fylgir í kjölfarið.
Eftir upptöku Dollars þurfum við ekki að hafa áhyggjur af framangreindu. Dollarinn fellur ekki þótt allt fjármagn flýgi Ísland ! Þessi sérstaka áhætta er algjörlega úr sögunni, þökk sé Dollarnum. Þar með er ekki sagt, að áhætta af bankarekstri sé horfin.
Bankarnir þurfa ennþá "lánveitanda til þrautavara", en viðfangsefnið er nú miklu léttara. Væntanlega þarf að koma á fót varasjóði bankanna, sem þeir yrðu látnir borga í sjálfir. Einnig kemur til greina, að gera samning við Seðlabanka Bandaríkjanna um að hann annist þessar varnir gegn tryggingagjaldi, sem bankarnir greiða.
Síðan er auðvitað möguleiki að láta einstaka banka fara í gjaldþrot, ef þeir lenda í greiðsluþroti eða öðrum hremmingum. Gengis-áhættan varðar alla þjóðina, en aðrar banka-hremmingar er hægt að meðhöndla á margvíslegan hátt.
Tökum upp Dollara og það strax !
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.11.2008 kl. 22:08
Jón Frímann,
Sko vandamálið með þig er að ég hef gaman að þér, þú ert skemmtilegur tappi. En
Þú ert að bulla og ég nenni ekki að rökræða við þig. Þú ert ungur og heldur að þjóðin hangi uppi í 2 ár með krónuna. Þú þekkir ekki fátækt og veist ekki hvenær vitjunartíminn er.
Okkur vanta nýjan gjaldmiðil strax í janúar og þú þarft að reyna að átta þig á því.
Dollar núna!
sandkassi (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 22:33
Smá viðbót:
Að öllum líkindum mundum við baka okkur mikla reiði ESB, ef við tækjum upp Evru einhliða. Ef við förum "löglega" leið að Evrunni, mun það taka mörg ár og við yrðum meðal annars að uppfylla Maastricht-skilyrðin.
Má ég vekja athygli Jóns Frímanns á, að upptaka Dollars útilokar ekki inngöngu í ESB og síðar upptöku Evru ! Við þurfum Dollarann til að ná stöðugleika og eðlilegu efnahags-umhverfi, þar sem Gordon Bulldog Brown nær ekki til okkar.
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.11.2008 kl. 22:45
já já ERM II festir krónuna á núverandi gengi gagnvart Evru. Þá má gengi krónunnar ekki fara meira en 15% upp fyrir núverandi gengi.
Reynslan hefur sýnt að ERM II getur tekið allt að 7 árum.
Rök þín eru því lítið annað en orðsalat.
sandkassi (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 22:50
athyglisvert að þú viljir hafa krónuna áfram á núverandi gengi gagnvart Evru Jón Frímann. Ég held að til standi að setja kvikindið á flot og ná upp genginu. Þú villt það ausýnilega ekki.
sandkassi (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 22:53
Úff ! Get ekki alveg orða bundist, greinilega nóg til af hvítrusli á Íslandi sem langar að tengjast Mekka hvítruslsins : Bandaríki Norður-Ameríku. Nægir það ekki þessu liði að dælt er í það amerísku sjónvarpsrusli og annarri lágmenningu allan ársins hring ? Dollar....; heimskreppan núna er bara upphafið á hnignun Bandaríkjanna, snúum okku í aðra átt en vesturs, takk.
Sigfús Austfjörð , 15.11.2008 kl. 23:13
Upptaka dollar er t.a.m. mun ódýrari aðgerð en að koma krónunni á flot - að ekki sé nú talað um minni hættu á áhlaupi, innlendu sem erlendu.
Ólafur Als, 15.11.2008 kl. 23:21
það er nú málið og líklega einfaldasti gerningurinn af öðrum annars ágætum kostum eins og NOK. Það yrði mjög flókin uppsetning á því dæmi og óvíst að hægt væri að lenda því.
sandkassi (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 23:25
hvernig væri nú að vinna með það sem við höfum í stað þess að vera í endalausum bollalengingum um það sem ekki verður næsta árið eða árin.
meðan við erum að ræða kosti og galla upptöku annarra mynta drepust við öll úr hor.
það þarf að vinna að lausnum hérna heima fyrir fyrst.
ESB, Evran, dollar og Júan eru allt seinni tíma vandamál.
hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá er krónan það sem við höfum í dag. fræðimenn og hagfræðingar geta reiknað sig eins langt áfram og þeir geta. þeir geta reiknað sig þangað til að Kaupþing er skuldlaust á pappír.
Málið er að það er ekki að fara að gerast.
Og Jón Frímann sem svo mikið vitnar um rökvillur og annað. afhverju þorir ekki að viðurkenna að trúarstofnun þín er sambandsríki þar markvist er unnið að því að berja niður þjóðernisvitund íbúa þess? afhverju geturu ekki svarað eða borið fyrir þig rök án þess að snúa útúr og beita því sem þú sakar aðra um?
Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 00:03
ESB-sinnar virðast gefa sér að við munum fá undanþágu frá fiskveiðistefnu ESB.
Því ætla ég að setja hér inn viðtal við Olli Rehn af visir.is sem fer með stækkunarmál Evrópusambandsins í framkvæmdastjórninni í Brussel, þetta er ágætis upprifjun.
Fréttablaðið 08. nóv. 2008;
"Um þann efnisflokk aðildarviðræðna sem fyrirsjáanlega yrði erfiðastur, fiskveiðimál, segist Rehn vera „þess fullviss að Ísland gæti uppfyllt aðildarskilyrðin og lagað sig að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB." Inntur nánar eftir þessu ítrekar hann að það séu engin fordæmi fyrir varanlegri undanþágu. Hann fái ekki séð „hvers vegna Ísland ætti ekki að geta undirgengist sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna." Hann sé þess fullviss að „hægt sé að finna lausn sem báðir aðilar geti við unað. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi."
Þar sem einn mesti vandinn sem Ísland á nú við að etja er að lögeyrir landsins og sú peningamálastefna sem íslensk stjórnvöld hafa fylgt hefur misst trúverðugleika og traust þá var Rehn líka spurður hvort hann áliti hugsanlegt að Evrópusambandið hjálpaði Íslendingum út úr þessum kröggum með því að hleypa krónunni inn í ERM-II-gengiskerfið jafnvel áður en Ísland lyki samningum um inngöngu í ESB, líkt og Ólafur Ísleifsson hagfræðingur hefur lagt til.
Af svari Rehn að dæma er lítill vilji hjá ESB til að sýna slíkan sveigjanleika: „Gengiskerfið (ERM II) er fyrir aðildarríki ESB eingöngu og það eru engin fordæmi fyrir því að umsóknarríki fái aðild að því. Framkvæmdastjórn ESB hefur ítrekað sagt að einhliða evruvæðing samræmdist ekki lagaramma evrópska myntbandalagsins og hún væri heldur ekki eftirsóknarverð fyrir Ísland pólitískt, þar sem það á möguleika á fullri aðild að sambandinu. Þess í stað ætti Ísland að hafa aðlögun peningamála sinna að evrusvæðinu að langtímamarkmiði og þá aðeins í tengslum við fulla aðild að ESB.""
tilvitnun í Fréttablaðið 08. nóv. 2008 lýkur.
hér er talað mjög skýrt m.a. hvað varðar margumrædda og meinta undanþágu sem ESB-sinnar eru að nota í röksemdafærslur sínar.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:07
Ég legg til að stofnuð verði þverpólitísk hreyfing sem hefur það að meginkarkmiði að þrýsta á stjórnvöld með upptöku á USD(US dollar).
Hæðst glymur oft í tómum tunnum og er ég búinn að fá nóg af því að hlusta á rökleysu og yfirklór ESB aðdáenda. Málið er komið á það stig að ef að ekki er tekinn upp nýr sterkur gjaldmiðill hér á næstu vikum þá munu Íslendingar kynnast fátækt í fyrsta skipti í manna minnum.
Því miður hafa sófaspekúlantar dominerað þessa umræðu til langs tíma en nú eru málin komin á hættulegt stig og tími okkar á þrotum.
Nú skora ég á menn og konur að taka höndum saman, boðum stofnfund og látum til okkar taka í þessu.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:48
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:54
Enn og aftur fer umræðan á villigötur. Það er algerlega kristaltært að;
1. Við erum ekki að ganga í ESB og taka upp evru á næstunni (a.m.k. 2-3 ár varðandi ESB og önnur 7-10 ár varðandi evru).
2. Við erum ekki að taka einhliða upp evru á næstu vikum, mánuðum eða árum því það myndi einfaldlega þýða áhlaup á bankakerfið þar sem allir myndu skipta úr krónum yfir í evrur. Evrur sem við gætum ekki útvegað.
3. Við erum ekki að fara að taka einhliða upp USD á næstum vikum, mánuðum eða árum þvi það myndi einfaldlega þýða áhlaup á bankakerfið þar sem allir myndu skipta úr krónum yfir í dollara. Dollara sem við gætum ekki útvegað.
Það sem við aftur á móti erum að fara gera er þetta.
Krónan verður sett á flot. Hún mun falla hratt. Vonandi mun Seðlabankinn EKKI reyna að verja hana falli eins og fyrrum Chicago prófessorinn Robert Z. Aliber segir. Það væri glapræði og lánið frá IMF og öðrum þjóðum myndi gufa upp á nokkrum dögum.
Nei, skynsamlegast væri sennilega eins og Mr. Aliber segir að taka ekkert lán og bíta á jaxlinn. En það verður líklega ekki. Við erum orðin vön svo góðu. Fórum á hausinn vegna óhóflegrar lántöku. Ætlum að redda okkur með nýju láni.
Skásta leiðin er því að taka peningana að láni en læsa þá inni. Nóg að vita af þeim en nota ekki. Það gæti fælt braskara frá þegar krónan fer á flot.
Þegar krónan fer á flot og hún verður EKKI varin með þessum peningum þá veikist hún timabundið mjög hratt (vonandi ekki en líklega). Það þýðir að erlendir fjárfestar geta ekki farið út strax. Það er gott. Ef við aftur á móti tækjum einhliða upp evru eða dollar þá gætu þeir farið út strax.
Þetta mun stoppa innflutning (Það verður vont í ákveðinn tíma) og auka verðmæti útflutnings (það verður gott). Það ferli er reyndar þegar hafið. Það styrkir krónuna til lengri tíma.
Ég get nefnt ágætt dæmi um að krónan er farin að hjarna við. Þegar bankakerfið hrundi í byrjun vikunnar þá fór DKK gagnvart krónu í 30-35 krónur úti í Danmörku. Og nokkrum dögum seinna mátti heyra staðfest dæmi t.d. að ef borgað var með dönskum krítarkortum hér á landi var DKK á 40-47 krónur.
Síðasta föstudag fékk ég tölvupóst frá Danske Bank sjálfum þar sem staðfest var að dönsk króna fengist fyrir 22,8 íslenskar. Þetta er 50% styrking frá því verst var.
En þegar þessu ferlið er lokið þá er hægt að fara að viðra hugmyndir um upptöku evru þó ég sé ekki endilega sannfærður um þá leið. En allt í lagi að skoða málið. En þá er mikilvægt að hafa í huga að það VERÐUR að ganga í ESB áður en evra er tekin upp. Því verður ekki breytt. Annað er óskhyggja og fellur undir svokallaða hókus pókus lausn.
Og þá bið ég bara um eitt. Ekki verði notuð hin hefðbundna íslenska aðferð við ákvörðunartöku eins og ég lýsi á blogginu mínu í þessari færslu.
http://egill.blog.is/blog/egill/entry/712295/
Kveðja
Egill
Egill Jóhannsson, 16.11.2008 kl. 01:39
En ef að dollar yrði tekinn upp í samvinnu við Seðlabanka Bandaríkjanna Egill þá er krónan tekin úr umferð um leið.
Hvernig líst þér á það?
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 01:53
Það er enginn möguleiki á því og því er það ekki raunhæfur möguleiki.
Ég hef hvergi séð nokkurn mann geta sýnt fram á það með nokkrum rökum að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi gera þetta.
Seðlabanki Bandaríkjanna vildi ekki einu sinni opna litla lánalínu fyrir okkur núna í haust. Afhverju í ósköpunum ættu þeir að vilja taka okkur alveg undir sinn verndarvæng.
Nei, horfumst í augu við staðreyndir. Við erum með krónu og verðum með krónu næst árin. Krónan er veik af því efnahagur okkar er veikur þessa stundina. Ekki öfugt.
Því þurfum við að styrkja efnahaginn og það gerist að einhverju leiti með því að krónan veiktist vegna þess að þá eykst útflutningur og innflutningur minnkar. Það eykur tekjur þjóðarbúsins og dregur úr þjóðarútgjöldum. Að auki þarf að laga misbresti í hagstjórn og eða spillingu og stokka upp stjórnmálakerfið og fjölmiðlana.
Við verðum að horfast í augu við að góðæri og hagsæld undanfarinna ára kom til af tvennu;
1. Góðæri og hagsæld undanfarinna ára var fjármögnað með erlendum lánum sem fengust á hagstæðu verði. Það er búið að skrúfa fyrir þau og alþjóðlega fjármálakreppan sá til þess og að auki við sjálf með því að stækka bankakerfið of mikið.
Þetta þýðir skertur kaupmáttur og best að átta sig á því strax og skera niður útgjöld strax. Ekki á morgun.
2. Gríðarlegur vöxtur í landsframleiðslu með uppbyggingu Kárahnjúka og álframleiðslu, aukinni framleiðslu og vexti bankanna. Þetta skapaði aukinn kaupmátt og þar af leiðandi góðæri.
Nú er bankakerfið hrunið og samdráttur í landsframleiðslu með því og Kárahnjúka og álframleiðsluuppbyggingu er lokið.
Þetta þýðir skertur kaupmáttur og best að átta sig á því strax og skera niður útgjöld strax. Ekki á morgun.
Þetta er vandi okkar. Ekki gjaldmiðillinn. Við þurfum að finna nýjar leiðir til að framleiða meira og auka landsframleiðsluna. Tekjur þjóðarinnar til að búa til aukinn kaupmátt.
En á sama tíma verðum við að viðurkenna og átta okkur á því að við erum með íslenska krónu. Þá hagar maður sér ekki eins og maður sé með evru eða einhvern allt anna gjaldmiðil.
Þó við fegin vildum þá er engin hókus pókus lausn til út úr okkar vanda. Því miður reddaðist þetta í þetta sinn - ekki.
Að öðru leiti vísa ég í fyrri athugasemd hér á undan.
Kveðja
Egill
Egill Jóhannsson, 16.11.2008 kl. 02:19
tek undir heilshugar með Agli Jóhannssyni.
Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 03:13
Ég get einungis tekið undir með Agli.
Íslenska lýðveldið getur ekki tekið í notkun nýjan gjaldmiðil á einni viku, einum mánuði eða einu ári, sama hvaða nafni hann nefnist. Gjaldmiðillin varðar sjálfstæði lýðveldisins ásamt flestum öðrum grundvallaratriðum samfélagsins. Ísland er ekki bananalýðveldi. Að skipta út mynt í umferð er minnsta málið, en þó aðeins toppurinn á borgarísjakanum.
Síðast þegar ég sá borgarísjaka var veturinn 1965 eða 1966 heima á gamla Siglufirði. Hann var ennþá á firðinum þegar ég fór í sveitina í torfbæinn vestur í Miðfjörð um vorið. Það var úlpuveður allt sumarið og jörðin var brunnin og sviðin af kali. En borgarísjakinn var samt ekki bráðnaður alveg heima á Siglufirði þegar ég kom heim úr sveitinni þarna um haustið. Ekki alveg.
Látið renna af ykkur kæru Íslendingar. Það er ekkert að óttast. Ísland mun komast í gegnum þetta þó svo að IMF fari til fjandans ásamt öllu hinu hyskinu. Ísland er ríkt land og ennþá með ennþá stærri gjaldeyrisforða en t.d. Danmörk, miðað við hagstæð. Menn munu flytja þann gjaldeyri sem þeir þurfa til landsins. Þeir munu allavega ekki fara á hausinn með fullar bankabækur í útlöndum, svo mikið er víst. Það þarf að láta verstu þrotabúsmál bankana líða hjá og svo mun allt falla í góðan farveg og verða nokkuð eðlilegt aftur.
Bíta á jaxlinn, ekki fara á taugum og segja þeim að fara til fjandans sem eiga það skilið. Humpf! Og svo þarf að senda bankaliðið í meðferð því taugar þess eru ofþandar af streitu. Við vitum öll hversu gáfulegt babblið er út úr manni þegar streitan og panik nær yfirhöndinni.
Örvænting er ekki stefna! Panic is not a strategy.
Íslenska króna er ekki minnsti gjaldmiðill í heimi. Lang því frá. Stærð Íslenska hagkerfisins (krónunnar) var um $11.890.000.000 á árinu 2006-7. Þetta er stærra hakerfi en þau næstu 140 hagkerfi sem eru minni en íslenska hagkerfið. Ísland er t.d. ríkara en 14 milljón manna hagkerfi Malawi. Þökk sé okkar sjálfstæðu mynt þá er þetta einmitt svona. Þökk sé krónunni.
Hagkerfi sem eru minni en íslenska hagkerfið (krónan)
Tajikistan
Namibia
Malawi
Kyrgyzstan
Moldova
Guinea
Brunei
Malta
Niger
Rwanda
Mongolia
Bahamas, The
Burundi
Zimbabwe
Mauritania
Somalia
Barbados
Swaziland
Togo
Jersey
Fiji
Gaza Strip
West Bank
Sierra Leone
Eritrea
French Polynesia
Bermuda
Guyana
Kosovo
Cape Verde
Bhutan
Suriname
New Caledonia
Central African Republic
Lesotho
Maldives
Netherlands Antilles
Andorra
Guernsey
Isle of Man
Guam
Belize
Aruba
Timor-Leste
Cayman Islands
Djibouti
Liechtenstein
Seychelles
Virgin Islands
Liberia
Gambia, The
Comoros
Samoa
Antigua and Barbuda
Saint Lucia
Greenland
Gibraltar
Faroe Islands
Grenada
Monaco
Mayotte
Saint Vincent and the Grenadines
Guinea-Bissau
Northern Mariana Islands
Tonga
British Virgin Islands
San Marino
Solomon Islands
Vanuatu
Saint Kitts and Nevis
American Samoa
Dominica
Sao Tome and Principe
Micronesia, Federated States of
Kiribati
Turks and Caicos Islands
Cook Islands
Palau
Marshall Islands
Anguilla
Falkland Islands (Islas Malvinas)
Nauru
Wallis and Futuna
Saint Pierre and Miquelon
Montserrat
Saint Helena
Tuvalu
Niue
Tokelau
Hagkerfi sem eru ca tvisvar til þrisvar sinnum stærra en en íslenska hagkerfið (krónan)
Afghanistan
Cote d'Ivoire
Uganda
Ghana
Nepal
Bosnia and Herzegovina
Estonia
Panama
Jordan
Paraguay
Montenegro
Cambodia
Equatorial Guinea
Honduras
Bahrain
Botswana
Trinidad and Tobago
Cyprus
Senegal
Gabon
Madagascar
Albania
Georgia
Congo, Democratic Republic of the
Nicaragua
Mozambique
Burkina Faso
Macedonia
Armenia
Papua New Guinea
Chad
Zambia
Haiti
Mauritius
Mali
Congo, Republic of the
Jamaica
Laos
Macau
Benin
Þessum hagkerfum verðum við búin að ná innan 15-25 ára ef vel er haldið á spöðunum. Þökk sé okkar sjálfstæðu mynt, íslensku krónunni.
Er ekki allt í lag með ykkur? Það þarf ennþá að hafa stjórn á verðbólgu sama hver myntin er og að viðhafa góða hagstjórn. Það er ekki hægt með mynt annarra í vasanum.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 03:19
ok, í fyrsta lagi Egill þá hefur ekki verið rætt við Seðlabanka Bandaríkjanna. Í öðru lagi held ég að lánalína frá þeim hljóti að verða litin öðrum augum heldur en umsókn um aðild að gjaldmiðlinum.
Ég er sammála því að það er engin hokus pokus lausn en, það að þurfa ekki að berjast við gjaldmiðil sem misst hefur tiltrú er gríðarlegt álag og að flestra mati ómögulegt verkefni í ofanálag við þá endurfjármögnun sem við þurfum að fara út í.
Ég er alls ekki að horfa fram hjá því að hér þarf að efla útflutningsgreinar og fá capital inn í landið. Hér þarf einnig að taka til á fleiri sviðum. Það þarf að hætta þessum ríkisábyrgðum hægri vinstri með öllu. Hér á að vera frjálst viðskiptalíf sem er ekki mengað af ríkinu annars vegar og fellur síðan á þjóðina hins vegar þegar slær á móti.
En nú langar mig að fá mat á þetta, ýmsir málsmetandi menn vilja meina að þetta sé hægt ef að stuðningur fáist frá Seðlabanka.
Ekkert er frítt og er mjög eðlilegt að aðild að gjaldmiðli sé skoðuð af heilbrigðri skynsemi með tilliti til tolla og skattalaga myntsvæðisins.
Ég held að þetta sé möguleiki.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 03:23
Lögmál allra samninga er að báðir aðilar hagnist á samkomulaginu. Flóknara er það ekki. Þegar hægt er að hanna lausn á því, þá er hægt að semja við hvern sem er.
Bandaríkin geta hagnast mikið á viðskiptum við Ísland án þess að þeim sé gefið neitt. Sameiginlegir hagsmunir.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 03:45
Ég legg til að Egill hugsi aðeins áður en hann talar og að hann takmarki síðan orðaflauminn við það sem skiptir máli. Egill segir til dæmis:
Tilgangurinn með upptöku Dollars er einmitt að koma í veg fyrir áhlaup á gjaldmiðil landsins. Gjaldmiðill landsins verður Dollar, en ekki Króna. Þess vegna er ætlast til að menn skipti út gamla gjaldmiðlinum Krónum fyrir nýja gjaldmiðilinn Dollar.
Getur verið að Egill hafi nokkra minnstu hugmynd um hvað hann er að tala ? Ég held varla að það geti verið, þegar hann snýr aðalatriðum gjörsamleg á haus.
Upptöka Dollar strax, leysir vanda okkar !
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 09:01
Sæll Gunnar Rögnvaldsson: Takk fyrir góð innlegg. Íslenska krónan er klárlega ekki minnsta mynt í heimi enda bendir þú réttilega á fjölmörg minni hagkerfi (sem mörg eru með eigin gjaldmiðil).
Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við erum með mjög litla mynt og mjög lítið hagkerfi en afar stórt bankakerfi. Tölur um efnahagsreikninga íslensku bankanna (sem birt var í Morgunblaðinu í gær) sýna að þeir verði 2900 milljarðar. Hagkerfi Íslands verður ríflega 1000. Þeir verða því áfram stærri en hagkerfið. Ein leið til að leysa vandamálið um lánveitanda til þrautavara væri að leyfa erlendum kröfuhöfum að breyta skuldum í hlutafé. Þar með væru nokkrir af stærstu bönkum heimsins orðinir hluthafar í bönkunum á Íslandi (nokkuð sem Einar Benediktsson óskaði sér fyrir nær hundrað árum).
Eyþór Laxdal Arnalds, 16.11.2008 kl. 09:39
Gunnar:
Þetta var mjög áhugavert innlegg hjá þér því í umræðunni svo árum skiptir hafa menn haldið því fram að Ísland væri með minnsta hagkerfi í heimi. Þetta er ágætt dæmi um yfirlýsingar manna sem síðan standast ekki einfalda skoðun.
Gunnar Waage:
Að skipta um gjaldmiðil er alveg hægt. En það er hókus pókus lausn af því að menn eru að leita einfaldra lausn til þess að þurfa ekki að leggja á sig vinnuna við alvöru og réttar lausnir. Þetta er viðvarandi vandamál hér á landi þ.e. að stytta sér leið.
En það breytir því ekki að við þurfum að gera nákvæmlega sömu hlutina ef við hefðum dollar, evru og ef við hefðum krónu þ.e. að aga okkur í hagstjórninni og að eyða í samræmi við tekjur þ.e. huga að verðbólgu o.s.fr. eins og Gunnar Rögnvaldsson nefnir.
Menn yrðu því fyrir svakalegum vonbrigðum þegar dollar eða evra eða norsk króna eða svissneskur franki eða færeysk króna (er reyndar ekki til þó að Árni Johnes hafi bent á þá lausn) og vandinn myndi ekki leysast.
Nei, ég hef ekki trú á því að Bandaríski Seðlabankinn myndi samþykkja viðræður á þessum grunni þegar hann hafnaði í raun miklu minna máli varðandi lánalínu. Bæði tæknilega hef ég ekki trú á að hann vilji gera þetta og síðan er alltaf pólitíska spurningin gagnvart Evrópu.
Loftur.
Þetta er einfaldlega rangt hjá þér en það er rétt hjá þér að margir hafa haldið því fram að með því að skipta um gjaldeyri þá sé hægt að koma í veg fyrir áhlup. Ég færi tvennskonar rök fyrir máli mínu.
Í fyrsta lagi er það rökrétt að halda því fram að auðveldara sé að hlaupa á bankakerfið því allir vilja dollar (eða evru ef menn vilja gera það) en fáir vilja krónu. Ef við skiptum í dollar þurfum við að útvega þá og breyta öllum innstæðum, skuldabréfum, o.s.frv. í dollara. Og ef menn hlaupa síðan til og taka út innstæður sínar sem væru komnar í dollara (til að kaupa hús á Flórída) þá yrði að útvega fleiri dollara. Og þar sem Seðlabanki Íslands getur ekki prentað dollara þá yrði að kaupa þá.
Fyrir hvað?
Auðvitað myndi skiptihlutfallið skipta máli og það væri spennandi að heyra í ykkur sem halda þessari leið fram hvert það ætti að vera. Ég hef ekki séð neinn speking koma með þá tölu. Ef skiptihlutfallið er gert m.v. mjög veika krónu þá minnka líkur á áhlaupi en þá er verið að taka ákvörðun um kjaraskerðingu um áratugaskeið. Ef krónu væri skipt úr m.v. sterka krónu þá gætu allir flúið með dollara sína til Flórída.
Ef við höldum aftur á móti krónu og setjum hana á flot (flotun er skilyrði) þá mun hún líklega veikjast mjög í fyrstu. Það þýðir að þeir sem eiga erlent fé í landinu munu síður tíma því að skipta yfir í krónur því það væri svo dýrt og því frekar halda sínu fé inni. Íslendingar munu síður taka innstæður sínar út og breyta í dollara og flytja í hús í Flórída því það væri svo dýrt.
En hvað gerist þegar krónan styrkist. Jú, þá munu hinir erlendu aðilar að einhverjju leiti færa sitt fé úr landi. Og krónan mun veikjast eitthvað tímabundið. En þá verður að hafa í huga að hver væri ástæðan fyrir styrkingu krónunnar. Jú, hagkerfið væri orðið sterkara (skuldaði t.d. minna) og því líklegra að þola þannig flótta. Íslendingar sem væru síðan að skipta krónum yfir í erlenda mynt væru þá að gera það á eðlilegum forsendum þ.e. ekki á panic forsendum. Gott sem Gunnar Rögnvaldsson skrifaði, Panic is not að strategy.
Í öðru lagi eru rökin sú að sá hagfræðingur sem ég ber mesta virðingu fyrir þessa dagana, Gylfi Zoega, færði fram efnislega sömu rök og ég geri í Kastljósi um daginn. Á móti honum sat Ólafur Ísleifsson og tók undir hans mál. Friðrik Már Baldvinsson hagfræðingur varaði einnig við einhliða uppptöku evru. Og með Gylfa Zoega í teymi hefur verið Jón Daníelsson í London School of Economics sem hefur ekki nefnt þessa leið. Gylfi Magnússon er annar sem veit hvað hann syngur og ég hef ekki séð hann mæla þessari leið bót.
Og að lokum mæli ég með að þú lesir viðtal sem var í Mogganum í síðustu viku við Robert Z. Aliber, fyrrum prófessor við Chicago háskóla. Hann talar ekki í skyndilausnum sá maður og nefnir ekki upptöku annars gjaldmiðils. Hann segir að við eigum að afþakka lánið frá IMF en halda okkur við aðgerðaáætlunina og setja krónuna á flot sem fyrst til að fá raunverulegt verð á henni. Hann segir að hún muni veikjast hratt í fyrstu en síðan þegar rykið fellur þá muni hún koma til baka. Afhverju, jú með veikri krónu hægir á innflutningi (eyðsla minnkar) og útflutningur eykst (fleiri ferðamenn, meira fyrir fiskinn) og þá aukast tekjur okkar. Og við leitum jafnvægis í hagkerfinu. Þetta verður vont í fyrstu en batnar svo en auðvitað er það vont þegar maður hefur eytt um efni fram svo árum skiptir og fær síðan ekki lán til að halda eyðslunni áfram. En það lagast ekki með því að halda áfram að eyða og fá lánað þó gjaldmiðillinn sé annar.
Og að lokum, þetta með orðaflauminn sem þú kallar svo. Þetta heita rök en ég skil það að sumir nenna hreinlega ekki að lesa þannig óþarfa.
Eyþór:
Að mínu mati er einmitt einu rökin fyrir upptöku annarrar myntar sú ef bankakerfið er mun stærra en hagkerfið. Það má reyndar leysa á annan hátt og það er með stærri gjaldeyrisvarasjóði. En munurinn m.v. fyrstu tölur eru einmitt eins og þú segir 3-sinnum en var 12 sinnum. En upptaka annarrar myntar verður bara gert með því að ganga í myntbandalag og að hagstjórninni verði hagað þannig að hagkerfi Íslands verði nokkuð í samhengi við hagkerfi annarra þjóða í sama myntbandalagi.
Norskur hagfræðingur sem ég vitnaði í á bloggi mínu í einni færslu segir efnislega. Íslendingar geta EKKI tekið upp evru NEMA fyrst draga úr verðbólgu og skuldsetningu ríkissins og þjóðarbúsins. Ergó, hann er að segja að við þurfum fyrst að koma skikki á okkar mál áður en við förum að taka upp nýja mynt.
Egill Jóhannsson, 16.11.2008 kl. 10:42
Það er ekkert athugavert við að selja erlendum fjárfestum hluti í Íslendskum bönkum. Hins vegar kemur ekki til álita að gefa þeim bankana. Þá setjum við frekar gömlu bankana í þrot.
Vandamálið með "lánveitanda til þrautavara" leysist ekki með erlendum eigendum bankanna, ef við höldum Krónunni. Krónan verður áfram jafn viðkvæm fyrir áhlaupum.
Eini kosturinn sem við höfum, er að taka upp Dollar. Þegar ró er komin á gjaldeyrismarkaðinn, getum við farið að ræða um fyrirkomulag til langframa. Vonandi fara menn að átta sig á þessu grundvallar-atriði.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 10:42
Líkur á áhlaupi á banka yrði ávallt til staðar í okkar hagkerfi og því er spurning hvaða gjaldmiðill geti helst skapað það traust sem hagkerfið þarf að búa við og færi þjóðinni heim sanninn um að hér verði áfram lífvænlegt að lifa og starfa. Sagt er að krónan sé dauð og að um síðir þurfi að taka upp annan gjaldmiðil, t.d. með inngöngu í ESB og aðlögun að þeirra háttum og upptöku evru. Slíkt tæki allt frá 4 árum upp í áratug - ef Íslandi yrði á annað borð hleypt inn í myntsamstarfið. Á meðan á að þreyja einhvers konar efnahagslegan þorra með flotkrónu og láta sig bara hafa það. Ef þetta á að verða til þess að skapa traust og tiltrú hér á landi hljóta sömu einstaklingar að lifa í draumalandi.
Eins og gefur að skilja er upptaka t.d. dollars ekki allra meina bót og eins og bent hefur verið á er einnig hætta á áhlaupi við þær aðstæður. Hins vegar eru þær MUN MINNI en ef haldist verður við flotkrónu, sérstaklega ef menn reyna að verja hana endanlegu falli eða láta sig bara hafa það - svona eins og að segja við mann að hann geti étið það sem úti frýs. Vart er það hin nýja efnahagslega stefna að koma gjaldmiðlinum í svo slæmt ástand að það eigi að fæla menn frá því að umbreyta krónum í erlendar myntir? Eru menn að boða hér afturhvarf til sjálfsþurftarbúskapar og efnahagslegra móðuharðinda?
Ólafur Als, 16.11.2008 kl. 11:06
Krónan var minnsti fljótandi gjaldmiðil í heimi í galopnu kerfi. Eitt sandkorn á ströndinni.
Gekk auðvitað ekki upp og reyndar undarlegt að einhverjum skyldi detta í hug að myndi ganga upp.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 11:11
ESB vs. USD. Hvaða ESB þjóðir hafa fjárfest á Íslandi? Mér sýnist all flestar fjárfestingar hér hafa komið vestan að.
Hversvegna halda margir þessara ESB unnenda að við fáum allt mögulegt þar fyrir ekkert? EES var framför en er ESB það?
USD er fljótlegasta leiðin til að skipta út krónunni. Myndu ekki USD tengdar fjárfestingar aukast hér enn meir?
Tori, 16.11.2008 kl. 11:33
Við verðum náttúrulega líka að átta okkur á því að í ýmsum útflutningsgreinum setur veik staða krónunnar menn í ákjósanlega stöðu til stórfelldra viðskipta.
Hverjir hafa þá hag af veiku gengi? LÍÚ sem dæmi hafa stórkostlegan hag af núverandi gengi svo lengi sem þeir fá eldsneyti á góðu verði (erlendis). Athyglisvert væri að gera athugun á því hvort að Robert Z. Aliber hafi verið kostaður til ferða sinna hingað af LÍÚ-:)
Áhugaverð er einnig ráðgjöf Aliber að afþakka lánið frá IMF en gangast samt við skilyrðum sjóðsins. Þetta tryggir hagsmunaaðilum lágt gengi lengur og betra næði til að athafna sig (þetta er sjónarhorn-:).
Ofan í þetta ástand þá er gjafakvótakerfið en óbreytt og landsmenn almennt ekki að hafa tekjur af þessu fína lága gengi.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:42
Ólafur Als:
Líkur á áhlaupi á banka eru alltaf til staðar í öllum löndum. Ekki bara okkar landi. Dæmin hafa sýnt það. Líkurnar eru aftur á móti hærri ef bankakerfið er mjög stórt m.v. efnahag landsins sem það starfar í og því um leið líkurnar minni á því að Seðlabanki viðkomandi lands geti komið bönkum til bjargar. Þess vegna þarf maður að sníða sér stakk eftir vexti.
Ómar Bjarki:
Vandinn var ekki að krónan væri minnsti gjaldmiðill í heimi í hagkerfi með frjálsu fjármagnsflæði (opnu) heldur að við höguðum okkur í hagstjórn og almennt eins og það væri ekki staðreynd. M.a. setti forsætisráðherra árið 2005, Halldór Ásgrímsson, fram markmið um að Ísland yrði alþjóðleg fjármálamiðstöð. En í stað þess að undirbúa þá framkvæmd með því að breyta forsendum áður en farið var af stað var farin íslenska leiðin þ.e. að leggja af stað og láta kylfu ráða kasti. Þetta reddast. Síðan kom í ljós að þetta reddaðist - ekki.
Það er ekkert mál að vera með krónu ef maður hagar sér í samræmi við það. Vandinn er þegar bankakerfið verður það stærsta í heimi m.v. landsframleiðslu - 12 sinnum. Og á sama tíma skellur á mesta fjármálakreppa síðan 1929.
Til allra sem vilja taka upp dollar:
Það væri mjög ahugavert að heyra í ykkur varðandi eina grunnforsendu til þess að sú leið geti orðið að veruleika. Hvert á skiptihlutfallið að vera úr krónu í evru? Ég hef hvergi séð tillögu um það en það er mögulegt að það hafi farið fram hjá mér.
Egill Jóhannsson, 16.11.2008 kl. 11:49
Gunnar Waage:
Á hvaða gengi myndir þú skipta yfir í dollar? Þeirri spurningu verður að svara og um leið eru menn að ákveða (með handafli) hvort krónan (í formi dollars) á að vera veik eða sterk. Og um leið er verið að ákveða hver kjaraskerðingin verður.
Þetta er grundvallar forsenda til að hægt sé að halda áfram með dollara umræðuna.
Jú, LíÚ og allir sem eru í útflutningi hafa haf af veikri krónu. Það er ljóst. Innflutningsfyrirtæki hafa hag af sterkri krónu. En enginn hefur hag af of veikri krónu og of sterkri krónu til lengri tíma. Jafnvægi er lausnarorðið. Og þá þarf aga í hagstjórn.
Kvótakerfið er auðvitað stórmál sem þarf að ræða. Það leysti mörg mál á Íslandi þ.e. sjávarútvegur var loks rekinn með hagnaði án inngripa ríkisins. En leiðin sem var farin var umdeild þ.e. að úthluta til tiltekinna aðila kvótanum. Því er ég sammála en hef ekki komið auga á aðra betri lausn sjálfur.
Egill Jóhannsson, 16.11.2008 kl. 11:55
Egill, ég er á þeirri skoðun að gengið sem metið yrði gagnvart dollar við upptökuna myndi ekki ákvarðast einhliða af veikri stöðu gjaldmiðilsins.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:55
kvótakerfið er nauðsynlegt Egill en ekki "gjafakvótakerfið".
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:57
Gjafakvótakerfið þarf að leggja niður og dreyfa eignarhlutum á byggðirnar. "Kvótakerfið" er aftur á móti bráðnauðsynlegt.
En mat á Íslensku hagkerfi þarf að fara fram gagnvart upptöku dollars. Kerfið drulluvirkar og er mjög gott.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:59
Egill, hvaða ráðstafanir hefðu stjórnvöld þá átt að grípa til varðandi krónunna áður en lagt var uppí fjármálavegferðina og bankarnir uxu eins mikið og raunin varð
Eg held að ástandið hefði aldrei orðið eins slæmt með Evru.
En jú jú, það er auðvitað hægt að hafa krónu en þá verður bara að taka upp gamla skólann - Handstýra öllu helv. draslinu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 12:11
Svo ég taki nú póst nmr. 4 á þetta-:). Samningsstaða Íslendinga skapast af raunverulegu verðmæti en ekki verðmætum til skamms tíma.
Ef að allir aðilar að viðskiptum væru í frábærri samningstöðu á þeim tímapunkti sem samningur er gerður, þá þyrfti ekki að gera neina samninga, engir hagsmunir væru í húfi.
Því eru það mistök að einblína á núverandi gengi í þessu tilliti.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 12:14
Hvað verðgildi krónu varðar við upptöku dollars, reiknaðist mér til á sínum tíma að eitt hundrað IKR mættu koma fyrir einn USD - vera má að forsendur hafi breyst fyrir því mati á undanförnum vikum. Nú er gegnisvísitalan í um 230, sem ég tel of háa miðað við vöru- og þjónustuskiptajöfnuðinn. Ef krónan er verðlögð of veik í upphafi verða lífskjörin verri, sem aftur gæti leitt til þess að all margir ákveði að hverfa burt - ef krónan er verðlögð of há skapar það hættu á innlendu áhlaupi í erlenta mynt en aftur á móti yrðu lífskjörin það góð að færri sæju þörf á að fara burt og um síðir kæmist á ró og traust sem fældi fólk frá að flytja fé úr landi - en um það snýst þessi umræða, hvort hér skapist aðstæður sem ýti undir að einstaklingar og fyrirtæki flytji fé úr landi. Við upptöku dollars yrði slík aðgerð dýr og nálgaðist um síðir að kosta jafn mikið og að koma krónunni á flot.
Reyndar er hægt að breyta verðgildinu síðar - en það er dálítið flókin aðgerð.
Ólafur Als, 16.11.2008 kl. 12:16
þetta er stóra spurningin og það vandasamasta í slíku ferli á hvaða gengi kerfið er metið. Þetta er samt allt hægt.
Forsvarsmenn þriggja af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, þeir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Brims hf., og Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf hafa lagt til að fengnir verði hagfræðinganarnir Daniel Gros og Manuel Hinds til þess að stýra skoðun á upptöku nýs gjaldmiðils strax.
Þá vísa þeir til greinar Ársæls Valfells og Heiðar Má Guðjónssonar í Fréttablaðinu laugardaginn 8. nóvember sl. undir yfirskriftinni ,,Valmöguleikar eru fyrir hendi í gengismálum."
Eins og þú sagðir Egill þá eru "hagsmunir" eins og þeir sem ég benti á varðandi lágt gengi skammtímahagsmunir. Fyrirtæki sem eru í góðum rekstri temja sér að öllu jöfnu langtímamarkmið að stórum hluta.
Ég myndi segja að nýr gjaldmiðill sé fyrsta skrefið og áður en slík aðgerð hefur farið fram er óraunhæft með öllu að ræða ESB umsókn. Við getum gengið í ESB með dollar, skiptir ekki máli.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 12:56
að skipta um gjaldmiðil er langtíma markmið. við getum ekki gert það í dag. við vitum ekki einu sinni hvort það sé raunverulega mögulegt. hvort að allir háskólastarfsmennirnir í vernduðu umhverfunum séu bara með kenningar á blaði eða ekki. samkvæmt kenningum háskólaprófesóra ætti hátt vaxtastig að vera æðislegt í dag og ætti að styrkja gengið. er það rauninn?
Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 14:18
Til allra:
Ég var að horfa á Silfur Egils áðan. Þar voru Vilhjálmur Egilsson hjá SA og Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur spurð um hugmyndir um einhliða upptöku gjaldmiðils. Bæði voru efnislega á sömu skoðun og ég hef líst hér. Og því efnislega á sömu skoðun og þeir hagfræðingar sem ég taldi upp í athugasemd 53. Einhliða upptaka gjaldmiðils er bara enn ein hugmyndin um patent (hókus pókus eins og ég hef kallað lausnina) lausn til þess að losna við að kafa djúpt í málin og koma með alvöru lausnir. Því miður. Horfið á þetta viðtal í Silfrinu.
Ómar Bjarki:
Þú spyrð til hvaða ráða átti að grípa áður en við hófum uppbyggingu á alþjóðlegu fjármálakerfi. Nú, ég svara því á blogginu mínu og í raun í því sem ég hef skrifað hér nú þegar. En í stuttu máli. Ef maður ætlar að verða alþjóðleg fjármálamiðstöð sem endar með því að bankakerfið verður 12 sinnum stærra en landsframleiðsla þá verður, endurtek, verður að vera trúverðuglegur stuðningur við kerfið.
Það væri hægt að gera á tvennan hátt:
1. Halda í krónu og láta gjaldeyrisvarasjóðinn vaxa í einhverju ákveðnu hlutfalli við stærð bankakerfisins. Það hefði kostað óheyrilega peninga en hefði þá sýnt okkur svart á hvítu hver kostnaðurinn væri. Og þá hefðu menn spurt hver ætti að borga. Bankarnir sjálfir eða skatttgreiðendur. Það eru nefnilega ekki allir sem átta sig á því að venjulega eru það skattgreiðendur sem greiða kostnaðinn við gjaldeyrisvarasjóð.
2. Taka upp annan gjaldmiðil t.d. evru. En það hefði þýtt að við hefðum þurft að ganga í ESB. Þá hefðum við þurft að taka þá umræðu. Ef það hefði verið samþykkt af þjóðinni þá hefði það tekið ca. 7-10 ár að taka upp evru. Í kjölfarið hefði verið möguleiki að hefja þessa vegferð að verða alþjóðleg fjármálamiðstöð.
Reyndar hefðum við þá aldrei getað orðið svona stór því kaldhæðnin í þessu öllu er að bankakerfið varð svona stórt VEGNA þess að við vorum með krónu og ranga hagstjórn. Bankarnir nýttu sér ódýrt lánsfé og sterka krónu til að lána til fyrirtækja sem fóru í útrás og keyptu odýr fyrirtæki (sem voru ódýr af því krónan var of sterk). Og þetta var leyft að gerast vegna slakra stjórnmálamanna og slaks eftirlitskerfis Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.
Niðurstaðan er eins og ég skrifaði hér á undan. Við nenntum ekki að bíða eftir öllu þessu veseni þ.e. að ganga í ESB, aga til hagstjórnina, taka upp evru og síðan verða stærstir og bestir í heimi. Nei, við styttum okkur leið eins og venjulega og hugsuðum, þetta reddast. Í þetta skipti reddaðist þetta - ekki.
Í þessu samhengi bendi ég þér á að lesa bloggfærslu mína frá í gær sem heitir Íslenska aðferðin við ákvörðunartöku.
Egill Jóhannsson, 16.11.2008 kl. 14:20
Það er ótrúlegt að sjá, að Egill heldur fast við þá skoðun að upptaka Dollars muni leiða til áhlaups á gjaldeyris-varasjóð landsins. Hann gefur sér tvær forsendur:
Þessar "forsendur" eru glórulaus vitleysa. Auðvitað verður auðvelt að hlaupa í bankakerfið til að fá Dollara, einfaldlega vegna þess að búið er að taka Dollarann upp sem gjaldmiðil. Auðvitað verðum við að breyta öllum skuldbindingum smám saman í Dollara. Þeir sem vilja kaupa hús á Flórída munu auðvitað taka út sína inneign til að kaupa það. Seðlabankinn mun auðvitað skipta sínum gjaldeyrisforða, að mestu leyti í Dollara. Telur Egill virkilega að það séu rök gegn upptöku Dollars, að Dollar verði tekinn í notkun ?
Egill vísar til þess að tilteknir hagfræðingar séu sömu skoðunar og hann, eða hafi ekki nefnt upptöku Dollars sem valkost. Ég segi, að ef þessir hagfræðingar hafa ekki sterkari rök gegn Dollar en Egill hefur, þá er ráðgjöf þeirra lítils virði.
Egill spyr hvert skiptahlutfall Dollar/Krónu eigi að vera. Ég er þess fullviss, að þetta viðfangsefni er auðveldast að leysa af öllum þeim sem við stöndun frammi fyrir. Ég sjálfur myndi stilla hlutfallið gróflega, þannig að 10% afgangur væri á viðskiptum landsins við útlönd. Hamborgara-vísitalan gæti einnig reynst vel við þessa ákvörðun. Það sem ber að varast, er að Krónan sé of hátt metin við skiptin.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 14:38
Gunnar, er það tilviljun að þessi hagkerfi eru öll í þriðja heiminum eða markaðir sem eru mjög vanþróaðir ? Skemmtilegur samanburður þarna á ferðinni. Íslenska hagkerfið er svo lítið að það eina sem er stærra en það eru lönd sem þjást af spillingu og minni framleiðslu heldur en hérna á landi (tölunar eftir hrun eiga eftir að koma fram auðvitað).
Já, Ísland taldist til þriðja heims hagkerfa árið 1930. Framgangur Íslands hefur verið ævintýri líkastur. Hann hefur átt sér stað með hjálp sjálfstæðrar myntar okkar. Mig langar einnig að benda þér á Jón að arðsömustu bankar heimsins eru einmitt í Afríku núna. Í ESB og USA eru allir bankar á hausnum.
Gleymið þessu bankadrasli og reynið að hætta að hugsa allt í lánum og snúum okkar að því að framleiða vörur og þjónustur og selja þær fyrir PENINGA og þéna peninga! Bankarekstur næstu 10 árin verður verri rekstur en að standa inni á lögreglustöð og selja dóp til lögreglunnar. Þetta verður alger hola í jörðinni. Hvorki meira né minna. Bankarnir sáu fyrir þessu alveg sjálfir.
Þeir sem halda að hægt sé að skipta um mynt bara sí svona og það án þess að það muni kosta þjóðina stóran hluta af sjálftæðinu og samtímis ekki gera alla efnahagsstjórnun að martröð, eru ekki með öllum mjalla. Að hafa ekkert stýrivaxtavopn og eigin gjaldmiðil er hreint og beint hræðilegt. Þá sætuð þið núna með hækkanir á öllum gjöldum, tollum og álögum sem hægt væri að hugsa sér. Horfið á Lettland. þeir eru að fara á hausinn beint inni í ESB. Þeir geta ekki fellt gengið því öll húsnæðislán eru í erlendri mynt. Verðbólga er þar um 15-16% og vextir á venjulegum lánum eru 25%. En nei, þeir geta ekki fellt gengið eins og verður að vera hægt. Það verður að vera hægt að láta gjaldmiðilinn koma virkt inn í alla efnahagsstjórnun því annars er maður bara nýlenda og verður stöðnuninni og fátæktinni smá saman að bráð.
Ég hef prófað að reka fyrirtæki í 1.3% verðbólgu með 11% stýrivöxtum. Það var hræðilegt. En þetta gæti verið alveg öfugt. Að reka fyrirtæki eða vera launþegi í 18% verðbólgu með 2% stýrivexti væri gersamlega óþolandi fyrir okkur öll. Ríkið þyrfti þá að ná niður verðbólgu með því að setja upp magrar og stórar gaddavírsrúllur út um allt hagkerfið. Þá yrðuð þið nú fyrst brjálaðir af reiði og heft af ófrelsi.
Frelsið kostar!
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 14:47
Egill, ok. skil þig.
Væri fróðlegt að vita hverng hefði gengið með leið 1.
En allavega, það var glapræði að gera þetta á þann hátt sem farin var (býst við að við séum sammála um það)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2008 kl. 14:59
Ég tek algjörlega undir orð Gunnars, þegar hann segir:
Hins vegar eru við í hræðilegri stöðu, sem við verðum að komast úr strax. Eins og ég og fleirri hafa bent á, er upptaka Dollars ekki nauðsynlega til langs tíma. Þetta er megin kosturinn við upptöku Dollars.
Ef við viljum síðar taka upp Krónu, þá gerum við það. Ef við viljum sækja um aðild að ESB, þá gerum við það með Dollar. Ef við viljum síðar eftir 10 ára veru í ESB skipta út Dollar fyrir Evru, þá gerum við það.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 15:18
Ómar Bjarki.
Við erum 100% sammála.
Loftur:
Aftur svarar þú, Loftur, án þess að hrekja mín rök. Þú skrifar rök mín reyndar upp aftur en gerir síðan ekkert meir með þau. Hum? En þú svarar ekki tveimur spurningum sem ég lagði fyrir dollarasinna;
1. Hvernig eigum við að komast yfir dollarana?
2. Hvert á skiptigengið að vera?
Þú ferð hálfa leið í svarinu við spurningu 2 en ekki alla. Afhverju, jú af því að það er bæði létt og erfitt. Létt í merkingu að ákveða að velja tölu. Erfitt í merkingunni að velja töluna því þá er um leið verið að ákveða tiltekna kjaraskerðingu. Ég á eftir að sjá nokkurn stjórnmálamann vilja taka það verkefni að sér því það er pólitísk ákvörðun í raun. Útreikningurinn er faglegur og fellur undir hagfræði. Ákvörðunin er pólitísk og afar erfið.
Ekki ósvipað og hin árlega ákvörðun um þorskvótann. Tillagan er kemur frá fagmönnum og byggir á fiskifræði. Ákvörðunin er pólitísk.
Egill Jóhannsson, 16.11.2008 kl. 15:21
Hins vegar eru við í hræðilegri stöðu, sem við verðum að komast úr strax
Ég er ekki sammála þessu Loftur. Þessi staða er að mörgu leyti betri en sú að hafa þurft að gangast í ábyrgð fyrir heilt fjármálakerfi eins og er að gerast hér í ESB. Þetta mun allt leysast um leið og verstu þrotabúsmál bankanna eru liðin hjá. Þá munu menn átta sig á að Ísland stendur mun betur en áður og allt credit rating á ríkið og hagkerfið í heild mun verða miklu betra en nokkurntíma áður. En á meðan þá þarf þjóðin af vera á þeim megrunarkúr sem hún fyrr en síðar hefði þurft að fara á - en sem var ekki hægt á meðan bankarnir nánast tróðu skuldum uppá allt og alla sem svo þýddi mikið álag á krónuna, aukna verðbólgu og halla á viðskiptum við útlönd.
Já ég veit að þetta er harða leiðin, en hún passar Íslendingum ágætlega því Íslendingar eru töffarar. Við nennum ekki 20 ára sultarkúr. Hentu þessu í mig strax og fáum þetta yfirstaðið. Þetta er smá vertíð í ráðdeild og sparnaði.
Eiginlega ætti almenningur að standa í mótmælum fyrir utan útfararstofu bankanna, ekki niðri á Austurvelli.
En á meðan við skrifum og ræðum fram og til baka um þessi mál þá vinnur gegni krónunnar að því að afrugla hagkerfið og hreinsa út úr kerfinu mikið ójafnvægi. Já, krónan okkar vinnur dag og nótt í þágu þjóðarinnar. En það má ekki misnota hana svona aftur.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 15:43
Egill, ég hef verið að reyna að benda þér á, að þú beitir "rökfærslu" sem í heimspeki er nefnt "tautologia". Dæmi gæti verið: "allir ókvæntir menn eru piparsveinar". Ég spyr aftur:
Telur þú virkilega að það séu rök gegn upptöku Dollars, að Dollar verði tekinn í notkun ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 15:59
Ég skil vel það viðhorf sem þú ert að tjá Gunnar Rögnvaldsson og fleirri sem trúa ennþá á Krónuna. Ég trúi líka á Krónuna, en ég trúi ekki á þá menn sem koma til með að stjórna fjármálum okkar.
Þá er sama hvort um er að ræða þá sem nú eru við stjórn, eða þá sem taka munu við. Staðan er dálítið undarleg, því að ég treysti bara sjálfum mér og fáeinum öðrum, sem allir eiga það sameiginlegt að standa utan við valdakerfið.
Krónan verður aftur misnotuð, því að sama valdakerfi mun verða við lýði um langa framtíð.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 16:09
og rök Jóns eru hjákátlegur útúrsnúningur eins og alltaf. oooh fannst tvö lönd á listanum sem flokkast ekki 100% samkvæmt skilgreiningunni. þá eru það -2 lönd. og hvað? Þú talar um mörg lönd en nefnir bara þessi tvö. blessaður hættu að tala og vitna í þessa rökleysu því hún kemur bara frá þér. enda ertu eins og aðrir öfga trúarofstækismenn. trúir á málstaðinn fram í rauðann dauðann.
Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 16:22
Það er alveg rétt Jón að sum þeirra hafa ekki sjálfstæða mynt og margir vilja kenna þessu atriði um fátækt sumra þessara landa. Flest landanna hafa þó sjálfstæða mynt en sem er oft pegguð í gegnum myntráð við mynt nágrannaríkja eða með örðum aðferðum. En sá tími mun koma að þau vilja fá að ráða sínum málum á eignin forsendum og að gengi gjaldmiðils þeirra sé ekki ákveðið á hádegi í París eingöngu af því að þau hafi einu sinni verið franskar nýlendur.
Það er akkert að því að hafa litla mynt og litla fljótandi mynt. Það er mikill kostur. En það þýðir samt ekki að menn eigi að misnota myntina og koma af stað öfgum í hagkerfinu. Sviss er gott dæmi frá nágrenni okkar um góða og trausta mynt lítils lands, Noregur og Svíþjóð einnig. En því stærri sem myntin er því stærri eru bara upphæðirnar. Það var m.a. þessvegna sem seðlabanka ESB tókst ekki að verja evruna gegn miklu falli árin 200-2001 því þá féll hún mjög mikið. Svo hefur þeim heldur ekki tekist að verja evruna gegn því að hækka um 100% gagnvart dollar á örfáum árum. Afleiðingarnar fyrir atvinnurekstur í ESB eru skelfilegar.
En ISK er ekki minnsta mynt í heimi.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 16:27
Ég hef reyndar skrifað mörg blogg og mörg komment einmitt um umrædda misnotkun á krónunni og þar á meðal nokkur komment hér við þessa færsu. Ég hef orðað það þannig að við höfum hagað okkur í alla staði eins og við værum EKKI með krónu. Tek undir með Gunnari Rögnvaldssyni að hana má ekki misnota aftur.
Ég skil vel efasemdir Lofts um þá menn sem koma til með að stjórna fjármálum okkar. Þar er ég sammála. En það gildir það sama ef við tökum upp dollar eða evru einhliða.
Loftur. Ég benti á að ef við tökum upp dollar þá veldur það ákveðnum afleiðingum sem ég tel slæmar. Ég taldi þær upp. Þær eru rökin ekki dollarinn sem slíkur.. Ég er einmitt að benda á að það er EKKI nægur gjaldeyrir til í landinu vegna þess fjármagnsflótta sem gæti orðið við upptöku dollars eða evru einhliða.
Og við skulum átta okkur á einu. Við erum að fá þessa lánafyrirgreiðslu í gegnum IMF og aðrar þjóðir EKKI vegna þess að við erum að fara að taka upp dollar. Heldur af því við ætlum að halda i krónu og setja hana á flott og um leið setja í gang aðgerðaráætlun sem reyndar enginn veit hvernig lítur út (sem er fáránlegt). Þannig að ef við settum upp plan gagnvart IMF og þessum vinaþjóðum að við ætluðum að taka upp dollar eða evru einhliða þá er ég nokkuð viss um að lánin fengjust ekki. IMF samdi áætlunina með okkur. Ef upptaka dollars hefði verið leiðin þá væri hún sennilega í áætluninni. Kannski er hún þar?
Varðandi lið 2. erum við ósammála og er ég búinn að útskýra afhverju.
Egill Jóhannsson, 16.11.2008 kl. 16:30
Við höfum ekkert í ESB að gera. Ef við förum þangað verður það mestu mistök sem átt hafa sér stað hér á klakanum.
Jóhann Steinar Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 16:38
Kæru félagar Gunnar og Egill,
Á ég að trúa því að þið gangið í öllum ykkar rökum út frá áframhaldandi ríkisábyrgð á bankakerfinu?
Ekkert af þessu hefði gerst ef ekki væri fyrir hana. Satt best að segja þá skiptir viðskiptahalli engu máli fyrr en ríkið er komið með puttana í rekstur fyrirtækja. Hér er verið að reyna að bjarga fullt af fyrirtækjum sem ætti bara að láta dingla ásamt öllum opinbera rekstrinum sem ætti að vera einkarekstur.
Egill bankakerfið var alls ekki orðið of stórt. Við gætum sagt það sama um Sviss eða Luxemburg að bankakerfin séu of stór. Það er bara ekki málið heldur ríkisabyrgðin.
Hér fer ég með lauslega orð (að hluta til) Guðmundar Ólafssonar Hagfræðings.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 16:38
Ég heimta röksemdir !
Mikið er ég orðinn þreyttur á fullyrðingum andstæðinga Dollars, um að árás verði gerð á gjaldeyrisforðann ef Dollar verður tekinn í notkun hérlendis. Ég krefst þess að menn færi rök fyrir þessari fullyrðingu.
Hugsum okkur þá stöðu að Dollar hafi veri tekinn upp. Innlánsvextir hér eru töluvert hærri en á Florida og Alicante. Hvers vegna ættu menn, við þessar aðstæður, að rjúka til og yfirfæra eignir sínar úr landi ?
Fyrir nokkrum árum átti ég nokkrar Evrur sem ég geymdi í Deutsche Bank í Alicanti. Af þessum Evrum fekk ég engan arð heldur einungis kostnað. Ég er ekki að grínast, arður minn var neikvæður. Aldreigi aftur !
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 16:43
Ein spurning Loftur:
Hvernig ætlar þú að ná niður þensluverðbólgu með engum stýrivöxtum? Finnst þér gaman að ná niður verðbólgu með aðgerðum ríkisfármála og ríkisafskipta (fiscal policy only). Viltu hækka skatta og gjöld til þess að hægja á fjárfestingum og neyslu? Viltu nota atvinnuleysið sem eitt af fáu fánalegu hagstjórnartækjunum? Þú veist að á endanum muntu eyðileggja samfélagið.
Það er mjög mikið púður í tunnunni í íslensku hagkerfi ennþá, meðal annars vegna þess að það er mikið af ungu fólki á Ísland og vegna þess að landið er ennþá að byggja sig upp eftir langan tíma undir erlendri nýlendustjórn. Í svona samfélagi er alltaf mikli meiri verðbólguþrýstingur en á elliheimilum hagkerfa sem eru stöðnuð og í hnignun. Elliheimili megna ekki að búa til verðbólgur. í staðinn framleiða þau króníska verðhjöðnun þar sem allt verður að engu, fjárfestingar einnig.
Mig langar að benda á viðtal við vini okkar í Færeyjum - Færeyska hagstofustjórann Hermann Oskarsson.
Svona er að kljást við kreppur þegar enginn er gjaldmiðillin, ekkert er gegnið og ekkert er stýrivaxtavaldið. Þá taka kreppurnar 20 ár. Á þessum tíma voru færeyskir vinir okkar ofurseldir dyntum danska seðlabankans. Hvernig þætti þér að sitja með óbreytta stýrivexti í 7 ár - alveg gjörsamlega án tillits til verðbólgu og hagvaxtar?
Ríki fara ekki út í hálsbrjótandi efnahagsaðgerðir eða gjaldþrot. Þau fella gengið!
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 17:09
Afsakið: hér er slóðin
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/15/sarsaukafullt_og_timafrekt/
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 17:13
Það á að setja Panama aðferðina upp hérna-:). Nei, en ríkisábyrgðina verður að afnema úr kerfinu hér í framtíðinni strákar.
Ykkur hefur ekki en tekist að sannfæra mig um að ekki sé hægt að taka upp US dollar hérna á næstu vikum. Spurningin er fyrst og fremst um áhuga. Það er allt hægt ef að viljinn er fyrir hendi og Íslendingar eru nú ágætlega gáfuð kvikindi. Vandamálið er þó oft allir spekúlantarnir sem framkvæma aldrei neitt.
Það er vel hægt að lenda góðum samningum við Bandaríkjamenn ef í það er farið af heilindum. Spurningin er hverju er verið að reyna að færa rök fyrir.
Sami maðurinn getur fært jafnsterk rök fyrir nánast hverju sem er allt eftir því hvoru megin við borðið hann situr.
En sú staða sem er uppi krefst aðgerða. Ég stóð eitt sinn með tvær hendur tómar í fjölmennustu borg heims og átti ekkert nema gallabuxurnar og bolinn, en trommusettið átti ég-:). Við tókum okkur saman nokkrir félagar og reistum tónlistarháskóla sem er stórveldi í dag. Spurðum við einhvern leyfis, nei. Við spurðum heldur ekki hvort það væri fræðilegur möguleiki af því þetta var ekki fræðilegur möguleiki samkvæmt gildandi sjónarmiðum og reglum.
Þetta fjallaði ekki um það heldur framtak. Framkvæmd, hörku og að gefast ekki upp.
Nú er ekki tími til að fara eftir reglum heldur brjóta þær.
Ég styð US dollar og afnám ríkisábyrgðar í bankakerfinu með öllu.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:29
Gunnar Waage:
Umræðan snérist um gjaldmiðilinn. Ríkisábyrgð er ekki endilega málið þó það sé hluti skýringarinnar en stærsta ástæðan er að þjóðarbúið var orðið of skuldsett. Það þýðir að krónan veikist því fjármálaheimurinn telur að við getum ekki staðið undir þessum skuldbindingum. Þjóðartekjurnar duga ekki til að greiða af lánum og vöxtum.
Bankarnir voru með 85% af þessum skuldum og því miður voru eignir þeirra margar ekki nægjanlega góðar á móti.
Til þess að allrar sanngirnir sé gætt þá hafði líka áhrif mesta fjármálakreppa síðan 1929. En um leið skýrir það að einhverju leiti veikingu krónunnar.
Varðandi Luxemburg og Sviss þá er ég nokkuð viss um að okkur hefði farnast betur í þessu umróti ef við hefðum verið búnir að vera í 100 ár í bankarekstri og með sterkar eftirlitsstofnanir eins og fyrrgreind lönd.
Hluti vandans var að við vorum búin að vera í 6 ára að búa til stærsta bankakerfi heims m.v. landsframleiðslu og eftirlitsstofnanir og stjórnvöld sem því miður réðu ekki við verkefnið.
Egill Jóhannsson, 16.11.2008 kl. 18:22
Loftur:
Þú segir;
Ég skil ekki? Ég færði rök fyrir þessu í athugasemd 53. Ég fór því og sótti hana og set hana hér aftur inn. Þetta er sama röksemd og Gylfi Zoega færði fyrir ókostum þess að taka upp evru einhliða. Röksemdin er svona og birtist eins og áður sagði hér á undan í athugasemd 53.
Ef ég útskýri þetta betur. Nú erum við með krónur og stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau tryggi allar innstæður hér á landi. Í krónum. Seðlabanki Íslands getur prentað krónur að vild og á því auðvelt með að standa við þetta loforð.
Að auki ef menn taka út krónurnar sínar þá geta menn ekki farið með þær úr landi því ekki er hægt að nota þær annars staðar. Því þarf að skipta þeim út fyrir erlendan gjaldeyri. Ef krónan er sett á flot þá væri það dýrt eins og er og þá gera menn það ekki.
Ef við skiptum yfir í dollar þá verður að breyta öllum innstæðum, lánum, o.s.frv. í dollar í einu vettvangi. Þá eiga allt í einu allir dollara. Auðvitað skiptir gengið þegar skipt er miklu máli en um leið og þetta hefur verið gert þá geta allir labbað í bankann og tekið út dollarana sína. Og erlendir fjárfestar fá dollara fyrir bréfin sín. Því er miklu auðveldara að labba í burtu með vasa fulla af dollurum.
Afhverju ættu þessir aðilar að gera þetta spyrð þú. Jú, því Seðlabanki Íslands getur ekki prentað dollara og því er trúverðugleiki hans lítill í að viðhalda þessu kerfi. Og þá þarf að útvega fleiri dollara með lántöku og í augnablikinu er lánstraust okkar ekki mikið. Svo ekki sé meira sagt.
Seðlabankinn þarf að skapa trúverðugleika með íslenskri krónu. Það verður erfitt en mögulegt en eins og áður segir er trúin á mennina sem um það eiga að sjá ekki mikil í augnablikinu. En hún er ekkert meiri þó við hefðum dollar.
Egill Jóhannsson, 16.11.2008 kl. 18:36
Það verður ekki horft framhjá því að engin fagleg úttekt hefur farið fram á málinu. Slík úttekt myndi kalla á formlegar viðræður við Bandarísk stjórnvöld.
En sem komið er erum við að geta í afstöðu Bandaríkjamanna.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 18:53
Já Gunnar, þú ert sjálfur búinn að svara spurningunni. Ég hef lengi horft upp á Seðlabankann berjast vonlausri baráttu við verbólguna, gegn þenslu-stefnu ríkisins. Þegar stýrivextirnir hverfa verður að beita öðrum úrræðum. Finnst þér annars að Seðlabankinn hafi náð miklum árangri með notkun stýrivaxta ?
Beita þarf fjárlögum, sköttum og tollum. Einnig er hugsanlegt að fara óbeina leið að stýrivöxtum, með því að leggja gjald á útlán bankanna. Það væri mjög gaman að ná niður verðbólgu með þessum tækjum og beiting þeirra mun ekki eyðileggja samfélagið . Ég endurtek það sem ég hef sagt við mörg tækifæri, að upptaka Dollars þarf ekki að vera til langframa.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 19:36
Kæri Loftur.
Ef Davíð Oddsson hefði lagt til að bankarnir hefðu verið reknir úr landi árið 2003 eða að öðrum kosti yrði sett á þá stór bindiskylda og höft, og sett á þá lögbundna sjóðamyndun til að mæta stór-töpum, þá hefði hann verið krossfestur opinberlega. Þessi sjóðamyndun til að mæta tapi var til dæmis felld úr dönskum lögum því hún var dæmd sem samkeppnishindrun af ESB (já hvað annað).
Núna þarf danska ríkið að hósta upp ríkisábyrgð þessum vesalingarekstri til hjálpar.
Það þarf ekki annað en að skoða verðbólgu-hjartalínurit Íslands síðustu ára til að sjá að myntsamstarf við raunveruleikann er alltaf best. En Seðlabanki Íslands er ekki kraftaverkastofnun.
Núna eru allar bólurnar sprungnar.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 20:33
Eitt er það atriði við upptöku Dallarans sem enginn hefur nefnt, líklega vegna þess að það er of augljóst: Efnahagslífið mun aðlagast gengi Dollarans. Fyrstu merki aðlögunarinnar munu væntanlega birtast í verði innfluttra vara. Önnur verð munu aðlagast af sjálfu sér, eða fyrir verknað stjórnvalda. Skiptahlutfallið er því ekki svo mikilvægt, en aðlögunin verður auðveldari ef breytingar verða til hækkunar.
Andstæðingar Dollars hafa reynt að læða því inn hjá mönnum, að ákvörðun skiptahlutfallsins sé stórt mál og muni leiða til gjaldeyrisflótta eða kjaraskerðingar, ef ekki er hitt á nákvæmt gildi. Um þetta segir Egill, svo dæmi sé tekið:
Þetta er alrangt mat, sem líklega er byggt á misskilningi. Tökum dæmi af manni sem á eina milljón Krónur (kr.1.000.000). Ef skiptahlutfallið er USD/IKR = 100, fær hann USD 10.000. Er nú líklegt að hann breyti mismunandi eftir því hvort hann fengi í raun USD 9.000 eða USD 11.000 ?
Svarið er augljóst, hann myndi ekki breyta neitt mismunandi eftir því hvort hann ætti 9.000, eða 11.000 Dollara. Upphæðin væri sú sama hvort sem hann notaði hana á Selfossi eða á Florida. Kaupmátturinn gæti verið eitthvað mismunandi á þessum tveimur stöðum, en það gilti um hvora upphæðina sem hann ætti.
Niðurstaða mín er, að skiptahlutfallið skiptir ekki öllu máli, en að sjálfsögðu ber að vanda ákvörðun þess. Hagfræðingum er treystandi til að ákvarða skiptahlutfallið, en er margt fleirra sem má hreypa þeim í ???
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 20:53
Já Gunnar, hefði ekki verið gaman EF Davíð hefði verið jafn ákveðinn sem Seðlabankastjóri og hann var þegar hann tók út allt spariféð sitt úr Kaupþingi ? Fyrst ég er farinn að nota þetta merkilega "EF", hvernig væri ástandið EF ég hefði verið ráðinn Seðlabankastjóri fyrir nokkrum árum ? Ég er ekki að grínast núna, en var að því þá. Auðvitað var ég ekki virtur viðlits.
Eigum við ekki að segja okkur úr þessu fjandans Evrópska efnahagssvæði og gefa Brussel Jón Baldvin í sárabætur ?
Beztu kveðjur
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 21:13
Þetta er að verða hinn hressilegasti þráður, en síðan hann hófst hefur Ísland "samið" vegna Icesave og sýnist mér af fréttum að Ísland gangist undir lögskýringar ESB að fullu. Þetta voru varla samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar í upphafi?
Rökin eru líka þau að ESB hafi staðið sem ein heild gegn Íslandi og voru Norðurlöndin ekki undandskilin.
Þá er það líka staðfest að IMF lánið (björgunarlán) sem og önnur lán ESB ríkja voru í reynd skilyrt samkomulagi vegna Icesave og því eins konar fjár-kúgun ekki satt?
Er von að spurt sé: Er ESB vinveitt Íslandi?
Þessi reynsla okkar af ESB reglum (bæði reglurnar um innistæðutrygginar og bankaútibú) og svo af "samningamálum" hefur að minnsta kosti verið fróðlegt innlegg inn í ESB aðildar-umræðuna.
Eyþór Laxdal Arnalds, 16.11.2008 kl. 21:27
Í ljósi síðustu færslu Eyþórs og nýjustu frétta þá leyfi ég mér að endurtaka og undirstrika þetta:
Það var einmitt skítasamband Evrópu sem eyðilagði skynsaman bankarekstur í löndum okkar. Ef Seðlabanki Íslands og Davíð Oddsson hefðu lagt til að bankarnir hefðu verið reknir úr landi árið 2003 eða að öðrum kosti yrði sett á þá stór bindiskylda og höft, og sett á þá lögbundna sjóðamyndun til að mæta stór-töpum, þá hefði hann verið krossfestur opinberlega - bæði Seðlabankinn og Davíð. En ekki bara á Íslandi heldur einnig í ESB musteri Sam-kyrkingarinnar. Þessi sjóðamyndun til að mæta stór-tapi var til dæmis felld úr dönskum lögum því hún var dæmd sem samkeppnishindrun af ESB (já hvað annað). Já hvað annað!
Núna þarf danska ríkið að hósta upp ríkisábyrgð þessum vesalingarekstri til hjálpar. Og núna þurfa íslenskir skattgreiðendur að borga stóran hluta af því sem Seðlabanki Íslands var búinn að vara við árum saman. En bankamálaráðherra Samkyrkingarinnar er heyralaus enda með stjörnur í skónum.
Þetta skítabandalag Evrópu mun smá saman komma okkur öllum á hausinn í eitt skipti fyrir öll. Þetta var enn einn naglinn í líkkistu þessa kommúnistabandalags Evrópu. !!! Þetta er alger skandall !!!!
Ég er æfur!
Afsakið orðbragðið
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 21:38
Mig grunar Eyþór, að einhverjum okkar muni reynast erfitt að brosa framan í fulltrúa ESB nærstu árin.
Væri ekki ráð að flytja áherðslur okkar vestur á bóginn ? Þrátt fyrir að Henry Paulson sé náinn bandamaður Gordon Bulldog Brown, eigum við samt marga vini og ættingja í landi Sólsetursins.
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 21:39
"Núna þarf danska ríkið að hósta upp ríkisábyrgð þessum vesalingarekstri til hjálpar."
Það er eins gott að til eru menn eins og þú Gunnar. Fallega mælt!!!! . Allavega sýnist mér vera grundvöllur hér fyrir skipulagðri andstöðu við ESB þegar að þar kemur og ekki veitir af að fara ekki að ganga í þetta yfirskilvitlega apparat fáránleikans.
Fyrirbærið er dæmt til algjörrar hnignunar í besta falli.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 21:52
Jú Loftur. Bæði norður og suður Ameríka ættu að komast miklu ofar á blað hjá okkur. Það hefur alltaf verið mín skoðun. En það má varla nefna Ameríku lengur á nafn hérna í samfylkingarevrópunni. Heilaþvotturinn er svo alger. Já við eigum svo sannarlega marga ættingja í Vínlandinu.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 21:54
Já nafni - hnignun er rétta orðið.
Geta bygginameistarar ekki fengið ríkisábyrgð líka - og tískuverslanir einnig? Þetta nær ekki nokkurri átt.
Hvað með pylsusala? Þeir eiga stunum við erfiðleika að glíma og hafa kanski selt fleiri pylsur en þeir eiga. Svo gufaði sinnepið upp þegar sólin skein og gasið varð að engu í kútnum. Gosið í flöskunum reyndist vera loft af verri tegund en greint hafði verið. En þegar ég hef selt pylsuvagninn minn þá mun ég eiga fyrir öllum þeim pylsum sem ég seldi sem ég átti ekki. Svo það er "góð von" til þess að allir fái sínar pylsur aftur með rúsínum í endanum á sér.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 22:05
já ríkisrekstur er fyrir kettlinga. Reyndar man ég eftir Tacostað sem ---- nei nú er ég hættur,,,,
sandkassi (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:18
Það er alltaf sárt að tapa orustu, en stríðið er ekki tapað. Getur ESB-liðið staðið upprétt eftir enn frekari gengisfellingu, við að setja Krónuna á flot ? Línurnar eru að skerpast og nú fer að koma í ljós úr hverju menn eru gerðir.
Gleymum ekki, að eftir er að innheimta fyrir dómstólum það tjón sem Bretar hafa valdið okkur með hryðjuverka-lögunum og stöðvun stærstu fyrirtækja landsins. Ég neita að trúa, að ríkisstjórnin hafi fallið frá öllum kröfum á hendur Breta.
Slagurinn um ESB-aðild er ekki tapaður, þótt þótt margir virðist ætla að beygja sig undir okið. Þegar frá líður munu menn meta stöðuna af meiri yfirvegun en á þessari stundu. Eins og Gunnar Rögnvaldsson hefur marg-oft bent á, eru kreppu-horfur í ESB uggvænlegar.
Ég er sammála G.R. að viðskipta-möguleikar í Ameríku eru miklir og Suður-Ameríku er sérstaklega spennandi. Ég held að ég fari strax að kanna möguleika á þeim slóðum. Er ekki rétt að stofna verslunarráð um viðskipti við Suður-Ameríku ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 23:16
Loftur:
Varðandi athugasemd þína númer 94 segir þú;
Þú segir að skiptahlutfallið skipti ekki öllu máli. Það er skrítið.
Í dag er dollar skráður skv. miðgengi Seðlabanka Íslands á krónur 134,96. Ef farið væri eftir því gengi þá væri dæmið þitt með 1,000,000 krónunar þannig að USD 7409.
Þú velur að nota gengið 100 og færð út USD 10,000.
Þarna munar 25%. Ef miðað væri við gengi dollars á markaðnum sem er til við hlið Seðlabanka í dag þá væri gengið ca. 150 væru dollarnir 6,667 og munurinn 33%.
Ef valið væri gengið 80 eins og dollar var búinn að vera nokkð lengi þá væri munur frá markaðsgengi dollars í dag næstum 50% þ.e. 12500 dollarar og 6,667 dollarar.
Þeir sem hafa mælt með þessari dollaralausn vilja taka hana upp strax. Á nokkrum vikum og þá þarf einmitt að taka þessa ákvörðun handvirkt.
Þetta er lykil ákvörðun en nánast ómögulegt að taka undir þessum kringumstæðum. Ég spyr, afhverju heldur þú að þær þjóðir sem hafa gengið í ESB þurfi mörg ár í fordyri myntbandalagsins og megi ekki láta mynt sína sveiflast meira en 15%.
Ástæðan: Það er verið að reyna að finna rétt jafnvægisgengi til að skipta yfir þannig að ekki sé verið að mismuna hagsmunaaðilum í landinu.
Ef skipt er á of veiku gengi er verið að setja þúsundir innflutningsfyrirtækja í þrot. Ef skipt er yfir á of sterku gengi er verið að setja þúsundir útflutningsfyrirtækja í þrot.
Og það má ekki gleyma að það er ekki bara verið að skipta innstæðum í dollara. Líka launum t.d. maður sem er með 300,000 á mánuði fengi USD 3000 á genginu 100, USD 2000 á genginu 150 og USD 3750 á genginu 80.
I raun er skipti í dollar bara ein útfærsla af fastgengisstefnu. Ísland notaði fastgengisstefnu um árathugaskeið þangað til krónan var sett á flot í mars 2001.
Fastgengisstefnunni þangað til var viðhaldið með reglulegum gengisfellinum. Gengisfelling þýðir ekkert annað en að krónan var sett á flott eitt augnablik, felld um 20%, og fest aftur.
Afhverju, jú, því verðbólgan, innanlands var meiri en verðbólga í viðskiptalöndum þannig að raungengi var of hátt.
Ef við breytum í dollar, verðbólga heldur áfram, því eins og við erum sammála um þá erum við hræddir um að þeir sem stjórna geti það ekki. Hvað gerum við þá? Fellum gengi dollars?
Úpps. Nei, það getum við ekki? Eigum við þá að skipta eitt augnablik yfir í krónu, velja nýtt skiptihlutfall og skipa aftur í dollar?
En burtséð frá þessu öllu þá er nákvæmlega enginn tilgangur í því að skipta yfir í dollar eða evru einhliða. Ávinningurinn er enginn.
Miklu betra að einbeita sér að því að breyta kerfinu, finna góða menn í stjórnmálin, góða menn í hagstjórnina og styrkja krónuna.
Egill Jóhannsson, 17.11.2008 kl. 00:24
Gangi þér vel við leitina Egill, við að finna góða menn í stjórnmálin og góða menn í hagstjórnina !
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.11.2008 kl. 00:38
Loftur það eru gríðarlegir möguleikar víða í suðurAmeríku. Íslendingar sem hafa farið í bisness í Mexíkó hafa þó átt það til að reikna markaðsmálin ekki rétt út þar.
Í fyrsta lagi þá er til gullin regla í viðskiptum, heiðarlegir menn sem eru hreinir og beinir komast áfram. Í þjóðfélagi eins og Mexíkó sem er undirlagt af spillingu og glæpastarfssemi er þetta prinsip þeim mun mikilvægara og dýrmætara.
Vinur minn Ingvar Emilsson haffræðingur er prófessor við UNAM háskólann í Mexíkóborg. Hann stjórnar útgerðinni á rannsóknarskipum Mexíkómanna báðu megin Golf/Pacific. Hann hefur reist 4 hafrannsóknarstöðvar í SuðurAmeríku, í Brasilíu og Mexíkó. Það er maður sem hefur af gríðarlegri reynslu að miðla.
Síðan er einn af mínum bestu vinum Jónas Gíslason frá eyjum búinn að vera þarna í 20 ár. Jónas er svona eins konar Gunnar Rögnvaldsson þeirra í Mexíkó. Hann er sá maður sem hefur aðstoðað hvað mest athafnamenn sem hafa farið þarna niðureftir við kaup á eignum, stjórnsýslumál og rekstur.
Þetta eru töffarar Loftur og skemmtilegir menn. Eflaust eru klárir menn víðar í SA. Til dæmis er hægt að moka upp sardínu upp með Kaliforniuskaganum, gjörsamlega botnlaust alveg.
sandkassi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 00:50
Eyþór:
Varðandi nýjustu fréttir af IceSave of kúgun ESB þá vil ég benda á nýlegt viðtal frá 13. nóv. sem ég fann á vef IMF. Þar er einhver fjölmiðlamaður sem þráspyr David Hawley, Senior Advisor, External Relations Department, hjá IMF um ástæðu þess að ekki er búið að afgreiða mál Íslands.
Þar viðurkennir hann í raun að IceSave málið sé fyrirstaðan en á mjög erfitt með að svara. Greinilega erfitt mál. Grípum niður í viðtalið.
Það er augljóst að við vorum svínbeygð í málinu af ESB. Líkleg ástæða er sú sem ég skrifaði um á blogginu og lesa má hér þ.e. að ef ESB hefði gefið eftir þá hefði fjármálakerfi ESB verið í uppnámi. Og hver samdi regluverkið sem leyfði Landsbanka að stofna útibú á EES svæðinu undir eftirliti fjármálaeftirlits Íslands, Bretlands og Hollands? Nú embættismenn ESB og stjórnmálamenn innan ESB samþykktu. Ábyrgðin á þeim mistökum er því þar.
Ingibjörg Sólrún segir á mbl.is;
Eina von okkar er að við höfum verið "neydd" til að semja opinberlega um að standa við EUR 20,887 trygginguna en á bakvið tjöldin sé samkomulag um að við þurfum aldrei að borga mismuninn ef einhver verður frá eignum Landsbankans og upp í þessa tölu. Það verði t.d. gert með "láni" til okkar sem væri til mjög langs tíma, 100 ár og með engum eða litlum vöxtum sem þá verður orðið lítils virði þegar síðasta afborgun er greidd. Þannig verði málið svæft því ESB veit jafn mikið upp á sig skömmina og íslensk stjórnvöld.
Allir ættu að sjá að íslensk þjóð ber ekki ábyrgðina heldur stjórnmálamenn þjóðarinnar og ESB og embættismenn þjóðarinnar og ESB og því fullkomlega ósanngjarnt að skuldsetja hana fyrir dæminu. Það sem styður þessa pælingu mína er að í tilkynningu sem ríkisstjórnin sendi frá sér er talað um að samkomulagið í kvöld sé "áfangi" í að leysa IceSave deiluna. Í niðurlagi tilkynningarinnar er sagt;
Ef þetta verður ekki gert á einhvern svona hátt þá held ég að Íslendingum hugnist ekki þessi félagsskapur í framtíðinni.
Egill Jóhannsson, 17.11.2008 kl. 00:53
Loftur:
Þú áttar þig á því að við þurfum hvort eð er að finna þessa góðu menn þó við tökum upp dollar. Þannig að við þurfum að leita saman.
Egill Jóhannsson, 17.11.2008 kl. 00:56
Egill, ég er sjálfur búinn að vera alveg gríðarlega reiður út af þessu máli. En ég verð samt að fallast á þau rök að samningar hafi verið nauðsynlegir.
Þá fellur það hreinlega undir það að við verðum að standa við okkar skuldbindingar. Vissulega er niðurstaða Eiríks Bergmann mjög athyglisverð og einnig sá möguleiki að fara með málin fyrir Dómstóla í Haag og var viðtalið við Rosalyn Higgins mjög athyglisvert einnig. Þessi úrræði eigum við absolut að láta reyna á.
En við megum samt ekki hlaupast frá skuldbindingum okkar. Það var í raun ekki hægt að leysa þessi mál fyrir rétti.
Misbeiting sjóðsins var þó augljós og bárust fregnir af þessu strax í fyrstu vikunni þótt því væri einhvernvegin kippt út úr fjölmiðlum. Dæmið poppaði síðan aftur upp hjá Steingrími J. einhverju seinna. Alltaf var eins og orðrómurinn væri þaggaður niður.
Þann 22.10.2008 skrifaði ég og vísa síðan í eldri póst;
Ég veit ekki hvaðan ég á að hafa fengið þessar upplýsingar ef að marka má Steingrím J. Sigfússon. Þetta kom skýrt fram í fréttaflutningi þegar viðræður hófust við hollendinga og Breta.
Þann 13.10.2008 skrifaði ég eftirfarandi;
"Í ljósi þess að nú hefur greiðslusamningur um skuldir þessara banka í Bretlandi verið settur sem skilyrði fyrir lánveitingu hjá Alþjóðagjaldeirssjóðnum sem ég tel vera valdníðslu og pólitíska beitingu á sjóðnum, þá get ég einungis komist að einni niðurstöðu og hún er þessi.
Við gerum enga samninga við Breta, og við gerum enga samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Látum skuldir þessara banka falla í þeim löndum þar sem þeir hafa starfað, þar sem þeim hefur verið veitt starfsleyfi, og þar sem þær hafa sætt eftirliti."
Þannig að Loftur fyrst að þú sást þetta líka þá fer ég líklega ekki með rangt mál.
sandkassi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 01:20
Loftur / meinti Egill
sandkassi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 01:20
UNCORRECTED TRANSCRIPT OF ORAL EVIDENCE To be published as HC 1008-ii
House of COMMONS
MINUTES OF EVIDENCE
TAKEN BEFORE
TREASURY COMMITTEE
BANKING REFORM
Tuesday 22 July 2008
MR MERVYN KING, SIR JOHN GIEVE,
MR NIGEL JENKINSON and MR ANDREW BAILEY
KITTY USSHER MP, MR CLIVE MAXWELL and MR EMIL LEVENDOĞLU
Evidence heard in Public Questions 123 - 309
USE OF THE TRANSCRIPT
1.
This is an uncorrected transcript of evidence taken in public and reported to the House. The transcript has been placed on the internet on the authority of the Committee, and copies have been made available by the Vote Office for the use of Members and others.
2.
Any public use of, or reference to, the contents should make clear that neither witnesses nor Members have had the opportunity to correct the record. The transcript is not yet an approved formal record of these proceedings.
3.
Members who receive this for the purpose of correcting questions addressed by them to witnesses are asked to send corrections to the Committee Assistant.
4.
Prospective witnesses may receive this in preparation for any written or oral evidence they may in due course give to the Committee.
Oral Evidence
Taken before the Treasury Committee
on Tuesday 22 July 2008
Members present
John McFall, in the Chair
Nick Ainger
Mr Graham Brady
Jim Cousins
Mr Philip Dunne
Mr Michael Fallon
Ms Sally Keeble
John Thurso
Mr Mark Todd
________________
Witnesses: Mr Mervyn King, Governor, Sir John Gieve, Deputy Governor for Financial Stability, Mr Nigel Jenkinson, Executive Director, Financial Stability, and Mr Andrew Bailey, Executive Director, Banking Services, and Chief Cashier, Bank of England, gave evidence.
Q123 Chairman: Governor, good morning to you and your colleagues on this evidence session on banking. They are very familiar appearances you are making at the Treasury Committee and you are even making one on 11 September when we are in recess so we look forward to that one as well. Can you introduce your colleagues for the shorthand writer please?
Mr King: Good morning, Chairman. On my right is Sir John Gieve, Deputy Governor for Financial Stability. On his right is Nigel Jenkinson, Executive Director for Financial Stability, who has been working very much on the Banking Bill and the consultation documents under John's leadership, and on my left is Andrew Bailey, Executive Director for Banking, who is very much involved in all relationships between the Bank of England and commercial banks.
Q124 Chairman: Welcome. When you were here in April you mentioned to us that you were determined that the Bank should accept new obligations only if it was granted sufficient powers to meet them. What do you see as your likely new obligations and will your new powers match them?
Mr King: Clearly the new obligation that has been suggested in the consultation documents given to the Bank is the management of the Special Resolution Regime for failing banks. That mirrors in many ways your own recommendations in your report in January. I think the consultation documents that we have seen so far do give the Bank adequate powers to implement that regime, though, of course, we have yet to see legislation and it is yet to be debated in Parliament and to be passed, so, as ever, the devil will be in the detail, but in the broad intentions in the document I think the Bank has been granted the powers to manage that regime.
Q125 Chairman: In practice what difference will it make to the Bank's work when it has a statutory duty for financial stability?
Mr King: I think it will make quite a major difference to the Bank of England. In the period before last summer I think it is fair to say that we adopted the view which was given to us under the Memorandum of Understanding that the role of the Bank of England was really not to get involved with individual institutions at any point. That has now clearly changed. It was not the view which most people seemed to take in the autumn should be our position, and what this regime now gives us is a responsibility not to supervise banks, not to get involved in great detail in banks in peacetime when there are no obvious problems, but as soon as there are potential question marks about the health of a bank we will need - and the FSA have made it very clear that they would share all the data with us - to be involved in understanding the condition of that bank in order that we would be able to make a judgment, a recommendation, if necessary, to the FSA to have the bank be put into the Special Resolution Regime and to take control of that bank in the regime were it necessary to do so.
Q126 Chairman: It is clear from the evidence of Sir John Parker last week that many aspects of the Special Resolution Regime are still to be clarified. Do you think that the Government's thinking is sufficiently advanced to enable legislation to be published in October?
Mr King: It is certainly sufficiently advanced to enable legislation to be published in October. There will, of course, be a great deal of detail that will need to be thought through and examined very carefully. That is your responsibility together with the House and I hope that you will take the time to do that and devote enough resources to it. I think there is a lot of detail still to be discussed, and the precise powers that the Bank will have and how the regime will work I do not think can be fully deduced from the degree of detail that has been published so far, so there is still a lot to play for.
Q127 Chairman: That certainly came out in our evidence session last week and that is what concerns us, particularly when the powers to take public control of banks under the Banking (Special Provisions) Act 2008 will lapse in late February. Given that situation, do you think it will be possible for the powers under the new Special Resolution Regime to be ready by then? I would not like to think that everything has got to be worked up to February because we will get a very complex piece of legislation and in ensuring that we comply by a particular date we may miss the bigger picture in that we have legislation which is fit for purpose.
Mr King: I certainly think it is more important to get it right than to rush it to a fixed timetable. That clearly must be the case. Whether or not that timetable will prove to be feasible I think is too early to judge now. I see no harm in trying to meet that timetable, but whether or not it will be feasible will depend very much on your and your colleagues in Parliament as to whether you feel you have had enough time to debate the details. They must be got right and it would be a mistake to rush it. I would rather take more time to get it right than rush it.
Q128 Mr Todd: One of the areas which certainly requires some further definition is the role of the Financial Stability Committee. You may have read the evidence when we questioned Sir John Parker on aspects of that previously. What do you think the function of that committee is? Is it an executive committee to handle specific circumstances and to drive policy and to direct the executive of the Bank? Is it an advisory body? What exactly is it going to do, do you think?
Mr King: Let me try and spell out how I think it would work in practice and then we can decide what label you wish to attach to it. What I envisage is that, in contrast to monetary policy, where there is a very clear single decision, single instrument and a timetable to make those decisions which need not vary, financial stability is a very different kettle of fish altogether. The issues involved are many and varied. There is no one-dimensional policy instrument. I think you can divide the work into two kinds. We would intend to involve the Financial Stability Committee in discussions of both kinds, and indeed in all the work of the Bank in financial stability, so I think there are two kinds of work. One is the structural work where you are not working to an immediate timetable determined by the problems of a crisis. You are thinking through a structural reform, how would we implement and manage the Special Resolution Regime, how does lender of last resort support work in practice, how would we design the new regime for regulation of payment systems, which is another responsibility that the Bank will be given. We would have discussed with the committee the Special Liquidity Scheme; we did with Court, but we would discuss it in more detail with the Financial Stability Committee and the successor to that scheme. All of these issues are important to financial stability but they are not done to a particular timetable. They are issues that we need to think through. My view of this committee is that the executive and non-executive members on the Financial Stability Committee would sit together and debate at some length all the issues that go into it. I think in the end the executive members will have to take responsibility. I do not think non-executive members of Court are there to second-guess the policy judgments of the executive, and I do not think you can really expect them to be held responsible for a lot of the detail of it; it is not their task to do it, but I do think that they have to be comfortable with it. I would not myself want to proceed with any of these structural issues unless I felt the Financial Stability Committee were comfortable with that. Nevertheless, in the end this committee is going to hold me and the other executive members accountable for what the Bank does. We will be held responsible for it. The accountability of this kind of work of the Financial Stability Committee will be done as other Court committees often do it. All the detail will be discussed with the executive members and the non-executive members will be able to report back to Court as to whether or not they think the executive is doing a competent and professional job. If not they can raise question marks.
Q129 Mr Todd: So, in answer to my question - that was a very helpful answer -----
Mr King: Can I go on to the emergency actions, which is the other part of the work? On that one, again, we would discuss with the Financial Stability Committee each individual case, daily if necessary. You cannot expect Court to do that but I think the Financial Stability Committee would have to be prepared to meet daily if necessary, but we on the executive will be meeting all day dealing with a crisis. There has to be some delegation of decisions in a crisis to the executive, Court understands that, but insofar as possible we would certainly take every decision to the Financial Stability Committee, and I myself would not want to recommend to the Chancellor that the Bank would be willing to support an action if the Financial Stability Committee felt that the use of the Bank's balance sheet was too risky, for example. If the FSC was not willing to support that action I would say to the Chancellor, "Look, if you want to go ahead with this then it will have to be at the cost to the Government, not the Bank". I do think that the Financial Stability Committee has a very big say here, but in the final resort you and others are going to hold us accountable.
Q130 Mr Todd: Indeed, so you have defined a role of forceful, high-powered advice and scrutiny?
Mr King: Yes, exactly.
Q131 Mr Todd: Challenging, probing but not accountable for decisions that may be made? Those are essentially the duty of the executive and the Government?
Mr King: Yes, but I do think that the non-executive members of the FSC will be reporting back to Court on whether they think the executive have handled the matter competently and professionally because they will have seen us in action in some detail in a way that Court will not.
Q132 Mr Todd: So in this slightly unusual body you will also have seen that there was some questioning of your own role?
Mr King: Indeed.
Q133 Mr Todd: How do you define your own function on this body, bearing in mind that you are to some extent being held to account by them and yet you are the Chairman of it?
Mr King: I think the accountability is ultimately with Court, which is, of course, chaired by a non-executive director, not by me, but the way in which Court holds us accountable is because of the information and views provided to it from the non-executive members of the Financial Stability Committee. If this committee is to engage in a serious debate about the structural reforms and issues that the Bank is engaging in and the individual cases that we are involved in it really is going to have a serious input into those decisions. The Governor will have to chair it; otherwise it will not be a committee which really is getting to grips with the policy issues which the Bank is facing.
Q134 Mr Fallon: I do not understand this. You said at the very beginning to Mr Todd that the executives of the Bank led by yourself would be accountable to this committee but you will chair it. How can you be accountable to a committee that you will chair?
Mr King: I said that the committee has both accountability and executive functions. It has both of those. The accountability is the reporting back to Court by the non-executive members of the Financial Stability Committee.
Q135 Mr Todd: This is a beast of a very different kind from the Court and will require rather different membership. You will be aware of the potential conflicts of interest that will arise from the selection of some members.
Mr King: Indeed.
Q136 Mr Todd: You may have heard my line of questioning which was perhaps looking at an international dimension to membership, which I note is already on your Financial Stability Board. You have a Swedish banker, I think.
Mr King: Yes, a former member of the Riksbank.
Q137 Mr Todd: I will say straightaway I am presuming that you will not have a role in the appointment of these members because that would be presumably inappropriate, bearing in mind the discussion we have had.
Mr King: Yes. The non-executive members of the Financial Stability Committee will be drawn from the members of Court. Members of Court are appointed by the Government, or the Crown on the advice of the Government, and Court itself will then choose the subset of members that will serve on the Financial Stability Committee.
Q138 Mr Fallon: Can I give you one more opportunity to explain, Governor, how you yourself can be accountable to a committee that you will be chairing?
Mr King: Because the accountability is to Court. It is through the Financial Stability Committee to Court. If you want this committee to get seriously involved in individual decisions and judgments where it is making a major input into those decisions and it is not simply holding the executive to account; it is actually making an input into those decisions, then it is not just a committee which is involved in accountability.
Q139 Mr Fallon: All right. Let me take you back to something you said to the Chairman on the Special Resolution Regime. You said the Bank would make a recommendation if necessary that a bank be put into the Special Resolution Regime, and I thought you had won this battle with the Treasury but the document says, "The Government proposes that initiation of the regime would be subject to an assessment by the FSA". Have you won this battle or not?
Mr King: I do not think it is a battle. It is true that I would have preferred an outcome in which either the FSA or the Bank of England could have initiated the trigger. We will not have the right to initiate the trigger. We will have a right to make a written recommendation to FSA that they initiate the trigger. That is clearly not the same thing, but in due course I would expect that if there were problems with this you yourself would want to comment on whether or not FSA did or did not respond in a sensible way to the advice that we gave, so I think we have a major say in giving advice as to whether the trigger will be pulled, but it is true that we will not be pulling the trigger.
Q140 Mr Fallon: The Government go on to say, "The Bank of England would be able to make recommendations to the FSA regarding this assessment", about the trigger.
Mr King: Yes.
Q141 Mr Fallon: But you will not be able to make a recommendation independently of the assessment by the FSA, will you?
Mr King: Yes. The FSA have said that all the information and data concerning the bank in question would be made available not only to ourselves but also to the Treasury, so the tripartite authorities which share all that information. That would enable us to make a judgment ourselves as to whether we thought the trigger should be pulled, and if we thought it should we would make that recommendation.
Q142 Mr Fallon: So you could identify a bank that the FSA was not yet ready to identify and say in your view as a recommendation that you thought that was ready for the regime?
Mr King: Yes.
Q143 Chairman: Governor, you mentioned our role. How will we know what advice you have given to the FSA? This will surely be in private. It would only be a post mortem.
Mr King: It would be a post mortem but I do think that the ex post accountability that you engage in is extremely powerful.
Q144 Chairman: In other words, after another possible shambles people will come along here and we will find out what advice you gave to the FSA?
Mr King: That is all the power which I have.
Q145 Chairman: The issue, Governor, on Northern Rock was an issue of clarity of leadership and precision and, as I have mentioned before, every participant came along and said they did their job.
Mr King: As I have said to you, I would have preferred a regime in which we had the power to pull the trigger. The Treasury have decided that is not the power that we will be given.
Q146 Chairman: Okay, so this is the first fuzzy aspect of this?
Mr King: I do not think it is fuzzy. I think it is clear. It is not the one I would have chosen but it is clear.
Q147 Chairman: Okay, it is clear, but it is not in your favour and will maybe not be in the best interests overall.
Mr King: That is for you to judge. We have made our view clear. We lost the argument on that, and that is fair enough. We are not going to keep fighting about that.
Q148 Mr Fallon: Sure, but there would be two institutions potentially still making recommendations -----
Mr King: Yes.
Q149 Mr Fallon: ----- and at the same time a different point, saying a bank could be about to fail?
Mr King: Under the regime which we proposed there would have been two bodies that could have taken that decision. You seem to me to have no problems with that.
Chairman: Okay, clarity, oh, clarity.
Q150 Mr Brady: Just to follow that up, if you write this letter, this recommendation, and the FSA does not agree with you, at what point might that become public?
Mr King: That would depend on how the circumstances panned out. If nothing happened to the bank and it never entered a Special Resolution Regime maybe no-one would discover it, but I imagine that some years down the road eventually you would ask the question, "How many recommendations did the Bank make which were not acted upon?", and then you would find out.
Q151 Mr Brady: I will try to remember to ask the question.
Mr King: I hope you will be around long enough to find out.
Q152 Mr Brady: If the Bank of England has responsibility for the Special Resolution Regime and for the choice of tools to be used within it, do you envisage that would mean having an in-house expertise and capability to run it or would you rely on co-opted people to do that?
Mr King: No, there will have to be some in-house team running the Special Resolution Regime, clearly. I think it is fair to say that all such bodies around the world, whether it is the FDIC in the United States or the equivalent in Canada or elsewhere, operate with a certain minimum level of staff on a permanent basis and then bring in staff quickly when circumstances demand that a bank be put into a Special Resolution Regime. One of the things that we will be doing in the autumn is working out the details of how we are going to manage that organisation, both the permanent staffing of it, which will require rather different kinds of people than we have in the Bank at present, and also the basis on which we know that we will be able to attract people very quickly, often at only a few hours' notice, in order to beef up the staff when dealing with a particular bank to be resolved. That is exactly the way the FDIC operates in the States and we will certainly want as far as we can to take advantage of the expertise and knowledge which those bodies have and have exercised over many years. We have had very useful contacts with them already.
Q153 Mr Brady: Do you have a sense at this point of what kind of additional resource you would need for that minimum capability or is it too soon to say?
Mr King: I think it is too soon. It would just be pulling something out of the air. The Americans have a permanent staff of 200. That is because they have many more banks. They have had five banks fail this year. The big challenge to us in this regime is that we would expect to have many fewer banks in the regime than, say, the Americans, but if it were a bank in the regime it could well be much bigger than the average bank dealt with by the Americans. That I think is the big challenge because they have never had to resolve in terms, say, of paying out depositors quickly, anywhere near the number of accounts that even, say, Northern Rock had, so there is a big logistical challenge in designing a regime which will not be used frequently, we hope, but when it is required has to operate very effectively and on a much larger scale than almost anyone else in the world has done so far.
Q154 Mr Brady: There have already been some questions about the structure and how it will provide accountability, a slightly different aspect of that. How can the Financial Stability Committee provide accountability for the regime when its members will have been parties to the decision-making process in implementing that regime?
Mr King: That is exactly my point, which was that accountability for those decisions, I think, rests directly with you, that the Bank will be directly accountable to you. It will be accountable to Court but in the end the use of the Bank's balance sheet Court itself will want to have a say on, as it did on Northern Rock, and if Court decided to use the Bank's balance sheet then how is Court accountable? It is to you, it is to the Chancellor; it is direct accountability of that kind. If you want the non-executives to be involved in some way in giving advice and being involved in the decisions then you have to accept that they cannot entirely operate a completely hands-off accountability role.
Q155 Ms Keeble: What is your view of the proposals for the new depositor protection arrangements?
Mr King: I think the main proposal, which is that we would move to 100% deposit insurance up to some limit where one of the candidates for that limit is £50,000, is all very sensible. It is what I recommended to you right back in September only a few days after the run on Northern Rock. I think you cannot hope to avoid a run unless you have a regime of that kind in place, because once you have a regime of that kind in place there is a problem because the banks themselves may feel that, to the extent that they can fund operations by raising retail deposits, the risk of those retail deposits now falls entirely on other banks or on the taxpayer ultimately, and that is why we are in favour of risk-based premia for this insurance scheme. We think that the banks, when providing the funds to finance the deposit insurance scheme, should pay a contribution which reflects the riskiness of the bank. In order to do that some element of pre-funding (it does not necessarily have to be enormous but some element of pre-funding) is desirable. That will be consulted on in the autumn and that is for a future consultation. I would hope that that issue will still be on the table. I think it is important. I do not think it is a good idea to offer 100% insurance up to, say, £50,000 without any element of a risk-based premium at all, and to do that you need some element of pre-funding.
Q156 Ms Keeble: I wanted to ask about the pre-funding. In particular do you think that the new arrangements, which are obviously going to be important if a bank does fail in that people will get their money and be able to manage their finances and so on, would also help prevent a further run? Do you think they would provide the assurances that people need to prevent the kinds of things we saw with Northern Rock?
Mr King: I think they will certainly make a very big difference and it will certainly help. In itself it is not enough. There was a very interesting episode that has just taken place in the United States where they have this deposit insurance but when Indy Mac failed they had a run. In fact, they had queues of depositors outside all 33 branches. The reason was not that they did not have the right scheme. The reason was that they had perhaps not communicated enough to all the depositors the nature of that scheme. The lesson from this is very interesting. If you think back to the experience we had in the autumn, FDIC Chairman, Sheila Bair, said, and note this is about America last week, "Nobody anticipated the kind of media that was going to get played and, frankly, in an inflammatory way with some of the networks. This has been pretty non-stop since Friday. There were lines outside the branches for four days. Officials blame the problems on extensive television coverage which heightened the anxiety of the consumers that depositors would not have access to their money." Communication is at least as important as putting this scheme in place.
Q157 Ms Keeble: Is the idea that people can get more money out faster with more assurances not more likely to make them go and get more money out?
Mr King: Sorry?
Q158 Ms Keeble: If you have a scheme which is guaranteed to pay people out more money more quickly -----
Mr King: Then why would you waste your time going to stand outside a bank?
Q159 Ms Keeble: Alternatively you might hurry down more quickly. As you say, it is a question of how this -----
Mr King: If it is paid out by the deposit insurance scheme rather than the managers of the bank, that is the important thing.
Q160 Ms Keeble: Can I ask you about the pre-funding? As I understood it there are two options. One is that there could be a loan taken out against the public sector and the other is with the pre-funding and those are two quite different schemes. I had understood that the balance of opinion was in favour of the first rather than the second but you are arguing for pre-funding. I wonder if you could comment on that and also say if there has been any scoping out of how much money would be needed, because that is obviously fairly critical for the success of any scheme.
Mr King: Yes. On the first, the Bank's view still remains that we think an element of pre-funding would be a desirable part of this scheme. I think it is fair to say we have not convinced all other participants in this debate yet. I think it is rather short-sighted myself to use the argument that the banks should not be asked to put up money now. No-one is suggesting that this year is the time when you would ask banks to put up money, but if you wait until there is a problem that is a pretty bad time to ask the banking system to put up a large amount of money.
Q161 Ms Keeble: I understand that but the case that you were talking about in the States was a bank with 33 branches.
Mr King: Indy Mac, yes.
Q162 Ms Keeble: We are probably looking at something rather different in the UK.
Mr King: That is why I think we have used the phrase very carefully, "an element of pre-funding". We are not necessarily suggesting that you will be able to rely on pre-funding to pay for everything.
Q163 Ms Keeble: What does "element" mean? Has there been any discussion on the amount?
Mr King: There is obviously a choice. You can choose how much you would raise by pre-funding and how much by post-funding. There is no obvious division which is optimal. That is a debate I would like to see. I think some element of pre-funding is necessary in order to enable you to set the premia on the basis of the risk of the bank. That is the important principle.
Q164 Ms Keeble: If you say "an element of pre-funding" how much would it be in percentage terms and what would it be expected to raise because that must be critical in terms of the success of the scheme? Is it X billion, Y billion? I do not know. What percentage and what does that then mean for the premia?
Mr King: There are lots of choices. You can have a small premium of only a few basis points on the level of deposits of a bank or many more basis points. You can choose how much. The size of the fund is something that you could choose, to have a bigger or a smaller fund.
Q165 Ms Keeble: What would you recommend?
Mr King: I do not think I would want to recommend a particular number at this stage but something that would amount to a non-negligible contribution, so that over, say, ten years you would have built up a fund of many billions, so certainly into the billions over ten years.
Chairman: Non-negligible billions, okay.
Q166 Nick Ainger: I do not know if you, Governor, are going to answer this question or one of your colleagues because it is about the detail of how the depositor protection scheme will work for banks that are based in the EEA and have branches here which are deposit taking. We have had a note from the FSA following the evidence session we had with them which explains in some detail how it works. Can you confirm that under the proposed arrangements, if there is a bank which is foreign owned, based in the EEA, that has branches here and gets into difficulties, the first call that a depositor would make would be on the home depositor guarantee scheme, not on the FSCS? Is that correct?
Mr King: The only people who can answer this question are the FSCS themselves; we cannot. It is nothing to do with the Bank of England, but as we understand their position a depositor would have a call on two funds. The first amount would be up to the level of deposit protection offered by the home European state in question, which varies according to the European state. The difference between that and the figure which is the limit for FSCS would be contributed by the FSCS. There would be two contributions if the amount in the deposit account was up to, say, the FSCS limit, and you would have to make two claims for these two different amounts.
Q167 Nick Ainger: But is that not the problem, that we want a scheme which is designed to prevent people creating a run on a bank, in other words, an easy, quick way of an assurance that you can get your money out quickly? If we have a scheme where we have a significant number of branches of foreign owned banks where you have to go and claim in another country for that depositor protection, is that not going to lead to runs on banks because people will believe it is going to be incredibly difficult and complex, whether it is or not, and be time-consuming too if they have to go to the country of origin depositor protection scheme rather than call in straight on the UK one?
Mr King: Certainly, any depositor who decides to put their money into the branch of an overseas bank that is not regulated by the FSA has to ask questions about whether or not it is safe to do so. This is a question really for FSA and FSCS about whether or not UK retail depositors should or should not have access -----
Q168 Nick Ainger: But surely you have a view?
Mr King: No, I do not have a view. It is not my responsibility and I do not like going round telling FSA or the FSCS what regulation they should have. It is true that if foreign banks in the UK have branches in the UK and people can put deposits in those branches, then, unless they are covered by the FSCS, which would be the case if they came from outside the EEA, then you have to apply to two deposit authorities. That is something which is a decision of the European authorities. It is not to do with the Bank of England. It is not even to do with the UK authorities. It is a European agreement. You may want to raise that yourself with the relevant ministers to see whether this is a suitable outcome.
Q169 John Thurso: Governor, in our report The run on the Rock we made it clear that we could not accept the evidence that had been given that the tripartite system operated well. We disagreed fundamentally with that. In your speech to the British Bankers' Association in June you said the Memorandum of Understanding regarding the tripartite arrangements was not so much faulty as incomplete. What was missing and what has been done to plug the gap?
Mr King: I think what was missing were two or three things. One is the set of issues we have been debating this morning, the Special Resolution Regime for banks. The reason why Northern Rock dragged on and on was the absence of any Special Resolution Regime. That bank would have been dealt with immediately under a Special Resolution Regime. It could not be because nationalisation was the only alternative. The second is deposit insurance where there was an incentive to have a run in the absence of a 100% deposit insurance, and, thirdly, it is fair to say that the tripartite arrangements were seen as a communications framework in which people would communicate their own responsibilities to each other. With regard to the lender of last resort facility, clearly mistakes were made, as you pointed out in your report, about the failure to grant the guarantee early enough. That was clearly a failure; it should have been granted earlier, but in terms of communication the things we had to communicate with each other we did. The framework was incomplete in the sense that we were not discussing detailed information about individual banks enough between the FSA and the Bank of England, and since the late autumn that has changed really quite dramatically. There are now regular tripartite meetings at principals' level. There was none before. There are regular discussions between FSA, the Bank and Treasury about individual institutions and contingency planning. All of those things, understandably, in the context of the financial crisis, we have gone into action on and I think it has worked pretty well since then. I think all three parties would say that they feel they have worked together pretty well.
Q170 John Thurso: Would you say that the core function of the tripartite arrangement therefore is to be a communication vehicle between the three institutions?
Mr King: Yes, I think it is. Each of them has very clear specific responsibilities for which this Committee holds us accountable. We cannot devolve those responsibilities onto others.
Q171 John Thurso: Is there any moment at which the tripartite group should become a decision-making body? Is it capable of that? Should it be there?
Mr King: I think it certainly would in the context of the question of resolving a bank where the right solution of resolution involved the use of public money. I think it would be almost impossible to avoid a situation where, if FSA wanted to say to the other members of the tripartite authorities, "In our view this bank is close to failing. We ought to start to prepare for the contingency of going into the Special Resolution Regime", the Bank of England would say, "We have looked at the various options here. Our preferred option for this bank does involve the use of public money for a period and that cannot be done without the Treasury agreeing that". The Chancellor has to have the opportunity to reflect on that and decide whether or not it is an appropriate use of public money. I think in that situation all three bodies have to work very closely together, yes.
Q172 John Thurso: Because the only way in which you can join up the evidence that we had, which was three separate groups of people saying they had all done their job, and the overall view, which was that the job did not get done, was to say that there was something missing in that communication between them or in the decision-making process.
Mr King: No, there is a third possibility, which is that the three bodies between them did not have sufficient powers to deal with the situation and that is my point from the very beginning here. The fact that no one of those three parties had the ability to put Northern Rock into a Special Resolution Regime and the fact that we did not have 100% deposit insurance were major contributors to the problems that we faced.
Q173 John Thurso: So your view is that with these additional tools, if one had an unfortunate circumstance like Northern Rock again, the mistakes or whatever would not occur again?
Mr King: We certainly would handle it differently. I cannot promise you we would not make mistakes, everyone can make mistakes, but certainly these powers would make an enormous difference.
Q174 John Thurso: On another matter entirely, which I asked you about a couple of times ago, Scottish bank notes, we have had a happy resolution to that in that we are going to be able to go on producing our Scottish bank notes. Were you party to the ultimate compromise and were you content with it? Will it do the job?
Mr King: We were certainly deeply involved in all the discussions. The question of how the profits of note issue are divided between taxpayers and note issuing banks is a matter for the Treasury, not for us, so that is a question you must put to the Chancellor, but in terms of the details of how we all managed that agreement, we were closely involved and Andrew Bailey is the man who was responsible and involved in that.
Mr Bailey: The first part of it was as the Governor said. The second part is how you allocate the income received by the note issuing banks from issuing those notes, but the first part of it is all to do with saying there is a set of risk-free assets that are there to back the note issue and are there to protect the holders of notes in the event of a failure of one of the note issuing banks. In the current regime there is, in fact, no ring-fencing so that those assets are, in the event of insolvency, available to the note holders. They would just be in the general pool of assets, and the new regime will achieve that, so yes, we are happy that we are going to get that and that is what we think is appropriate.
Q175 Chairman: Clydesdale Bank were one of the banks that I think had quite major concerns on it and they did speak to me a couple of weeks ago and they seemed very happy with that.
Mr Bailey: That is my sense too.
Q176 Mr Dunne: Can I take you back to the questions that John Thurso was asking in relation to the role of the Treasury in the new tripartite arrangements? It is clearly appropriate that the Treasury and the Chancellor are involved in the design of the regime. We have had evidence from the non-executive directors of the Court that they think it is appropriate not to be involved in the implementation of the tripartite arrangements going forward. How is that possible if ultimately it is the Chancellor's decision whether to commit public money to a situation?
Mr King: It would depend on which tool was used in the Special Resolution Regime. A number of the tools would not apply the use of public money. The way I see it operating is that the Bank would decide what tools were the appropriate tools to use. If they did not involve the use of public money the Bank would simply implement it. If they did involve the use of public money the Bank would have to go to the Treasury and make the case, and the Treasury would certainly be entitled to say, "No, we do not think this is an appropriate use", and the Bank would then have to move down the list of tools until it found one that either did not involve the use of public money or which the Treasury were content to adopt. I think that is a reasonable position. I do not think the Bank can possibly assume the right to determine the use of public money for these things. It has to be decided by the Chancellor.
Q177 Mr Dunne: I agree that that is where the decision needs to lie, but, given that we are talking about exceptional cases and probably large cases here where large amounts of public money may be at stake and therefore the decision for the Chancellor may be a very difficult one, surely it is right that the Treasury and the Chancellor are involved at the very earliest stage in determining whether this is an option or not, because it might influence whether or not the FSA exercises the trigger and you then get involved and go through that decision tree you have just described?
Mr King: That is one of the things which I am sure would be discussed at length in the tripartite arrangements, but the point is that the decision on what tool would be used would in the end be the responsibility of the Bank of England. Therefore, you can hold us accountable for it and we would not want to go ahead with a tool that we felt was inappropriate.
Q178 Mr Dunne: Will that not potentially set up the same disagreement between the Governor of the day and the Chancellor of the day if the Chancellor is determined not to make public money available?
Mr King: No. We will find other ways round the problem if there is no public money available. That is the job of the resolution authority. I do not think we can say to the Chancellor, "You have to give us this money to make it work". We can say, "Our advice would be that public funds be used in this situation", (or not, as the case may be), but he must be entitled to say no, and if he says no we have to work round it. That seems to me to be perfectly reasonable.
Q179 Jim Cousins: Governor, it is clear under the existing legislation that the responsibility for testing whether a bank has adequate financial resources lies with the FSA as the regulator, but is it not also clear from your own presentation this morning that when this new regime is put in place the Financial Stability Committee will be working alongside that, overshadowing that regulatory responsibility of testing adequate resources? Is there not a rich potential for muddle here?
Mr King: I think not but let me explain how I think the regime would work. I think we feel it is helpful to think in terms of banks in a green zone, amber zone and red zone, where red zone is the bank that has already gone into the Special Resolution Regime, green is a bank that is under the normal supervisory regime of the FSA and there are no obvious concerns, and amber is the regime where there is a bank about which there is a concern. I think it is in the amber regime that FSA would want to (and it has said it would) share all the information that it had about the bank with the Bank of England, and that the Bank of England would want to acquire information about that bank in case that bank ultimately got into the Special Resolution Regime. One of the problems we had with Northern Rock was that, having had a regime with a very clear separation of responsibilities, we actually knew almost nothing about Northern Rock and we knew nothing at all about the collateral that it had, which made it more difficult than would otherwise have been the case when it came to us lending the lender of last resort facility against that collateral. We feel that in the run-up to that sort of operation we need to be involved earlier in order to acquire information that would be relevant to us under our own responsibilities, not to second-guess the regulatory judgment of FSA but to prepare ourselves for responsibilities that we might be called upon to meet.
Q180 Jim Cousins: Governor, we have had some evidence from the FSA which casts doubt upon a clear distinction between green, amber and red. When we asked the FSA what they meant by heightened supervision they made it clear they could mean any one of a whole range of different things of varying significance and importance. In a situation where you are operating the clear sense of green, amber, red and the FSA are not, is there not a rich possibility of muddle and confusion?
Mr King: No, I do not think so, because what FSA said when they gave evidence to you was that the distinction between green and amber was not one that was capable of being announced to the world at large according to a certain precise criterion, and it is very important that the world at large not know the distinction between green and amber because otherwise it would be very hard to intensify supervision of a bank without telling the world that the bank was in trouble. It is very important that FSA can change the degree of supervision, whether it is heightened or intensive, of an institution internally in order to deal with cases that it is worried about without having to alert the world at large that it is doing that. That is what it meant by that, but it would certainly talk to us about whether or not it was more or less concerned with an institution, and it has done that all along, so I do not think we would have any difficulty in discussing with FSA whether we felt the bank was in a situation that we ought to take more interest in.
Q181 Jim Cousins: We are now getting a picture of quite a complex process and you yourself have referred this morning and on other occasions to the importance of communication, and you have made it clear that you do not think this amber state, if we are going to use your terminology, should be communicated, but has there ever been any formal inquiry as to how the leak which caused the run on Northern Rock ever took place? Has there been any formal inquiry into that at any stage by anyone?
Mr King: As far as I know no institution has instigated a formal inquiry, no.
Q182 Jim Cousins: Governor, do you not accept that there is a certain moral hazard, if I can use that term, in not carrying out such an inquiry into how that happened because in the absence of such an inquiry how do we know that all these discussions that will be going on in the amber phase between a whole variety of different people in your two organisations, involving the Financial Stability Committee, will not be leaked?
Mr King: All I can say is that if you would like to hold your own inquiry into what happened you would be very welcome to. I do not think any leak inquiry has ever produced a very productive result, and I think it is pretty clear where leaks tend to come from.
Q183 Jim Cousins: But, Governor, this Committee is not the appropriate agency to do that, as you know perfectly well, and you must also appreciate, Governor, because you yourself used the term "moral hazard" on a regular basis, quite properly, that if significant leaks occur and no inquiry is made into those there is an element of moral hazard that results.
Mr King: I am absolutely convinced that no leak emanated from the Bank of England. I have no idea where the leak came from. Others can ask themselves that question if they want to.
Q184 Chairman: Governor, I thought you said it was pretty clear, you thought, where the leak came from. Did I hear you wrong?
Mr King: No, I did not say that.
Q185 Chairman: What did you say was pretty clear then?
Mr King: I said leaks in general are those things which you are more expert in than those of us in public bodies. I think you are much more expert in where these things originate from and how they come out.
Q186 Jim Cousins: I am sorry, Governor, this is a serious issue.
Mr King: It is a serious issue.
Q187 Jim Cousins: It is too important for that kind of by-play. You know perfectly well the credibility of this system will depend on an absence of leaks.
Mr King: I have given you an assurance that no leak came from the Bank of England in any respect of any issue in the last year that has come up. There are a number of issues where leaks have occurred, where things have reached broadcasting authorities. None of it came from the Bank of England. I cannot carry out any investigation into a leak from any other authorities.
Q188 Jim Cousins: But, Governor, what are we on this Committee and in Parliament when we consider this legislation to make of a system where there are inquiries into bottom feeders' leaks, young men at computer terminals, but there are no inquiries into top people's leaks?
Mr King: What top people's leaks are you thinking of?
Q189 Jim Cousins: What occurred last September.
Mr King: I suggest you ask the other authorities involved what they have done about it.
Jim Cousins: Thank you.
Q190 Chairman: Going back to the point about depositor protection earlier on, what we have found is that the banks are very resistant to the rapid payout from depositor protection because that will have a high cost on them upgrading their systems. Do you think that such a cost is worthwhile in order to reduce the possibility of another run on a bank?
Mr King: I do, and I think it is not something that we should insist be done immediately. Banks should be given a period of time over which to do it. The FDIC in the United States gave banks 18 months in order to ensure that their information on depositors was in a conforming standard that could then be handed to the FDIC in the event that the FDIC took control of a bank. There are many things that we could do that would make the management of either payout of depositors or transfer of a deposit book to another bank much faster and more efficient. I think that ought to be part of the regime of protecting depositors and I think the banks should be given time, several years, to get to that point but it is important that we embark on it.
Q191 Chairman: As you know, in our report we were for the principle of prepayment but we have left it to others to work out, but the principle itself is important and work should begin on that because if the principle is not there then institutions could take excessive risks in the future.
Mr King: I agree, and I would be in favour of that work being done and I think it can be designed in a way that over a period of time does not impose excessive costs on banking.
Q192 Chairman: The Bank of England is to be granted immunity from damages in respect of its central bank functions. Why has that not been thought necessary before and why does it matter now?
Mr King: It was thought necessary up until 1997 and I think it was some oversight that it was not extended. I think the assumption was that all of our regulatory responsibilities would be handed to FSA and therefore we did not need an immunity. Now, of course, we will have regulatory responsibilities under the Special Resolution Regime, and indeed on payments systems, and I think most people have commented in the consultation responses that they feel it would be appropriate for the immunity to be given to the Bank.
Q193 Chairman: Will that immunity have retrospective effect as well, do you think?
Mr King: I have no idea. I rather doubt it, but I do not know.
Q194 John Thurso: I have just one question on the general concept of financial stability. We all know we want it and we all know when we have not got it, and the causes of financial instability during the last year are numerous and we have discussed them and they are greed and hubris and inexperience and all sorts of things, but when your new committee sits what tools do you have to do anything about any of those things that are going to have any effect?
Mr King: There are very few tools to deal with greed and hubris and excessive optimism or exuberance, as others have called it. We have in the past, under John and Nigel, produced our financial stability report. We have given speeches. We were very clear on it. Rather than sending our report to banks themselves and asking them to report on behalf of their boards as to what they have done, I think that would just be a rather fruitless box-ticking exercise, it would be better for us if we in future felt hat there were serious concerns to write to the FSA and draw their attention to areas where we felt there was excessive risk-taking and ask them to think clearly about it. In the end I think you can do nothing except rely on people to look to their own long term interests, and one of the problems we have seen over very many years is that people say, "What is financial stability?". I would think of financial stability as a period during which the payment system worked normally and the ability of households to mediate their savings into real investment in the economy at home or abroad operated normally, but the question is, what is "normally"? Is it the case that creating complex instruments like CDO-squareds is normal? Is it the case that encouraging people to borrow sub-prime mortgages when they could not really be expected to repay in most plausible states of the world is normal operation? I think therefore the danger is that financial stability looks like a period in which you are merely sowing the seeds of the next crisis and it appears to be a tranquil time but in fact beneath the surface those seeds are germinating and will produce the crisis down the road. The way to deal with that, I think, is the way I set out in a speech I gave in the autumn, which is as far as possible to ensure that people face the right incentives, and those are incentives that we can influence through public policy, through ensuring that banks have enough capital that they set aside more capital when times are good to deal with problems when times are bad. I think there is a lot to be said along the lines that John has talked about in his speeches and Charles Goodhart and others have talked about, the idea of trying to make the capital requirements increase the longer the period of stability that seems to occur. Those are things that we can try to do. I think the banking system as a whole can think about its structure of remuneration in order to ensure the incentives of its employees are more closely aligned to the interests of the shareholders. All of these things matter but in the end, if people feel that they are prepared to gamble their own savings because someone has offered them a return which seems almost too good to be true and they are greedy and it is too good to be true, they will lose and there is nothing you can do about it.
Q195 John Thurso: But the concern that I have is that if there is really nothing much you can do about it then ultimately you are just being set up to take the fall when it happens.
Mr King: What we are doing is being set up, if you like, to minimise the costs of the crises when they occur. I you go back 300 years you will see financial crises occurring at regular moments. The 1847 crisis had an awful lot of similarities with the debate that took place among regulator, central bank, banking industry and government last autumn. These things occur with depressing regularity. We have not found a way of preventing them. We need to find a way of reducing their severity and frequency and, most importantly, reducing the costs when they do occur. That is the aim of the Banking Bill, but I do not think anyone has found a way of preventing these waves of optimism eventually producing a financial crash.
Q196 John Thurso: Your main tool seems to be communication and perhaps the Chairman might like to think about a regular appearance here to tell us about financial stability.
Mr King: Given the number of times I have been before this Committee, there cannot possibly be a crisis occurring for many years to come, I would have thought.
Q197 Chairman: You do not mind if I do not want to see you too often, Governor, on that. On Jim Cousins' point, I do not want to go on about this leak aspect too much, but maybe for reassurance, how can you be so sure that the leak did not come from the Bank if you did not have an inquiry?
Mr King: Because the number of people who knew about the details of the leak was held very closely within the Bank. I know those individuals. I know they did not leak it.
Q198 Chairman: So the number would be in single figures?
Mr King: Yes. This is not the first occasion when such things have happened. You know the people who receive these leaks and then broadcast them. They are not people who are in communication with members of the Bank of England.
Chairman: Okay, thanks.
Q199 Mr Fallon: We keep being told throughout this process, Governor, that it is more important to get the legislation right rather than to rush it and so on, but we are nearly a year on now and depositors are not properly protected. The banking sector is still fairly weak. Is there not a case for taking the depositor protection and getting on with that?
Mr King: I would have no objection to that. In essence the depositor protection is there now. There is this guarantee which has been extended to Northern Rock and would be extended to any other bank were it in the same position, so my feeling is that in effect we do have that insurance there. It would be given by the Government. Some of these things it would be better if we could move more quickly on. There are other things, like the Special Resolution Regime, where it is fundamental that the detail be got right. This is not something which is easy to do. There are broad policy objectives and there are issues which lawyers and other experts will want to raise and Parliament will want to have a good chance to debate this, given that it is an infringement on property rights.
Chairman: Governor, may I thank you and your colleagues very much for your evidence this morning. We are seeing you again on 11 September and we hope to be producing a report shortly after that in September to inform Parliament when it comes back in October. The evidence has been very helpful to us this morning. Thanks very much.
Witnesses: Kitty Ussher MP, Economic Secretary to the Treasury, Mr Clive Maxwell, Director Financial Services, and Mr Emil Levendoğlu, Head of Banking Reform, HM Treasury, gave evidence.
Q200 Chairman: Minister, good morning. Welcome to you, to your first appearance at the Treasury Committee, the main Committee. Is that correct?
Kitty Ussher: I think this is my third.
Q201 Chairman: It was the Sub-Committee you were at, not the main Committee. Welcome to the main Committee. Can you introduce yourself and your colleagues for the shorthand writer, please?
Kitty Ussher: Thank you very much. I have circulated a brief opening remark, but really all I wanted to say was to thank the Committee for the incredibly useful work it has undertaken, both generally in terms of our policy development and in particular looking at what happened in relation to Northern Rock. We find that very useful. To my right, Clive Maxwell is our Director of Financial Stability. To my left, Emil Levendoğlu is the Team Leader on Banking Reform. I should probably also say that we are right now laying in the library of the House of Commons our latest consultation, which is a specific consultation document on the Special Resolution Regime, including some draft clauses, which we committed to doing in time for the summer recess, and obviously that is today.
Q202 Chairman: Thank you, but it is pretty unsatisfactory for us because we have just had the Governor of the Bank here for the previous hour and quite a lot of our discussion was on the Special Resolution Regime, and we are coming out with a report in September on these issues, so it has not been very helpful. In fact, I consider it is a bit of a slight to the Committee that this is produced at this time rather than giving us notice that this was coming out so that we could look at it and ask questions on it. I think in terms of practice in the Treasury you should change that. I see Mr Maxwell wants to say something, do you?
Mr Maxwell: No.
Kitty Ussher: Obviously I do apologise if the Committee feels in any way slighted, which was not our intention. We always said that we would produce things ---
Q203 Chairman: We want to produce the best reports and it does not help when we do not get this information on time.
Kitty Ussher: Yes, of course. I am happy to answer any questions on it.
Q204 Chairman: On the issue of the Special Resolution Regime, that was one of the issues that the Governor raised and he stated that he may recommend by letter to place an institution into a Special Resolution Regime, and should the FSA not accept that recommendation that information would not be made public until there was a crisis. In other words, people would be appearing before this Committee again and would find out that the Governor of the Bank had sent a letter to the FSA on that issue. That seems a pretty unsatisfactory situation. What I really want to ask you is when should such a letter be made public because if it is not made public a lot would be going on behind the scenes and we could end up in the same situation in the future that we have had this time round?
Kitty Ussher: Obviously everything that we are trying to do is to avoid any crises of confidence in the banking system. I actually think it is entirely right that members of the tripartite authorities should be able to correspond with each other in private. I also think it is entirely right that it is the responsibility of the FSA to decide when the threshold conditions are met so that it triggers the placing of an institution into the Special Resolution Regime, ie that the capital adequacy and other threshold conditions are not met and are not likely to be met in the near future. It is very healthy for other members of the tripartite authority to have that dialogue, including in written form, if they would like, with the FSA. Perhaps if I could counter your suggestion by saying what if the Bank is wrong? We have given legal responsibility to the FSA to decide when an institution should be put into the Special Resolution Regime and if the Bank has written a letter saying "Perhaps it should be now" and that is not the case, then it would cause unnecessary panic and disruption if that letter were to be made public.
Q205 Chairman: This is all to do with the trigger and who has it, and the Governor said they did not get that, so they are dealing with a situation which is less than perfect for them.
Kitty Ussher: I think it is better for the overall system that the trigger process is a decision of the Financial Services Authority.
Q206 Chairman: We will come back to that. Are you satisfied that the proposals in the July consultation paper will create a system which allows any bank to fail, as they must do if they are going to protect market discipline? Let us suppose a major UK-based bank, with a global business and operating across all financial services, started to fail. How would the authorities deal with that under the new arrangements?
Kitty Ussher: It depends on the circumstances obviously. The primary responsibility as the prudential regulator remains, of course, with the Financial Services Authority. They have set out in public the lessons that they learnt from the lessons of the last year and they will obviously do what they think is necessary to make sure that any institution remains viable and meets its Threshold Conditions as laid out under FSMA when it came in a few years ago. Those are the first and most important initial powers that are available, and are already available. They have said that they will change their internal management processes to have a system of heightened supervision should that be necessary, and only if a situation arises where they believe that a firm is unable to meet their threshold conditions as laid out in law in their own guidelines, and is unlikely to be able to meet those conditions, do they have the power to recommend that the institution be put into the Special Resolution Regime. Obviously we very much hope that will not happen because we hope that any problems can be solved, but there are some scenarios we could anticipate where that is a possibility. Then the institution, in a sense, passes over to the Bank of England which has a number of powers at its disposal, and we have gone through the details in the document that we have outlined today.
Q207 Chairman: How will the role of the Treasury change in dealing with failing banks as a result of the Special Resolution Regime?
Kitty Ussher: I think the options will be more clearly defined and the role of the Government in protecting the public interest will be more clearly defined. What we are proposing is should an involvement of the taxpayer be necessary then that cannot happen without the approval of the Treasury and also any decision on temporary public ownership should be one that is taken by the Treasury. Other possible resolutions, such as a bridge bank or a whole or partial transfer of property and/or shares, are decisions for the Bank of England.
Q208 Chairman: How many work in the Treasury on these issues because there has been a view that staff has been depleted and you need to do something about this.
Kitty Ussher: We have an excellent team. Perhaps that is a question for Clive.
Mr Maxwell: I can check the precise numbers for you, but, very roughly speaking, I think we have about 90 staff working on financial services issues at the moment in the Treasury spread across eight different teams with different sorts of responsibilities.
Q209 Chairman: Do you think that is enough?
Kitty Ussher: It seems adequate from my point of view.
Q210 Chairman: Did that 90 figure apply six months or a year ago?
Mr Maxwell: We have more staff working on financial services now than we had six months ago in recognition of the fact that the markets are more demanding.
Q211 Chairman: How many were working six months ago, say?
Mr Maxwell: I would have to check the detailed figures but, very roughly, that has increased by maybe 20/30% over the last year or so. I can get the correct figures for you.
Q212 Chairman: Maybe you can write to us on that. The Governor has emphasised to us the importance of getting the new legislation right, but Sir John Parker, the Chairman of the Court, in his evidence to us last week showed us that many areas still need clarification. Are you confident that you will get things right in time for the legislation in October?
Kitty Ussher: Yes.
Q213 Jim Cousins: Minister, is it not clearly possible that there could be muddle built into the new regime? The Governor has made it quite clear to us this morning that once an institution enters the amber state, whatever is meant by that, and a lot of different things could be, then inevitably the Bank of England will be looking at that institution alongside the FSA, though it will not be the formal supervisor. Does that not create a considerable possibility of muddle?
Kitty Ussher: The proposals that we are putting forward are designed precisely to avoid muddle by making it entirely clear who has responsibility at what stage. It is important to distinguish between who has the legal power to make a decision at a different point in the kind of journey from the extremely important arrangements for information sharing and, indeed, trusted private dialogue between all the various players involved. It is entirely right and proper that the Bank of England should have access to information which I think will largely be garnered by the FSA during this process. It is also entirely right and proper that it should be the FSA before an SRR is invoked that should make the decisions, in consultation, of course.
Q214 Jim Cousins: In the document you have just given to us and in the draft legislation itself it says that one of the key tests the FSA will apply about whether a Special Resolution Regime is required will be whether financial assistance is necessary, and the legislation itself says they cannot reach that decision without consulting the Bank of England. The legislation does not resolve the muddle, it builds it in.
Kitty Ussher: I would not agree with you. I would say the legislation makes it entirely clear whose decision it is and at what point the other bodies should be consulted. I think that makes for smoother decision-making because it will build a shared basis of evidence on which to make the choices available.
Q215 Jim Cousins: Do you not think it is going to be necessary to set out some very clear guidelines, whether in legislation or in guidance, about how the FSA and the Bank of England should conduct themselves in the amber regime, the regime of heightened supervision?
Kitty Ussher: Yes, which is why we have already said, and have said for some time, we will published a revised Memorandum of Understanding between the various tripartite authorities that takes into account the new framework that we are proposing.
Q216 Jim Cousins: So at a later date beyond this there will be another revised Memorandum of Understanding?
Kitty Ussher: Yes.
Q217 Jim Cousins: Do you have any belief that while this system of dual power exists between the Bank of England and the FSA over this matter that that will not be leaked, will not be communicated to the markets in some fashion, or that the markets themselves will not speculate and a secondary market even could be built up on the basis of that speculation?
Kitty Ussher: Before I answer your main point, I should say I think "dual power" is probably a slightly misleading term because we think the final executive power is very clearly defined between the various institutions at the various parts of the journey. Before an SRR, the power lies with the FSA, obviously in consultation, to decide what actions are appropriate, and after the SRR it lies with the Bank of England in consultation, with the Treasury reserving various powers in the public interest depending on what the solutions are. In terms of your main point about is it not likely it would leak, everything can always leak. However, I think it is important that the players involved should have sufficiently well-understood ways of working together, and obviously a high level of trust and understanding of where the different responsibilities lie, to be able to take the decisions sufficiently quickly in the hope that will not happen but, of course, it is always a possibility. I should also add that we will, as I said, revise the Memorandum of Understanding and there will also be a code of practice about the operation of the Special Resolution Regime which we hope will aid clarity as well.
Q218 Jim Cousins: Surely you must recognise that at the moment, and for a considerable period to come, the markets will be in a very feverish state and speculation and rumours, hints and guesses, will be important commodities that will be bought and sold and themselves have an influence. You must recognise that, and that there are possibilities for muddle and confusion in this new set-up.
Kitty Ussher: I think it is always the case that people will seek to trade based on rumour and innuendo. That is always the case when there is money to be made. I do not accept that what we are proposing will create more muddle, it will create clarity, and our aim is that it will create confidence in the banking system, indeed sufficient confidence that I believe it is quite possible that countries from around the world will come and look and see how we have addressed these very serious issues and seek, I hope, to replicate some of it in their own jurisdictions.
Q219 Mr Dunne: Minister, could you explain very precisely why you declined the Governor's advice that he should also have a finger on the trigger?
Kitty Ussher: I think it is important that the responsibility is very clearly laid out, precisely to avoid muddle, and it is more appropriate that the prudential regulator should ultimately be the body that advises whether the threshold conditions, which are their responsibility, have been breached.
Q220 Mr Dunne: In relation to the position when the responsibility moves from the FSA to the Bank of England, are you suggesting that the Bank of England should not have a voice in that decision-making at all?
Kitty Ussher: No, the FSA should operate in consultation. However, I think it should be the FSA's decision because under the Financial Services and Markets Act they are responsible for the threshold conditions and making sure that a firm has adequate capital and all the other conditions that are laid out in order to be able to operate effectively, so they are the best judge as to whether those threshold conditions have been breached.
Q221 Mr Dunne: You provided us, as we sat down, with over a 100 page document which goes into great detail and none of us has had an opportunity to understand it and, as usual with a Treasury document, there is not an index. I have yet to see a Treasury document in the year that I have been on this Committee which has an index. Perhaps you could point us to the section of the document which refers to the interplay and relationship between the Bank of England's Emergency Liquidity Assistance and the Special Resolution Regime.
Kitty Ussher: There is no direct linkage, both are very important parts of the regime that we are laying out.
Q222 Mr Dunne: Is the Emergency Liquidity Assistance covered in this document?
Kitty Ussher: It is mainly covered in the one that has already been published, although there is reference to it in this document.
Q223 Mr Dunne: Can you tell us where in the document it is referred to?
Kitty Ussher: I am sure I can, but whether I can do so instantly is a different question. Chapter 3 starting at page 49 of the one published at the beginning of July.
Q224 Mr Dunne: Perhaps while you are getting guidance from your officials ---
Mr Maxwell: Chapter 3, page 42 starts to talk about Liquidity Assistance and related disclosure issues.
Q225 Mr Dunne: As I will not have time to read it while asking questions, could you just explain how these two schemes are going to work. If the Bank of England seeks to provide Emergency Liquidity Assistance, can that only happen after the SRR has been triggered?
Kitty Ussher: No, quite the opposite. It can happen in either situation. I would have thought in practice it is possibly more likely to happen, certainly initially by definition, before a firm goes into the SRR. It would be one of the tools that is available to the firm once it gets into difficulties to attempt to resolve that situation, and one would hope it would succeed in doing so and, therefore, there would be no need to go to the SRR. However, if a firm goes into the SRR and becomes a bridge bank, for example, that is a company that is regulated by the FSA like other companies, so even a bridge bank would be able to access Emergency Liquidity Assistance if it was deemed appropriate.
Q226 Mr Dunne: Is this not precisely the area Mr Cousins was trying to highlight, that if you are a manager of bank which is being regulated by the FSA and you require greater liquidity, you turn first to the Bank of England and the Bank of England, therefore, is involved and has an understanding of the situation surrounding that bank and, therefore, should be included as an integral part within the Special Resolution Regime. You have got two alternative places to go, so both should be involved in the decision-making surely.
Kitty Ussher: We are talking about two separate issues here. If a bank decides it would like to seek Emergency Liquidity Assistance it is free to do so at any point and will have a discussion with the Bank of England on that issue and will have to offer appropriate collateral and everything else to make sure that it is a sensible arrangement. In practice, the FSA probably would be involved in that conversation but they do not actually have to be because it is an entirely separate point from the responsibility of the Bank of England to undertake the Special Resolution Regime.
Q227 Mr Dunne: For the bank that requires Emergency Liquidity Assistance, it is conceivable this could arise within a very short time window, in which case all options will be open to a board, they will need to be considering whether the facilities are available from the Bank of England and will have to be considering what happens if those facilities are not available, and that decision might happen as a result of a conversation and then they immediately have to switch into an alternative solution if they have not got adequate security or whatever it happens to be. Surely that is an excellent example of why it is that the Bank of England needs to be engaged in the decision-making for the Special Resolution trigger.
Kitty Ussher: I think they should, but it is also very important to clearly define whose decision it is precisely to avoid the muddle that Mr Cousins characterised. That is why I think it is right that it is the prudential regulator, in this case the FSA in this country, which makes the final decision about whether an institution has breached, or is likely to breach, its threshold conditions. It is their job to monitor that situation. Clive, I do not know if you wanted to add anything.
Mr Maxwell: Liquidity support can be a tool provided by a central bank to prevent a bank getting into a situation where it fails. It is quite important to see it as a potential tool to be used ahead of a bank getting to the point where it needs to go into the Special Resolution Regime. A bank that is in a Special Resolution Regime may also need liquidity support, but it is important to see it firstly as a tool that can be used ahead of it getting into that difficulty. When it is in that amber zone it will be subject to more advanced supervision from the FSA and, if liquidity is the underlying problem with the bank - it may have other problems - it may be in discussions with the Bank of England and may be in receipt of liquidity support, lender of last resort support, from the Bank of England.
Q228 Mr Dunne: Do you see the Special Resolution Regime as being only to apply where a bank is failing or do you envisage in the sort of amber environment, which Mr Cousins was talking about, that there are degrees of assistance that can be provided which are obviously designed to prevent failure but which will not result in extreme measures? I think it is very important for the banking industry, commentators and shareholders to understand where they are going to stand, so if a trigger is met it is likely to become public, for reasons Mr Cousins has disclosed, and in those circumstances shareholders and the market as a whole need to understand what they are dealing with because if the regime is there as an assistance to avoid failure that has one set of implications; if it is there in order to deal with failure then it has a very different set of implications.
Kitty Ussher: It is there in an attempt to resolve a problem and if that were to be successful and, therefore, avoid failure that would be preferable. There is no automatic connection between seeking Special Liquidity Assistance from the Bank of England and ultimately going into the Special Resolution Regime, no automatic connection whatsoever. Did you want to add something?
Mr Levendoğlu: I just wanted to make the point that this was a point that stakeholders we have consulted were very clear on. They did not want there to be any presumption that seeking Emergency Liquidity Assistance from the Bank would be in any way a condition or precondition for entry into the SRR because of the importance of not stigmatising the ELA as a tool.
Kitty Ussher: We are talking about general situations where banks can get into trouble for all sorts of different reasons. It may be that they are in severe difficulties that have nothing to do with liquidity whatsoever, it may be something entirely different.
Q229 Mr Dunne: This point of stigma is very important. The way you have answered that question has suggested that as soon as you are into the Special Resolution Regime stigma attaches. Is that your intent?
Kitty Ussher: It is not our intent at all, but it would be a very dramatic gesture and I think people would notice if a firm went into the Special Resolution Regime.
Mr Maxwell: In going into the Special Resolution Regime, the FSA has decided that the firm is in very serious difficulties, it is either not meeting its threshold conditions or is about to, they have no confidence that it will and it will not be able to get back to meeting its conditions with the normal sorts of regulatory-type tools. It is in a different sort of place than a firm whose problems may be solved simply by the provision of lender of last resort liquidity which may be enough to help a firm out or may not be.
Q230 Mr Dunne: My final question, Chairman. Are we going to remove the connotations given by the name "lender of last resort"?
Kitty Ussher: That is an extremely good question.
Mr Maxwell: It is a term that is used in financial economics. People tend to use that phrase or use Emergency Liquidity Assistance, they both have those sorts of connotations and, if there are alternative names to give, we certainly would be looking at those.
Kitty Ussher: Open to it.
Q231 Chairman: So the Special Resolution Regime is a nuclear option, Minister, is it?
Kitty Ussher: Yes, in a sense. It is when everything else has failed.
Q232 Mr Fallon: Minister, could you just confirm that the FSA could determine that condition two in clause 7 is satisfied against the advice of the Bank of England?
Kitty Ussher: Yes. I do not have the precise clauses in front of me, but presumably that clause relates to whether the threshold conditions are breached or possibly going to be breached, or they have no confidence that they will not be breached. Yes, this is a decision for the FSA.
Q233 Mr Fallon: So the Bank of England is only a consultee?
Kitty Ussher: It is a consultee, it can make recommendations. The decision is for the FSA.
Q234 Mr Fallon: Did the Governor have this document this morning?
Kitty Ussher: I presume so.
Mr Levendoğlu: We have worked on preparing this document with the Bank of England and the Governor has seen various drafts in that process.
Kitty Ussher: Their branding is on it, it is a joint document, so yes.
Q235 Mr Fallon: On the trigger procedure, you say in paragraph 2.10 that the Bank of England can make recommendations to the FSA on the assessment, but this morning the Governor told us that he thought he could make recommendations independently on a bank that was not being assessed. Is that the position or not?
Kitty Ussher: My understanding is that they can make recommendations on whether the trigger conditions have been met.
Q236 Mr Fallon: That is not what he said this morning. He said they could make recommendations on any other bank that should be assessed. Is that right?
Kitty Ussher: That is what I said.
Mr Maxwell: In a sense there is nothing to stop that happening, that is true.
Kitty Ussher: That is what I said. I said they can make recommendations on an institution as to whether they have met the trigger conditions.
Q237 Mr Fallon: So he does not have to wait for the FSA's assessment?
Kitty Ussher: Correct.
Q238 Mr Fallon: That is not clear from paragraph 2.10.
Kitty Ussher: In practice, we are likely to be in an assessment situation for this to be relevant, but if the Governor of the Bank of England wanted to recommend that would be not inappropriate.
Q239 Mr Fallon: Okay. Can we turn to the Financial Stability Committee and the proposals in your earlier document, paragraph 6.7, which Sir John Parker last week described as "inconsistent". Can you explain how the Bank of England's executive can be accountable to a committee that is chaired by the Governor?
Kitty Ussher: I think this is a matter for the Court of the Bank of England because the ---
Q240 Mr Fallon: No, sorry. This is your proposal. In paragraph 6.7 you have written: "The Bank of England's executive will be accountable to the Committee for its decisions and actions in financial stability". You are proposing this Committee, it is no use saying it is a matter for the Bank.
Kitty Ussher: It is a joint document, as we have just said. The document that you have in your hand is joint between us, the Bank of England and the FSA.
Q241 Mr Fallon: So you do not agree with it?
Kitty Ussher: We are perfectly comfortable with it.
Q242 Mr Fallon: Could you explain to me how the Bank of England's executive can be accountable to a committee chaired by the Governor himself?
Kitty Ussher: What we are comfortable with is this is something that has been proposed by the Court of the Bank of England and we think it is their responsibility exactly who sits where in the sense that the Court of the Bank of England is the overarching body that holds the executive to account. They are comfortable with the idea that a sub-committee of the Court should be chaired by the Governor of the Bank of England and we are comfortable with what they are proposing.
Q243 Mr Fallon: But Sir John Parker, who is the senior non-executive director, is not at all comfortable. I quote: "It would appear there is an inconsistency we should iron out". How can you say he is comfortable with it?
Kitty Ussher: In a sense, it is a matter for the Court that he chairs. If he wants to iron out what he perceives as an inconsistency we will be comfortable with that as well. We think it is a matter for them.
Q244 Mr Fallon: What do you think? Do you think it is logical that the senior executives of the Bank, including the Governor, can be accountable to a committee that is chaired by the Governor?
Kitty Ussher: Because the Financial Stability Committee is a sub-committee of the Court of the Bank of England we think it is up to the Court of the Bank of England to decide who should be on that committee.
Q245 Mr Fallon: Yes, but who should chair it is the issue.
Kitty Ussher: That is also a matter for the Court.
Q246 Mr Fallon: It says here, "will be chaired by the Governor". This would be a sub-committee of the Court and be chaired by the Governor. This is in your document.
Kitty Ussher: It is a joint document, as I think I have said on some occasions now. This is what the Court is proposing. If they wish to propose something, it is a consultative document, they are free to come back and propose that. We are not proposing to direct who should chair a sub-committee of the Court of the Bank of England.
Q247 Mr Fallon: So this is one u-turn you might be happy with?
Kitty Ussher: I think that is a pointed statement.
Q248 Chairman: It is of concern to us, Minister. This is financial stability, this concept is heightened and we really need to get this right. What you are saying to us this morning is you have delegated that responsibility to the Court, this is their idea so you have accepted that. I would say we have our concerns about the Court, the running of the Court, and you have probably seen in the evidence we have had that it is unsatisfactory in quite a number of ways, it is not a Rolls-Royce operation, but then we get the chairman of the Court coming along to us saying, "Ah, yes, there are inconsistencies here". That does not give us reassurance. You have washed your hands of this, you have given to the Court what we do not consider to be a Rolls-Royce operation anyway and the chairman has said, "Yes, there are inconsistencies about this". We are talking about the most important issue that has arisen in terms of financial stability. We have really got to get this right, Minister.
Kitty Ussher: I think it is a very good idea that there is a Financial Stability Committee and it is right that it should be a sub-committee of the Court. If the chairman of the Court is coming to you and saying he does not quite think he has got the governance arrangements right I would say that is a matter for them and I look forward to seeing how he, as chairman of the Court, is going to resolve it.
Q249 Chairman: Let me read the transcript. Sir John Parker said, "It would appear there is inconsistency and we should iron this out", Michael Fallon said, "It's a muddle" and Sir John Parker said, "Let me leave it as an inconsistency". I chip in and say, "I will give you a better one, hazy. Okay, you agree?" and he says, "Fine". So we have a muddle, hazy, goodness knows what else, legislation coming up in October, we have got to get financial stability right and we are not reassured.
Kitty Ussher: As I said, and will carry on saying, it is a matter for the Court. If they want to come back with alternative governance ---
Chairman: Minister, I say to you to go back to the Treasury and really have a think. This is not a matter for the Court, this is a matter for the Treasury to get right with this document and give those powers, it is not to delegate that away.
Q250 Mr Dunne: It is quite possible, is it not, Minister, that the Court might have as one of its members the chief executive of one of the banks that the FSA will be regulating. Under your construct, that member could conceivably become chairman of the committee and you might then find yourself with the extraordinary situation where you have got conflicts writ large.
Kitty Ussher: I am happy to have a think about this. You are raising some very important issues, but I do think there is a general point about making it clear where the responsibility of Government lies with an independent Bank of England.
Q251 Mr Dunne: At this point you do not seem to be accepting any responsibility at all for setting up your own regulatory regime.
Kitty Ussher: Quite the opposite. We are making it entirely clear in primary legislation later this year precisely the financial stability responsibilities that the Bank of England has. We are going to ensure that there is a sub-committee looking particularly at these issues and we are going to make the responsibilities extremely clear. What we are not proposing to do at this stage is to intervene to specify who should be on that committee. In a joint document it says that the Governor will chair it, which is a matter for the Court, and we are happy to accept that. However, in light of this questioning I will go back and think about it, but, as I have said before, I would say that if you wish to make a recommendation in this area I would consider that it is a recommendation that the Court of the Bank of England should be charged with answering, that is what I am saying.
Q252 Chairman: Why is the FSC a sub-committee of the Court and the MPC is not?
Kitty Ussher: We think that is the appropriate way of doing it.
Q253 Chairman: Also in your document, Financial Stability and Protection: Further Consultation, at page 89, paragraph 6.6, you say in bold, "The Government intends to legislate for the creation of a Financial Stability Committee to support the Governor of the Bank of England drawing upon external expertise". Why do you need legislation if it is just a sub-committee of the Court?
Kitty Ussher: Precisely to answer the point Mr Dunne just made, that you want to make it entirely clear where the Bank's responsibilities in this area lie. The whole purpose of this legislation is to clearly define who has what responsibility at which point, and we wish to heighten the statutory responsibility of the Bank of England to do work in this area, which is why we are legislating for it.
Q254 Chairman: We want financial stability heightened as well and I would suggest to you, Minister, that we do not think it is going to be heightened as a sub-committee of the Court.
Kitty Ussher: Perhaps that is a matter of interpretation. We are still working through some of these arrangements, including the governance arrangements and, as I have said, if the Court wants to reflect on this line of questioning and propose something different we will be entirely open to that.
Q255 John Thurso: I am going to come back to financial stability in a minute, but, can I first ask you, if I have read clause 9 right virtually everything that the Bank can do, or maybe is required to do, is subject to the sanction of the Treasury. Is that on purpose? Does that change existing legislation?
Kitty Ussher: Clause 9 seems to be around---
Q256 John Thurso: It is your clause, not mine, so you ought to know.
Kitty Ussher: I know, I know. Absolutely. No, it does not mean that the Treasury decides everything, it simply defines the areas in which the Treasury does decide which, as I think I said a little earlier, are if there is an implication for public funds, if there is an implication for international obligations and international law, and obviously and in particular if temporary public ownership is required. There are other potential solutions that do not require Treasury involvement although, as I have said on many occasions, I hope that consultation will be vigorous and conversations will be vigorous. Those will include a total or partial sale or transfer of shares and/or property and other assets, and also the moving into a bridge bank which may or may not be accompanied by one of the other measures.
Q257 John Thurso: Does this in any way increase or decrease the Treasury's current responsibilities in any area? Is it more or less status quo just put into this legislation or is it a change?
Kitty Ussher: It distinguishes between various options. Whilst the current tripartite arrangements emphasise that the three legs of the public authorities should be working together, what this does is clearly distinguish between various potential solutions and who has the final say on each one. In a sense, it is probably a slight lessening in that we do not automatically have the power to make a decision about a bridge bank or transfer of assets or shares. Is that correct?
Mr Maxwell: The two quite significant areas in Part 9 here are, firstly, it concerns international obligations and this is a fairly standard requirement that in the end the government, the state, is responsible for the country meeting its international requirements. There is a parallel clause within FSMA, for example, around the FSA to make sure that the Government can step in if the FSA was doing something that was not in conformity with international obligations. The second area is essentially around impacts for the public finances, for which the Treasury as the finance ministry is responsible. Again, I think that parallels quite closely the arrangements that a number of other countries have. If you look at the US arrangements, for example, the FDIC has considerable autonomy in the way it carries out the resolution arrangements for which it is responsible, but where it needs to draw on public funds the US Treasury has to authorise and approve those funds for use. That follows the usual lines of accountability to Parliament, for example, for public finances. It is building in that responsibility and accountability for public finance and meeting international obligations.
Q258 Chairman: Before you go on to financial stability, John, could I ask a question. Could I refer you to clause 8, subsections (4) and (5): "Specific conditions: private sector purchaser and bridge bank". What is the purpose of those subsections (4) and (5)? Does it curtail the right of the Bank of England to act as a resolution authority where public funds have been provided?
Kitty Ussher: No, it does not. It simply involves, as the taxpayer would expect, the Treasury to a greater extent when public funds are required, or have been used already. Is that right, Emil?
Mr Levendoğlu: Yes, that is right. It is in situations where public funds have already been committed, recognising the fact that the issue is not whether further funds are going to be committed but there are already taxpayer monies at stake and the Treasury ought to be more involved in decisions around how to resolve that and, therefore, have the ability to make a recommendation to the Bank of England.
Q259 John Thurso: Coming back to the question of the Financial Stability Committee and financial stability, if we contrast it with the MPC, the MPC has a very clear remit, a very clear tool, it meets regularly and decides how to use that tool and the concept of what it is being asked to do is something that we all quite clearly understand. We all understand the desirability of financial stability and you are now giving a statutory responsibility for financial stability to the Bank. What is your definition of "financial stability" so that they know how to exercise their statutory responsibility?
Kitty Ussher: I think we will be setting that out legally in the legislation, so the technical answer to that question will come in October. People understand what is generally meant by the term: a loss of confidence in the banking system and perhaps uncontrolled and severe changes in the way that the banking system operates. We will define it clearly, I presume, in the legislation.
Mr Maxwell: Financial stability is more difficult to define as an objective than monetary stability. Again, if you look around the world many countries have monetary stability, inflation regimes, which set very specific targets, like ours does, for example, or bands of targets, and it is possible to measure inflation in a series of different ways and there are internationally agreed measurements for inflation. When it comes to financial stability as a concept it is more difficult to measure.
Q260 John Thurso: That is my question to you.
Mr Maxwell: There are indicators of financial stability and, without sounding flippant, it is usually regarded as an absence of financial instability.
Q261 John Thurso: That is the best definition the Committee has had from anybody actually.
Mr Maxwell: I know. It sounds flippant but it does get to the heart of what is going on. For example, you can look at volatility in different markets, you can look at the way in which other types of markets, like funding markets, are performing. There are a number of indicators which could lead one to believe that there is a situation of financial instability or that a particular firm looks as though it is in difficulty. Writing that down in a single numerical target is something that is much more difficult than is the case for monetary policy. It is not just the UK that finds that difficult. If you look internationally, I am not aware of any countries that have a single numerical measurement for something of that nature.
Q262 John Thurso: Can you give an example of any indicator of financial instability? What indicator would you put in your legislation?
Mr Maxwell: I think volatility in the movement of certain markets might be regarded in some circumstances as a measurement of instability, for example volatility in the way in which certain instruments are trading. Another indicator which people look at at the moment is the credit default swap market for banks, which is an indicator of how much confidence there is within the market for lending to banks and confidence in those debts being repaid.
Q263 John Thurso: So which tools would you envisage the Bank using to deal with vulnerability or confidence?
Mr Maxwell: The Bank will have a series of tools. Firstly, at the moment it has responsibility for liquidity provision and that takes two forms. Broadly speaking, there is liquidity provision to the market as a whole which it conducts through its open market operations, which at the moment is dealing with ---
Q264 John Thurso: Forgive me, but over the last six or eight months that has not done a lot. It has helped a bit.
Mr Maxwell: You have to look at it against the counterfactuals if it had not done those things. Indeed, introducing the SLS did see a reduction in the three month Libor rate, so there have been some impacts from that, but then it has very specific responsibilities for providing lender of last resort lending to individual institutions in some situations, and we are also proposing to give the Bank of England greater responsibility for ---
Q265 John Thurso: Forgive me. These are all the mopping up exercises that happen after you have had financial instability and a problem, or they mitigate. What you are doing is giving a statutory responsibility for stability, which you cannot define, and have not got any tools to deal with it. Is this not like King Canute legislating the tide does not come in?
Kitty Ussher: I hope not.
Q266 John Thurso: You hope, but we need some reassurance.
Mr Maxwell: The primary responsibility under the UK arrangements for dealing with individual firms that are not in distress lies with the Financial Services Authority as the prudential regulator and through its prudential regulation both of capital and liquidity of individual firms it should be helping to ensure that financial stability problems do not arise.
Q267 John Thurso: Please tell me I have not misunderstood that, because what it sounded like was the FSA have got all the tools for dealing with it but we are giving the responsibility to the Bank of England.
Kitty Ussher: No. I think I have made entirely clear that the FSA has appropriate powers up to a certain point and when they think they have exhausted all their powers we get a new nuclear option that we hope will be effective.
Mr Levendoğlu: In terms of this point about defining financial stability and, as the document makes clear, as Clive and the Minister have mentioned, it is context specific and that is why the remit of the Bank in looking at financial stability will be reviewed periodically through consultation with the Treasury and Bank of England to look at all those context specific factors, so that at times when the markets are stable there will be a different set of responsibilities and monitoring exercises that the Bank will be undertaking compared to times when there is potential for greater instability. That is why we do not want to define anything firmly in legislation because it is so context specific.
Q268 John Thurso: The problem we have is you are asking Parliament to pass a set of laws which will govern the Bank and govern a lot of other things, but none of us can work out a suitable definition or what anybody is going to do about it when we have decided we have hit instability. It is a lovely thing to be able to say, "There is a problem, so let's pass a law and put it right", but I see nothing in this that tells me that what you will legislate will make a blind bit of difference. The evidence we had from the Governor this morning was you cannot do it because what you can end up doing is mopping up better, and I suspect that is where we are going to end up.
Kitty Ussher: I would be grateful for the Committee's expertise as to what better we can do. We have done an international trawl using all the evidence and all the experience that we can find and we are putting forward the best possible proposals, both to avoid serious problems in a financial institution and, in the unfortunate event of them occurring, to ensure that depositors do not lose out. I am grateful for your expertise and please come back if you think there is a better way of doing it. This is darned hard and we are consulting in the best possible way that we can to get all the expertise from public and private sectors internationally to try and solve this problem to the best of our ability and to the best international examples. We are feeling confident that towards the end of this consultation process we are coming up with the best possible proposals. I am absolutely delighted to be put under the spotlight to tease out whether they are the best, but it is defeatist to look at it and say, "You can't possibly do anything helpful at all". You are obviously entitled to your view, however we are doing our very best to make sure that ---
Q269 John Thurso: Yes, Minister, but there is a considerable difference between defeatism and realism, and if anybody in the Treasury had ever run a company or sat on a board, as I and other people here have, they would know that solving a problem properly is about correctly identifying what the problem is and then applying realistic solutions. That is the point that I am trying to make.
Kitty Ussher: That is what we are attempting to do and I very much hope we can prove you wrong.
Q270 John Thurso: Excellent. We share the same objective.
Kitty Ussher: Jolly good.
Q271 Nick Ainger: Can I ask you about the Depositor Protection Scheme as it applies to foreign-owned banks. We have had information from the FSA which explains the system for those banks which are based in the EEA and they are covered by the Deposit Guarantee Scheme Directive which means that they have to have a home-based Deposit Guarantee Scheme of a minimum of €20,000. However, our scheme is far more generous than that. We have also been told that 13 banks based in the EEA have top-up arrangements so that a British depositor in their British branch will receive the same compensation overall as if they were in HSBC, Barclays or whatever. There are two issues here. First of all, there are clearly a number of EEA banks who have not entered into the top-up arrangements. That is the first issue. The second issue is even those depositors with EEA banks that have the top-up arrangements, the first call is on the home-based depositor scheme, so there is complexity and the potential for delay in that situation. The same applies for those EEA banks that have not entered into the top-up scheme. We have also had evidence that perhaps some of the home-based depositor schemes that these banks have operated are wholly inadequate to meet their potential commitments. You said in your consultation document in October 2007 that you recognise these issues and the Government has raised these issues with ECOFIN. What has happened? Clearly if we want a system which depositors have confidence in so that we do not have runs on banks then I think this is a clear issue which we have got to resolve. I do not think any minister could say that a British branch of a foreign bank has the same depositor protection as a British bank.
Kitty Ussher: You are right, in a sense. In the branches in the UK the bank has the opportunity to top-up to the same level as the FSCS domestic threshold, but legally all they are required to do is meet the requirements of the relevant European Directive which, as you correctly say, has a limit of €20,000. This is an issue that we are in discussion with our European colleagues, the Commission and the Council of Ministers around, and that is the situation. It is important that individual institutions make it entirely clear to their depositors the extent to which their deposits are protected. I know that a number of branches that have passported their arrangements into the UK have chosen to top-up to the FSCS level.
Q272 Nick Ainger: Do you know how many other banks have not decided to top-up to the FSCS scheme?
Kitty Ussher: I am not sure.
Q273 Nick Ainger: All we know is 13 banks that are based in the EEA have. We were told there are over 100 foreign-owned banks taking deposits in the UK, we do not know how many of those are EEA and outside the EEA, but my guess is there will be a substantial number of EEA banks which have not decided to enter the top-up arrangements.
Kitty Ussher: Perhaps we need to clarify this in correspondence. My understanding is that banks that have subsidiaries here are regulated in entirely the same way as purely domestic banks. The EEA banks can passport branches in, which is the different arrangement.
Mr Maxwell: I will check, but, as far as I know, non-EEA banks do not have that passporting right so they have to set up subsidiaries here in order to do that business.
Q274 Nick Ainger: But there are a substantial number, and we have got a list of them, 13 at least, which are based in the EEA and, therefore, they are not regulated by the FSA and they have decided to top-up. The question is how many more EEA-based banks have not decided to top-up and, therefore, there is a substantial difference potentially between the Deposit Protection Scheme for British depositors compared with other banks.
Mr Maxwell: As a factual question I am afraid I do not know the answer but I could find out for you. It is worth also saying, of course, that individuals can bank electronically and by telephone with banks in other countries without that bank having any presence in the UK, so those sorts of possibilities exist. I can find out for you the number of EEA branches that are not topping up.
Q275 Nick Ainger: Do you appreciate that potentially there is a real problem here in that your consultation paper identifies that there is a complexity, a potential for delay, and the whole idea is we are trying to get away from that to prevent runs on banks, and yet because it is a bit difficult and we have to deal with other countries we seem to be accepting that we cannot come up with a better scheme so that all British depositors in banks, whether they are foreign-owned or British-owned, have the same protection and we do not end up with a run on a foreign bank.
Kitty Ussher: The obvious logical solution would be to have harmonisation of the compensation limit across the EU. I do not know whether that is feasible but it is an issue that we are raising with the European Commission and the Council of Ministers, as I have said, and we will continue to push that for precisely the reasons that you have laid out.
Q276 Mr Fallon: Given there are several hundred thousand British investors in these EEA banks, why are there only two sentences out of a 164 page document devoted to this?
Kitty Ussher: Because the sentences say what is required, I would suggest.
Q277 Mr Fallon: They do not say what is required. They say, "Depositors may be entitled..." When we asked the FSCS last week they simply referred to "an entitlement". It is not a guarantee, is it?
Kitty Ussher: They are guaranteed from their home regulator under the European Directive and if the bank has topped up under the FSCS if it is a branch then they will be guaranteed up to the FSCS limit.
Q278 Mr Fallon: The Times reported that the Icelandic Deposit and Investors Guarantee Fund has only £88 million in the kitty to cover deposits totalling 13 billion. What is your figure?
Kitty Ussher: I do not have figures for the Icelandic compensation scheme.
Q279 Mr Fallon: Are these figures accurate?
Mr Maxwell: It is worth saying, of course, that countries which do not have a pre-funded scheme will not have large funds. We do not have a pre-funded scheme.
Q280 Mr Fallon: Are you satisfied, Minister, that British investors in Icelandic banks are fully guaranteed in the event of a bank collapse then?
Kitty Ussher: I am satisfied that the law exists to guarantee them, yes.
Q281 Mr Fallon: You are satisfied that the law exists to guarantee them?
Kitty Ussher: Yes, under a combination of European and British law.
Q282 Mr Fallon: So they will get all their money back?
Kitty Ussher: That is the legal situation.
Q283 Mr Brady: Firstly, just to follow up on that, in the event that a foreign bank which had joined the top-up scheme were to fail and there were insufficient funds in its domestic guarantee fund, would it then fall to the FSCS to pay the whole amount up to the UK guarantee level?
Kitty Ussher: As I said in answer to Mr Fallon, the legal situation is that the first €20,000 is legally guaranteed by their domestic arrangements and the top-up is legally guaranteed through the operation of the FSCS which comes under our primary legislation. That is the situation.
Q284 Mr Brady: So if the domestic guarantee failed then that first €20,000 might not be paid, or might not be paid in full, and it would just be the top-up that would be honoured by the UK guarantee?
Kitty Ussher: I do not want to be pressed too far on this so as not to unduly alarm anybody. I am simply explaining the legal situation, which is that a depositor has redress from the domestic compensation scheme of the host bank to pay the first €20,000 and the legal arrangement is that the top-up will be paid by the FSCS. I simply do not know how it would work in practice, but that is the legal redress situation.
Q285 Mr Brady: Would you be able to write to confirm the detail on that point as to whether our guarantee would extend if the domestic guarantee failed?
Kitty Ussher: I think what is important to do is perhaps we should take this away and make sure that when we come back to Parliament we are able to say in practice how it would work, do individual investors have to contact the Icelandic authorities or whether there is another way that is simpler to do it.
Q286 Mr Brady: Turning to the question of deposit insurance in the UK and the proposals here, your earlier consultation document decided against the immediate introduction of a pre-funded scheme but the proposed legislation allows for the creation of pre-funding. Is it the case that the inclusion of those powers indicates that it is your intention at a suitable moment to introduce it?
Kitty Ussher: We have not actually made that decision. We are still in the consultation phase. We wanted to make it entirely clear that we will take the power to do so and whether we will use it or the timing of it being used is something we are still negotiating and debating between the banks and ourselves.
Q287 Mr Brady: Could you give us some insight into what the criteria might be for that decision to be taken? What would it be that would make you decide that pre-funding was necessary and appropriate?
Kitty Ussher: Not at this stage. There are a number of issues around here. The important decision that has been made is to ensure that in the event of a large failure the FSCS will be able to pay out to depositors. We are proposing to legislate to ensure that it could borrow from the National Loans Fund and then it would be paid back by the banks so over time it would be neutral to the taxpayer, but the depositor would receive a payout in a very short space of time. What is in the balance, and we simply do not have a view on yet so we are consulting further, is whether at some point in the future, or even sooner, we should use a power to require banks to start paying upfront into a pot that could potentially be drawn down on, and whether that should have a maximum cap or not, or whether it is sufficient that people would be paying after the event of a collapse. This is a very important issue to get to the bottom of. I can see pros and cons of various outcomes. We simply want to separate that issue off from the rest of the very complex issues that we are dealing with to be able to deal with it by itself. I do not yet have an answer as to what would trigger the use, except to say a view will be come to at some point about what is in the public interest to do, what is a sensible policy proposition here.
Q288 Mr Brady: Accepting that a decision has not been taken, and it could be some way off, do you have an inclination of pre-funding or against it?
Kitty Ussher: No. I can see situations where it may be a very sensible thing to do, but I can also see reasons why we would not want to take capital away from institutions that are already under capital pressure at the moment. I can see a situation where we may start to want to, but I do not want to indicate in this session that we will necessarily do so.
Q289 Mr Brady: Given that most of the banks are broadly pretty strongly opposed to pre-funding being introduced, do you see a danger that in taking the power to introduce pre-funding at a later date this might be seen potentially as a kind of Sword of Damocles that the Treasury might hold over the banks in other circumstances?
Kitty Ussher: No, it is not our intention to use it as a negotiating tool elsewhere, however there may be market circumstances some years down the line where there is a consensus view that develops that it may be a sensible thing to start doing in the good times to build up a slightly larger pot in case there is a problem further down the line. I am not saying that we will necessarily do that, but that was one of the reasons why we thought it was sensible to take the power so that we could use it if circumstances change, for example.
Q290 Mr Brady: Given that 96% of depositors are covered by the existing compensation up to 35,000, why do you feel that an increase to 50,000 might be warranted?
Kitty Ussher: To be honest, it is a matter for the FSA. We did not direct them to consult on that. That is what they are minded to consult on. That will be their preferred option, but it will be a consultation later this year.
Q291 Mr Brady: So, again, the Treasury does not have a position on what that figure ought to be?
Kitty Ussher: We are perfectly comfortable with the fact that they are minded to raise it to 50,000.
Q292 Mr Brady: Is there any evidence at the moment that consumers with savings greater than 35,000 are spreading their money across different banks in larger numbers in order to try to protect their risk?
Kitty Ussher: I do not have actual data, unless one of my colleagues does, but I think anecdotally that is quite possible.
Q293 Mr Brady: The banking industry has argued that compensation within seven days is all but impossible to achieve whilst they recognise that there needs to be a speedy payout. To what extent have they been engaging with you to look at ways in which the speed of potential payouts might be improved?
Kitty Ussher: We are talking to them about it all the time. I think it is complex and the FSA and the FSCS will be investigating further in their own consultations later this year. I think it is extremely important though that we keep the interests of the depositor paramount here and that we put in place systems to enable it to happen in the unfortunate and hopefully unlikely event that we are actually in that place because, I think, anything else would be a dereliction of our public duty.
Q294 Mr Brady: Do you think that a guarantee of a payout in seven days is sufficient to prevent a run on a bank?
Kitty Ussher: Not necessarily, no, but I think it is right that people should have their money returned to them as quickly as possible.
Q295 Nick Ainger: Can I just come back on what you just said, that the interest of the depositor is paramount, coming back to this problem that we have already identified and you have identified with foreign-owned banks. Would it not be a better way that the FSCS actually pays out initially and the FSCS makes the claim on the foreign depositor protection scheme rather than it being the actual individual depositor having to make that claim?
Kitty Ussher: I think that is a useful suggestion and I have explained what the legal liability is, but, as I have already said, I think we need to do some more work about how it might operate in practice.
Q296 Chairman: On the deposit protection of £50,000, you mentioned that it was for the FSA, but I well remember the Chancellor making the point a few months ago that he thought £50,000 was the figure. Why do you think he thought £50,000 was the right figure rather than, say, £35,000?
Kitty Ussher: The Chancellor is entitled to his views and I guess he just said what he thought.
Q297 Chairman: Has he not spoken to you about this?
Kitty Ussher: Yes, we talk it about it all the time.
Q298 Chairman: So, if you have spoken about it, give us an idea of his thinking then on the £50,000.
Kitty Ussher: I guess ----
Q299 Chairman: He drew a blank on that?
Kitty Ussher: I think you would have to ask him. The point is that it is a matter for the FSA.
Q300 Chairman: We want you to be happy with things ----
Kitty Ussher: Thank you.
Q301 Chairman: ---- regarding this paper and we want you to be happy coming to this Committee, so I am going to ask you, why are you happy that the Financial Stability Committee is a sub-committee of the Court?
Kitty Ussher: Because the Court is the governing body of the Bank of England and I simply feel it is appropriate that it should be a sub-committee. I know that the comparison with the Monetary Policy Committee has been made, but I think it is an entirely different situation.
Q302 Chairman: I mentioned to you, Minister, that we have spoken to the Court, both informally and formally contacted them, and we have our doubts on that, but really what I want to probe is: what, in the past performance of the Court, gives you the belief that it can act as an effective check on the exercise of the executive functions of the Bank in relation to financial stability?
Kitty Ussher: Well, we obviously established the governance arrangements of the Bank of England and we have already said that we think that the Court can work more effectively, which is why we will use this opportunity of the legislation that is coming to reduce the numbers, for example, and some other governance changes in the way that the Court will operate. I come back to my earlier point, that I am comfortable with the way that they want to operate the Financial Stability Committee, but, as I have also said, this is something that we are still working on and talking about, we have not reached the end of the road and, if they want to come back to us with an alternative proposition, we will consider it.
Q303 Chairman: How can non-executive members of the Court both belong to the Financial Stability Committee and oversee the executives' work on financial stability?
Kitty Ussher: How can they belong to it and oversee?
Q304 Chairman: Yes.
Kitty Ussher: Well, that is precisely what the Committee is for.
Q305 Chairman: The executives work on financial stability, so how can non-exec members of the Court both belong to the Financial Stability Committee and oversee the executives' work on financial stability?
Kitty Ussher: I think the best way of looking at this is that, if you take a corporate environment, there will be an audit committee that is a kind of sub-committee of the board and it has a particular function and is composed of a relevant group of people. Perhaps the composition is not entirely the same, but that is a way of thinking about it. Mr Chairman, you are rightly pushing us on an issue that we are still discussing and we will take your views on board.
Q306 Mr Fallon: But, Minister, for an audit committee in the City of any commercial board or a remuneration committee, it is an absolute principle that they are not chaired by the chairman of the company. They are chaired independently by one of the senior non-exec, independent directors. The Committee you are proposing to oversee the Bank's financial stability work is going to be chaired by the Governor himself.
Kitty Ussher: I cannot remember how many times I have been asked this question now, but my answer will be the same ----
Q307 Mr Fallon: Well, you have not answered it yet.
Kitty Ussher: ----- which is that this is what the Court is proposing and, if they want to come and propose something else, then that is fine.
Q308 Chairman: You are open for business.
Kitty Ussher: We are open for business and for your recommendations.
Q309 Chairman: There are a number of outstanding issues, Minister, and I will try and sum them up for you, from our perspective: one, the role and structure of the Financial Stability Committee; two, deposit protection, the speed of payout, foreign banks and prepayment, and the issue of who pulls the trigger and what recommendations will be made public, and that was very, very clearly put to us this morning by the Governor; also the definition of 'financial stability', which John Thurso, has raised and how you protect that; and Jim Cousins' point about heightened supervision, what is heightened supervision, what should be made public and how will we keep green and amber classification private. These are the number of issues, I think, that you have to be getting on with and we will be producing our Report in September before Parliament comes back in October, and no doubt you will continue this constructive and healthy dialogue.
Kitty Ussher: I am grateful to you for that.
Chairman: Thank you very much.
Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2008 kl. 01:30
Annars er miklu meira vit að skoða NAFTA og USD. Það er miklu skemtilegri samningur heldur en ESB. Fyrst og fremst fríverslunarsamningur sem stuðlar að frjálsum og eðlilegum milliríkjaviðskiptum.
Ekkert Þriðja Ríkis dæmi bara hrein og klár viðskipti.
sandkassi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 01:33
Kíkið sérstaklega á þennan hluta:
Q276 Mr Fallon: Given there are several hundred thousand British investors in these EEA banks, why are there only two sentences out of a 164 page document devoted to this?
Kitty Ussher: Because the sentences say what is required, I would suggest.
Q277 Mr Fallon: They do not say what is required. They say, "Depositors may be entitled..." When we asked the FSCS last week they simply referred to "an entitlement". It is not a guarantee, is it?
Kitty Ussher: They are guaranteed from their home regulator under the European Directive and if the bank has topped up under the FSCS if it is a branch then they will be guaranteed up to the FSCS limit.
Q278 Mr Fallon: The Times reported that the Icelandic Deposit and Investors Guarantee Fund has only £88 million in the kitty to cover deposits totalling 13 billion. What is your figure?
Kitty Ussher: I do not have figures for the Icelandic compensation scheme.
Q279 Mr Fallon: Are these figures accurate?
Mr Maxwell: It is worth saying, of course, that countries which do not have a pre-funded scheme will not have large funds. We do not have a pre-funded scheme.
Q280 Mr Fallon: Are you satisfied, Minister, that British investors in Icelandic banks are fully guaranteed in the event of a bank collapse then?
Kitty Ussher: I am satisfied that the law exists to guarantee them, yes.
Q281 Mr Fallon: You are satisfied that the law exists to guarantee them?
Kitty Ussher: Yes, under a combination of European and British law.
Q282 Mr Fallon: So they will get all their money back?
Kitty Ussher: That is the legal situation.
Q283 Mr Brady: Firstly, just to follow up on that, in the event that a foreign bank which had joined the top-up scheme were to fail and there were insufficient funds in its domestic guarantee fund, would it then fall to the FSCS to pay the whole amount up to the UK guarantee level?
Kitty Ussher: As I said in answer to Mr Fallon, the legal situation is that the first €20,000 is legally guaranteed by their domestic arrangements and the top-up is legally guaranteed through the operation of the FSCS which comes under our primary legislation. That is the situation.
Q284 Mr Brady: So if the domestic guarantee failed then that first €20,000 might not be paid, or might not be paid in full, and it would just be the top-up that would be honoured by the UK guarantee?
Kitty Ussher: I do not want to be pressed too far on this so as not to unduly alarm anybody. I am simply explaining the legal situation, which is that a depositor has redress from the domestic compensation scheme of the host bank to pay the first €20,000 and the legal arrangement is that the top-up will be paid by the FSCS. I simply do not know how it would work in practice, but that is the legal redress situation.
Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2008 kl. 01:37
Gunnar Waage:
Það sem ég bendi á er að mér þykir ósanngjarnt að íslensk þjóð sé gerð ábyrg fyrir afglöpum embættis- og stjórnmálamanna, ekki aðeins Íslands heldur ESB líka. Það er ekki eðlilegt og það heitir EKKI að þjóðin sé að hlaupast undan skuldbindingum. Aftur á móti þýðir það að stjórnmála- og embættismennirnir eru að gera það þ.e. þeir eru að varpa ábyrgðina af sér á okkur.
Egill Jóhannsson, 17.11.2008 kl. 01:39
Gunnar Rögnvaldsson:
Þetta handrit er einfaldlega að staðfesta að Bretar voru að ræða þessi máli og þá sérstaklega Ísland í 22. júlí 2008 í þinginu og þarna er staðfest að þeir eru jafn óvissir um lagatúlkun þá enda hafi aldrei reynt á þetta í praksis eins og segir í handritinu.
Þannig að málatilbúnaður íslenskra stjórnvalda var í raun á sömu lund og því eðlilegur. En við vorum kúguð í gegnum IMF að bakka með þetta. Þvílíkur þjösnaskapur af hálfu ESB.
Egill Jóhannsson, 17.11.2008 kl. 01:46
ég sé að hér er kominn haugur af mjög athyglisverðu lesefni frá Gunnari R. Ég er hálfnaður með þetta en konan skipar mér í rúmmið. Mjög athyglisvert svo ekki sé meira sagt.
sandkassi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 02:06
Egill; já ég sá það og fín færsla!
sandkassi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 02:07
Egill,
það sem ég átti við var að við hefðum ekki getað komist hjá því að greiða þessa 20.800 tryggingu. Hitt er annað mál að ég hefði bara viljað vita af þessari ríkisábyrgð upp á 20.800. Ég hefði aldrei sætt mig við þetta á sínum tíma og má segja að það hafi verið farið á bak við okkur.
sandkassi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 10:50
Næsta skrefið er bara að ríkisvæða pulsuvagna og hárgreiðslustofur, veitingastaðina. Bara ríkisvæða allan rekstur sem mögulega getur farið á hausinn. Ef pulsurnar eru vondar eða pizzurnar hráar þá er bara um að gera að hafa ríkisábyrgð á þessu. Allir geta þá haldist í hendur í sameiginlegum ræfildómi og hið hræðilega fyrirbæri "samkeppni" er úr sögunni í eitt skipti fyrir öll.
Þá má eflaust fá lán reglulega fyrir skuldum frá Kolumbíu sem við þurfum aldrei að borga. Svo erum við bara laus allra mála. Spilum á kerfið hehe
sandkassi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:02
Jón Frímann,
"óþægilegar staðreyndir" Hvað er svona óþægilegt við staðreyndir?
sandkassi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:40
Ég hélt að allar staðreyndir um ESB væru óþægilegar. Getur Jón Frímann nefnt einhverjar staðreyndir um ESB sem EKKI eru mjög óþægilegar ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.11.2008 kl. 23:48
Gunnar R.
Þetta er athyglisverð lesning. Eins og kannski víðar virðist löggjöfin ekki hafa verið fyrir hendi. Terroristalöggjöfin notuð sem að kannski er síður farið fram á útskýringar á þegar henni er beitt.
Þjóðarörrygi og alríkis hula geri ég ráð fyrir. Umræðurnar þarna eru vemmilegar og minna hreinlega á upptökur af samtölum milli Nixon og Kissinger. Sama vemmilega samsærisþvaðrið. Lagt á ráðin um hvernig eigi að komast upp með nokkurnvegin hvað sem er.
sandkassi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:49
Nixon sagði við Kissinger;
Now is the time to think big
(þarna reyndi hann að fá HK á sitt band með að henda kjarnorkusprengju á Vietnam) Stemningsmaður,,,,
sandkassi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:53
Óþægilegar staðreyndir eru þær sem ekki er talað um og sem ekki meiga heyrast. Eins og til dæmis þessar hérna:
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Það er búið að loka að mestu fyrir fjármagn til spánska fjármálageirans. Bæði heimili og fyrirtæki - þetta er að gerast inni í miðju evrusvæði. Ein milljón fasteignir standa tómar.
Hinn innri markaður er einungis kenning á pappír - hann virkar ekki og mun aldrei virka
• Ungverjaland er að fara á hausinn í Evrópusambandinu
• Lettland er að fara á hausinn í Evrópusambandinu
• Þýskaland, Ítalía, Spann, Portúgal og ÖLL Austur Evrópa er að breytast í elliheimili
• Atvinnuþáttaka í Evrópusambandinu er hræðileg
• Hagvöxtur á evrusvæðinu er sá fjórði lélegasti í OECD síðastliðin 14 ár
• Hagvöxtur á Ítalíu er sá næst lélegasti í OECD síðastliðin 14 ár
• Hagvöxtur í Þýskalandi er sá þriðji lélegasti í OECD síðastliðin 14 ár
• Skattar hækka
• Atvinnuleysi um 10% áratugum saman
• Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri er 15.3%
• Atvinnuleysi í höfuðborg Þýskalands er 17% og er búið að vera það í áratug
• meira ?
Það er einnig hægt að bæta hér við:
Gunnar Rögnvaldsson, 18.11.2008 kl. 00:15
Þeir sem halda að Evrópusambandið sé best til að stýra öllum mögulegum og ómögulegum hlutum eru annaðhvort vitskertir eða blindir.
Þessi fjármálakreppa sem er í gangi er að hluta til hægt að skrifa á reikning Evrópusambandsins því þeir hafa markvisst unnið að því að veikja magrar þrær sterku undirstöður sem þjóðirnar hafa byggt undir bankastarfsemi landa sinna í árhundruðir.
Evrópusambandið þvingaði svoleiðis Danmörku (2005) til að afnema það sem Danir kölluðu “hensættelser til tab” í fjármálastofnunum. Þetta var gamalt fyrirkomulag sem komið var á í Danmörku í kjölfarið á bankakreppum fyrri tíma og sem tryggði það að bankar settu til hliðar fjármagn til að mæta tapi sem KANSKI gæti komið fyrir í rekstrinum. Þetta tryggði einnig að bankar voru passasamir í lánveitingum til viðskiptavina og áttu alltaf stórar fúlgur á kistubotninum.
En þetta var dæmt sem "ólöglegur ríkisstuðningur" því bankarnir fengu skattafrádrátt út á það fjármagn sem þeir voru skyldaðir til að leggja fyrir til að mæta tapi. En þetta tryggði einnig varkárni í útlánum og hindraði þar með bólumyndun í fjármálageiranum. Þetta hefði til dæmis komið í veg fyrir gjaldþrot Roskilde Bank.
Evrópusambandið heldur eins og Sovétríkin héldu að þau vissu allt best og gætu allt best. Alveg eins og Sósíal-Demó-Kratar halda alltaf að allt fólk sé fífl. Þessvegna búum við í áætlunarbúskapskerfi við sem búum í ESB.
Alveg eins og Ingibjörg Sólrún sagði: Skilaboðin frá Evrópusambandinu voru skýr. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er hér fyrirsæta, lufsa og dyramotta Evrópusambandsins
Gunnar Rögnvaldsson, 18.11.2008 kl. 00:24
Gott fólk,
lífleg umræða. Varðandi þá staðreynd, að utanríkisviðskipti okkar eru að stærstum hluta í Evrum, þannig að þess vegna sé dollarinn ekki vænlegur kostur, þá ber okkur að átta okkur á hvað sé höfuðmálið.
Er það ESB aðild, eða, er það að koma jafnvægi á þjóðarskútuna hið fyrsta?
Ef markmið 1, 2, og 3; er að ná jafnvægi á þjóðarskútuna hið fyrsta, þá getur upptaka Dollars, einmitt verið góð aðferð...alveg grínlaust. Hugsið einfaldlega rökrétt. Við getum ekki, augljóslega, í neinnri náinni framtíð uppfyllt skilyrði ERM II. Þannig, að fullkomlega er ljóst - hvernig sem fer um ESB aðild - að krónunni verður ekki skipt út fyrir Evru næstu 20 - 30 árin. Þetta verða menn að skilja. Þannig, að við munum búa við það viðskiptalega óhagræði sem felst í því að vera með aðra mynt en Evru, hvað sem við gerum yfir þetta tímabil. Eina 'relevant' spurningin er sú, hvort sú mynt á að vera krónan eða einhver þriðja mynt?
Þannig, er betra að vera með krónuna yfir þetta tímabil eða er betra að vera með einhverja þriðju mynt? Við þurfum að lifa í heiminum eins og hann er. Ég held, að ef við íþessu ljósi berum Dollarinn og Krónuna sama, þá sé það algerlega augljóst að upptaka Dollars hafi mjög marga kost.
Ég held að valið sé alveg fullkomlega augljóst.
Getur Dollarinn skemmt fyrir upptöku Evru seinna? Nei. Þetta mun augljóslega flýta mjög fyrir því að Íslandi verði mögulegt að taka upp Evru. Huh...sko, upptaka Dollars mun útríma gjaldmiðilskreppunni um leið. Því fyrr sem það gerist, því fyrr getur íslenska hagkerfið byrjað að rétta úr kútnum. Einnig, því fyrr sem það gerist, því minni verður skaðinn af gjaldmiðilskreppunni, sem einnig flýtir fyrir. Íslenskt þjóðfélag, mun þegar í stað byrja að aðlagast því að búa við lága vexti og lága verðbólgu, en einnig það að hafa ekki stjórn á vöxtum þeim sem það býr við. Það sem ég er að segja er, að Dollarinn getur flýtt fyrir að Ísland uppfylli skilyrði ERM II. ERGO - upptaka Evru getur farið fyrr fram en ella.
Þannig, að áhugamenn um upptöku Evru og ESB aðild, rökrænt séð, eiga ekki að þurfa að vera á móti upptöku Dollars.
Augljóslega, þurfum við ekki að fylgja stefnu Bandaríkjanna frekar en við viljum, enda er meira en nóg til af Dollurum á alþjóðamörkuðum, þannig að við værum mjög langt frá því háð seðlabanka Bandaríkjanna um Dollara. Þannig að Bandaríkjamenn, hefðu ekkert tak eða 'leverage' á Íslendingum vegna upptöku Dollars.
Ég, sé ekki nokkur skynsamleg rök gegn upptöku Dollars.
Athugið, að ESB er ekki velferðarklúbbur, heldur hagsmunabandalag Evrópu. ESB ríki passa upp á sína hagsmuni, eins og sést á því hvernig þau tóku á IceSave deilunni. Okkur var sett stóllinn fyrir dyrnar, og tjáð beigið ykkur annars. Þetta var gert vegna þess að ESB ríkin mátu það þannig að þeirra hagsmunir væru í húfi...sem er reyndar makalaus niðurstaða að litla þúfan Ísland skuli hafa getað skapað þvílíka hættu. En þetta er þörf ábending, ESB og meðlimaríki þess, meta öll mál úfrá sínum hagsmunum.
Ísland mun ekki fá neina 'free ride' í tengslum við ESB, þ.e. er enga Evru án þess að fara fyrst í gegnum allt ferlið sem reglu kveða um. Venja ESB, að ríki reddi sér fyrst en fái síðan aðild. Það eru ekki hagsmunir ESB að hleypa inn vandamálum. Þannig er það barasta, sem sést m.a. í reglum um aðild að myntbandalaginu. Sama má segja um aðild að ESB, en ef aðild Austur-Evrópu er skoðuð, þá fóru þau inn að afloknu aðlögunarferli - en þau fengu leiðbeiningar frá ESB um hagstjórnun, eftir að Framkvæmdastjórnin hafði gert á þeim mjög nákvæma úttekt. Síðan þegar þau voru metin tilbúin til aðildar þá var hafið formleg aðildarferli.
Nú, varðandi Ísland, þá hefur það árum saman verið nánast tilbúið undir aðild, en nú er hlaupinn babbur í bátinn. Þeir sem þekkja starfsemi ESB, vita mæta vel að Ísland mun vera tekið út af Framkvæmdastjórn ESB, eins og önnur ríki hafa hingað til sem óskað hafa eftir aðild, síðan mun Ísland vera sett einhversstaðar í röð þeirra ríkja sem eru að bíða. Þetta, mun fara eftir þessu mati. Margir halda að Ísland fái aðild um leið eða nánast, og en aðlögun sníst ekki eingöngu um upptöku svo og svo margra reglugerða og laga ESB, heldur einnig um efnahagsmál. Þar, hefur einmitt hlaupið babb. Þetta þýðir það, að Ísland verður sett í bið á meðan verstu efnahagshamfarirnar ganga í gegn, það má vera að okkur verði veitt ráðgjöf um stjórnun efnahagsmála á meðan á þessu gengur, en þegar mat Framkvæmdastjórnarinnar er að hagkerfið sé á réttri leið...þá fyrst, verður umsóknin tekin formlega fyrir, og samningaferlið getur hafist. Okkar, efnahagur mun ekki þurfa að ná sér að fullu, en ljóst þarf vera að vegferðin upp úr dífunni sé komin fram og byrjuð að virka. Þetta þurfa ekki að vera mörg ár.
Það er barnalegt að Ísland verði komið inn, innan árs, og ólíklegt að svo verði innan 3. ára; eins og Utanríkisráðuneytið með Ingibjörgu í fararbroddi stefnir að. Innan næstu 5 ára, er hugsanlegt, og innan næstu 10 nánast örruggt . . . ef Íslendingar það vilja.
Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.
Einar Björn Bjarnason, 18.11.2008 kl. 01:36
Þegar Seðlabankinn flytur úr landi þá flytst einnig hagstjórnin með til útlanda og stór hluti möguleika þjóðarinnar á að skapa velmegun til handa þegnum sínum. Þetta er kallað nýlendustjórnun. Hagstjórn, sjálfsbjargarviðleitnin, frelsið og sjálfsábyrgð flytst úr landi. En frelsið og sjálfstæðið er stærsta auðlind Íslands.
Þegar myntin er ekki þín þá ertu ofurseldur mynt annarra og hagstjórn annarra. Til dæmis þá væri ríkisgjaldþrot eina leiðin í núverandi ástandi Íslands, þ.e. ef Ísland hefði ekki sína eigin mynt - því þá hefðir þú ekkert gengið til að vinna þig út úr vandamálunum.
Ríki með eigin mynt geta ekki farið á hausinn. Þau fella bara gengið. Einu ríkin sem raunverulega geta orðið gjaldþrota eru ríki í myntbandalögum og ríki með mynt annarra. Þau geta farið á hausinn og munu fara á hausinn og hafa farið á hausinn.
Það hafa víst fáir tekið eftir því en það er búið að loka á fjármögnun til spánska bankageirans núna - mitt inni í galdra gjaldmiðlinum henni evru. Það standa núna 1.000.000 tómar fastiegnir á Spáni. Spánverjar bíða, - þeir bíða og vona og geta ekkert gert. Sama með Lettland. 15% verðbólga þar og 4% stýrivextir. Reyndu að geta þér til hvernig þeir ætla að ná þessari verðbólgu niður, lausnarorðið er auðvitað atvinnuleysi og félagslegar hörmungar, hvað annað!
Myntbandalög og mynt annarra tryggir EKKI fjármagn. Það gerir hinsvegar góð og hófsöm hagstjórn. Þetta hefur Seðlabanki Íslands margoft bent á í ræðu og riti. En enginn hlustar.
Það þýðir ekkert að skipta um áfengistegund eða fá einhvern annan til að halda á flöskunni fyrir sig. Góð hagstjórn er forsenda alls.
Núna er búið að sólunda auðæfum Íslands í holu ofaní jörðina í útlöndum. Er ekki kominn tími til að halda áfram með uppbyggingu landsins? Hvað er eiginlega að mönnum? Eru menn búnir að gleyma gömlum og góðum gildum? Það þarf að framleiða framleiða og selja og selja og byggja upp. Það er svo auðvelt að vera alltaf kaupandi, kaupandi af drasli, það krefst nefnilega engra hæfileika - maður eyðir bara.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 18.11.2008 kl. 01:56
Gott innlegg Einar,
1) já það er alveg ljóst að ERM ll tekur okkur þó nokkur ár og á þeim tíma myndi skapast hér mjög alvarlegt ástand.
2) Það eru engir sérsamningar í boði varðandi fiskveiðistjórnun og engin fordæmi eru fyrir henni heldur.
2) Það eru heldur engin dæmi um flýtimeðferð í umsóknarferlum.
Þetta er allt búið að koma mjög skýrt fram í Brussel.
Það er því fáránlegt að vera að ræða um stefnu í ESB málum um þessar mundir. Það er virkilega óábyrgur flokksdindlaháttur
sandkassi (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 01:56
Mikið er lygibullhræðsluáróður sumra manna hér aumkunarverður. Eiga þessir ESB andstæðingar virkilega engin rök nema vísvitandi ósannindi og rangfærslur?
Það er góð ábending hjá Jóni hér ofar að benda þessum mönnum á að byrja á Wikipediu - sérstaklega ef það væri vandinn að þeir vissu ekki betur, en því miður þá endurtaka þeir sífellt það sem þeir vita að eru hrein ósannindi - t.d. um sjálfstæði og fullveldi og um hlutverk og völd ESB.
Helgi Jóhann Hauksson, 18.11.2008 kl. 02:34
Helgi Jóhann,
Reglur og lög er eitt.
Hefðir og fordæmi er annað.
Fordæmi eru ekki til staðar fyrir neinu af því sem ég taldi upp hér áðan.
Brussel hefur þráfaldlega sagt nei við öllum gylliboðum Samfylkingarmanna til þjóðarinnar.
Svo getið þið Jón Frímann bent á öll lög og reglur ESB fram og til baka.
Fordæmin eru ekki fyrir hendi.
sandkassi (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 02:43
LOL...hagstjórn er ekki einungis peningastjórnun. Sannarlega eru vextir og stjórnun á prentun, mjög öflug tæki. En, menn meiga ekki gleyma að einnig er hægt að stýra öðrum þáttum, svo sem; sköttum, eyðslu ríkisins, sparnaði sbr. skyldusparnað, og já atvinnuleysi er einn ventillinn enn.
Það er fullkomlega mögulegt að ná stjórn á krónunni á nýjan leik, jafnvel án ESB aðildar; enda hefur stýring Seðlabanka Íslands langt frá því verið hin besta mögulega, né hagstjórn hérlendis.
Vandinn, er að þetta væri mjög dýr leið. Ef við förum hana, verðum við að sætta okkur við mjög djúpt fall krónunnar...en algerlega er augljóst að eftir 600 billjón (sbr. milljarða) króna viðbót við skuldir Íslands, ofan á allt annað sem samþykkt hefur verið, mun fall krónunnar verða stórt þegar hún verður sett á flot á nýjan leik með Aðstoð IMF. Hvar það fall mun stöðvast, er engin leið um að spá, en eðli markaða er það að oft er skotið yfir markið og það getur gerst í báðar áttir, þ.e. sbr. yfirskot svonefnd bóla, geta einnig átt sér stað undirskot. Undirskot, er á hæsta máta líklegt, og nokkurn tíma getur tekið þar til myntin hefur náð eðlilegu meðalgengi við hið nýja ástand efnahags- og skuldamála.
Eina leiðin til að koma í veg fyrir þessar hremmingar, er skjót upptaka Dollars. Augljóslega getur leið Evrusinna ekki haft áhrif í akkúrat þessu samhengi.
Líklegt undirskot mun þýða að verðbólga mun fara mun hærra um nokkra hríð en nú er spáð. Það sama á um vexti. Nokkra hríð mun taka að koma hvoru tveggja niður.
Það er rétt, að ákveðið hagræði er af sjálfstæðum gjaldmiðli í almennu samhengi, á móti kemur að vegna örsmæðar sinnar, er mjög erfitt að halda okkar gjaldmiðli stöðugum. Mjög litlar fjármagnsfærslur þarf til að skapa stórar sveiflur á honum, í aljþóðlegu samhengi. Þessi vandi hefur verið mjög erfiður undanfarin ár. Ekki er hægt að sjá að þetta breytist í nokkurri framtíð.
Það sem gerir krónuna íllmögulega í framkvæmd, er hið alþjóðlega fjármálakerfi dagsins í dag, þar sem fjármunafærslur á degi hverjum geta hlaupið á trilljón dollurum. Vegna þess að allt er galopið, er einungis spurning um tíma, hvenær næsta stóra krónusveifla mun eiga sér stað.
þetta, skapar fyrirtækjum starfandi hérlendis mikinn vanda, vegna þess að kostnaður fyrirtækja starfandi í íslenskri krónu tengdum gengissveiflum er óhjákvæmilega stærri en ef myntsvæðið væri stærra. Þessi kostnaður skiptir máli í nútíma hnattvæddum heimi, þar sem fjarlægðir og staðsetning skiptir æ minna máli, sem þíðir að þessi kostnaður verður æ stærra vandamál hlutfallslega. Spurningin er um að halda fyrirtækjunum hérlendis.
Fyrir daga frjálsra fjármagnsflutninga var rekstur lítillra mynta ekki stórt vandamál.
LOL, jú víst. Ríki geta orðið gjaldþrota með starfandi sjálfstæða mynt. Þau verða það, ef þau geta ekki borgað af skuldum sýnum sbr. 'default'.
Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason, 18.11.2008 kl. 03:10
Vandinn, er að þetta væri mjög dýr leið.
Hún hefur samt ekki hindrað Ísland í að veðra þriðja eða fjórða ríkasta þjóð í Evrópu á skömmum tíma. Þú getur aldrei skapað þann nauðsynlega hagvöxt og velmegun sem til þarf með fiscal plolicy only (aðgerðum í ríkisfjármálum). Það er ástæða fyrir því að t.d. Bandaríkin, Sviss, Noregur og Ísland eru rík lönd
Ísland hefur prófað að vera nýlenda og það gafst ekki vel.
Ef það er eitthvað til í þessum heimi sem myndi drepa Ísland þá er það efnahagsstjórnun með aðgerðum í ríkisfjármálum only. Þá myndu Íslendingar fyrst deyja að innan og hætta að vera Íslendingar og hætta að búa til hagvöxt og verðmæti. Það eina sem þarf að hætta er að haga sér eins og fífl í fjármálarekstri og hætta að fóðra hagkerfið á gerfipeningum úr bönkum á lyfjum. Það hjálpar einnig að hætta að reyna að vera heimsveldi. Að vera bara Ísland er alveg ágætt. Svo þarf að hætta að gera eitthvað annað í 80% af öllu sem er gert.
Barnaskapur útrásar- og bankamanna fólst í því að halda að þetta væri svona auðvelt. Því ef þetta væri svona auðvelt þá væru allir mjög ríkir í þessum heimi. En svo er ekki. En núna eru þeir á hausnum eins og beljur á svelli, og flestar fjárfestingar þeirra voru framkvæmdar án hæfileika og án skilnings og með offorsi.
Það er svo auðvelt að vera kaupandi og kaupa þá mest drasl. Það er strax erfiðara að selja, markaðsfæra og vaxa hægt en örugglega - og fyrst og fremst arðvænlega og án þess að bræða úr sér af rembingi. Að opna allar rangar hurðir samtímis og vitlaust er hættulegt. En þetta lærist, og því miður aðeins á harða mátann. Núna er komin viss reynsla. Áframhaldið getur því orðið nokkuð gott - eða sem nemur miklu betra.
En það er miklu dýrara að verða fátækt land aftur
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 18.11.2008 kl. 04:25
Einar bendir réttilega á, að ESB-sinnar ættu að fylkja sér um Dollarann. Evran getur ekki verið annað en langtíma-markmið. Áður en hægt er að taka upp Evru, þarf að koma á langvarandi stöðugleika, sem skilgreindur er í Maastricht-samkomulaginu. Eini möguleiki okkar til að ná stöðugleika á skömmum tíma er Dollar Strax leiðin. Einar orðar þetta vel, þegar hann segir:
Ég skora á ESB-sinna að hugleiða rækilega þessi orð Einars. Geta ekki allir sameinast um að við þurfum stöðugleika strax, ekki eftir aðra gjald-miðils-dýfu. En Dollar Strax er ekki bara bezti kostur þeirra sem vilja taka upp Evru síðar. Einnig þeir sem vilja halda Krónunni til langframa, ættu að sjá skynsemi þess að ná stöðugleika með Dollar.
Nákvæmlega á sama hátt og Dollar Strax er mikilvæg stoð fyrir þá sem vilja Evru síðar, þá er Dollar Strax einnig forsenda fyrir Krónu síðar. Ef við verðum aftur fyrir hremmingum við fleytingu Krónunnar, mun þeim stórlega fækka sem vilja halda í Krónuna. Eftir tvö gjaldeyrisáföll á skömmum tíma, verður útilokað einusinni að ræða um Krónu sem gjaldmiðil.
Dollar Strax er markmið sem ALLIR geta sameinaðst um. Við getum rifist síðar um gjaldmiðil til langframa !
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.11.2008 kl. 09:25
Vart er hægt að hugsa sér mótsagnakenndari málflutning en þann að bera við „þjóðhyggju“ og „þjóðarstolti“ og mata fólk af stórkallalegum ýkjusögum um „fullveldisafsal“ ef ekki beinlínis „sjálfstæðisafsal“ - en koma svo og heimta upptöku dollars, ríkisgjaldmiðils illræmds hernaðarveldis sem enginn getur átt sjálfur aðild að nema ríkið sem á hann. ESB - andstæðingar bera blygðurnarlaust fyrir sig staðhæfingum um „sjálfstæðisafsal“ við aðild að bandalagi fullvalda og sjálfstæðra Evrópuþjóða en heimta svo í staðin að fela öðru ríki stjórn peningamála okkar með upptöku gjaldmiðils sem við getum enga aðild átt að.
Einn (Gunnar Waage) segir hér ofar:
Sjá menn ekki hrópandi hræsnina í þessum orðum?
Um fiskveiðistefnu ESB og frávik frá henni varði ég eitt sinn hálfu ári (1997) við að rannsaka hana og skrifa lokaritgerð um frávik fiskveiðistefnunnar og um stöðu íslands gagnvart fiskveiðistefnu ESB. Skemmst er frá að segja að hverskyns frávik er ein megin regla stefnunnar þar sem hún byggir á forsendum sem krefajast aðlögunar að aðstæðum. „Undanþága“ er ekkert sem þarf til að smíða pottþéttan pakka fyrir Ísland. Það þarf hinsvegar að minna ESB-menn á þeirra eigin fordæmi og frávik og hver þeirra eigin orð um grundvöll stefnunnar eru - og fáist þeir til að fara að eigin reglum og stefnu um þau atriði sem snerta okkur er kominn 100% pakki fyrir Ísland.
Þetta hef ég rakið í stuttu máli áður t.d. fyrir Gunnari Waage.
Nægir að minn á að fiskveiðistefna er umhverfisstefna og varð til vegna brýnnar þarfar á að vernda fiskistofna í Norðursjó sem ekki virtu lögsögumörk og landamæri, þ.e. þó eitt ríki setti reglur hafði það enga þýðingu ef önnur gerðu það ekki líka.
Grundvöllur stefnunnar er: „sameiginlegur vandi krefst sameignlegra lausna“. Svo þegar menn fóru á Miðjarðarhafið þar sem allt aðrar aðstæður voru sögðu þeir „sérstakar aðstæður krefjast sérstakra lausna“ og bjuggu til allt annað fyrirkomulag með svæðisbundinni stjórn þar sem „Miðjarðarhafsráð“ stjórnar fiskveiðum. Sama gilti svo á Eystrasalti, Skagerak og Kattegat þar sem er svæðisbundin stjórn „Eystrasaltsráð“ stjórnar fiskveiðum. Um fjarlægar eyjur í eigu aðildarríkjanna svo sem eyjar Frakka á Kyrrahafi gildir einfaldega með tilvísun til grunnsetningarinnar um sameiginlegan vanda að fiskveiðar þar eru ekki sameiginlegur vandi ESB ríkja og því skiptir ESB sér ekkert að fiskveiðum þar og þeim er stjórnað þar af hverri eyju fyrir sig.
Helgi Jóhann Hauksson, 18.11.2008 kl. 11:18
Þar sem að Helgi Jóhann fjallar um mig í 3. persónu, þá mun ég gera slíkt og hið sama. Að rekja er ekki það sam og hrekja og fylgir hér fyrir neðan sá pistill minn sem um ræðir;
ESB-sinnar virðast gefa sér að við munum fá undanþágu frá fiskveiðistefnu ESB.
Því ætla ég að setja hér inn viðtal við Olli Rehn af visir.is sem fer með stækkunarmál Evrópusambandsins í framkvæmdastjórninni í Brussel, þetta er ágætis upprifjun.
Fréttablaðið 08. nóv. 2008;
"Um þann efnisflokk aðildarviðræðna sem fyrirsjáanlega yrði erfiðastur, fiskveiðimál, segist Rehn vera „þess fullviss að Ísland gæti uppfyllt aðildarskilyrðin og lagað sig að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB." Inntur nánar eftir þessu ítrekar hann að það séu engin fordæmi fyrir varanlegri undanþágu. Hann fái ekki séð „hvers vegna Ísland ætti ekki að geta undirgengist sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna." Hann sé þess fullviss að „hægt sé að finna lausn sem báðir aðilar geti við unað. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi."
Þar sem einn mesti vandinn sem Ísland á nú við að etja er að lögeyrir landsins og sú peningamálastefna sem íslensk stjórnvöld hafa fylgt hefur misst trúverðugleika og traust þá var Rehn líka spurður hvort hann áliti hugsanlegt að Evrópusambandið hjálpaði Íslendingum út úr þessum kröggum með því að hleypa krónunni inn í ERM-II-gengiskerfið jafnvel áður en Ísland lyki samningum um inngöngu í ESB, líkt og Ólafur Ísleifsson hagfræðingur hefur lagt til.
Af svari Rehn að dæma er lítill vilji hjá ESB til að sýna slíkan sveigjanleika: „Gengiskerfið (ERM II) er fyrir aðildarríki ESB eingöngu og það eru engin fordæmi fyrir því að umsóknarríki fái aðild að því. Framkvæmdastjórn ESB hefur ítrekað sagt að einhliða evruvæðing samræmdist ekki lagaramma evrópska myntbandalagsins og hún væri heldur ekki eftirsóknarverð fyrir Ísland pólitískt, þar sem það á möguleika á fullri aðild að sambandinu. Þess í stað ætti Ísland að hafa aðlögun peningamála sinna að evrusvæðinu að langtímamarkmiði og þá aðeins í tengslum við fulla aðild að ESB.""
tilvitnun í Fréttablaðið 08. nóv. 2008 lýkur.
hér er talað mjög skýrt m.a. hvað varðar margumrædda og meinta undanþágu sem ESB-sinnar eru að nota í röksemdafærslur sínar.
sandkassi (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 12:17
Hér er vitnað í óbeina frásög blaðamanns af samtali en ekki orðrétta tilvitnun fulltrúa ESB hvað þá heldur að orðskýringar fylgi eða yfir höfuð hvað fiskveiðistefna ESB er.
Almennt er hér talað um fiskveiðistefnuna eins og Miðjarðarhafið og Eystrasalt og fjarlægri lendur aðildarríkjanna séu ekki partur af henni sem þessi svæði auðvitað þó eru í reynd.
Þegar allt er talið rúmast allt sem við þurfum innan fiskveiðistefnunnar eins og hún er - allstaðar eru (varanleg) frávik í nafni þess að sníða þurfi stefnuna að aðstæðum, þ.e. þá er litið á frávik sem leið til að aðlaga hana að grudvelli stefnunnar en undanþágur eru allt annað en frávik þ.e. að hverfa frá stefnunni. Til að greina þarna á milli verða menn að vita hver stefnan er í allri heild sinni.
Nokkrar frumsetningar eru lykilatriði stefnunnar og reyndar allrar stefnumótunar ESB þ.e. „sameiginlegur vandi krefst sameignlegra lausna“ og „sérstakar aðstæður krefjast sérstakra lausna“ og „hvern vanda skal leysa svo nærri vettvangi sem unnt er“ og fleiri. Frá þessum lykilsetningum er ekki hægt að fá undanþágur en innan þeirra rúmast ekki aðeins allt sem við þurfum heldur eru þær okkar sterkustu rök.
Helgi Jóhann Hauksson, 18.11.2008 kl. 12:43
Helgi,
Þetta er ekki rétt farið með hjá þér. Gæsalappir blaðamannsins eru eftir öllum eðlilegum reglum. Það sama verður ekki sagt um ummæli þín.
Undir venjulegum kringumstæðum þá myndi ég undrast ummæli þín, en þar sem ég er ekki að rekast á rökleysur þínar í fyrsta skipti þá er ég kominn á annað og hærra stig sem er hafið yfir undur og stórmerki.
Þú getur ekki hagað máli þínu með þessum hætti gegn töluðum orðum og rituðu máli. Það bara gengur ekki.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að eftir lestrartörn þína og eflaust setu á fyrirlestrum um Evrópumál þá viljir þú fá eitthvað fyrir þinn snúð.
Þannig virkar þetta bara ekki.
Orðsalat þitt er álíka þegar kemur að upptöku stöðugs gjaldmiðils hér.
sandkassi (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 13:02
Ef að en eru eunhverjir hér sem ekki hafa lesið greinina
Í Fréttablaðinu þann 8. Nóvember;
Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells þar sem þeir velta fyrir sér einhliða upptöku annars gjaldmiðils. Þeir benda á möguleikana í þessu sambandi.
En áður en að Helgi gerir Jón Frímann að Seðlabankastjóra þá vona ég svo sannarlega að maður fái fyrirvara á því svo maður geti bjargað því sem bjargað verður og flutt til Úganda undan réttvísinni-:).
sandkassi (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 13:42
Þú færir ekki rök fyrir þessum orðum Gunnar - það er engin bein tilvitnun í Rehn og það þarf engna sérstakn lestur til að gana úr skugga um að „Miðjðarhafsráð“ stjórnar fiskveiðum á Miðjarðarhafi og Eystrasaltsráð á Eystrasalti og að ESB skiptir sér ekki af fisveiðum fjarlægar eyja t.d. eyja Frakka á Kyrrahafi. Einnig að varanlegar sérreglur gilda um Möltu. Það bara eru ekki kallaðr undanþágur ef þær eru sérreglur heldur frávik til aðlögunar aðaðstæðum á hverjum stað. Fiskveiðistefnan hefur tilgang og markmið og tilgangurinn er ekki reglan sjál. Til að semja verða menn að gera sér skrýra grein fyrir gruntilganginum og sýna fram á hvenrig honum verður náð í þágu beggja - það telst ekki undanþága heldur aðlögun stefnunnar að aðstæðum á hverju hafsvæði sem er ein grundvallar forsenda stefnunnar. - Hvernig væri að þú bara byrjarð á að kynna þér málið sjálfur?
Þú segir enga varanlega undþágu til - ég trú því en þá verður þú að fallast á að alþekkt frávikin t.d. um Möltu, Miðjarðarhafið í heild sinni, Eystrasalt, Hjaltlandseyjar, fjarlægari eyjur landanna og mikið fleira séu ekki undanþágur heldur frávik sem teljast aðlögun stefnunnar að hverju hafsvæði fyrir sig og því hluti sjálfrar stefnunnar að gera slíka aðlögun.
Helgi Jóhann Hauksson, 18.11.2008 kl. 13:56
Æi, var of fljótfær, sendi aftur leiðrétt:
Þú færir ekki rök fyrir þessum orðum Gunnar - það er engin bein tilvitnun í Rehn heldur aðeins óbein og það þarf engan verulegan sérstakan almennan lestur til að ganga úr skugga um að „Miðjaðarhafsráð“ stjórnar fiskveiðum á Miðjarðarhafi og Eystrasaltsráð á Eystrasalti og að ESB skiptir sér ekki af fisveiðum fjarlægar eyja t.d. eyja Frakka á Kyrrahafi. Einnig að varanlegar sérreglur gilda um Möltu. Það bara eru ekkikallaðar undanþágur ef þær eru sérreglur heldur frávik til aðlögunar aðstæðum á hverjum stað. Fiskveiðistefnan hefur tilgang og markmið og tilgangurinn er ekki reglan sjálf. Til að semja verða menn að gera sér skýra grein fyrir gruntilganginum og sýna fram á hvernig honum verður náð í þágu beggja - það telst ekki undanþága heldur aðlögun stefnunnar að aðstæðum á hverju hafsvæði sem er ein grundvallar forsenda stefnunnar. - Hvernig væri að þú barabyrjaðir á að kynna þér málið sjálfur?
Þú segir enga varanlega undþágu til - ég trú því en þá verður þú að fallast á að alþekkt frávikin t.d. um Möltu, Miðjarðarhafið í heild sinni, Eystrasalt, Hjaltlandseyjar, fjarlægari eyjur landanna og mikið fleira séu ekki undanþágur heldur frávik sem teljast aðlögun stefnunnar að hverju hafsvæði fyrir sig og því hluti sjálfrar stefnunnar að gera slíka aðlögun.
HJH
Helgi Jóhann Hauksson, 18.11.2008 kl. 14:00
Það hefur ekki farið fram hjá neinum hversu vanstilltir ESB-sinnar eru og er ekki að ósekju að bendla viðhorf þeirra við trúarbrögð. Einn þeirra (Helgi Jóhann Hauksson) hefur haft viðkomu á þessum spjallþræði og meðal annars notað nýj-yrðið "lygi-bull-hræðslu-áróður". Með svona ofstækisfullum málflutningi lítur Helgi álíka gáfulega út og hund-hvolpur sem eltir rófuna á sjálfum sér.
Hreyfingin Dollar Strax hefur mótað sína afstöðu á grundvelli þeirrar stöðu sem við erum í NÚNA. Hvaða gjaldmiðil menn velja síðar að taka í notkun, er síðari tíma mál. Engin afstaða hefur verið tekin gegn Evru, Krónu eða Rúpyakam í framtíðinni, þegar gjaldmiðill okkar og efnahags-ástand hefur öðlast stöðugleika. Líklega er til of mikils ætlast að Helgi skilji þetta.
Góða innsýn í hugarheim Helga er hægt að fá, með því að lesa eftirfarandi kafla úr skrifum hans:
Hér tekst Helga að blanda gruggugan hristing, sem hann skilur líklega ekki sjálfur. Hann má vita, að þjóðhyggja, þjóðarstolt, fullveldisafsal og sjálfstæðisafsal eru fyllilega gild hugtök í umræðu um inngöngu í ESB. Um hvað heldur Helgi að líf þjóðar snúist ?
Síðan blandar Helgi saman viðhorfi sínu til Bandaríkjanna og notkunar á hinum alþjóðlega gjaldmiðli Dollar. Skilur Helgi ekki, að Dollar er álíka viðmið og gull eða silfur ? Hver getur átt "aðild" að gull-fæti eða silfur-fæti ? Til skemmri tíma litið skiptir engu máli hvort við eigum "aðild" að gjaldmiðlinum.
Hreyfingin Dollar Strax vísar til föðurhúsanna málflutningi af því tagi sem Helgi býður upp á. Trúarbrögð (trúarblekkingar) eiga ekki við um jafn mikilvægan hlut og fyrirkomulag gjaldeyrismála þjóðar. Taka verður taumana af þeim hagfræðingum sem leiddu okkur út í foraðið. Upptaka Dollars er hið eina vitræna í stöðunni. Dollar Strax !
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.11.2008 kl. 14:19
Ég held að hér sé talað alveg nógu skýrt Helgi og eru hér gæsalappir innan gæsalappa.Ég hef ekki ástæðu til að áætla að blaðamaður visir.is fari hér með skáldskap.
Ef að svo væri þá væri fyrir þó nokkru búin að birtast athugasemd og leiðrétting. Það er nú fegurðin við opinberan málflutning.
Varðandi þessi fiskveiðistjórnun sem þú ert að færa (mjög sannfærandi eftir efnum) rök fyrir að látin verði í té Evrópusambandinu þá er það alfarið út af mínu borði. Ég horfði ekki upp á skipin okkar verða fyrir árásum breskra herskipa í mínum uppvexti til þess eins að gefa stjórn þessara mála í hendur erlendra aðila sem miðaldra maður.
Við erum mjög framarlega í hafrannsóknum og þekkjum fiskimiðin hér vel er því engin ástæða til þess að hleypa neinum erlendum aðilum að útgáfu veiðiheimilda hér. Það fyrsta sem þeir munu gera verður að banna okkur hvalveiðar um aldur og æfi og höfum við nú þegar sopið fyrir hvalveiðibannið sem skemmir hér lífríkið hjá okkur.
Erlend skip veiðandi hér inn í landhelgi á nýjan leik, ertu of ungur til að muna hvað slíkt hefur í för með sér? Annars þarftu ekki annað en að líta til hvaða ríkis í heiminum í dag sem býr við slíkt ástand til þess að fá 5 út úr 2 + 2.
Stefna ESB í þessum málum er í grundvallaratriðum röng.Reglugerðir og einstök lög (sem hefur jafnvel aldrei verið gripið til og verður mjög líklega aldrei gert) geta mjög auðveldlega breist. Þá munt þú ekki hoppa út úr ESB aftur því get ég lofað þér því fullveldið verður farið.
sandkassi (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:24
Ég er að fá töluvert af skilaboðum frá fólki sem vill ganga í hreifinguna Dollar Strax . Áhugi fólks er mikill fyrir málinu úr öllum stéttum enda þverpólitísk samstaða í þjóðfélaginu um að bæta hér lífskjörin.
Haft verður samband við fólk á næstu dögum.
sandkassi (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:35
Með tilvísun til Lofts má spyrja hvort menn skilja ekki að dollar er þrátt fyrri allt gjaldmiðill ríkisins sem honum ræður þ.e. USA og með því að taka hann upp gilti það sama og um alla aðra gjaldmiðla eins ríkis að stjórn peningamála væri afsalað til þess ríkis. - Ríkis sem við eigum enga aðild að hvorki beina eða óbeina. Því væri Það raunverulegt fullveldisafsal þegar aftur aðild að bandalagi fullvalda og sjálfstæðra Evrópuríkja er það ekki.
Gunnar það er aldrei talað nógu skýrt þegar farið er með rangt mál. Miðjarðarhafsráð er naglfastur raunveruleiki - staðreynd og Eystrasaltsráð líka sem og óteljandi varanleg frávik frá einfaldasta formi sjávarútvegsstefnunnar. Ef menn staðhæfa að engar varanlegar undanþágur séu til staðar er það einfaldlega vegna þess að allur þessi breytileiki á útfærslu stefnunnar er ekki skilgreindur sem undanþágur heldur sjálf stefnan - sérstakar útfærslur stefnunnar eftir aðstæðum teljast til meginreglunnar en ekki undanþágur.
Helgi Jóhann Hauksson, 18.11.2008 kl. 14:47
já já Brussel hefur bara talað í þessu máli í mörgum tilvikum.
Þú eins og svo oft svarar sjálfum þér;
"Með tilvísun til Lofts má spyrja hvort menn skilja ekki að dollar er þrátt fyrri allt gjaldmiðill ríkisins sem honum ræður þ.e. USA og með því að taka hann upp gilti það sama og um alla aðra gjaldmiðla eins ríkis að stjórn peningamála væri afsalað til þess ríkis."
Þú villt ganga í ESB og fá Evru hér í framhaldi. En sérð upptöku dollars sem,,,, veistu það er ekkert samhengi í svona málflutningi.
Er farinn að vinna þannig að ég svara ekki mótsvari fyrr en í kvöld.
sandkassi (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:58
Ég verð Helgi, að benda þér á að skilningur þinn er rangur, á notkun Dollars fyrir aðra en Bandaríkjamenn. Við erum EKKI, að afsala okkur stjórn peningamála með upptöku Dollars ! Jafnvel stýrivextir verða áfram í okkar höndum, en vissulega í breyttri mynd.
Á Íslandi eru stýrivextir nú þeir vextir sem Seðlabanki Íslands býður innlánsstofnunum þegar þær fá lán í 7 daga, gegn veði í skuldabréfum. Í stað núgildandi stýrivaxta, legg ég til að tekið verði upp vaxtaálag á útlán bankanna. Þetta vaxtaálag yrði á öll útlán þeirra, vera reiknað til útlánstíma lánanna, en lengst þó til árs í einu og renna til varsjóðs Seðlabankans.
Með þessu móti væri Seðlabankinn með miklu öflugra tæki í höndunum en núgildandi stýrivexti. Vaxtaálagið myndi virka á öll útlán bankanna, en ekki bara hluta eins og stýrivextirnir gera nú. Jafnframt yrðu áhrifin fljótvirk og sérstaklega ef vaxtaálagið væri tekið sem forvextir. Seðlabankinn gæti farið að beita alvöru peningastefnu. Dollar Strax !
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.11.2008 kl. 15:32
"Ég er að fá töluvert af skilaboðum frá fólki sem vill ganga í hreifinguna Dollar Strax . Áhugi fólks er mikill fyrir málinu úr öllum stéttum enda þverpólitísk samstaða í þjóðfélaginu um að bæta hér lífskjörin. Haft verður samband við fólk á næstu dögum."
Þetta er áhugavert, sendu mér línu - - endilega.
einarbb@gmail.com
Varðandi Dollar, þá er einn punkturinn í öllu þessu, að það er einfaldlega val hvort við myndum ganga í ESB síðar. Hvort tveggja, getur komið til greina, að við göngum í ESB, að aflokinni aðlögun og fáum svo Evruna einhverntíma löngu síðar; eða, að við stöndum utan við ESB, en með Dollarinn sem mynt.
Í reynd, myndi Dollarinn gera stöðu okkar auðveldari fyrir utan ESB, ef það er val landsmanna, annaðhvort að hafna því að sækja um aðild, eða, að þá að aðildarsamningi hefur verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Síðasta útkoman, er vel möguleg, en Norðmenn hafa hafnað ESB aðild tvisvar. Persónulega, er ég algerlega hlutlaus hvað þetta varðar. Tel möguleika Íslands góða í hvoru tilvikinu sem er, að gefnu því að Dollarinn hafi tekið við af krónunni.
Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason, 19.11.2008 kl. 00:38
geri það Einar
sandkassi (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.